Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 13
OPIÐ TIL KL. 21 Í KVÖLD
OPIÐ ALLA HELGINA FRÁ KL. 10-16
Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin
1. apríl - ótrúlegt en satt
Árlegir apríldagar Veiðihornsins hefjast í dag
Nýjar vörur - Mögnuð tilboð - Frábært verð
Scierra MBQ öndunarvöðlur 18.900. - Vortilboð aðeins 15.120.
Scierra Blackwater Pro með tösku 34.900. - Vortilboð aðeins 27.920.
Simms Freestone vöðlur 21.900. - Vortilboð aðeins 18.690.
ProLogic Max4 Camo öndunarvöðlur með stígvélum 21.500. - Vortilboð aðeins 17.200.
Ron Thompson Lagoon neoprenvöðlur 10.995. - Vortilboð aðeins 7.995.
Ron Thompson Classic Pro vöðlur með tösku 12.995.- Vortilboð aðeins 9.845.
Scierra Tundra vöðlur 18.995.- Vortilboð aðeins 15.195.
ProLogic Max4 Camo vöðlur 16.800.- Vortilboð aðeins 13.440.
Norinco haglabyssa, 3" pumpa, 28" hlaup,
ólarfestingar og 3 þrengingar 32.500. - Vortilboð aðeins 24.800.
Viðurkenndir og traustir byssuskápar. Verð frá 21.900.
Sjá nánar á www.veidihornid.is.
Nú geymir þú skotvopn ekki lengur undir rúmi.
Góður fermingapakki:
Scierra Avalanche fluguveiðisett.
Stöng í 3 hlutum, „large arbour“,
hjól með diskabremsu, lína,
baklína, taumur og DVD diskur
með kastkennslu.
Aðeins 24.800 fyrir allt þetta.
Mikið úrval af fluguhjólum.
Okuma diskabremsuhjól
frá 3.750.
Okuma spinnhjól frá 2.995.
Ron Thompson fluguveiðisett frá 10.999
Ron Thompson kaststöng og hjól frá 2.999
S
ci
er
ra
M
B
Q
ön
d
un
ar
vö
ðl
ur
R
on
Th
om
p
so
n
La
go
on
ne
op
re
nv
öð
lu
r
R
on
Th
om
p
so
n
C
la
ss
ic
P
ro
ne
op
re
nv
öð
lu
r
S
ci
er
ra
Tu
nd
ra
ne
op
re
nv
öð
lu
r
P
ro
Lo
gi
c
M
ax
4
C
am
o
ne
op
re
nv
öð
lu
r
S
ci
er
ra
B
la
ck
w
at
er
P
ro
S
im
m
s
Fr
ee
st
on
e
P
ro
Lo
gi
c
M
ax
4
C
am
o
ÞREMUR dögum áður en
George W. Bush sór embættiseið
sinn sem forseti Bandaríkjanna
kom Colin Powell fyrir þingið og
útlistaði megináherslur sínar
sem nýr utanríkisráðherra. Voru
þær í 10 liðum en hann nefndi
aldrei al-Qaeda-hryðjuverka-
samtökin á nafn.
Þessi staðreynd hefur nú verið
rifjuð upp, í kjölfar útgáfu bókar
Richards Clarke, Against All
Enemies, en Clarke var einn
æðsti yfirmaður hryðjuverka-
baráttunnar í tíð fjögurra for-
seta, þ.á m. George W. Bush. Í
bókinni gagnrýnir Clarke Bush-
stjórnina harðlega fyrir andvara-
leysi gagnvart al-Qaeda en hún
neitar því og hefur reynt að gera
Clarke tortryggilegan.
Colin Powell sagði á sunnudag
í viðtali við CBS-sjónvarpsstöð-
ina, að 20. des-
ember 2000
hefði hann
rætt hryðju-
verkaógnina á
fundi með
Clarke og sér-
fræðingum
FBI og CIA,
alríkislögregl-
unnar og leyniþjónustunnar.
Er Powell kom fyrir þingið
mánuði síðar nefndi hann aldrei
al-Qaeda og brást ekki við þegar
Sam Brownback, öldungadeild-
arþingmaður repúblikana, kall-
aði Afganistan „sumarbúðir
hryðjuverkamanna“. Nefndi
hann landið aðeins þegar hann
tók undir áhyggjur Barböru
Boxer, öldungadeildarþing-
manns demókrata, af hlutskipti
kvenna þar.
Nefndi ekki
al-Qaeda á nafn
Washington. AP.
Colin Powell
ÞÝZKA skemmtiferðaskipið
„Frederic Chopin“ sem hér sést á
ánni Vislu með gamla miðbæ pólsku
höfuðborgarinnar Varsjár í bak-
grunni, er fyrsta lúxusskemmti-
ferðaskipið sem þangað siglir frá
því Pólland opnaðist fyrir slíkri
ferðamennsku eftir fall járntjalds-
ins. Siglt er upp Vislu frá ósum
hennar í hafnarborginni Gdansk/
Danzig.
Um 60% miðanna í þessar sigl-
ingar í ár hafa að sögn útgerð-
arinnar þegar verið seldir, aðallega
til þýzkra og bandarískra ferða-
manna sem setja miðaverðið ekki
fyrir sig, en það er allt að 2.500 evr-
ur eða um 220.000 krónur.
AP
Siglt upp ána Vislu
NÝJUM áfanga var í gær náð í rann-
sókninni á hryðjuverkunum sem
framin voru í Madríd 11. marz sl. er
rannsóknardóm-
arinn Juan Del
Olmo fyrirskip-
aði að Marokkó-
maður, sem hafði
verið sleppt úr
haldi, skyldi
handtekinn á ný
og gaf út fyrstu
alþjóðlegu hand-
tökuskipanirnar
á hendur fimm sakborningum til við-
bótar.
Er tilkynnt var um alþjóðlegu
handtökuskipanirnar voru nöfn hinna
eftirlýstu ekki látin uppi, en sam-
kvæmt heimildum spænskra fjöl-
miðla heitir einn þeirra Abdelkim
Mejjati og er Marokkómaður.
Böndin berast að
marokkóskum öfgahópi
Mejjati er talinn vera einn for-
sprakka öfgasamtakanna Bardaga-
hóps marokkóskra íslamista (MICG),
sem talinn er hafa staðið að baki
sprengjutilræðum í marokkósku
hafnarborginni Casablanca í fyrra, en
í henni létu 45 manns lífið, m.a. fjórir
Spánverjar. Að sögn marokkósku
leyniþjónustunnar varði Mejjati
þremur dögum í Madríd skömmu fyr-
ir sprengjutilræðin þar 11. marz, sem
kostaði 191 manns lífið og særði 1.900.
Á þriðjudag sagði spænski innan-
ríkisráðherrann Angel Acebes það
líklegt að MICG bæri ábyrgðina á
ódæðinu, sem spænska stjórnin sak-
aði basknesku aðskilnaðarsamtökin
ETA fyrst um að hafa framið.
Marokkósk yfirvöld hafa upplýst
að liðsmenn MICG, þar á meðal
meintir leiðtogar hópsins, Nouredine
Nfia og Salahedine Beyaich, hafi hlot-
ið þjálfun í þjálfunarbúðum al-Qaeda-
samtaka Osama bin Ladens í Afgan-
istan á tímabilinu 1999 til 2001.
Talsmenn dómsmálayfirvalda til-
kynntu annars í gær, að Del Olmo
dómari hefði fyrirskipað að Aughar
Fouad El Morabit, Marokkómaður
sem látinn var laus snemma þriðju-
dags eftir fimm daga yfirheyrslur lög-
reglu, skyldi handtekinn á ný. Raf-
magnsverkfræðineminn El Morabit
var handtekinn suður af Madríd í síð-
ustu viku, en hann hafði deilt íbúð
með Basel Ghayoun, manni með sýr-
lenzkt ríkisfang sem talinn er hafa
verið einn af tíu mönnum sem komu
fyrir sprengjunum sem sprungu í
fjórum nærlestum sem komu inn til
Madrídar árla dags 11. marz. Sam-
kvæmt heimildum spænskra blaða
fundust fingraför El Morabits í íbúð
annars meints tilræðismanns um það
leyti sem hann var látinn laus.
Nítján manns í haldi
Með endurhandtöku El Morabit
eru nú 19 manns í haldi í tengslum við
rannsóknina og eiga 14 þeirra þegar
yfir höfði sér margfaldar ákærur fyrir
morð og aðild að hryðjuverkum. Hinir
fimm sæta enn yfirheyrslum.
Fimm alþjóðahand-
tökuskipanir á Spáni
Madríd. AFP, AP.
Angel Acebes