Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 36
LISTIR
36 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ORÐIÐ „kitsch“ er upprunnið úr
þýskri tungu og er í stuttu máli
skilgreint sem list sem er gerð til
að svala smekk almennings. Á ís-
lensku hefur orðið verið þýtt sem
„listlíki“ sem mér finnst óheppileg
þýðing þar sem „kitsch“ felur
meira í sér en „listlíki“ gefur til
kynna. Það sem þykir vera kitsch í
dag kann að hafa verið í eina tíð
framúrstefna, eins og t.d. impressj-
ónískar landslagsmyndir sem eru
algengar myndir á konfektkössum.
Menn eru þó oft ósammála um
hvað sé kitsch og hvað ekki, en
kitsch getur átt við um þurrblóma-
skreytingar jafnt sem Hollywood-
bíómyndir. Bandaríski listfræðing-
urinn Clement Greenberg skrifaði
þekkta greinargerð um efnið sem
birtist í Partisan Review árið 1939
undir yfirskriftinni „Avant-garde
and Kitsch“ og má finna í ritsafni
um skrif hans. Greenberg fjallaði
um kitsch sem afrakstur iðnbylt-
ingarinnar þar sem ímyndir eru
fjöldaframleiddar, s.s. í tímaritum
og auglýsingarskiltum, og er vél-
rænn staðgengill handverks, eins
og t.d. fjöldaframleiddar styttur.
Margt í popplistinni hefur því snert
umræðu um framúrstefnu og kitsch
sem og skreytikenndir málarar.
Lokkandi yfirborð
Í póstmódernismanum, þá sér-
staklega á níunda áratug síðustu
aldar, var algengt að listamenn
ynnu með kitsch. Bandaríski lista-
maðurinn Jeff Koons, sem dæmi,
gerði uppstækkaðar eftirmyndir af
fjöldaframleiddum kitsch-styttum,
landi hans Haim Steinbach raðaði
saman smekklegum kitsch-hlutum
á hillur og ýmsir listmálarar tóku
að skreyta myndflötinn og gera
lokkandi yfirborð. Skreytikennd
málverk voru ekki áberandi hér á
landi, en á sinn hátt tel ég Daða
Guðbjörnsson hafa skapað sér sér-
stöðu á meðal Íslenskra málara í þá
daga með krúsídúllu-skrauti sínu.
Sýning Halldóru Emilsdóttur
sem nú stendur yfir í Galleríi Sæv-
ars Karls hefur líka með skraut og
krúsídúllur að gera. Myndirnar eru
málaðar á plexigler og snýr lista-
konan spegilsléttum fletinum að
áhorfendum, aðferð sem Bjarni
Sigurbjörnsson hefur vakið athygli
fyrir undanfarin ár hérlendis og
finnska listakonan Nina Roos er
einnig þekkt fyrir, svo dæmi séu
nefnd. Plexiglerið skapar glansandi
húð og ýtir undir „dekorasjónina“ í
verkum Halldóru. Litirnir sem hún
notar eru jafnan „væmnir“ en á
móti þeim vega nokkrar myndir
sem unnar eru í jarðfastari litum
og forða þannig sýningunni frá því
að verða of einhæf. Ríkjandi form
eða teikning í myndunum eru
krúsídúllur og blúndur sem minna
á ísaum eða kvenlegt handverk og
einblínir listakonan á að gera yf-
irborðið sætt og lokkandi, en jafn-
framt flæðandi.
Halldóra lauk MA-prófi frá
Gerrit Rietveld-akademíunni í
Amsterdam árið 1989 og hélt þrjár
einkasýningar hérlendis á næstu
þremur árum en síðan hefur lítið
borið á henni í íslensku myndlist-
arlífi. Vonandi markar þessi sýning
endurkomu hennar því það er leitt
þegar hæfileikaríkir listamenn
þróa ekki myndmál sitt jafnt og
þétt. Mörg verkin á sýningunni eru
nefnilega þrælgóð en sýningin ber
svolítinn keim af fljótfærni og
reynsluleysi. Upphengi og fram-
setningu mætti listakonan til dæm-
is íhuga betur.
Óður til Odds
Handverkið er annar þáttur sem
snýr að hugmyndum um „kitsch“,
ólíkt því sem Greenberg skrifaði,
og norski málarinn Odd Nerdrum
hefur tekið til fyrirmyndar. Sam-
kvæmt Nerdrum var listin fyrir
tíma Kants og Hegels fyrst og
fremst handverk, en eftir það var
henni spillt með hugmyndum og
fræðum. Þess vegna þarf annars
konar hugarfar til að meta kitsch
en þegar maður metur samtíma-
listaverk og ef ég skil hugmyndir
hans rétt, þá á kitsch við um hið
mannlega – langanir, hold o.s.frv.
Þess má þó geta að Odd Nerdrum
segir listgagnrýnendur vera afurð
Immanuels Kants og geti þar af
leiðandi ekki skilið hvað hann er að
fara.
Í Galleríi Fold standa yfir sýn-
ingar á verkum tveggja fyrrver-
andi lærlinga Odds Nerdrums,
Norðmannsins Jan Ove Tuv og Ís-
lendingsins Stefáns Jóhanns Boult-
er. Sá fyrrnefndi sýnir þrykkmynd-
ir í „Rauðu stofunni“ en sá
síðarnefndi olíumálverk í „Baksaln-
um“, sem er aðalsýningarsalur
gallerísins. Líkt og lærimeistari
þeirra hampa þeir yfirborðinu og
kenna sig við „kitsch“. Hafa þeir
einsett sér að læra handverk meist-
ara síns og stæla það eftir bestu
getu. Það má vel vera að hér séu
tveir kitsch-snillingar á ferð, en
sem afurð Kants finnst mér ekki
mikið til þessara framkvæmda
koma, nema þá helst til að auka
hróður listamannsins Odds
Nerdrums, sem er tvímælalaust
meira en bara kitsch-málari.
Nerdrum hefur kannski tekist að
snúa skemmtilega á listgagnrýn-
endur sem vilja kalla verk hans
„kitsch“ með því að eigna sér það
sem hægt er að nota gegn honum.
En hann er að sama skapi hug-
myndasmiður sem lifir vissa ímynd
eða goðsögn og hluti af henni er að
kenna á gamla mátann.
Útlit myndlistar og þá yfirborð
er óneitanlega það fyrsta sem ung-
ir listamenn tileinka sér hvort sem
þeir fara í listakademíu eða ekki.
En með tímanum koma sérkennin
skýrar fram og þá innihaldið. Lær-
lingar Nerdrums virðast aftur á
móti hafna öllu innihaldi, sérkenn-
um eða nokkru sem kalla má frum-
leika, eins og reyndar Nerdrum
segir um kitsch, þ.e. að það hafi
ekkert innihald eða frumleika og sé
bara yfirborð. Þeir reyna, eins og
áður sagði, að stæla handbragð
lærimeistarans, nýta sér áþekkt
myndefni og eru með sömu yfirlýs-
ingar og hann. Eru þannig séð
sannir kitsch-listamenn.
Krúsídúllur og „kitsch“
Frá sýningu Halldóru Emilsdóttur í Galleríi Sævars Karls.
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
MÁLVERK
HALLDÓRA EMILSDÓTTIR
Opið á verslunartíma. Sýningunni lýkur
16. apríl.
Gallerí Fold
OLÍUMÁLVERK – STEFÁN JÓHANN
BOULTER
ÞRYKK – JAN OVE TUV
Opið á virkum dögum frá kl. 10–18, á
laugardögum til kl. 17 og á sunnudögum
frá kl. 14–16. Sýningunum lýkur 4. apríl.
Ein af sjálfsmyndum Stefáns Jóhanns Boulter á sýningunni í Galleríi Fold.
„Ung Vanderer.“ Þrykk eftir Jan Ove Tuv.
ÞAÐ er kraftur í Leikfélagi
Vestmannaeyja þetta árið. Stone
Free er önnur frumsýning leikárs-
ins og er bæði viðamikil, mann-
mörg og ágætlega heppnuð.
Reyndar stenst verkið alls ekki
samanburð við helstu verk þessa
vinsæla höfundar, það er nánast
eins og það sé ekki alveg tilbúið af
hans hendi. Höfundareinkennin eru
þarna; kaldhamraður húmorinn,
samúðin með smælingjunum og
næm tilfinning fyrir því ljóðræna
og skáldlega í tilraunum minni-
pokamannsins til að tjá sig. En
verkið er svo brotakennt að það
verður aldrei annað en röð af ósam-
stæðum sólónúmerum milli tónlist-
aratriða. Heildartilfinningin er ljúf-
sár söknuður eftir öld sakleysisins.
Á útihátíðinni sem er rammi sýn-
ingarinnar eru allir glaðir, svífa um
í bláum skugga eða hreiðra um sig
með sælubros á flöskubotni. Ást,
frjálst kynlíf, æska og sakleysi eru
allsráðandi. Það er ekki fyrr en
kynnir hátíðarinnar, yfirkominn af
gleði, lýsir því yfir að héðan í frá
geti lífið ekki annað en batnað og
batnað sem við áttum okkur á því
að þessi veröld er dæmd til að far-
ast. John Lennon verður myrtur og
önnur helstu goðin falla fyrir eitr-
inu eða mammoni. Heimurinn verð-
ur aftur harður og kaldur. Og nú er
skollið á Víetnamstríð á nýjum
stað.
Uppfærsla Guðmundar Lúðvíks
er ágætlega af hendi leyst. Hann
velur þá leið að leggja áherslu á
léttleikann og grínið og verður það
að teljast skynsamleg ákvörðun,
þótt stundum sé ekki laust við að
verið sé að skopast með einlægnina
sem kemur niður á heildaráhrif-
unum þótt það skili skammtíma-
gróða í hlátri. Eins velur hann að
hafa hóp af hátíðargestum í þöglum
(eða því sem næst) hlutverkum, en
nýtir þennan hóp ekki sem skyldi.
Á hinn bóginn er vel skipað í stöður
í talhlutverkum og enginn sem
veldur ekki því sem hann þarf að
gera. Hljómsveit sýningarinnar
stendur sig mjög vel og bregður
sér í gervi hinna ýmsu hippabanda
með sóma.
Af leikurum er ófært annað en að
vekja sérstaka athygli á frammi-
stöðu Zindra Freys Ragnarssonar,
sem fer með tvö viðamikil hlutverk.
Hann er hlægilegur (jafnvel um of)
sem skakkur og skældur kynnir, en
fer á algjörum kostum sem ferða-
langurinn sem segir sögu hippatím-
ans með sinni eigin ferðasögu frá
Lancashire til Himalæjafjallanna
og aftur til baka. Verulega eftir-
minnileg frammistaða. Þær Astrid
Lisa Ingvadóttir og Kristín Gríms-
dóttir geisla af ást og friði sem
Lola og Patsy og Vilhjálmur Berg-
steinsson er bráðhlægilegur vítis-
engill, en þyrfti að taka sér tak í
framsagnarmálum.
Heilt yfir er Stone Free eins góð
sýning og efnið og aðstæðurnar
leyfa og aðstandendum sínum á öll-
um póstum til sóma. Vera má að
þessum kröftum hefði verið betur
beint að verðugra efni, en það þýðir
ekkert að fást um það. Þetta var
vel af hendi leyst.
Þorgeir Tryggvason
Á úti-
hátíð í
Eyjum
LEIKLIST
Leikfélag Vestmannaeyja og
Framhaldsskólinn í Vest-
mannaeyjum
Höfundur: Jim Cartwright, þýðandi:
Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri: Guð-
mundur Lúðvík Þorvaldsson, tónlistar-
stjóri: Sæþór Þorbjarnarson, ljósahönn-
um: Hjálmar Brynjúlfsson, leikmynd:
Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson, bún-
ingar: Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
Félagsheimili Vestmannaeyja föstudag-
inn 19. mars.
STONE FREE