Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 62
UMRÆÐAN
62 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÍSLANDI er veikindatíðni
nokkru minni en á hinum Norð-
urlöndunum og er það vel. En hve
áreiðanlegur er þessi sam-
anburður? Mismunandi forsendur
geta legið að baki. Ástæðan getur
meðal annars legið í því að ekki er
vel haldið utan um
veikindaskráningu
hér á landi og sér-
staklega þá skiptingu
milli styttri og lengri
veikinda. Forsendur
veikindadaga eru aðr-
ar á Norðurlöndum.
Þar greiða ríkin að
hluta eða öllu leyti
kostnað af veik-
indadögum og tengist
oft réttindum og
skyldum á vinnu-
markaðinum. Því er
ekki alltaf raunhæft
að bera saman veikindadaga sem
árangursmælingu á milli landa.
Erfitt getur verið að meta raun-
verulegan kostnað atvinnurekanda
af veikindaforföllum og þá sér-
staklega í langtímaveikindum sem
er oft falinn eða vanmetinn kostn-
aðarþáttur innan veggja vinnu-
staða. Í langvinnum veikindum
hleypir upp kostnaðinum að það
þarf að dreifa verkefnum á aðra,
ráða afleysingafólk og setja aðra
inn í málin sem er ekki nauðsyn-
legt í styttri veikindum.
Raunverulegur
veikindakostnaður
Raunveruleg útgjöld atvinnurek-
anda vegna veikindadaga eru mun
meiri en launakostn-
aðurinn einn segir til
um. Það að missa
starfsmann úr vinnu
t.d. í mánuð kostar
vinnuveitandann
helmingi hærri upp-
hæð en þann sem
nemur launum starfs-
mannsins. Ofan á
launin leggjast launa-
tengd gjöld og einnig
sá kostnaður sem
felst í stjórnun, af-
leysingastarfsmanni,
álagi á starfsfólk, tap-
aðri þekkingu, þjálfun nýs starfs-
fólks og vannýtt húsnæði svo eitt-
hvað sé tínt til. Þessi kostnaður
getur numið helmingi hærri upp-
hæð en launin segja til um. Ekki
er heldur reiknað með margfeldis-
áhrifum alvarlegra veikinda á aðra
starfsmenn. Fjölskylda og vinir
verða undir álagi sem eykur
streitu, þeir þurfa oftar að taka
sér frí frá vinnu sem getur svo
leitt að lokum til veikinda þeirra
og enn meiri fjarveru frá vinnu.
Reiknilíkan um veikindakostnað
má sjá á heimasíðu Solarplexus
ehf. www.solarplexus.is.
Langvarandi veikindi
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
helsta dánarorsök í vestrænum
ríkjum. Í nýrri skýrslu Hagstof-
unnar um dánarorsakir árið 1999
á Íslandi kemur í ljós að blóðrás-
arsjúkdómar eru langalgengasta
dánarorsökin á Íslandi eða 42%.
Veikindi af þessu tagi taka langan
tíma. Margir vinnudagar tapast á
ári vegna þeirra og skapar það
álag á vinnustaðinn, fyrir utan það
andlega og líkamlega álag sem
skapast fyrir einstaklinginn sjálf-
an og fjölskyldu hans.
Hver er ávinningur heilsu-
farsmælinga?
Til að draga úr hjarta- og æða-
sjúkdómum er einfalt að fram-
kvæma reglulegar og einfaldar
mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu,
blóðsykri og líkamsfitu. Þessi leið
er bæði einföld og ódýr og er jafn-
framt besta leiðin til að koma í
veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.
Regluleg ráðgjöf og heilsufars-
mælingar á vinnustöðum eru ekki
flóknar í framkvæmd, ódýrar og
snúast fyrst og fremst um að
greina áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma og ekki síst gera
einstaklinga meðvitaða og ábyrga
um eigin heilsu. Heilbrigð-
ismenntað starfsfólk fer út á
vinnustaðina með fræðslu, mælir á
staðnum og sendir þá áfram til
læknis sem þurfa nánari skoðun.
Þetta færist mjög í vöxt og hefur
vakið mikla ánægju starfsfólks og
stjórnenda.
Aukin vitundarvakning og
vellíðan á vinnustað
Reynslan hefur sýnt okkur sem
við þetta starfa, að heilsufarsmæl-
ingar sem þessar auka vitund-
arvakningu einstaklinga á eigin
heilsu og auka vellíðan á vinnu-
stað. Þetta verður til þess að það
dregur úr skammtímafjarvistum
sem rekja má til vanlíðunar vegna
t.d. háþrýstings og til lengri tíma
má líta á þetta sem forvarnarstarf
til að draga úr veikindakostnaði.
Langoftast finnast einhverjir
einstaklingar í áhættuhópi á
hverjum vinnustað og hægt hefur
verið að grípa inn í og forða ein-
staklingum frá veikindum. Ef
gripið er inn í strax er auðvelt að
laga ástandið. Eftir því sem
ástandið verður langvinnara og
verra verður erfiðara að grípa inn
í og oftar en ekki er þá þörf á
mun dýrari, flóknari og tímafrek-
ari aðgerðum. Heilsufarsmæling-
arnar hafa alltaf leitt til ánægju
og mikillar umræðu á vinnustaðn-
um og vitundarvakningar starfs-
fólks um eigin heilsu og ábyrgð.
Heilsufarsmælingar sem ein
lausn í forvarnarstarfi og
stefnu fyrirtækisins
Starfsfólkið er auður fyrirtækisins
og að því þarf að hlúa. Erlendar
rannsóknir og niðurstöður kann-
ana gerðar af Solarplexus sýna
það að fyrirbyggjandi starf, meðal
annars af þessu tagi, skilar sér í
bættri líðan og ánægju í starfi.
Stöðugt fleiri fyrirtæki og stofn-
anir sjá hag sinn í að bjóða starfs-
fólki sínu upp á heilsufarsmæl-
ingar fyrir þá sem þess óska ár
hvert.
Heilsufarsmælingar af þessu
tagi sem ein af lausnum er lýtur
að forvarnarstarfi fyrirtækja, þarf
að vera hluti að stefnu fyrirtækis í
almennum heilbrigðis- og öryggis-
málum starfsmanna. Slíkt er allra
hagur.
Af hverju heilsufarsmælingar sem for-
varnarþátt innan veggja vinnustaða?
Lovísa Ólafsdóttir skrifar
um heilsufar ’Starfsfólkið er auðurfyrirtækisins og að því
þarf að hlúa.‘
Lovísa Ólafsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Solarplexus.
UNDANFARIN ár hefur farið
fram sameining spítalanna hér í
Reykjavík. Margir höfðu efasemdir
um að rétt væri að standa þannig
að málum heilbrigðisþjónustunnar.
Það hefur hins vegar gerst að þró-
un í læknisfræði hefur orðið mjög
ör og þörf fyrir bráðalegudeildir
hefur farið minnkandi. Sívaxandi
hluti þjónustunnar fer fram á dag-
deildum og þar hefur komið til
sögu ný tækni og miklar framfarir.
Þessi þróun hefur því komið á móti
sívaxandi þörf fyrir heilbrigð-
isþjónustu af ýmsu
tagi. Sameining spít-
alanna hlaut því að
koma til fyrr eða síð-
ar.
Það er ekki sama
hvernig sameining
svo stórra og flókinna
fyrirtækja sem spít-
alar eru fer fram. Það
þarf mikinn und-
irbúning og kostar
miklar breytingar á
aðstöðu, skipulagi og
fleiru. Markmiðið er
að ná fram hagræð-
ingu í rekstri og fag-
legum styrkleika.
Samkvæmt skýrslu
Ríkisendurskoðunar
er ljóst að hagræðing
hefur ekki náðst. Það
kemur engum sem til
þekkir á óvart þar
sem það er reynsla
víða erlendis frá að
ekki næst hagræðing
nema hægt sé að
flytja meginstarfsemina á einn
stað. Kostnaður af sameiningarferl-
inu er orðinn töluverður. Ef það
sem ríkið greiddi Reykjavíkurborg
fyrir þau mannvirki sem það yf-
irtók er talið með, má gera ráð fyr-
ir að þessi kostnaður sé á bilinu
3–4 milljarðar króna. Staða Land-
spítala virðist því vera sú að mjög
nauðsynlegt sé að færa líkamlega
bráðaþjónustu á einn stað og sam-
eina þar dýrustu þjónustudeild-
irnar, þ.e. skurðstofur, gjörgæslu,
myndgreiningu og rannsókn-
arstofur. Það er alger forsenda
þess að hagræðing náist í rekstri.
Talið er að sú hagræðing gæti
numið 1–1,5 milljörðum króna á ári
þannig að eftir miklu er að slægj-
ast.
Hugmyndir fyrrverandi heil-
brigðisráðherra sem staðfestar
hafa verið af núverandi heilbrigð-
isráðherra sem stefna ríkisstjórn-
arinnar er að byggja nýjan spítala
sunnan Hringbrautar. Á þeim
grundvelli var ákveðið að byggja
hús fyrir starfsemi barnadeildar
við Hringbraut eftir að samein-
ingin var ákveðin. Það hefur verið
ljóst frá upphafi að þessi stefna
var mjög óraunsæ. Talað var um
að það þyrfti að
byggja um 85–90 þús-
und fermetra. Sam-
kvæmt núverandi heil-
brigðisráðherra gæti
kostnaður orðið 30–40
milljarðar króna.
Ástandið í þjóðfélaginu
vegna mikilla fram-
kvæmda á öðrum svið-
um myndi heldur ekki
leyfa svo miklar fram-
kvæmdir á næstu ár-
um. Væri þessi leið
farin myndi það vafa-
laust taka á annan ára-
tug áður en starfsemin
gæti hafist að fullu á
einum stað og þar af
leiðandi myndu miklir
fjármunir tapast.
Aðrar hugmyndir
hafa komið fram um
lausn mála. White-
arkitektar hafa skoðað
lóðina norðan Hring-
brautar en hún er of
lítil til þess að koma
að fullu gagni við að leysa málin.
Auk þess er mjög erfitt að tengja
núverandi byggingar við nýbygg-
ingar. Ráðgjafar frá fyrirtækinu
Ementor í Kaupmannahöfn komu
með ákveðna tillögu um lausn
málsins fyrir 3–4 árum. Eftir að
hafa skoðað alla núverandi aðstöðu
sameinaðs spítala var niðurstaða
þeirra að hagkvæmasta og fljót-
virkasta lausnin væri sú að líta á
lóðir við Hringbraut og í Fossvogi
sem eina lóð. Til að ná hagkvæmni
sem fyrst væri nauðsynlegt að
sameina alla líkamlega bráða-
starfsemi í Fossvogi. Þar eru bestu
legudeildir sem til eru á landinu
fyrir um 250–300 sjúklinga sem
auðvelt væri að laga og uppfylla
flestar kröfur sem til þeirra þarf
að gera. Þar er einnig hægt að
nota áfram núverandi aðstöðu
skurðstofu, röntgendeildar og jafn-
vel gjörgæsludeildar og tengja þar
við nýja byggingu fyrir þann hluta
þessarar starfsemi sem nú fer
fram á Hringbraut. Byggja þarf
legudeildir til þess að hægt sé að
flytja skurðdeildir og lyfjadeildir í
Fossvog en kvensjúkdómadeildir
og barnadeildir kæmu í kjölfarið.
Áfram verði ýmis starfsemi við
Hringbraut t.d. geðdeild, end-
urhæfingadeild, ýmsar rann-
sóknadeildir og háskólastarfsemi.
Reynslan mun síðan leiða í ljós
hvaða aðra starfsemi væri nauð-
synlegt að flytja í Fossvog.
Það skiptir engu máli fyrir hlut-
verk Landspítala sem há-
skólastofnunar hvort hún er stað-
sett í Fossvogi eða við Hringbraut.
Fossvogur er mun meira mið-
svæðis með tilliti til þess hvar íbú-
ar höfuðborgarsvæðisins búa og
starfa. Það má ekki gleyma því að
árlega skipta heimsóknir á spít-
alann mörg hundruð þúsundum.
Lóðin í Fossvogi er mun stærri og
auðvelt að koma þeim byggingum
sem þörf er fyrir með góðum
tengslum við núverandi byggingu.
Tenging við umferðaræðar er góð
og ekki þarf að eyða milljörðum í
að flytja slíkt mannvirki eins og til
stendur að gera við Hringbraut.
Hugsanlega þarf að byggja nálægt
30 þúsund fermetra og kostnað við
þessa framkvæmd má gróft áætla
10–12 milljarða króna og ef rétt
reynist að sú hagræðing næst, sem
að ofan er getið, er hér um eina
hagkvæmustu framkvæmd sem völ
er á í þjóðfélaginu að ræða.
Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum hefur ríkisstjórnin ekki
viljað skoða þessa leið. Nú á að
fara að færa Hringbraut og það
kostar hátt í tvo milljarða króna.
Ef sú framkvæmd er eingöngu fyr-
ir Landspítann er ljóst að hér er
hreinlega verið að sóa miklum fjár-
munum til einskis.
Má ekki spara
20–30 milljarða?
Ólafur Örn Arnarson skrifar
um heilbrigðiskerfið
Ólafur Örn Arnarson
’Það er ekkisama hvernig
sameining svo
stórra og flók-
inna fyrirtækja
sem spítalar eru
fer fram. ‘
Höfundur er læknir.
ÉG get ekki orða bundist eftir að
hafa gripið niður í þriggja binda rit-
verk þeirra Örlygs Hálfdanarsonar,
Magnúsar Kristinssonar og Árna
Björnssonar sem ber heitið Úr torf-
bæjum inn í tækniöld. Hér er á ferð-
inni stórvirki af þeim toga að ein-
stætt verður að teljast
og fágætur viðburður í
annars blómlegri flóru
íslenskrar bókaútgáfu.
Rætur þessa verks
teygja sig suður á
Þýskaland þar sem rit-
stjórinn Magnús
Kristinsson nú er bú-
settur og til þýskra
ferðalanga og fræði-
manna sem lögðu leið
sína aftur og aftur til
Íslands á árunum milli
stríða, vel búnir til
myndatöku og upp-
teiknana af íslensku
þjóðlífi og gagn-
munum þess tíma.
Þetta voru þeir Hans
Kuhn, Reinhard Prinz,
Bruno Schweizer og
Erich Consemüller, þá
ungir og ótrauðir og
vakti ferðamáti þeirra
mikla athygli landans.
Tengsl þessara manna
voru misjafnlega náin,
en tveir þeirra kvænt-
ust íslenskum konum, náðu full-
komnu valdi á íslensku máli og héldu
tengslum við land og þjóð langt fram
eftir 20. öld. Frá Þjóðverjunum er
kominn meirihluti þeirra yfir 2000
ljósmynda sem prýða bækur þessar,
margar hverjar af bestu gæðum og í
heild einstakar heimildir um land og
þjóð á árunum milli stríða. Það sama
má segja um uppdrætti og ljós-
myndir af um 400 nytjamunum sem
Hans Kuhn safnaði og varðveittir
eru á Museum für Völkerkunde í
Hamborg.
Tilkoma þessa ritsafns er nánast
reyfarakennd ef litið er til þeirra at-
burða sem komu Örlygi og Magnúsi
á sporið og þess samstarfs sem síðar
tókst með þeim um útgáfuna. Hvor
um sig hafði byrjað að spinna þræði
að ritum sem byggðu á gögnum
þýsku ferðalanganna en það er síðan
fyrir stórhug og elju Örlygs sem út-
gefanda að úr verður sú heild sem
hér liggur fyrir í þremur bindum. Ít-
arleg umfjöllun Árna Björnssonar
þjóðháttafræðings um íslenskt
mannlíf milli stríða sem er meg-
inefni 1. bindis tengir það sem á eftir
kemur saman í eina heild þannig að
úr verður saga um tímabil sem lengi
hefur legið hjá garði og notið tak-
markaðrar athygli hér-
lendis. Það vekur satt
að segja furðu mína að
þetta verk skuli ekki
hafa þótt nánast sjálf-
kjörið til verðlauna á
síðasta ári, að þeim
bókum ólöstuðum sem
þá hlutu viðurkenningu.
Með þessu stór-
fenglega ritverki hafa
þeir sem að því komu
átt hlut að björgun
menningarverðmæta
sem mörg hver hefðu
ella farið forgörðum eða
verið hulin komandi
kynslóðum. Nægir þar
að nefna heimildagildi
ljósmynda, myndtexta
og viðtala við fólk sem
margt hefur horfið af
vettvangi á þeim tíma
sem liðinn er frá því
byrjað var að efna í út-
gáfuna. Örlygur Hálf-
danarson hefur bjargað
mörgu í hús af svip-
uðum toga á löngum
ferli sem útgefandi. Nægir þar að
minna á úrval úr verkum Daniels
Bruun undir heitinu Íslenskt þjóðlíf
í þúsund ár sem út kom fyrir hálfum
öðrum áratug og ritsafnið Landið
þitt Ísland.
Sá sem þetta ritar gleymdi sér í
nokkra daga yfir þessu síðasta stór-
virki Bókaútgáfunnar Arnar og Ör-
lygs. Þess er að vænta að margir
leiti í þann brunn sem hér bíður
þeirra sem hafa áhuga á að tengja
saman nútíð og fortíð, landið og sög-
una. Ég held fátt eigi betur heima í
höndum ungmenna en þetta nútíma-
lega og skemmtilega safn frá veröld
sem var en sem liggur ótrúlega
skammt að baki í árum talið.
Menningarlegt
stórvirki
Hjörleifur Guttormsson
skrifar um bókaútgáfu
Hjörleifur Guttormsson
’Með þessustórfenglega rit-
verki hafa þeir
sem að því
komu átt hlut að
björgun menn-
ingarverð-
mæta…‘
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra.