Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 49
varst ekki búin að stoppa lengi þeg-
ar ég var komin með varalit og
naglalakk, rosalega flott. Á vissu
árabili var fastur liður hjá okkur
systrum að fara 17. júní ferð til
Reykjavíkur og þá var dekrað við
okkur á alla kanta, og auðvitað varð
að taka þátt í öllum hátíðarhöldun-
um fara í skrúðgöngu og sjá forset-
ann, þetta var ómissandi og þú sást
til þess að við misstum ekki af þessu.
Alltaf var mikill samgangur á milli
heimila ykkar systkinanna og er enn
og höfum við öll notið góðs af því
fyrr og síðar. Ég átti mitt annað
heimili hjá ykkur Halla á framhalds-
skólaárunum og hef nú eiginlega lit-
ið á það sem svolítið mitt eftir það
ásamt hinum tveimur þ.e. í sveitinni
hjá mömmu og svo mitt eigið. Þetta
var góður tími á öruggum stað, þú
varst í nuddnáminu á þessum tíma
og það var dásamlegt að fá að vera
tilraunadýr þegar þú æfðir handtök-
in.
Þú hefur alltaf verið til taks og
alltaf verið tilbúin að hjálpa í einu og
öllu og gott hefur verið að leita til
þín. Það er ómetanlegt hversu vel þú
reyndist mér t.d. þegar ég gekk með
Kötlu Rún og að sjálfsögðu eftir að
hún kom í heiminn, þegar fyrstu
merki um að hún væri að leggja af
stað í heiminn, þá varst þú mætt
ásamt hálfri fjölskyldunni til að
hjálpa til ráðleggja og hugsa um
mig, síðan varstu að sjálfsögðu
frammi á gangi og beiðst eftir að fá
fréttir af fæðingunni. Þú varst nefni-
lega alltaf fyrst á svæðið ef eitthvað
bjátaði á eða ef eitthvað gleðilegt
gerðist til að taka þátt í sorgum og
gleði og leggja þitt af mörkum til að
hjálpa og reyna að bæta líða viðkom-
andi. Alveg einstök kona.
Margar gleðistundir höfum við
mæðgur átt í Vatnsholtinu í öllum
matarboðunum og skemmtilegheit-
unum en það var fastur liður að kalla
hópinn saman helstu um hverja
helgi við nutum góðs af því.
Elsku frænka, kærar þakkir fyrir
allt, þú varst hjá mér frá mínum
fyrstu stundum og við vorum saman
á þínum síðustu.
Guð geymi þig, þín
Valgerður Solveig.
Elsku Jóhanna frænka.
Engin orð fá því lýst hve vænt
okkur systrunum þykir um þig. Þú
hugsaðir svo vel um alla í fjölskyld-
unni, þú varst kletturinn sem vissir
allt og var alltaf hægt að leita til þín
sama hvað var. Þú hefur ætíð verið
eins og okkar þriðja amma, þótti
okkur vænt um það. Það var topp-
urinn á Reykjavíkurferðum þegar
við vorum yngri að stoppa hjá Jó-
hönnu og Halla og fá kaffi og kökur,
og ekki má gleyma servéttunum sem
við söfnuðum, þú áttir nóg af þeim.
Jóhanna Lóa er svo stolt af því að
vera nafna þín, þið áttuð tvær saman
nafnið Jóhanna Sigurbergsdóttir.
Drífa á þér mikið að þakka þegar
hún var veik. Þú komst til hennar á
hverjum degi, nuddaðir tásurnar og
sagðir henni að vera dugleg að
hreyfa sig og borða svo lungun yrðu
heil á ný. Þegar mamma og pabbi
voru í útlöndum sastu hjá henni og
þá vissu þau að hún væri í góðum
höndum.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem við eigum um þig elsku
Jóhanna og erum við mjög þakklátar
fyrir að hafa fengið að sjá þig í síð-
asta skiptið nokkrum dögum fyrir
andlát þitt. Þú ljómaðir öll og skrif-
aðir til okkar að við værum að láta
drauma þína rætast með menntun
okkar. Jóhanna í hárgreiðslunni og
Drífa í Húsó. Þegar Drífa sagðist
ætla að reyna að fara í Hússtjórn-
arskólann í haust klappaðir þú og
brostir breitt. Því miður gat Jó-
hanna Lóa aldrei klippt þig eins og
þú hafðir beðið hana um.
Þú varst mikil hetja í augum okk-
ar gegnum veikindin þín og við vit-
um að núna líður þér miklu betur og
mun hann afi okkar taka á móti þér á
betri stað. Elsku frænka, hvíl þú í
friði.
Elsku Halli, Unnur, Valgarð,
Didda og fjölskyldur, hugur okkar
er hjá ykkur.
Ég horfi á ljóssins loga
sem lýsir í hugskot mitt
og sé á björtum boga
brosandi andlit þitt.
(Snjólaug Guðmundsdóttir.)
Drífa Mjöll og Jóhanna
Lóa Sigurbergsdætur.
Elsku Jóhanna frænka, nú ert þú
dáin og farin til afa, nú getið þið
passað hvort annað. Takk fyrir allt
sem við gerðum saman, manstu einu
sinni þegar þú varst að passa mig og
ég vildi bara leika mér og nennti
ekkert að fara að sofa, þá bara
slökktir þú öll ljósin í íbúðinni svo ég
varð að fara að sofa því ég sá ekkert.
Sniðug. Svo áttir þú alltaf íspinna í
frystinum sem við fengum alltaf eft-
ir matinn. Svo var eitt sniðugt hjá
þér, þú vildir ekki að mamma
skammaði mig heima hjá þér, hún
gat bara gert það heima hjá okkur
en samt helst ekkert, ha, ha, þetta
var sko gott. Ég er svolítil skotta og
ekki alltaf stillt en þér fannst það allt
í lagi. Takk fyrir hvað þú varst alltaf
góð við mig.
Knús og kreist.
Þín
Katla Rún.
Kæra frænka mín, að leiðarlokum
þínum í þessu lífi langar mig að
senda þér þakkir og hlýju fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og mína,
sem þú í raun gerðir fyrir alla sem í
kringum þig voru. Ef eitthvað var
að, einhver sár eða sjúkur í fjöl-
skyldunni varst þú ávallt nærri og
stuðningur þinn og ró var sem
manns dýrasta djásn.
Elsku frænka, ég veit að þú vilt
ekkert lof eða dýrð en ef einhver á
það skilið frá mér þá ert að þú. Alla
tíð gegnum súrt og sætt varst þú
ávallt skammt undan og veittir okk-
ur ómetanlega aðstoð. Hvort sem
var í gleði og fögnuði eða í veikind-
um og erfiðleikum, aðstoð sem aldrei
fæst fullþökkuð.
Að lokum segi ég, kæra fjölskylda,
öll höfum við misst mikið á ekki
löngum tíma en eftir lifir minning
um yndislega konu sem gaf mikið og
veitti mikið af sér til okkar allra sem
mun aldrei gleymast.
Elsku Halli og frændsystkini,
missir okkar allra er stór en stönd-
um sterk eftir, því mín trú er að
frænka mín hefði óskað þess helst.
Takk fyrir mig og mína.
Sigurbergur.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Þinn frændi
Sumarliði Páll
Sigurbergsson.
Jóhanna frænka hefur verið hluti
af fjölskyldu okkar systra og tilveru
frá fyrstu tíð. Hún var systkinabarn
á við móður okkar og mikil vinkona,
en báðar áttu þær uppruna að rekja
að Haukatungu í Kolbeinsstaða-
hreppi og víðar þar um sveit.
Jóhanna var ákaflega frændrækin
og hlý manneskja og hafði einstak-
lega áreynslulausa og þægilega nær-
veru. Hún var alla tíð til staðar þeg-
ar á þurfti að halda og veitti liðsinni
hvort heldur var á gleðistundum eða
þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hún
bjó yfir ríkum hæfileikum og vilja til
að hjálpa öðrum og fórum við systur
og fjölskyldur okkar ekki varhluta af
þeim gæðum. Jóhanna naut virðing-
ar og trausts samferðarmanna sinna
og mest þeirra er þekktu hana best.
Hún var nærgætin og hógvær kona
en þó ákveðin um þau málefni sem
vöktu áhuga hennar og hún vildi
leggja lið. Hún sparaði aldrei neina
fyrirhöfn ef verða mætti öðrum til
liðsinnis eða líknar og kunni þá list
að sýna aðgát í nærveru sálar, en
umhyggja hennar var einstök. Börn
fundu strax þá nærgætni sem bjó í
fasi Jóhönnu frænku, því enginn var
settur hjá eða gleymdur þar sem
hún var annars vegar.
Reglusemi og myndarskapur
hvers konar hefur ráðið ríkjum í
Vatnsholtinu og þar hefur verið gott
að koma og njóta hvort heldur hefur
verið veraldlegra eða andlegra veit-
inga hjá þessari samhentu fjöl-
skyldu, en þau hjón, Jóhanna og
Halldór, hafa oftast verið nefnd í
sama orðinu þegar um er rætt.
Fölskvalaus og einlæg glaðværð
hefur ríkt í þessu húsi, þar sem vilji
og þörf til að gefa og hjálpa hefur
verið ríkari en að þiggja og aldrei
spurt um endurgjald. Árlega hafa
þau Jóhanna og Halldór ásamt börn-
um, tengdasyni og barnabörnum
haldið aðventuboð í desember fyrir
stórfjölskylduna þar sem veisluborð
hafa svignað undan fágætum kræs-
ingum og þannig lagt sitt af mörkum
til að viðhalda fjölskylduböndum og
frændsemi.
Á hverju ári færði Jóhanna hverri
okkar eina rós á afmælisdegi látinn-
ar móður okkar og það brást ekki
heldur nú, aðeins örfáum dögum fyr-
ir andlátið og er lýsandi dæmi um
tryggð hennar.
Jóhanna mun í engu hafa kviðið
því sem framundan var. Hún var
trúuð kona og jákvæð og hélt jafn-
vægi sínu, glaðværð og bjartsýni
fram í andlátið og lét engan bilbug á
sér finna.
Við systur og fjölskyldur okkar
kveðjum Jóhönnu frænku með mikl-
um söknuði og vottum Halldóri og
fjölskyldu dýpstu samúð. Minningin
um frænku okkar og vinkonu mun
lifa með okkur um ókomin ár.
Guðríður, Helga Björg
og Ásta Vala.
Jóhanna frænka er dáin.
Nú er hún farin í sitt hinsta ferða-
lag, ferðalag sem við reyndar öll
munum fara í fyrir þann merkilega
hlut að hafa fengið að fæðast og lifa.
Jóhanna var frá Haukatungu og
þar ólst hún upp, þar sem hún fékk
góðan grunn fyrir lífsgöngu síma.
Þroskuð og fullmótuð kona fluttist
Jóhanna frá Haukatungu til Reykja-
víkur með Halldóri sínum, þar sem
þau stofnuðu sitt fyrirmyndar heim-
ili. Þangað var ávallt gott að koma
jafnt á gleðistundum sem á erfiðum
tímum, fyrir það er erfitt að þakka
því að henni þótti það allt svo sjálf-
sagt.
Jóhanna var gædd miklum mann-
kostum, kona sem hafði mikla og
góða nærveru.
Hún var fæddur stjórnandi og fór
vel með þá hæfileika sína, hún fékk
þá guðsgjöf að vinna við það starf
sem hún var fædd í, það er að segja
að hjúkra og hjálpa öðrum, og ekki
síst við dauðans dyr og eru margir í
ævilangri þakkarskuld fyrir hennar
starf.
Veikindi Jóhönnu komu með mikl-
um krafti sem hún tók með miklu
æðruleysi og reisn, enda vissi hún
líklega best sjálf í hvað stefndi,
banalega hennar tók fljótt af, enda
líklegast er sú stund öllum stundum
sælust þegar maður sofnar þreyttur.
Megi Guð styrkja ykkur öll og
styðja í þessari miklu sorg.
Einar O. Pálsson og fjölskylda.
Jóhönnu kynntist ég fyrir nokkr-
um árum þegar hún starfaði sem
sjúkraliði og nuddari á krabba-
meinsdeild Landspítala við Hring-
braut. Í starfi sínu umvafði hún nær-
stadda með ást og hlýju. Slík var
manngæska Jóhönnu við okkar
fyrstu kynni og ætíð síðan. Þegar frá
leið hittumst við á hennar fallega
heimili þar sem rætt var um litróf
lífsins og tilverunnar. Samskiptin
færðu mér áframhaldandi styrk til
andans og efnisins.
Jóhanna var sönn vinkona.
Himnafaðirnn verður ekki svikinn
af liðstyrk hennar.
Ég sendi aðstandendum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóhönnu Sig-
urbergsdóttur.
Sigríður Stefánsdóttir.
Þegar fyrstu krókusarnir stungu
sér upp úr moldinni þennan hlýja
vetrardag fyrir utan eldhúsgluggana
okkar Jóhönnu þá ók hún með Hall-
dóri sínum í síðasta sinn frá heimili
þeirra í Vatnsholtinu.
Hún var á leiðinni á sjúkrahúsið.
Nú skyldi reynt til þrautar í barátt-
unni við vágestinn.
Jóhanna bar mikla umhyggju fyr-
ir sjúklingum sínum og vann eins
lengi og kraftar hennar leyfðu.
Þegar ég spurði hana eitt júní-
kvöld fyrir nokkrum árum hvernig
henni tækist að höndla þjáningar
sjúklinga sinna þá sagðist hún fá
hvíld með því að vinna eftir kvöld-
vaktirnar í garðinum. Á sumarkvöld-
um sat hún oft á svölunum fram á
nótt og naut ilmsins af gróðrinum.
Hún var náttúrubarn með sterka
skaphöfn og góða kímnigáfu. Þegar
veikindi hennar ágerðust kom að því
að hún gat ekki meir. Hún var að
þrotum komin. Hún hætti að vinna
um síðustu áramót.
Fjölskylda hennar var henni allt.
Sjaldan hef ég kynnst eins samheld-
inni fjölskyldu.
Öll laugardagskvöld var borðað
saman, farið saman í ferðalög innan
lands sem utan, og ég hef grun um
að engar stærri ákvarðanir hafi ver-
ið teknar án samþykkis Jóhönnu.
Hún hafði stórt hjarta jafnt fyrir
fjölskyldu sína og aðra þá sem á því
þurftu að halda.
Nú þegar þessi eftirminnilega
kona hefur kvatt er gott að minnast
þess að í þessum sjálfumglaða og
eigingjarna heimi er enn til fólk sem
hugsar meira um aðra en sjálfan sig
og fórnar sér fyrir að lina þjáningar
og sorg meðbræðra sinna.
Jóhönnu Sigurbergsdóttur verður
því sárt saknað af mörgum.
Við Þorsteinn og börnin okkar
þökkum hlýju og vinsemd í okkar
garð.
Ásthildur S. Rafnar.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég bið algóðan Guð að varðveita
og vernda elsku Jóhönnu, um leið og
ég þakka henni af hjarta hennar
kærleika og ómetanlega hjálp í minn
garð.
Elsku Halldór, börnin ykkar,
tengdabörn og barnabörn, ég bið
Guð að varðveita ykkur og gefa ykk-
ur styrk í sorg ykkar og söknuði.
Guð varðveiti ykkur öll.
Samúðarkveðja,
Ragnheiður Oddsdóttir.
Fallin er frá uppáhaldsfrænka
mín hún Jóhanna. Margar eru minn-
ingarnar og margar eru þakkirnar.
Jóhanna var frænka hans pabba
míns og oft var sagt að margt væri
líkt með okkur, já og ekki leiddist
mér það nú. Ég man alltaf eftir því
hvað það var gott að fá þau Halla
upp í Borgarnes þegar Óli bróðir dó,
þvílíkur styrkur sem það var og gott
að hafa þau á þessum erfiða tíma í
lífi okkar. Ekki eru nema tæp tvö ár
síðan bróðir hennar lést á heimili
sínu í Haukatungu og pabbi fimm
mánuðum seinna úr krabbameini. Já
þá var gott að eiga hana Jóhönnu að,
og hvað hún reyndist pabba vel alltaf
að gá að honum. Ég man eftir því að
eitt sinn í þessum veikindum hans lá
hann inni á Landspítala á deildinni
hennar Jóhönnu og ég spurði pabba
hvort allt væri í lagi, hann svaraði jú
á meðan hún Jóhanna mín er hér er
ég í góðum málum. Þvílík kona, því-
líkur kraftur og styrkur sem hún bjó
yfir.
Takk elsku frænka fyrir að hafa
verið ávallt til taks, takk fyrir að
hafa haldið um okkur á dánarstund
hans pabba og huggað okkur. Nú er
komið að kveðjustund að sinni, en ég
skal reyna að standa við loforð sem
ég gaf þér inni á spítala fyrir nokkr-
um dögum þar sem við áttum
ógleymanlega stund saman. Hafðu
þökk fyrir þessi 35 ár sem við þekkt-
umst og allar stundirnar. Þú varst
gull af manni og algjör hetja sem þú
sýndir í veikindum þínum.
Elsku Halldór, Valgarð, Unnur,
Didda, tengdabörn og barnabörn,
megi allir heimsins englar þerra tár
ykkar á þessum erfiðu tímum. Ég er
stolt af að hafa verið frænka hennar
Jóhönnu. Minning hennar lifir með
mér um ókomna tíð. Guð blessi ykk-
ur öll.
Ásta Guðrún Pálsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI PÁLMARSSON
hljóðfærasmiður,
Nóatúni 28,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landakotsspítala miðviku-
daginn 24. mars.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. apríl kl. 13.30.
Guðbjörg Ágústa Björnsdóttir,
Salbjörg Ágústa Bjarnadóttir,
Björn Andrés Bjarnason, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir,
Ingvar Þór Bjarnason, Cathrine Bjarnason,
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Áskær stjúpfaðir minn og bróðir,
PÉTUR PÁLSSON,
Skálahlíð,
áður Tungötu 39,
Siglufirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 30. mars.
Birgir Steingrímssson,
Gunnar Pálsson,
Páll Pálsson,
Gísli Pálsson,
Jóhannes Pálsson,
Sigrún Hansdóttir.