Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 33 Laugavegi 32 sími 561 0075 Flytjum úr Vatnsmýrinni í húsnæði Bílasturtunnar á Bíldshöfða 8 (með bílnum á þakinu) Nokkrir bílar seljast á hálfvirði, sumir rafmagns- og vindlausir og nokkrir með hægrihandarstýri (ps. Davíð flutti þá inn) Bíldshöfða 8, sími 562 1055 Frúin glottir í verri bíl frá Bílasölu Guðfinns Allar upplýsingar á nýju heimasíðunni www.guffi.is Skagafjörður | Efnt verður til mik- illar söng- og skíðaveislu um páskana. Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið alla hátíðisdaga, frá skírdegi til og með öðrum degi páska, frá kl. 10 til 17 og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. skíðakennslu, svigkeppni, brettabrun, grillveislu og snjóþotu- og sleðarall, svo fátt eitt sé nefnt. Karlakórinn Heimir frumsýnir söng- og leikdagskrána „Undir blá- himni“ laugardagskvöldið 10. apríl og að kvöldi páskadags í reiðhöll- inni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Dagskráin byggist á lögum úr söngleiknum Oklahoma og fleiri söngperlum og hefur undirtitilinn „Söngur og hestar – hinn skagfirski arfur“. Handrit og leikstjórn er í höndum Jóns Ormars Ormssonar en Sigurður Hansen frá Kringlu- mýri staðfærði texta við tvö vinsæl lög úr Oklahoma. Auk kórsins eru flytjendur tenórinn Óskar Pét- ursson og nokkrir skagfirskir gæð- ingar ásamt knöpum. Hljóð og lýs- ing spila einnig stórt hlutverk í reiðhöllinni. Páll Dagbjartsson, formaður Heimis, segir að þegar allt sé talið komi um 90 manns að dagskránni í Svaðastöðum. Hún sé nokkurs kon- ar framhald tilraunar sem gerð var með góðum árangri á sama stað fyrir ári þegar sett var upp söng- og leiksýning með djáknann frá Myrká sem meginþema. Húsfyllir var með nærri 900 manns. Dag- skráin „Undir bláhimni“ verður einnig sett upp í sumar í tengslum við Landsmót og Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki. Geirmundarveisla Páskaveislunni í Skagafirði lýkur svo annan í páskum, 12. apríl, þeg- ar „sveiflukóngurinn“ Geirmundur Valtýsson býður til tónleika í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í til- efni af sextugsafmæli sínu, 13. apr- íl. Um leið eru þetta útgáfu- tónleikar því afmælisdaginn gefur Geirmundur út nýjan geisladisk, Látum sönginn hljóma, með 14 nýj- um lögum. Með Geirmundi og hljómsveit hans koma fram á tónleikunum Álftagerðisbræður, Helga Möller, Ari Jónsson, Sverrir Bergmann, hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar og nokkrir skagfirskir einsöngvarar. Söng- og skíðaveisla í Skagafirði um páskana Undir bláhimni: Karlakórinn Heimir frumsýnir um páskana söng- og leikdagskrá í reiðhöllinni Svaðastöðum. Sextugur: Geirmundur Valtýsson býður til afmælistónleika á Sauð- árkróki annan í páskum. Húsavík | Það er hverju samfélagi mikilvægt að til séu öfl, þar sem leitast er við að hjálpa þeim sem minna mega sín, ásamt því að styrkja önnur góð og þörf málefni. Húsvíkingar hafa átt því láni að fagna um langt árabil að þar starfa öflug félög, klúbbar og sam- tök á þessu sviði. Meðal þeirra er Kiwanisklúbb- urinn Skjálfandi sem fagnaði því á dögunum að 30 ár eru liðin frá stofnun hans. Hátíðarfundur var haldinn á Gamla-Bauk við Húsa- víkur-höfn þar sem félagar komu saman ásamt gestum sínumtil kaffisamsætis. Þar stigu menn í ræðustól, félagar minntust stofn- unar klúbbsins og áranna 30 sem liðin eru og gestir færðu þeim heillaóskir. Þrír af stofnfélögum klúbbsins voru heiðraðir ásamt Þórði Ásgeirssyn, það voru þeir Brynjar Þór Halldórsson, Sig- urgeir Aðalgeirsson og Jón Ol- geirsson. Á fundinn komu tveir leikhópar og fluttu atriði úr verkum sem þeir hafa sett upp í vetur. Þetta voru nemendur 7. bekkjar Borg- arhólsskóla með söngatriði úr söngleik-num Ljóta andarung- anum og leikklúbbur Framhalds- skólans á Húsavík með atriði úr leikritinu Helgin framundan. Þrjátíu ár frá stofn- un Kiwanisklúbbs- ins Skjálfanda Morgunblaðið/Hafþór Kiwanismennirnir sem heiðraðir voru, f.h.: Brynjar Þór Halldórsson, Þórð- ur Ásgeirsson, Sigurgeir Aðalgeirsson og Jón Olgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.