Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ INNGANGUR A ndið léttar, því í dag er alþjóðadagur gabbsins. Ekki al- þjóðadagur kvenna, (hús)bænda eða hjúa, hvað þá sannleikans. Nei, dagurinn er helgaður ákveðinni tegund af stríðni sem býr innra með öllum, jafnt konum sem köll- um, fátækum og ríkum, grönnum og feitum, háum og lágum. Slag- orðið er: Grípið tækifærið og gabbið! Hér verður rýnt í heimspeki, siðfræði og sálfræði gabbsins og tilraun gerð til að svara spurning- unni: Hvert er gildi gabbsins í samfélaginu? MEGINMÁL Í dag má draga á (asna) eyrunum – án þess að verða að þurfa að svara fyrir það. Apr- ílgabbið er sér- stök tegund af gríni og er í raun ævagam- all leikur; að gabba náung- ann til að fara erindisleysu. Það krefst hugvits að semja trúverð- uga fléttu. Fíflið er valið og því talið trú um að það eigi að gera eitthvað. Dæmi: Sendli í fyrirtæki er af- hentur miði frá efnalaug og sagt að fara út í fatahreinsum og ná í föt forstjórans og flýta sér með þau til hans (eða hennar). Sendill- inn hleypur af stað og fær leð- urdress afhent, stígvél og svipu. Sendillinn verður undrandi á þessum þokkafulla búningi for- stjórans, en tekst ekki að leggja saman tvo og tvo og flýtir sér með fötin á fund forstjórans og segir: „Hér eru fötin sem þú baðst um“. Forstjórinn starir á hann augna- blik en áttar sig síðan á því að sendillinn hefur verið látinn hlaupa fyrsta apríl og skellir upp úr. Fólk sem fylgdist með kemur úr skúmaskotunum og skemmtir sér óborganlega. Sendillinn blóð- roðnar, fyllist skömm og reiði, og er að því kominn að segja upp og rjúka út – en tekst að yfirvinna þá tilfinningu og hlær með. Nákvæmlega þannig er eig- inlegt aprílgabb: Að láta einhvern hlaupa! Tilfinningar fíflsins (April Fo- oĺs Day) eru rannsóknarefni: Þegar gabbið afhjúpast, blygðast það sín og hætta er á að það hlaupi í fýlu. Á þessu andartaki kemur í ljós hvort hinn blekkti stenst þrautina: Ef hann fer í fýlu, þá fellur hann á prófinu, en ef hann hlær með þá stenst hann prófið. Heimspeki aprílgabbsins er því um að bera sigurorð af reiðinni og að virða rétt annarra til láta mann hlaupa erindisleysu þennan dag. Raunin er að standa andspænis öðrum sem fíflið, sem jafnvel allir hafa tekið þátt í að blekkja. Fólk veltist um af hlátri og dregur dár – en í stað þess að rjúka út móðg- að(ur) og skella dyrum: Að taka bara fullan þátt í gleðinni! Fyrsti apríl er í raun stór- merkilegur dagur og á rætur að rekja til þess að Evrópubúar fyrri alda fundu vorgleðina koma í kroppinn – og námu með anda sínum að veturinn var á und- anhaldi. Nýársdagur fyrri alda var um vorjafndægur í lok mars og var fyrsti apríl gjarnan ærsla- dagur alþýðunnar (sjá fróðleik um 1. apríl í Saga daganna eftir Árna Björnsson). Fólk hélt áfram að finna stríðn- ina losna úr læðingi um þessi mánaðamót, jafnvel þótt nýárs- dagur hefði verið fluttur til 1. jan- úar. Náttúran skiptir um ham (árstíð) og fram sprettur löngun til að stríða og sletta ærlega úr klaufunum. Siðfræði aprílgabbsins er í þágu gleðinnar. Ekki má klekkja á náunganum eða snúa á hann með illt í huga. Velsæmismörk gabbsins eru því skýr og greini- leg: Fólk er ekki narrað eða hlunnfarið – og gabbið er ekki ill- kvittið, heldur góðlátlegt. Gabbið getur verið snúið en einstaklingar eru ekki dregnir á tálar, tældir eða vélaðir. Fólk fær bara (rang- ar) upplýsingar sem það hefur möguleika á að efast um. Sá sem hleypur fyrsta apríl getur dregið lærdóma af gabbinu: Að vera ekki of auðtrúa og muna eftir að það er hollt að efast á stundum. Einnig að leggja betur stund á gleðina. Sálfræði aprílgabbsins er að vel heppnað gabb losar um spennuna, þannig að vetrarham- urinn sprettur af líkamanum og hann engist um úr hlátri. Apr- ílgabbið hefur af þessum sökum staðist þyngstu þrautir aldanna, myrkur, drunga og alvarleika. Enginn ætti að taka sig svo alvar- lega að hann hafni þessum merka degi. Aprílfíflið er öfundsvert, það fann reiðina og skömmina renna af sér og (vor)gleðina ná völdum í líkama og sál. Það gekk fram af hengifluginu og í fallinu var hróp- að: „Fyrsti apríl.“ Og eina leiðin til að bjargast er að hlæja. NIÐURSTAÐA Í snöggri samantekt má segja að kostir aprílgabbsins séu þrennskonar: 1. Sálfræði: Aprílgabbið er vor sálarinnar. Það er bilið á milli vetrar og sumars. Vorið losnar úr læðingi við kröftugt gabb. 2. Heimspeki: Fíflið þarf að standast hrekkinn, dyggðin er að velja gleðina í stað fýlunnar. 3. Siðfræði: Aprílgabbið er hrekk- ur sem er reistur á gæsku en ekki illgirni. Stök villa varpar ljósi á allt hitt sem er rétt. Það var sennilega villa sem knúði manneskjuna fyrst til að pæla í hvað gæti verið satt. Fyrsti apríl er í sama dúr, hann er gabbdagurinn sem er vís- bending um að allir hinir dagarnir séu ekki grín. Gildi gabbsins fyrir samfélagið er: Að vera dagur gleðinnar. UMRÆÐA Fyrsti apríl er tímamót í daga- talinu; ný byrjun, nýtt upphaf. Hann er dagurinn til að slíta af sér veturinn og til að taka fram strigaskóna. Dagurinn til að stilla hugann á næstu afrek – eftir að hafa hlaupið fyrsta apríl öðrum til óblandinnar ánægju – og eftir að hafa gabbað aðra. Heimspeki gabbsins Í tilefni af fyrsta apríl verður rýnt í heimspeki, siðfræði og sálfræði gabbsins og tilraun gerð til að svara rannsókn- arspurningunni: „Hvert er gildi gabbs- ins fyrir samfélagið?“ VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Kristín Björns-dóttir fæddist í Saurbæ í Kolbeinsdal 29. desember 1909. Hún lést í Hróars- keldu í Danmörku 28. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ragnheiður Sigríður Þorláks- dóttir, f. 5.6. 1874, d. 15.2. 1957, og Björn Hafliðason, f. 13.9. 1869, d. 24.8. 1937. Þau bjuggu í Saurbæ í Kolbeinsdal í Skagafirði, og síðar í Kolkuósi. Systkini Kristínar eru Jóhannes, f. 1901, lést barn að aldri, og Haflína, f. 1905, fyrrum húsfreyja í Kolkuósi, ekkja eftir Sigurmon Hartmannsson. Hinn 20. nóvember 1943 giftist Kristín Georg Oluf Lüders, f. 21.3. 1909, d. 16.6. 1965. Dætur þeirra eru tvær: 1) Jóhanna Ragnheiður skrifstofumaður, f. 21.8. 1944, bú- sett á Friðriksbergi í Kaupmanna- höfn. Maður hennar Henning Smith. Börn þeirra Leif, f. 1963, Erling, f. 1965, og Lillian, f. 1967. 2) Rut danskennari, f. 16.4. 1947, rekur brúðarkjólaleigu, búsett í Hróarskeldu. Maður hennar Sör- en Thomsen. Rut var áður gift Jan Schmidt, börn þeirra eru John Georg, f. 1972, og Sussí, f. 1975. Langömmubörnin eru fimm. Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ í Kolbeinsdal. Ung stundaði hún nám við unglinga- skólann á Hólum í Hjaltadal og síðar við Húsmæðraskól- ann á Blönduósi. Í Danmörku dvaldi hún við nám og störf í um þrjú ár, lærði fatasaum og vann að saumum fyrir versl- unarhúsið Rosen- berg í Kaupmanna- höfn. Eftir heimkomuna réðst hún til starfa á heim- ili Kristjáns Sig- geirssonar. Er Kristín gifti sig var hún heimavinnandi framan af en hóf síðan störf við niðursuðuverk- smiðjuna ORA í Kópavogi við stofnun hennar, og starfaði þar um árabil. Kristín og Georg voru landnemar í Kópavogi þar sem þau byggðu sér lítið hús á Kárs- nesbraut 37 árið 1944 en reistu síðan stærra hús er varð Kársnes- braut 101. Árið 1975 flytur Kristín alfarin til Danmerkur, þar bjó hún lengst af ein í eigin íbúð í skjóli og með hjálp dætra sinna, uns hún fór haustið 2002 á hjúkrunarheimili í Hróarskeldu. Bálför Kristínar fór fram 6. febrúar. Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju í dag og hefst hún klukkan 13.30. Kristín móðursystir mín lést á hjúkrunarheimili í Borchgade í Hróarskeldu hinn 28. janúar sl. eftir stutta legu, 94 ára að aldri. Þar dvaldi hún frá í október 2002. Hún var borin og barnfædd í Skagafirði og ólst upp með foreldrum sínum og systur í Saurbæ í Kolbeinsdal. Á þeim árum fyrir daga vélvæðingar er öll vinna var líkamlegt erfiði og fólk stóð blautt í fæturna við heyvinnu, mó- tekju og skepnurag voru tækifæri fá til náms eða ferðalaga. Mun hugur hennar hafa staðið til þess að mennt- ast. Á Hólum í Hjaltadal kynntist hún frænku sinni Karlottu Jóhannesdótt- ur og saman fóru þær til Danmerkur til náms og starfa. Frá Hólum átti hún góðar minningar, kynntist þar mörgu ungu fólki er horfði björtum augum til framtíðar. Á heimili lækn- ishjónanna Braga Ólafssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur á Hofsósi starfaði hún í um þrjú ár. Þar vann hún jöfn- um höndum á heimilinu og aðstoðaði lækninn við læknisverk á stofunni. Eftir heimkomuna frá Danmörku réðst hún til starfa hjá Kristjáni Sig- geirssyni, er rak verkstæði og hús- gagnaverslun við Laugaveg. Kynntist hún þar mannsefni sínu, dönskum manni, Georg Oluf Lüders, er starfaði þar. Hann var húsgagna- smiður. Georg var glæsimenni, hár og svipfríður, fallega eygður og sam- an voru þau glæsilegt par svo eftir var tekið. Þeim hjónum voru andleg mál hugleikin og leituðu margir til þeirra um fyrirbænir. Hjá þeim var gott að dvelja. Í litla húsinu á Kárs- nesbraut voru fermetrarnir fáir en hjartarými þess meira. Þau voru glaðsinna samhent hjón er áunnu sér traust og vináttu margra. Dýravinir voru þau einlægir og eru mér minnisstæðir hundarnir þeirra, hvað þeir voru vel vandir og siðaðir. Eina vísu læt ég hér fylgja, en frænka mín sagði mér að þessum lín- um hefði verið að sér hvíslað. Angraðu aldrei þá aumustu mús ei heldur fuglinn sem hvergi á sér hús. Ef sýnið þið dýrunum vinsemd og vörn verðið þið lángefin hamingjubörn. Ávallt var henni Skagafjörðurinn kær og heimaslóðirnar í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Á hverju ári kom hún norður og dvaldi hjá systur sinni í Kolkuósi. Fékk þá gjarnan lánaðan hest og heimsótti sína fyrrum ná- granna á Skriðulandi í Kolbeinsdal, þau Kristínu og Kolbein. Eru til fá- gætar myndir frá þessum ferðalög- um í dalinn. Afar kært var með þeim systrum og héldu þær ávallt góðu sambandi með bréfaskriftum. Við systurnar minnumst góðra gjafa er hún hafði meðferðis í norðurferðum, leikföng margskonar og sælgæti, er fáséð var á þeim tíma, sumt keypt í Kaupmannahöfn, bollastell handmál- að er í minni eigu alveg óskemmt. Þetta voru sparileikföng. Á Kársnes- braut 101 höfðu þau ráðist í að byggja einbýlishús, þótti mér unglingnum það höll líkast. Ekki auðnaðist þeim að eiga þar heimili lengi því Georg veiktist áður en smíði þess var að fullu lokið og lést í júní 1965. Á Kárs- nesinu átti hún marga vini og kunn- ingja. Samstarfsfólk í niðursuðu ORA og nágrannar héldu vináttu- sambandi með bréfaskriftum og sím- tölum eftir að hún flutti utan. Komið er að kveðjustund. Við systurnar kveðjum kæra frænku hinstu kveðju og þökkum af alhug allar samveru- stundir á langri leið. Minning um mæta konu lifir, megi ljós friðar og kærleika lýsa henni á Drottins braut. Margrét Sigurmonsdóttir. Óðum fækkar rosknu Íslendingun- um í Danmörku, sem við hjónin þekktum og heimsóttum á árum okk- ar í Jónshúsi. Nú var það Stína frænka í Hróarskeldu, burtkölluð á nítugasta og fimmta aldursári. Bréfin hennar með fagurri rithöndinni hætt að berast og Roskilde orðin óper- sónulegur sögustaður dómkirkjunn- ar og víkingaskipanna, en ekki kærr- ar frænku. Foreldrar Kristínar, Björn Haf- liðason og Ragnheiður Þorláksdóttir, bjuggu fyrst á Fjalli í Kolbeinsdal, en fluttu að Saurbæ, þar sem dætur þeirra, Haflína Marín og Kristín, ól- ust upp. Björn var annar tveggja sona Hafliða Jónssonar og ráðskonu hans, Marínar Björnsdóttur frá Brekkukoti í Hofsstaðasókn. Marín lést 1879 og fór þá drengurinn 10 ára að aldri til Kristínar móðursystur sinnar og manns hennar, Gísla Sig- urðssonar, að Neðra-Ási í Hjaltadal. Mun hann hafa viljað sýna fóstru sinni þakklætisvott með því að láta yngri dóttur þeirra hjóna bera Krist- ínarnafnið, en þær þá alnöfnur. For- eldrar Ragnheiðar Þorláksdóttur voru Þorlákur Einarsson, bóndi á Vatnsleysu, og seinni kona hans Rut Guðmundsdóttir. Ragnheiður var tal- in fríð sýnum og greind rausnarhús- freyja, trygglynd og kunni flestum konum betur að njóta góðhesta og fá þá til að leggja fram kosti sína, eins og Kolbeinn Kristinsson á Skriðu- landi kemst að orði. Gísli og Kristín í Neðra-Ási voru foreldrar móðurafa míns sr. Sigur- björns Ástvaldar og voru því Kristín og mamma þremenningar. Kristín var í vist og dvöl í Ási í Vesturbænum í Reykjavík á ungum aldri og naut þess ævinlega að segja frá þeim skemmtilega tíma. Marín amma hennar var talin frábær mannkosta- kona, eins og segir í Skagfirskum æviskrám, og á sú lýsing einnig vel við um sonardótturina. Hún var tryggur vinur, skrifaðist á við frænd- ur og kunningja hér heima fram á síð- asta ár, gestrisin og hreinskilin og bar með sér hressilegan skagfirskan blæ. Alltaf var jafn ánægjulegt að heimsækja hana, hvort sem var á Kársnesbrautina í hinum unga Kópa- vogskaupstað eða í framandlegu um- hverfinu danska, en til Danmerkur fór hún á eftir dætrum sínum nokkr- um árum eftir að Georg maður henn- ar lést. Georg Lüders var danskur, ættaður öðrum þræði frá Austurríki, suðrænn yfirlitum, glaðlyndur og vinsæll. Kristín átti indælt heimili í Hróars- keldu, þar sem ég vitjaði hennar oft, ekki síst á leið til sonarfjölskyldunnar í Bringstrup; stundum með pabba eins og í gamla daga í dýralækninga- ferðum, stundum jafnvel með kjark- lítil ungmenni í skólaferð. Hún var nýflutt á glæsilegt dvalarheimili í miðbæ Hróarskeldu, þegar ég heim- sótti hana síðast í fyrrasumar. Hún sat þar reist á sófanum sínum með bunka af umslögum, sem hún klippti frímerkin af til ágóða fyrir hjálpar- starf í Afríku, enn að hjálpa og hugsa um aðra, gera gagn. Fylgdist með at- burðum á Íslandi, bæði í sorg og gleði. Dætur Kristínar og tengdasynir sátu hjá henni, er hún lést að morgni miðvikudagsins 28. janúar sl. Fékk hún hægt andlát og friðsælt, enda trúði hún alla tíð staðfastlega á fram- haldslífið. Lýsir það vel yfirvegun hennar og einlægri trú, að hún gat sannað þeim, sem efast, að látinn lifir. Hugur minn er bundinn henni í þakklæti fyrir samverustundirnar heima og erlendis og allar fallega skrifuðu kveðjurnar. Guð blessi minningar dætranna tveggja og fjöl- skyldna þeirra. Guðrún L. Ásgeirsdóttir. KRISTÍN BJÖRNS- DÓTTIR LÜDERS MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.