Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 75
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 75 „ÞAÐ hefði kannski verið skyn- samlegra að bakka og draga aðeins úr hraðanum eftir að við jöfnuðum en við vorum mjög ákafir og vildum skora annað mark. Með því að sækja á svona mörgum mönnum þá buðum við ákveðinni hættu heim og það var því ansi súrt að láta þá skora annað mark,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason sem stjórnaði öft- ustu vörn íslenska liðsins. „Mér fannst við vera komnir með góð tök á leiknum þegar við jöfn- uðum. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Það gekk illa að koma boltanum í spil og við vorum ragir að biðja um boltann enda vorum við hálfhræddir við völlinn sem var ósléttur. En þetta var miklu betra hjá okkur í seinni hálfleik og úr því sem komið var þá hefði ég viljað fá jafntefli. Með að- eins meiri ró og skynsemi hefðum við getað varið jafnteflið en það er alltaf gott að vera vitur eftir á.“ Varnarleikurinn ágætur Spurður hvernig honum hafi fundist varnarleikurinn ganga sagði Ólafur; „Þeir fengu eitthvað af færum og það var verst þegar við gáfum þeim tækifæri til að komast í stöðuna maður á móti manni. En á heildina litið fannst mér varn- arleikurinn ganga ágætlega og það má ekki gleyma því að við þrír vor- um að spila saman í fyrsta skipti,“ sagði Ólafur Örn. „Við urðum fullákafir eftir jöfnunarmarkið“ FÓLK  DAVID Healy tryggði Norður-Ír- um sinn fyrsta sigur í sextán leikjum er hann skoraði sigurmark gegn Eistlendingum í Tallinn, 1:0. Þetta er annað markið sem framherji enska 1. deildarliðsins Preston North End skorar í síðustu tveimur landsleikjum liðsins. Sem kunnugt er eiga N-Írar heimsmet í því að koma knettinum ekki í netið en liðið lék samfellt í 1,298 mínútur án þess að skora en Healy skoraði gegn Norðmönnum í Belfast þar sem liðið tapaði 4:1. MARTIN Andresen tryggði Norð- mönnum 1:0 sigur í Belgrad gegn Serbíu/Svartfjallalandi en Black- burn-leikmaðurinn skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 76. mínútu. Darko Kovacevic úr liði heimamanna var vísað af leikvelli á 61. mínútu.  GRÍÐARLEG spenna var fyrir viðureign liðanna þar sem forseti knattspyrnusambands Serbíu/ Svartfjallalands var myrtur á dög- unum og fengu leikmenn norska landsliðsins ekki að hreyfa sig í borg- inni án þess að vera með lífverði sér við hlið. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Norðmenn vinna undir stjórn Åge Hareide frá því að hann tók við liðinu af Nils Johan Semb.  GRIKKIR lögðu Svisslendinga að velli á Krít, 1:0. Vassilis Tsartas skoraði sigurmark Grikkja, sem hafa leikið 15 leiki í röð án taps. Hann nýtti ekki vítaspyrnu fyrr í leiknum.  MARK frá Íranum Robbie Keane á síðustu stundu í Dublin, tryggði Ír- um sigur á Tékkum, 2:1. Írar stöðv- uðu sigurgöngu Tékka, sem höfðu ekki tapað 21 leik síðan í nóvember 2001. Á þessu tímabili unnu þeir 15 leiki, gerðu sex jafntefli og skoruðu 55 mörk.  SVÍAR héldu upp á 100 ára af- mæli sænska knattspyrnusam- bandsins með því að leggja Englend- inga að velli í Gautaborg, 1:0. Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmarkið. Svíar hafa leikið ellefu leiki í röð við Englendinga án þess að tapa fyrir þeim – töpuðu síðast 1968 er Eng- lendingar voru heimsmeistarar. Englendingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu þá tvö skot þar sem knötturinn hafnaði á stöng – fyrst frá Wayne Rooney og síðan Owen Hargreaves. Sænski mark- vörðurinn Andreas Isaksson varði þá einnig vel skot frá Rooney.  FRAKKAR náðu ekki að setja heimsmet með því að leggja Hol- lendinga í Amsterdam – og vinna sinn fimmtánda leik í röð. Þeir urðu að sætta sig við markalaust jafntefli og eiga því metið, fjórtán sigurleiki í röð, með Áströlum og Brasilíu- mönnum.  JENS Lehmann, markvörður Ars- enal, varði nokkrum sinnum vel í marki Þjóðverja, sem lögðu Belga að velli í Köln, 3:0. Leikur íslenska liðsins var kafla-skiptur. Það var ákveðin hræðsla, hik og skortur á sjálfstrausti sem einkenndi leik Íslendinga í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik varð breyting til batnaðar. Liðið færði sig framar á völlinn, menn voru meira í því að bjóða sig og tilbúnir til að fá knöttinn og fyrir vikið kom allt önnur áferð á leik liðsins samanber í fyrri hálfleik. Eftir að glókollurinn Igle Tare átti skot rétt framhjá íslenska markinu á 12. mínútu munaði minnstu að Þórði Guðjónssyni tækist að skora tveimur mínútum síðar. Þórður gerði vel í að stinga sér í gegnum albönsku vörnina en á elleftu stundu tókst varnarmanni Albana að bægja skoti Þórðar frá á markteig í horn. Þetta var í raun eina færi Íslendinga í fyrri hálfleik. Alb- anar hertu róðurinn eftir þetta færi Þórðar og Tare var hársbreidd frá því að skora á 16. mínútu en Pétur Mar- teinsson bjargaði skalla hans af mark- línu. Íslensku leikmönnunum gekk illa að halda knettinum innan liðsins og hreyfingin á mönnum án boltans var lítil og þar að leiðandi voru fáir aðrir möguleikar en að senda langar sendingar fram völlinn upp á von og óvön. Heiðar Helguson og Marel Bald- vinsson höfðu úr litlu að moða í fremstu víglínu en þeir reyndu samt eftir fremsta megni að koma pressu á varnarmenn Albana. Albanar náðu forystunni á 42. mín- útu. Adrian Aliaj náði að leika knett- inum inn í teiginn og hnitmiðað skot hans utarlega úr vítateignum steinlá neðst í bláhorninu án þess að Árni Gautur Arason kæmi vörnum við. Áð- ur en markið leit dagsins ljós var búið að liggja mikið á íslensku vörninni sem tókst að bægja hættunum frá allt þar til Aliaj náði að skora. Tare var heppinn að fá ekki reisupassann mín- útu síðar. Eftir viðskipti hans og Brynjars Björns sparkaði Tare í Brynjar en ítalski dómarinn sem greinilega sá atvikið lokaði augunum og dæmdi ekki neitt. Íslendingar gerðu engar breyting- ar á liði sínu í hálfleik öfugt við Albana sem gerðu þrjár breytingar. Til að byrja með var smá vandræðagangur á íslenska liðinu og í tvígang komust Albanir í upplögð færi snemma hálf- leiksins. Fyrst varði Árni Gautur mjög vel með úthlaupi þegar Skela var kominn í gott færi og skömmu síð- ari bjargaði Ívar Ingimarsson meist- aralega þegar Tare var að búa sig undir að þruma á markið, einn og óvaldaður gegn Árna Gauti rétt utan markteigs. Annað mark Albana virt- ist liggja í loftinu en eins og hendi væri veifað snarsnerist gangur leiks- ins. Íslensku leikmennirnir stöppuðu í sig stálinu og innkoma Veigars Páls á 59. mínútu hleypti svo sannarlega nýju lífi í leik liðsins. Veigar var fljót- ur að minna á sig en hann hafði ekki verið inná nema í fimm mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir fyrirliðann Þórð Guðjónsson. Veigar vann boltann af varnarmanni Albana, lék á félaga hans og sendi á Þórð sem átti ekki í erfiðleikum með að skora. Mikið kapp hljóp í íslenska liðið við þetta mark, kannski of mikið þegar til baka er litið, en með smá heppni hefðu Íslendingar geta skorað tvö mörk til viðbótar skömmu eftir mark Þórðar. Eftir laglega sókn þar sem Veigar og Indriði léku sig í gegnum vörn Albana munaði hársbreidd frá því Þórður kæmist í úrvalsfæri og á 70. mínútu fékk Veigar Páll gott færi en ósléttur völlur gerði það að verk- um að hann náði ekki að stýra knett- inum rétta boðleið. Engu að síður átti hann góða tilraun en markvörður Albana varði með naumindum. Albönum var brugðið og ákaft studdir af áhorfendum náðu þeir að að skora sigurmarkið á 75. mínútu. Albanir náðu skyndisókn gegn fálið- aðri vörn Íslands og eftir fína fyrir- gjöf frá hægri náði varamaðurinn Alban Bushi að skjóta sér fram úr Ív- ari Ingimarssyni og skalla boltann í netið. Síðustu 10 mínúturnar gerðist fátt. Íslenska liðið hafi ekki kraft til að ógna albanska markinu að ráði og í annað skipti í jafnmörgum leikjum töpuðu Íslendingar fyrir Albönum með minnsta mun. „Eins og leikurinn þróaðist þá hefði ég viljað sjá að við héldum stiginu. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik. Sendingarnar á milli manna gengu illa en við náðum engu að síður að skapa hættur með löngu sendingun- um. Menn voru ekki nógu rólegir á boltanum og ástæðan fyrir því að við við héldum ekki boltanum innan liðs- ins var sú að menn voru einfaldlega í felum. Þar með átti maðurinn með boltann í vandræðum því hann átti enga möguleika á losa sig við hann. Við tókum á þessu í leikhléinu og það var allt annar bragur á liðinu í síðari hálfleik. Þá þorðu menn að fá boltann og þar með opnuðust ýmsir mögu- leikar. Við náðum að jafna og fengum fínt færi strax á eftir og á þessum tímapunkti fannst mér við hafa leik- inn í okkar höndum allt þar til annað mark þeirra kom,“ sagði Logi Ólafs- son landsliðsþjálfari við Morgunblað- ið eftir leikinn. Árni Gautur verður ekki sakaður um mörkin. Hann varði vel í þrígang og stóð fyrir sínu. Aftasta varnarlínan hafði í nógu að snúast og í heildina séð stóð hún sig ágætlega. Ívar Ingimars- son og Ólafur Örn Bjarnason gerðu fá mistök og Pétur Marteinsson stóð þeim ekki langt að baki. Brynjar Björn Gunnarsson var feikilega dug- legur og átti sinn besta landsleik í langan tíma, sérstaklega í síðari hálf- leik. Þórður Guðjónsson átti fína spretti og var ávallt hættulegur fram á við en bróðir hans Jóhannes var í barningi aftarlega á miðsvæðinu og hefur oft leikið betur. Vængmennirn- ir Indriði Sigurðsson og Bjarni Guð- jónsson voru í erfiðum hlutverkum. Þeir leystu það þokkalega en Indriði átti framan af í stökuðu vandræðum með sprækan kantmann Albana. Marel Baldvinsson var lítið í boltan- um en vann engu að síður vel og bar- áttujaxlinn Heiðar Helguson hélt varnarmönnum Albana við efnið allan leikinn. Heiðar barðist eins og ljón sem endranær og vann flest návígi en var óheppinn á stundum að komast í gegnum vörnina. Veigar Páll og Arn- ar Þór Viðarsson komu frískir inn af bekknum en þegar á heildina er litið spilaðist leikurinn eins og reiknað var með. Eins og gefur að skilja var ákveðin tilraunastarfsemi hjá lands- liðsþjálfurunum Ásgeiri og Loga í leiknum í gær og vonandi læra leik- menn af þeim mistökum sem þar voru gerð og bæta ofan á það sem vel var gert. „Við fáum fjóra leiki til viðbótar til að slípa hópinn saman. Auðvitað var margt sem ekki var í lagi í þessum leik enda langt um liðið síðan síðasti leikur var og að auki vorum við að prófa okkur áfram. Við getum von- andi bætt við það sem við gerðum í dag. Við hefðum verið sáttir að fara héðan með eitt stig og það var synd og skömm að þeir skyldu skora annað markið. Við létum teygja okkur út úr stöðunum þegar það kom og í alþjóð- legum fótbolta er mönnum refsað fyr- ir slíkt.“ Ljósmynd/ALNA photo Ólafur Örn Bjarnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, í baráttu við framherjann Ervin Skela. Tap í Tirana GÓÐUR síðari hálfleikur íslenska landsliðsins dugði því miður ekki til að ná stigi gegn Albönum í Tirana í gærkvöld. Albanar, sem hafa verið ósigrandi á heimavelli í þrjú ár, höfðu betur, 2:1. Úrslit sem í sjálfu sér verða að teljast nokkuð sanngjörn en eins og leikurinn þróaðist í síðari hálfleiknum var súrt að Albönum tækist að skora sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir að Þórði Guðjóns- syni hafði tekist að jafna metin. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Tirana Góður síðari hálfleikur dugði ekki til gegn Albönum BRÆÐURNIR frá Akranesi – Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir léku í byrj- unarliði Íslands gegn Albaníu í Tirana og jöfnuðu þar með árangur KR-bræðranna Harð- ar, Bjarna og Gunnars Fel- ixsona, sem léku saman í leik 1963 gegn áhugamannalands- liði Englands í Wimbledon, 0:4. Bræðurnir léku saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.