Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 73
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 73
NORSKA knattspyrnufélagið Vik-
ing frá Stavanger hafnaði í fyrra-
kvöld tilboði frá Lilleström sem
vildi fá sóknarmanninn unga Hann-
es Þ. Sigurðsson í sínar raðir og
greiða fyrir hann rúmar 10 millj-
ónir íslenskra króna. „Málið kom
upp á mánudagskvöldið og var rætt
fram og til baka í gær. Ég var alveg
tilbúinn til að ræða við Lilleström
ef Viking hefði samþykkt tilboðið
og það hefði eflaust verið góður
kostur að fara þangað. En mér líð-
ur mjög vel hjá Viking og á hvort
eð er aðeins átta mánuði eftir af
mínum samningi við félagið, svo ég
er laus í haust ef ég vil færa mig um
set,“ sagði Hannes við Morg-
unblaðið í gær. Hannes, sem verður
21 árs um páskana og er að hefja
sitt þriðja tímabil með Viking, á
harða samkeppni fyrir höndum um
stöðu í liðinu.
„Við erum fimm framherjarnir
sem sláumst um tvær stöður, eftir
að Daninn Mads Timm kom til okk-
ar frá Manchester United. En það
verður bara skemmtileg barátta og
það þýðir ekkert annað en að
leggja sig allan fram,“ sagði Hann-
es Þ. Sigurðsson.
Þess má geta að á síðasta tímabili
lék hann 22 af 26 leikjum Viking í
úrvalsdeildinni og skoraði 5 mörk
en var þó aðeins í byrjunarliðinu í
einum leik.
Viking hafnaði tilboði
Lilleström í Hannes
MARTIN Trancík, knattspyrnu-
markvörðurinn frá Slóvakíu sem er
til reynslu hjá Víkingi, átti mjög góð-
an leik í gær þegar Víkingar töpuðu
fyrir Kyzylorda frá Kazakhstan, 1:0,
í æfingaleik í Antalya í Tyrklandi.
„Hann stóð sig geysilega vel og átti
enga möguleika þegar markið var
skorað, enda var það sannkallað
draumamark, þrumuskot í mark-
vinkilinn,“ sagði Aðalsteinn Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Víkings, við
Morgunblaðið í gær.
AÐALSTEINN sagði að leikurinn
hefði verið jafn en Kasakkarnir
hefðu leikið mjög gróft og oft brotið
illa af sér. „Það slasaðist þó enginn,
sem betur fer,“ sagði Aðalsteinn.
Víkingar mæta rússnesku úrvals-
deildarliði í Antalya á morgun.
ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangar-
stökkvari úr FH, hélt í gær til Suður-
Afríku í hálfsmánaðar æfingabúðir.
Þórey var einnig við æfingar í Suð-
ur-Afríku í byrjun ársins.
EYJÓLFUR Héðinsson skoraði
tvö marka Fylkis sem sigraði Val,
3:0, í leik liðanna í Canela-bikarnum,
knattspyrnumótinu á Spáni, í gær.
Þriðja markið skoraði 18 ára piltur,
Albert Ingason, nýkominn inn á sem
varamaður, en hann er sonur Inga
Björns Albertssonar, mesta marka-
skorara í sögu efstu deildar hér á
landi, og sonarsonur Alberts heitins
Guðmundssonar, fyrrum ráðherra,
sem gerði garðinn frægan í Frakk-
landi og á Ítalíu á sínum tíma.
FH-ingar lögðu Framara á
mótinu, 2:1. Atli Viðar Björnsson og
Emil Hallfreðsson, sem skoraði úr
vítaspyrnu, gerðu mörk FH, en Við-
ar Guðjónsson náði að minnka mun-
inn fyrir Fram. Ingvar Ólafsson, fyr-
irliði Fram, fékk reisupassann eftir
að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld.
ÁSTRALSKA sundkonan Lisbeth
Lenton setti í fyrrinótt heimsmet í
100 m skriðsundi á ástralska meist-
aramótinu. Hún synti á 53,66 sek-
úndum og bætti met Hollendingsins
Inge de Bruijn um 11/100 úr sek-
úndu en það var sett á Ólympíuleik-
unum í Sydney fyrir fjórum árum.
GLENN Solberg, einn besti hand-
knattleiksmaður Norðmanna, hættir
að leika með Barcelona í vor. Hann
segir mikla óvissu ríkja hjá félaginu
nú þegar þjálfarinn Valero Rivera
hefur ákveðið að hætta eftir 20 ára
farsælt starf. Solberg segist ekki
vilja búa við óvissu um framtíð sína
hjá liðinu á þessum tímamótum.
Hann vonast til að komast að hjá liði í
þýsku 1. deildinni.
HERNAN Crespo, félagi Eiðs
Smára Guðjohnsens í framlínu
Chelsea, tryggði Argentínu dýr-
mætan sigur á Ekvador, 1:0, í und-
ankeppni HM í knattspyrnu í fyrra-
kvöld. Argentínumenn eru þar með
ósigraðir í fyrstu fimm leikjum sín-
um í keppninni.
FÓLK
HEIMSÚRVALIÐ í handknattleik
vann Evrópumeistara Þjóðverja,
44:38, í góðgerðarleik í Saarland-
halle í Saarbrücken í fyrrakvöld.
Tilefni leiksins var 50 ára afmæli
þýska handknattleiksmannsins
Joachims Deckarm 19. janúar sl., en
hann lamaðist af völdum slyss sem
hann varð fyrir í kappleik fyrir 25
árum, 30. mars 1979 í leik Gummers-
bach og Banyasz Tatabanya í Ung-
verjalandi. Deckarm var í sigurliði
Þjóðverja á HM í Danmörku 1978,
m.a. ásamt núverandi landsliðsþjálf-
ara Þjóðverja, Heiner Brand.
Deckarm var heiðursgestur á
leiknum ásamt Hassan Moustafa,
forseta Alþjóða handknattleiks-
sambandsins, en ágóði leiksins rann
í sjóð sem stofnaður var til styrktar
Deckarm ári eftir slysið. Það má því
segja að gamla stórskuttan hafi ver-
ið ánægður – 82 mörk voru skoruð í
leiknum.
Þá heiðraði Magnus Wislander
leikinn og Deckarm með nærveru
sinni, en Wislander var kjörinn besti
handknattleiksmaður síðustu aldar
og er afar virtur í þýskum hand-
knattleiksheimi.
Tékkinn Jan Filip skoraði flest
mörk heimsliðsins sex. Hjá Þjóð-
verjum voru Jan-Hendrik Behrends
og Christian Schöne atkvæðamestir,
skoruðu sex mörk hvor.
Nokkrir sterkur leikmenn áttu
ekki heimangengt til þess að leika
með heimsliðinu að þessu sinni, m.a.
leikmenn sem spila á Spáni en
keppni í Konungsbikarnum hefst
þar í kvöld. Ólafur Stefánsson og fé-
lagar í Ciudad Real mæta þá BM
Cantabria.
82 mörk
skoruð
fyrir
Deckarm
PÉTUR Hrafn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Körfu-
knattleikssambands Íslands,
hefur beðist lausnar frá störf-
um og hættir hann hjá sam-
bandinu í lok maí. Í byrjun
maí hefur hann störf sem
sölustjóri Íslenskra getrauna,
þannig að hann fer ekki úr
Laugardalnum þar sem hann
hefur starfað í sautján ár.
Pétur Hrafn hóf störf hjá
KKÍ 1. september 1987 og að
auki hefur hann tekið þátt í
starfi FIBA á ýmsum vett-
vangi.
Pétur Hrafn
hættir
hjá KKÍ
Það var merkilega góður leikurhjá okkur. Við eigum í höggi
við lið Frakka sem er með alla
sína bestu menn í liðinu gegn okk-
ur. Þeir eru á heimavelli, vel
studdir af sínum stuðningsmönn-
um og þessir leikir voru því mikil
prófraun fyrir okkur. Það vantar
nokkra leikmenn í okkar lið sem
hafa leikið lykilhlutverk í vörn sem
sókn og ég er mjög ánægður með
hvernig yngri leikmenn liðsins
komu frá þessum leikjum,“ sagði
Guðmundur og nefndi sem dæmi
að um tíma í síðari hálfleik hafi
Logi Geirsson verið í vinstra
horni, Arnór Atlason og Einar
Hólmgeirsson í skyttustöðunum,
Róbert Gunnarsson á línunni,
Snorri Steinn Guðjónsson í hlut-
verki leikstjórnanda, Björgvin
Gústavsson stóð í markinu í fyrri
hálfleik og Guðmundur Hrafnkels-
son í þeim síðari. Einar Örn Jóns-
son var í hægra horninu í síðari
hálfleik en Gylfi Gylfason í þeim
fyrri.
„Við vorum að nota 16 leikmenn
í þessum leik og síðari hálfleik var
nánast nýtt lið inni á vellinum. Í
hálfleik var staðan 13:11, Frökkum
í vil. Við náðum að jafna í 14:14,
þeir voru marki yfir í stöðunni
22:21, og útlitið ekki sem verst
þegar átta mínútur voru eftir. Það
má því með sanni segja að við átt-
um möguleika í þessum leik allt
þar til á lokakafla leiksins. Að vísu
vorum við utan vallar í 16 mínútur
á meðan Frakkar voru utan vallar
í 6 mínútur. Pólska dómaraparið
var ekki að dæma eins og þeir
gera best. Þeir voru okkur erfiðir
og ég var ekki sáttur við marga
dóma þeirra. Það gekk mikið á hjá
okkur á hliðarlínunni þegar á leið
og þeir áttu hreinlega slakan dag.
Þeir dæmdu leikinn á mánudaginn
einnig, þar voru þeir þokkalegir,
svona allt í lagi, en í þessum leik
vorum við með vindinn í fangið frá
þeim,“ sagði Guðmundur Þórður
og bætti því við að íslenska liðið
hefði misst knöttinn frá sér of oft í
leiknum og Frakkarnir voru fljótir
að nýta sér mistökin.
„Það má segja að í báðum leikj-
unum misstum við boltann frá okk-
ur á slæmum stöðum á vellinum,
og Frakkarnir láta ekki segja sér
slíkt tvisvar og þeir skoruðu úr
hraðaupphlaupum.
Við vorum að afhenda þeim bolt-
ann á silfurfati, sendingar sem eru
of erfiðar voru reyndar og slíkir
hlutir telja fljótt gegn liði sem
þessu. En ég get vart krafist
meira af þessum leikmönnum sem
skipuðu íslenska liðið að þessu
sinni. Margir þeirra eru að stíga
sín fyrstu skref við þessar aðstæð-
ur. Við erum á erfiðum útivelli þar
sem 2500 áhorfendur eru til staðar
og þeir létu vel í sér heyra. Stemn-
ingin var mögnuð í báðum leikj-
unum. En leikmenn á borð við
Einar Hólmgeirsson, Arnór Atla-
son, Vigni Svavarsson, Loga
Gunnarsson, Björgvin Gústavsson
stóðu sig með prýði og léku sín
hlutverk með sóma. Ég get líka
nefnt fleiri leikmenn í þessu sam-
hengi.
Ef ég lít yfir leikina tvo með
hraði má segja að við hefðum vel
getað tapað þessum leikjum með
minni mun, 2-3 mörkum, en það er
óraunhæft að hafa ætlað sér að
leggja Frakka að velli á þessum
tímapunkti. Það er ákveðið
reynsluleysi sem kemur fram í leik
liðsins þegar mest á reynir en
menn læra af þessum leikjum og
verða betri fyrir vikið. Markverð-
irnir náðu aðeins að verja átta til
tíu skot í leiknum í gær og þeir
vita það sjálfir að þeir geta gert
betur,“ sagði Guðmundur Þórður,
en íslenska liðið kemur til landsins
seint í kvöld frá Frakklandi.
„Það verður ekki sleppt og hald-
ið í þessum efnum. Við lögðum upp
með það að gefa yngri leikmönnum
tækifæri og við gerðum það. Þeir
fá mikla reynslu en vissulega eru
menn fyrir utan liðið að þessu
sinni sem hefðu kannski hjálpað
liðinu til þess að ná betri úrslitum.
En það var ekki markmiðið með
þessari ferð til Frakklands. Ég er
sáttur við útkomuna þrátt fyrir tvo
tapleiki,“ sagði Guðmundur Þórð-
ur.
Morgunblaðið/Sverrir
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik,
skoraði 5 mörk í landsleik gegn Frökkum í gærkvöldi í Lorient.
„Ungu mennirn-
ir stóðu sig vel“
ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik tapaði öðru sinni gegn
Frökkum í gær er liðin áttust við í vináttuleik í frönsku borginni,
Lorient. Frakkar skoruðu 29 mörk gegn 24 en í fyrri leik liðanna
lauk 27:21. Uppselt var á leikinn í Lorient í gær, 2500 áhorfendur,
og sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, að
hann væri ánægður með þá reynslu sem yngri menn liðsins hefðu
öðlast í ferðinni til Frakklands.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, er sáttur þrátt fyrir tvo tapleiki gegn Frökkum