Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Opið bréf til mömmu | Fréttirnar til fólksins er heiti á fréttabréfi sem Hólma- víkurhreppur heldur úti. Þar birtast hefð- bundnar fréttir af at- burðum úr lífi fólksins í sveitarfélaginu, svo sem af öskudeginum, og tilkynningar og upplýsingar frá sveit- arfélaginu. Einnig annað efni, til dæmis bréf frá lesendum. Í marsblaðinu var til dæmis birt grein sem bar yfirskriftina Opið bréf til mömmu. Þar nýtir Lilla þennan vettvang til að senda móður sinni kveðju, sagðist ekki hafa haft peninga fyrir frímerki í vasanum þegar hún hugðist senda bréfið. Með þessu segist Lilla einnig geta sparað bensínið við að heim- sækja móður sína til að spyrja hana auglitis til auglitis um heilsuna og hvað annað væri að frétta. Ætli ekki megi vænta svars frá móð- urinni í aprílhefti fréttabréfsins?    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fleiri fuglar á ferð | Farfuglarnir eru farnir að bunkast inn til Eyja, eins og komist er að orði í frétt á vef Náttúrustofu Suður- lands í gær. Í fyrradag mátti sjá um 30 lóur innan um búpeninginn suður á eyju. Tjald- urinn er svo áberandi meðfram öllum Of- anleitishamri. Í gærmorgun og fyrradag voru stórir gæsahópar í oddaflugi yfir Heimaey en ekki stoppuðu gæsirnar þar, ef frá eru taldar grágæsirnar tvær sem iðulega sjást á túnunum við Brekkuhús á vorin.    Afi pissar | Í kvöld verður frumflutt á Hallormsstað leikritið Afi pissar, eða fé- lagsráðgjafi kemst í feitt í beinni, eftir Jón Guðmundsson, tónlistarkennara og aðstoð- arskólastjóra. Leikstjórn er í höndum Jóns Gunnars Axelssonar og Sigurlaugar Gunnarsdóttur og leikarar eru nemendur Grunnskólans í Hallormsstað. Uppfærslan er hluti af árshátíð Nem- endafélagsins Bjarka í Hallormsstað- arskóla og sjá nemendur sjöunda til tí- unda bekkjar um undirbúning. Sýningin hefst kl. 20 í íþróttahúsinu og verður að venju boðið upp á veitingar að sýningu lokinni. Efnt verður til af-mælishátíðar 10.til 17. júlí í sumar í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því Skeið- arárbrú var tekin í notkun og Hringvegurinn opnaðist fyrir umferð almennings. Á samfélagsvef Horna- fjarðar kemur fram að af- mælis brúarinnar verður minnst með ýmsu móti. Haft er eftir Ragnari Frank Kristjánssyni, þjóð- garðsverði í Skaftafelli, að safnað verði heimildum um framkvæmdina, meðal annars myndum. Þá verð- ur vatnadrekinn, sem not- aður var við árnar á sand- inum frá 1961 til 1973 og í tengslum við brúar- framkvæmdirnar, tekinn í notkun á ný, þó á annan hátt sé, en búið er að hressa upp á útlitið. Þá verður vígð göngubrú og gamalt hesthús sem stend- ur rétt ofan við Bölta- bæinn. AFMÆLI Blönduós | Félagsmið- stöðin Skjólið, sem er sam- komustaður ungs fólks á Blönduósi, fékk fyrir skömmu að gjöf vandað heimabíó. Gjöfin var keypt fyrir tekjur af trúbadora- kvöldi sem Veisluþjón- ustan ehf. og KH hf. á Blönduósi stóðu fyrir á Hótel Blöndu eigi alls fyrir löngu. Krakkarnir í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskól- anum á Blönduósi veittu þessari gjöf viðtöku og þökkuðu fyrir sig, sum að þjóðlegum sið og kysstu hina örlátu gefendur. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Heimabíó í Skjólið Í hvalasafninu á Húsa-vík er gamall flens-arahnífur sem Hall- dór Blöndal notaði þegar hann vann í Hvalstöðinni. Á nýafstöðnu hagyrð- ingakvöldi á Húsavík orti Halldór: Ef hvalbáturinn öslar inn og Ásbjörn nær í hnífinn minn vita skaltu vinurinn að vaknar í mér flensarinn. Í framhaldi af því orti Jón Kristjánsson: Steypireyðinn skoða skal, skemmtilegur er hann, en ef að Halldór hittir á hval heimtar’ann að skera’ ann. Hagyrðingar hreyktu sér af þingeyskum uppruna sínum og Jón var einn þeirra: Varla skjátlast okkur oft. Okkur hlotnaðist vit og kraftur, víst er að þingeyskt þrýstiloft þýtur um salinn fram og aftur. Halldór Blöndal rifjaði upp í þessu samhengi að reðursafnið væri á Húsa- vík: Þá sem fyllir þingeyskt loft þeir munu aldrei láta sig; í Reðursafni sjást þeir oft svona til að máta sig. Þingeyskt loft pebl@mbl.is TALSVERT líf er enn í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar landa togarar og smærri fiskiskip. Ekki er vitað hvernig aflabrögð- in voru hjá Ágústi RE 61 en ljóst er að skipverjanum lá margt á hjarta þegar bátnum var siglt inn til hafnar í Reykjavík í fyrra- dag. Ágúst er einn af gömlu góðu trébátunum sem enn eru í notk- un enda orðinn liðlega þrítugur. Hann er gerður út á net. Auk fiskiskipanna er líf í kringum ferðaþjónustuna í gömlu höfninni og siglingafólk. Þar geymir fólk skútur og skemmtibáta. Öllu stærri skip, skemmtiferðaskip í ferðum um norðurhöf, hafa þar viðkomu. Þá eru mikil umsvif við hvalaskoð- unarbátana en vertíð þeirra hefst senn. Þeir sigla út á miðin með ferðamenn á þriggja tíma fresti frá morgni til kvölds. Morgunblaðið/RAX Líf í gömlu höfninni Sjómennska ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráða Ragnheiði Thorlacius lögfræðing í stöðu fram- kvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar Sveitarfélagsins Árborgar. Ráðning henn- ar var samþykkt með sjö atkvæðum á fundi bæjarstjórnar á dögunum en tveir fulltrú- ar sátu hjá. Ragnheiður tekur til starfa eftir um það bil mánuð. Hún starfar sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Suðurlands. Tuttugu umsóknir bárust um starfið þegar það var auglýst. Auk Ragnheiðar voru umsækjendur þessir: Anna Fríða Bjarnadóttir, Brynja Magnúsdóttir, Eyj- ólfur Magnússon Scheving, Gísli Þór Ein- arsson, Guðbjörg Arnardóttir, Guðrún Thorsteinsson, Halldór Hlöðversson, Helga Guðrún Loftsdóttir, Hilmar Þór Hafsteinsson, Ingi Geir Hreinsson, Krist- inn Stefán Einarsson, Kristinn Reimars- son, Kristjana Sigmundsdóttir, María Kristjánsdóttir, Ómar R. Banine, Sigríður Ólafsdóttir, Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Sigurður Jónsson og Solveig Björk Svein- björnsdóttir. Ráðin fram- kvæmdastjóri Fjölskyldu- miðstöðvar NÝ sunnlensk sjónvarpsstöð hefur útsend- ingar í kvöld klukkan 20. Er það Skjásýn sem verður á dreifikerfi Sunnu. Skjásýn tók til starfa í marsmánuði með því að taka á leigu eina sjónvarpsrás hjá Sunnlenskri fjölmiðlun ehf. Ætlunin er að vera með afþreyingar- og skjáauglýsinga- sjónvarp á Suðurlandi. Það mun nást með örbylgjuloftnetum víða um Suðurland og uppsveitir, að því er fram kemur á vef Skjásýnar. Að því er fram kemur á vef sjónvarps- stöðvarinnar, skjasyn.tk, standa feðgarnir Júlíus Sveinsson framkvæmdastjóri og Sverrir Júlíusson dagskrár- og auglýsinga- stjóri að fyrirtækinu. Útsendingar stöðvarinnar eru allan sól- arhringinn en dagskrárefni sent út öll laugardags- og sunnudagskvöld frá klukk- an 20.30, þar á meðal fréttir, kvikmyndir og beinar útsendingar. Skjásýn með sjónvarp fyrir Sunnlendinga ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.