Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 47 ✝ Páll Melstedfæddist á Vatn- eyri við Patreks- fjörð 13. desember 1914. Hann lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 25. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldór Mel- sted, f. 20. febrúar 1870, d. 11. desem- ber 1954 og Ólína Melsted, f. 10. ágúst 1877, d. 26. febrúar 1963. Systkini Páls eru: Elías (látinn), Birna (látin), Lilja (látin) og Gunn- ar. Hinn 14. desember 1940 kvænt- ist Páll, Elsu S. Melsted húsmóður, f. 22. nóvember 1920 í Reykjavík, d. 11. september 2003. Foreldrar hennar voru Victor Strange, f. 2. september 1896, d. 4. ágúst 1975 og Hansína Strange, f. 8. júní 1900, d. 1. maí 1986. Páll og Elsa eignuðust sjö börn, átján barna- börn og tólf barnabarnabörn. Börn þeirra eru: 1) Victor renni- smiður, f. 19. apríl 1941, kvæntur Rannveigu Árnadóttur húsmóður, f. 5. júlí 1942. Dætur þeirra eru: Stefán Örn, dætur Kristínar og stjúpdætur Stefáns eru Aðalheið- ur og Ragnheiður Ásgrímsdætur. Maki Aðalheiðar er Hreinn Jak- obsson, synir þeirra eru Tryggvi Páll og Egill Már. Börn Ragnheið- ar eru Kristín og Helgi. 5) Páll skrúðgarðyrkjumeistari, f. 16. desember 1954, kvæntur Guð- laugu Elíasdóttur lyfjatækni, f. 26. nóvember 1953. Börn þeirra eru Þormar, Gunnhildur og Helgi Páll. 6) Ruth lyfjatæknir, f. 23. október 1959, var gift Kristjáni Einari Einarssyni ljósmyndara, f. 29. apríl 1958. Synir þeirra eru Hjalti og Bjarki. 7) Ólafur lands- lagsarkitekt, f. 2. desember 1965, kvæntur Valgerði Ástu Sveins- dóttur innanhússarkitekt, f. 16. apríl 1965. Börn þeirra eru Sveinn Ólafur og Ásta Dagmar. Páll ólst upp á Patreksfirði og í Reykjavík. Hann gekk í Miðbæj- arskólann og Iðnskólann í Reyka- vík. Hann lauk sveinsprófi í múr- iðn 1949 og starfaði við þá iðn þar til hann lét af störfum. Páll var fé- lagi í Múrarafélagi Reykjavíkur frá 1949. Hann stundaði hesta- mennsku frá unga aldri og var fé- lagi í Hestamannafélaginu Fáki. Páll og Elsa bjuggu lengst af á Sólbakka við Nesveg en síðustu þrjú ár á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Minni-Grund. Útför Páls verður gerð frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hildur, sambýlismað- ur Jón Bjarnason, Birna, í sambúð með Hjörvari Hjörleifs- syni, þau eiga soninn Victor, og Guðbjörg, sambýlismaður Almar Danelíusson. 2) Hall- dór módelsmiður, f. 9. júlí 1946, kvæntur Þórunni Kristinsdótt- ur húsmóður, f. 30. júní 1946. Börn þeirra eru: Unnur, maki Benedikt Sveinsson, þau eiga soninn Björn, Páll sambýlis- kona Hulda Karlsdóttir, Helga er dóttir þeirra, fyrir á Páll dótt- urina Þórdísi, og Kristinn, í sam- búð með Bryndísi Axelsdóttur, dóttir þeirra er Kara Lind. 3) Hansína bankastarfsmaður, f. 20. júlí 1949, gift Ævari Sigurðssyni bílamálarameistara, f. 30. maí 1944. Dætur þeirra eru: Elsa, maki Árni Alvar Arason, Ævar og Edda eru börn þeirra, Inga, maki Örn Sigurgeirsson, dóttir þeirra er Rakel. 4) Stefán lögfræðingur, f. 9. ágúst 1952, kvæntur Kristínu Árnadóttur bankastarfsmanni, f. 5. ágúst 1949, sonur þeirra er Elsku tengdafaðir minn er látinn. Það er erfitt að hugsa um framtíð- ina án Páls því að hann var afar sterk- ur persónuleiki. Hann lagði áherslu á að gefast ekki upp heldur að klára þau verk sem vinna þurfti. Tilfinningar sínar bar hann ekki á torg en vænt- umþykja hans í garð Elsu eiginkonu sinnar og barnanna þeirra duldist engum. Einnig var hann ánægður með tengdabörnin, afabörnin og lang- afabörnin. Það að fólkinu hans liði vel skipti hann miklu máli. Þegar við Óli keyptum okkar fyrstu íbúð bauð hann aðstoð sína við múrverk. Þar kynntist ég ósérhlífni hans og hlýju ásamt vönduðum vinnubrögðum. Þegar ég kom inn í fjölskylduna var Páll sjötugur að aldri og bar þá og alla tíð aldurinn mjög vel. Hann var heilsuhraustur, var alltaf í góðu jafn- vægi og gætti hófsemi í hvívetna. Hann gat verið fastur fyrir í skoðun- um en hafði samt umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Páll var vel lesinn og naut þess að hafa meiri tíma til að sinna lestri góðra bóka eftir að hann lét af störfum. Heimili þeirra Elsu á Sólbakka verður ávallt björt minning. Það var notalegt að koma í heimsókn til tengdaforeldra minna. Öllu var hag- anlega komið fyrir í litla húsinu þeirra og snyrtimennska í hávegum höfð. Eftir að þau fluttu í Bakkavör og síðar á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund var sama fallega yfirbragðið á heimili þeirra. Hálfu ári eftir fráfall tengdamóður minnar er tengdafaðir minn allur. Eftir 63 ára hjónaband varð aðskiln- aður þeirra ekki lengri. Tengdafaðir minn annaðist eiginkonu sína vel í veikindum hennar síðustu æviár hennar. Ætíð stóð hann sem klettur við hlið hennar. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir neinu heldur tók því sem að höndum bar. Nú er komið að kveðjustund. Blessuð sé minning elsku Páls tengdaföður míns. Valgerður. Það getur verið erfitt að sætta sig við lífið og tilveruna á stundum sem nú, þegar kær tengdafaðir minn hefur kvatt þetta tilverustig. Ekki er nema hálft ár frá því tengdamóðir mín elskuleg kvaddi og var það okkur erf- iður tími. Tengdaforeldra mína hafði ég þekkt í tæplega 47 ár en þó ekki allan þann tíma sem tengdaforeldra því ég kynntist þeim fyrst sem vinkona eldri dóttur þeirra þegar við byrjuðum í skóla, þá 7 ára gamlar. Mér er þá sér- staklega minnisstætt að við húsið þeirra sem hét Sólbakki var hesthús, sem ekki var algengt í þá daga hér í miðri höfuðborginni. Páll tengdafaðir minn var mikill hestamaður og faðir hans líka svo ekki var það svo undarlegt þótt þeir hefðu hesthús á hlaðinu enda húsið gamalt og frá þeim tíma að þessi bæj- arhluti taldist jafnvel sveit. Páll var ekki maður margra orða en traustur og áreiðanlegur og stóð þétt með sínu fólki, hann gat hinsvegar verið léttur og skemmtilegur í viðræðum og hafði gaman af sögum af kynlegum kvist- um mannlífsins. Hans aðaláhugamál voru hestarnir enda átti hann marga góða reiðhesta í gegnum tíðina og dáði þá mjög. Hann fór venjulega um hverja helgi og reið út og ekki fór minni tími í að kemba, gefa og strjúka blessuðum klárunum. Eftir að hann hætti að vinna fór hann á hverjum degi í hvaða veðri sem var í hesthúsið sem hann átti í Víðidal. Páll tók aldrei bílpróf og fór því allra sinna ferða á reiðhjóli hér áður fyrr en í seinni tíð með strætisvagni, svo þær voru langar ferðirnar í hesthúsið. Fjölskyldan skipti Pál miklu máli, ekki síst barnabörnin og barnabarna- börnin. Hann hafði alltaf gaman af að fá þau í heimsókn og ekki var verra ef þeir voru hæfilega baldnir drengirnir. Það var nánast um hverja helgi sem við hittumst öll, börn, tengdabörn og barnabörn á „Bakkanum“ og þáðum kaffi og meðlæti sem tengdamóðir mín var snillingur í að bera fram. Enginn bakaði betri pönnukökur en hún enda passaði hún að hafa alltaf nóg af þeim. Það var á þeim stundum sem Páll naut sín vel, hló oft hressi- lega að góðum sögum og sagði sjálfur oft góðar því hann þekkti marga og var víðlesinn og stálminnugur. Páll var múrari að mennt og vann við það lengst af. Hann hefur eflaust oft verið þreyttur eftir langan vinnu- dag, en þá átti hann gott athvarf hjá konu sinni Elsu, sem var stórkostleg kona, gædd öllum þeim hæfileikum sem prýða mega góða konu. Ég veit að Páll kunni vel að meta alla hennar góðu kosti. Það verður tómlegt hjá okkur núna þegar þeirra hjóna nýtur ekki lengur við en þau áttu langt og gott líf, mannvænleg börn sem öll komust upp – hvers er hægt að óska sér frekar og ég veit að þau voru þakklát fyrir það. Systkinin og fjölskyldur þeirra eiga alla mína samúð. Guð blessi ykkur öll. Kæri tengdafaðir, far þú í friði og njóttu Guðs blessunar. Þín tengdadóttir Kristín. Fyrir hálfu ári þegar við kvöddum ömmu Elsu þá héldum við að þú myndir ekki fara svona fljótt frá okk- ur, elsku afi. Við munum sakna þín mikið, elsku afi, þú varst alltaf svo glaður að sjá okkur þegar við komum til þín. Við vitum að amma á eftir að taka á móti þér og hún verður örugglega glöð að sjá þig og þið getið verið sam- an á ný. Við munum geyma minninguna um þig í hjarta okkar um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku afi. Sveinn Ólafur og Ásta Dagmar. Elskulegur afi okkar hefur kvatt okkur og er nú horfinn á braut úr þessari tilvist. Við berum í huga okkar mynd af sterkum manni sem hafði gömul gildi í heiðri og hélt reisn alla sína ævi og aðdáunarverð var þrautseigju hans og ósérhlífni. Heiðarleiki og skyldu- rækni einkenndu hans persónu ásamt mikilli ábyrgðartilfinningu. Afi Páll var ekki allra, en þeir sem voru hans gátu treyst á hann. Hann var hæglátur maður og fá- máll, það þurfti ekki að hafa orð um allt en þögnin með honum var ekki þrúgandi. Í hraða nútímans var nota- legt að koma og finna þess ró. Afi var náttúrubarn og hesta- mennska var hans yndi. Hann undi sér vel í samvistum við dýrin og í um- hirðunni og útiverunni sem sú ástund- un kallaði á. Það var gott að vita að eftir langa starfsævi gat afi snúið sér að þessu hugðarefni sínu og átt góða daga þar til yfir lauk. Þakklæti er okkur efst í huga á þessari stundu og við biðjum góðan Guð að blessa minningu afa okkar. Bjarki og Hjalti. Í dag kveð ég elskulegan afa minn, Pál Melsted, í síðasta sinn. Ég minn- ist kærleikans í augum hans á kveðju- stundum. Ekki síst við síendurteknar kveðjur okkar á námsárum mínum í útlöndum. Þegar hann kvaddi mig ljómuðu augu hans. Það er gott að hafa kynnst slíkri væntumþykju. Minningar um afa og ömmu á Sól- bakka eru margar. Allt í föstum skorðum. Amma alltaf til staðar og jafn öruggt að afi kom heim úr múr- verkinu á tilsettum tíma, þvoði sér og skráði vinnustundirnar síðan sam- viskusamlega í dagbókina sína. Leyndardómsfullur skápurinn þar sem dagbókin var geymd. Afi opnaði hann stundum og gaukaði að manni peningaseðli. Hann átti alltaf seðla í skápnum sínum. En fór vel með aur- ana, enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Vildi ekki vera upp á neinn kom- inn, skuldaði engum neitt. Afi sá vel fyrir sínu fólki með vinnu sinni en amma stýrði heimilinu. Þegar amma veiktist skiptu þau á vissan hátt um hlutverk. Afi tók ekki aðeins að sér umönnun hennar, heldur var hann líkt og amma áður með allt á hreinu í sambandi við fjölskylduna, mundi til dæmis alla afmælisdaga. Og hélt auðvitað áfram að stinga seðlum að smáfólkinu. Þrátt fyrir erfiðisvinnu alla tíð var afi afskaplega vel á sig kominn, lík- amlega og andlega. Tiðar sundferðir, mikill bókalestur og gríðarlegur áhugi á hestamennsku áttu örugglega sinn þátt í því. Eftir andlát ömmu á síðasta ári virtist þó draga af honum. Það er fallegt að hugsa sér að þau séu nú saman á ný. Þegar ég heimsótti afa fyrir örfáum dögum vissi ég ekki að ég væri að kveðja hann fyrir fullt og allt. Eins og alltaf fylgdi hlýtt augnaráð hans mér eftir ganginum. Nú mun það fylgja mér áfram um lífsins veg. Um ókomna tíð mun ég minnast þín afi minn með þakklæti, virðingu og kær- leika. Elsa Ævarsdóttir. Í dag kveð ég elskulegan afa minn í hinsta sinn. Við fréttina af andláti hans varð ég einhvern veginn öll dofin og ég finn fyrir ákaflega miklum tóm- leika og söknuði. Það er ekki nema rúmlega hálft ár síðan amma mín Elsa Melsted kvaddi þennan heim. Allt í einu stend ég á tímamótum sem ég hef alltaf kviðið; þessar tvær manneskjur sem hafa skipt mig svo miklu máli í lífinu og mér þykir svo vænt um eru látnar. Mér finnst ég vera ákaflega lánsöm og er mjög þakklát fyrir það að þau hafi verið amma mín og afi. Elsku afi og amma. Takk fyrir alla ykkar visku og umhyggju. Minningin um ykkur mun ylja mér um ókomna tíð. Inga Ævarsdóttir. PÁLL MELSTED Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma, mágkona, föður- systir og uppeldissystir, JÓHANNA GUÐRÍÐUR SIGURBERGSDÓTTIR sjúkraliði og nuddari, Vatnsholti 10, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðju- daginn 23. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Okkar innilegustu þakkir til allra, sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug. Halldór Helgason, Valgarð S. Halldórsson, Unnur Halldórsdóttir, Jökull Höjgaard Sigurjónsson, Kristjana Halldórsdóttir, Svanur Aðalsteinsson, Ólöf Brynjúlfsdóttir, Brynjar Halldór Sæmundsson, Birna Guðrún Konráðsdóttir, Sigurbergur D. Pálsson, Ólöf Sesselja Sumarliðadóttir, Ásbjörn Kjartan Pálsson, Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Pálsson, Hafdís Brynja Guðmundsdóttir, Valgerður Solveig Pálsdóttir, Halldóra Ágústa Pálsdóttir, Guðríður Ásta Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, BALDUR SKARPHÉÐINSSON frá Dagverðarnesi, andaðist mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Hvanneyrarkirkju laugar- daginn 3. apríl kl. 14.00. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Þuríður Skarphéðinsdóttir. Elskulegur bróðir okkar, ÞÓRÐUR ÞORKELSSON, elli- og hjúkrunarheimlinu Grund. áður Þórufelli 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Anna Birna Þorkelsdóttir, Ingólfur A. Þorkelsson, Soffía S. Þorkelsdótttir, Margrét Þorkelsdóttir og aðrir ættingjar. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað á hvaða degi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.