Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÍMABÆR ÁBENDING Ásta Ragnheiður Jóhannes-dóttir alþingismaður skrif-ar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hún fjallar um hugs- anlega sölu á heimagerðum land- búnaðarafurðum. Í greininni seg- ir þingmaðurinn m.a.: „Bændur mega ekki selja ost, mjólk eða nokkuð það, sem þeir framleiða. Þótti mér það ótrúlega gamaldags forræðishyggja að leyfa ekki slíka sölu en hluti af því að veita ferðaþjónustu ætti að vera að selja ferðamönnum fram- leiðsluna á staðnum. Ferðabænd- ur vilja geta selt framleiðslu sína ferðamönnum, svo sem sitt eigið hangikjöt, mjólkurvörur, mjólk, sultu, kæfu, berjavín og hvaðeina sem þeir framleiða á búi sínu. Síðan segir Ásta Ragnheiður: „Ég hef heimsótt ferðabændur víða um heim og alls staðar hefur verið hægt að kaupa beint af bóndanum það sem hann fram- leiðir. Því spyr ég: Hvaða aðstæð- ur eru öðruvísi hér? Þessi fram- leiðsla er hluti af matarmenningu hvers lands og fáránlegt að láta tæknilegar hindranir standa í veginum fyrir því, að hið sama sé mögulegt hér á landi og annars staðar í heiminum. Slík sala er mikilvæg fyrir íslenzka matar- menningu ...“ Þetta er tímabær ábending hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og full ástæða til að henni verði fylgt eftir. Íslenzkur landbúnað- ur hefur um langt skeið leitað leiða til þess að endurnýja sig. Ferðaþjónusta bænda hefur verið hluti af þeirri viðleitni og gengið vel. Ekki þarf að hafa mörg orð um að sú ábending þingmannsins að heimila eigi sölu á heimagerð- um landbúnaðarafurðum mundi auka mjög fjölbreytni í þeirri at- vinnustarfsemi sem enn fer fram í sveitum landsins og mundi örugglega auka áhuga fólks á af- urðum íslenzkra bænda. Ásta Ragnheiður víkur að ger- ilsneyðingu mjólkur og bendir á að hún hafi verið mikið framfara- spor á sínum tíma en segir síðan: „Það er staðreynd að sumir þola illa gerilsneydda mjólk og mjólk- urvörur en bændur mega hvorki selja hana á búum sínum né í verzlanir. Íslendingar lifðu á ógerilsneyddri mjólk öldum sam- an og fjöldi fólks gerir það enn ... Hreinlæti til sveita er nú allt ann- að og meira en áður var en bænd- um er ekki umbunað nóg fyrir gæðaframleiðslu sína.“ Allt sem Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir alþingismaður segir í þessari grein er rétt. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur verið ötull og áhrifamikill talsmaður sveitanna og setti ný- lega fram athyglisverðar skoðan- ir um hæfilega stærð kúabúa, sem hentaði fjölskyldum að reka. Landbúnaðarráðherra á nú að taka höndum saman við þing- mann Samfylkingarinnar og koma fram á Alþingi þeim laga- breytingum, sem nauðsynlegar eru til þess að heimila bændum beina sölu á heimagerðum afurð- um. Sú ákvörðun gæti átt mikinn þátt í að gæða sveitir landsins nýju lífi. NÝ VINNUBRÖGÐ Í SJÁVARÚTVEGI Í Morgunblaðinu í gær var skýrtfrá því, að tvö sjávarútvegs- fyrirtæki, Samherji hf. og Vísir hf., hefðu ákveðið að hefja sam- vinnu í veiðum, vinnslu, flutning- um, þróun og sölu sjávarafurða. Um þetta sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég tel, að samvinna íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja eigi eftir að aukast án þess, að verið sé að skiptast á eignarhlutum og þetta er bara liður í því. Við getum mætt kaupendum og neytendum betur með aukinni samvinnu. Matvælakeðjurnar ytra stækka stöðugt og til að geta tryggt af- hendingaröryggi og fjölbreytni í framboði verðum við að auka sam- vinnuna hér heima vegna þess hve örsmáir við erum gagnvart þess- um erlendu risum. Við erum að svara samþjöppun erlendis með meiri samvinnu hér heima.“ Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, segir um sama mál í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Ég tel að það geti þrengt að sjávarútvegi á næstu árum vegna frekari verðlækkana. Í ljósi þess teljum við að það styrki stöðu okkar í framtíðinni að vinna náið með Samherja að þessum málum.“ Það er eftirtektarvert, að ís- lenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa smátt og smátt aukið eigin sölu- starfsemi á erlendum mörkuðum á undanförnum árum. Áratugum saman fór þessi sala að mestu fram á vegum þriggja stórra sölu- fyrirtækja og nú seinni árin tveggja. Augljóst er að þau fyr- irtæki tvö, sem eftir eru, hafa lent í margvíslegum erfiðleikum á undanförnum árum enda breyt- ingar á erlendum mörkuðum hraðar. Nú eru íslenzku sjávarútvegs- fyrirtækin hins vegar orðin svo stór og öflug sum hver að þau hafa bolmagn til að taka sölu af- urða sinna alla vega að hluta til í eigin hendur. Það sýnir þann kraft og framtakssemi sem ein- kennir forystumenn í íslenzkum sjávarútvegi, að þeir skuli enn vera að ryðja nýjar brautir. Verði frumvarp fjármála-ráðherra um olíugjaldog kílómetragjald lög-fest á Alþingi er líklegt að dísilbifreiðum fjölgi á kostnað bensínbifreiða. Með frumvarpinu er lagt til að núverandi þungaskattskerfi, sem byggist á lögum um fjáröflun til vegagerðar, verði lagt niður og tekið upp olíu- gjald ásamt sérstöku kílómetra- gjaldi á ökutæki sem eru yfir tíu tonn að leyfðri heildarþyngd. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er miðað við að verðið á lítranum af dísilolíu verði um það bil fjórum krónum lægra en verð á 95 oktana bensíni. Fjármálaráðherra segir löngu tímabært að breyta þungaskatts- kerfinu. „Þetta er þjóðþrifamál sem getur ekki beðið lengur. Við erum með meingallað þungaskatts- kerfi sem að hluta til hefur verið úrskurðað ólögmætt af samkeppn- isyfirvöldum en er þar að auki þess eðlis að það hamlar gegn framför- um í bifreiðanotkun og hvetur til óhagkvæmni í eldsneytiseyðslu,“ segir Geir H. Haarde. Ógjaldskyld olía verður lituð Olíugjaldið verður lagt á sömu aðila og þungaskatturinn, þ.e. eig- endur ökutækja sem knúin eru dís- ilolíu. Þeir sem eru undanþegnir þungaskatti í dag verða undan- þegnir olíugjaldi þar sem dísilolía til þeirra verður lituð og þannig að- greind frá hinni gjaldskyldu dísil- olíu. Er það sams konar fyrirkomu- lag og er við lýði í flestum ríkjum V-Evrópu. Að mati fjármálaráðuneytisins er með tengingu gjaldtöku við olíu- notkun verið stuðla að notkun á sparneytnari og umhverfisvænni ökutækjum. Dísilknúnar fólksbif- reiðar verði álitlegri kostur fyrir einstaklinga en verið hefur og skattlagning dísil- og bensínbif- reiða samræmd þannig að sömu rekstrarforsendur eigi við. Með sérstöku kílómetragjaldi á þyngri bifreiðar verði gjaldtakan meira í samræmi við það slit sem þær valda á vegakerfinu. Dísilolía áfram ódýrara eldsneyti Verði frumvarpið að lögum er líklegt að samsetning bifreiðaflot- ans breytist og dísilbif- reiðum fjölgi á kostnað bensínbifreiða. Sú breyting hefur í för með sér að eldsneytiskostn- aður þjóðarbúsins lækk- ar þar sem dísilbifreiðar nota ódýrara eldsneyti og eru jafn- framt sparneytnari en bensínbif- reiðar. Það hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð til lengri tíma. Að auki dregur úr losun gróðurhúsa- lofttegunda samhliða minni elds- neytisnotkun. Frumvarpið er byggt á eldra frumvarpi sem lagt var fram til kynningar á Alþingi í maí 2002. Helstu breytingar frá fyrra frum- varpi eru að olíugjaldið er hækkað og verður 45 kr. á lítra en sérstaka kílómetragjaldið lækkað. Jafn- framt mælir frumvarpið fyrir um einfalt kílómetragjald á tengivagna í stað tvöfalds eins og áður var kveðið á um. Með því að lækka sérstaka kíló- metragjaldið frá fyrra frumvarpi er reynt að tryggja að upptaka olíugjalds og sérstaks kílómetra- gjalds á þyngri bifreið- ar hafi ekki í för með sér hækkun á flutnings- kostnaði og hærra vöruverð á landsbyggðinni. Saman- burður á núgildandi þungaskatt- skerfi og frumvarpinu sýnir að þeg- ar um sparneytnar flutningabifreiðar er að ræða muni eldsneytiskostnaður lækka, en í öðrum tilvikum kann að vera um minniháttar hækkun að ræ inn kílómetra. Geir H. Harde fjármála segir löngu tímabært a þungaskattskerfinu sem gallað. Hann segir að dísilf hafi ekki verið raunverul kostur fram að þessu, e breytingunni felist hvat fólks að nota sparneytnar dísilbíla sem eyði minna og eldsneyti. „Þetta er þjóðþrifamál s ekki beðið lengur,“ sagði Geir þegar hann var spurður hvers vegna frumvarpið væri lagt fram núna. „Við er- um með meingallað þungaskattskerfi sem að hluta til hefur verið ú ólögmætt af samkeppnisyf en er þar að auki þess eðl hamlar gegn framförum í notkun og hvetur til óhagk eldsneytiseyðslu. Nýja k þannig hugsað að það hvet Geir H. Haarde fjármálaráðherra: „Þetta er þjóðþrifamál sem ge Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp um ol Líklegt að d knúnum bílum Fréttaskýring | Í frumvarpi fjármálaráð- herra er lagt til að þungaskattskerfið verði lagt niður og tekið upp olíugjald. Að mati ráðu- neytisins er með teng- ingu gjaldtöku við olíu- notkunina verið að stuðla að notkun á spar- neytnari og umhverf- isvænni ökutækjum. Það sem ég hef séð affrumvarpinu sýnist mérbenda til þess að þaðhafi verið tekið fullt til- lit til vöruflutninga á langleiðum þannig að breytingin eigi ekki að kalla á íþyngingu miðað við nú- verandi gjaldkerfi þungaskatts,“ sagði Guðmundur Arnaldsson, framkvæmdastjóri Landvara, fé- lags íslenskra vöruflytjenda, um frumvarp fjármálaráðherra um olíugjald. Á fundi í Landvara í nóvember sl. voru samþykktar tillögur sem fólu í sér nýjar hugmyndir um breytingu á þungaskatti yfir í ol- íugjald. Guðmundur sagði að fé- lagið gerði sér grein fyrir að í framtíðinni yrði að öllum lík- indum tekin upp tækni sem byggist á því að mæla nákvæm- lega notkun á vegakerfinu. Margir litu til þessarar tækni, m.a. félagsmenn í Landvara, sem væri miklu einfaldara heldur en það kerfi sem lagt væri til að tekið yrði upp í frumvarpi ráð- herra. „Það er mat fjármálaráðherra að þessi nýja tækni sé þa inni í framtíðinni að það synlegt að koma með þet stig, litaða olíu. Það sem ég hef séð af f varpinu sýnist mér benda það sé ótvírætt verið að t þeim ábendingum sem vi fram á sínum tíma. Það e að vigta akstur og olíugj öðruvísi saman fyrir okk vinnugrein. Olíugjaldið v kr. í upphaflegu frumvar núna komið í 45 kr. Á mó ur að gjaldskrá kílómetr er lækkuð. Þetta þýðir að flutningar ættu að sleppa horn gagnvart hækkun á leiðum, en á það höfum v mikla áherslu.“ Guðmundur sagði að þ skattur hefði verið hækk 40–60% árið 1998 og það alls ekki hægt að leggja m þessa atvinnugrein. Hæk opinberum gjöldum leidd hækkunar á flutningum t landsbyggðinni. Slíkt my áhrif á verslun, framleiðs útflutningsgreinar. Framkvæmdastjóri Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda Tekið tillit til okk ar sjónarmiða Við erum með meingallað þungaskatts- kerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.