Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 72
ÍÞRÓTTIR 72 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRYNJAR Björn Gunnarsson, sem lék sinn 40. landsleik í leiknum gegn Albönum í gær, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að að öllu óbreyttu færi hann til Danmerkur í sumar og gengi til liðs við AaB í Álaborg. Brynjar gerði á dögunum samning við Stoke og leikur með liðinu út leiktíðina en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Nottingham Forest og bað um að verða leystur frá samningi. „Ég er ekki búinn að ganga frá neinum samningi við AaB en það stefnir samt allt í að ég fari þangað. Ég er feginn að vera farinn að spila á ný og vonandi tekst mér að spila vel fyrir Stoke þann tíma sem ég verð þar. Við eigum því miður ekki möguleika á að komast í aukakeppnina um sæti í úrvalsdeildinni eftir tvö töp í röð en það er engin hætta á að við föllum.“ Brynjar að öllu óbreyttu til AaB LOGI Gunnarsson landsliðsmaður í körfuknattleik er á batavegi eftir vel heppnaða aðgerð á öxl sem framkvæmd var hér á landi í síð- ustu viku. Logi er atvinnumaður hjá þýska liðinu Giessen 46’ers sem leikur í efstu deild þar í landi en hann fór tvívegis úr axlarlið með stuttu millibili í vetur og hefur að- eins tekið þátt í 10 leikjum liðsins vegna meiðsla. „Ágúst Kárason læknir fram- kvæmdi aðgerðina og hann segir að ástandið á öxlinni hafi ekki verið eins slæmt og hann hafði óttast. Það þurfti ekki að stytta liðbönd eins og til stóð en slík aðgerð hefði getað haft mikil áhrif á hreyfigetu axlarliðsins. Sem betur fer var aðeins laust brjósk í axlarliðnum og ég horfi björtum augum á sumarið sem ég ætla að nota til þess að mæta enn sterkari til leiks hjá 46’ers á næstu leiktíð,“ sagði Logi í gær en hann mun dvelja hér á landi fram í byrjun júní. Logi er samningsbundinn 46’ers út næstu leiktíð og segir hann að liðið muni leika í efstu deild áfram þar sem MBC-liðið sé á barmi gjaldþrots og verði dæmt til þess að leika í 2. deild á næstu leiktíð. „Ég hef aldrei misst úr leiki áður á mínum ferli og þessi meiðsli hafa verið erfið fyrir sálartetrið en íþróttamenn geta alltaf búist við slíku og ég mun verða reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Logi Gunnarsson. Logi Gunnarsson er á batavegi eftir vel heppnaða aðgerð á öxl Logi Gunnarsson  FRANSKI landsliðsmaðurinn Sylvain Wiltord vonast til að vera með Arsenal gegn Manchester United er liðin mætast í undanúr- slitum bikarkeppninnar á Villa Park á laugardaginn. Wiltord lék með varaliði Arsenal gegn Luton á þriðjudaginn og skoraði mark. Leik- urinn var fyrsti leikur Wiltord síðan hann meiddist á ökkla 16. desember.  ÞAÐ var annar leikmaður Arsen- al sem vakti athygli í leiknum – hinn 15 ára Anthony Stokes, sem skoraði sitt fyrsta mark með varaliðinu – sendi knöttinn efst upp í markhorn- ið, beint úr aukaspyrnu. Stokes hef- ur heldur betur verið á skotskónum síðustu daga. Hann skoraði tvö mörk með 19 ára liði Arsenal í leik gegn Charlton sl. föstudag, 4:1, og eitt mark með 17 ára liði Arsenal gegn Coventry á laugardaginn, 3:1. Menn ættu að leggja nafn Stokes á minnið.  SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, segir það ekki koma til greina að samþykkt verði að tvær þjóðir Afríku sæki um að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 í sameiningu en Líbýa og Túnis hafa velt þeirri hugmynd fyrir sér. Undantekning hafi verið gerð þegar Japan og Suð- ur-Kórea héldu keppnina í samein- ingu fyrir tveimur árum en slík und- antekning verður ekki gerð aftur í bráð.  OLIVER Kahn, markvörður þýska landsliðsins og Bayern München, segist ekkert hafa í hyggju að draga sig í hlé eftir HM 2006 í Þýskalandi. Kahn segist ekk- ert sjá því til fyrirstöðu hann geti verið á fullri ferð fram yfir HM 2010, en þá verður hann fertugur. „Úr því Dino Zoff gat leikið fertug- ur í marki Ítala á HM 1982 af hverju ætti ég ekki að geta leikið fertugur með Þjóðverjum á HM 2010?“ spyr Kahn, hinn litríki mark- vörður, sem hefur alltaf haft skoð- anir á málum.  AITOR Begiristain, fram- kvæmdastjóri Barcelona viður- kenndi í gær að félagið hefði áhuga á að krækja í franska framherjann David Trezeguet frá Juventus í sumar þegar samningur hans renn- ur út, en orðrómur hefur lengi verið uppi um að Frakkinn væri undir smásjá Katalóníuliðsins.  JORGE Valdano, einn fram- kvæmdastjóra spænska knatt- spyrnuliðsins Real Madrid sagði í gær að engin stoð væri fyrir þeim sögum að Carlos Queiroz, þjálfari Real, væri valtur í sessi og mætti þakka fyrir að fá að halda starfinu út leiktíðina. Valdano segir að Qu- eiroz hafi gert tveggja ára samning síðasta sumar og ekki standi til að segja honum upp. Fregnir þess efn- is séu algjörlega úr lausu lofti gripnar. FÓLK JÓHANNES Karl Guðjónsson ger- ir fastlega ráð fyrir því að vera áfram hjá Wolves á næsta keppn- istímabili en Skagamaðurinn hefur leikið með Úlfunum í vetur sem lánsmaður frá Real Betis á Spáni. „Ég hef fengið þau skilaboð að Úlfarnir vilji halda mér og ég á því ekki von á öðru en að ég verði um kyrrt. Ekki nema það gerist eitthvað meira í Hollandi,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið. Jóhannes Karl var ekki alls fyrir löngu orðaður við Feyenoord í Hollandi en hann segir þau mál í biðstöðu. „Ég hef auðvitað ekki verið mjög sáttur við hversu lítið ég hef fengið að spila en það er ljóst í mínum huga að við föllum úr úr- valsdeildinni og þar með verða talsverðar breytingar á hópnum sem ættu að auka mína möguleika. Ég er mjög ánægður með veruna á Englandi og þó svo að Wolves sé á leið úr úrvalsdeildinni er þetta stórt félag og mér skilst að þegar hafi selst um átján þúsund árs- miðar fyrir næsta tímabil,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes áfram hjá Úlfunum? Hvernig svo sem þetta fer þá heldég að við eigum í vændum skemmtilegt einvígi tveggja góðra liða. Fyrirvarinn hjá Keflvíkingum er frekar stuttur á með- an Snæfell hefur fengið fínan tíma eft- ir 3-0 sigur á Njarðvík. Keflvíkingar voru nú reyndar ekkert að væla yfir þessu. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta kemur til með að verka á þá, og raunar Snæfellinga líka. En ég hefði gjarnan viljað hafa þrjá daga á milli fimmtu viðureignar í undanúrslitum og fyrstu í úrslitum. Það veitir ekkert af þeim tíma, bæði til að ná sér niður eftir undanúrslita- rimmuna og búa sig síðan undir næsta lið.“ Reynir spáði því að Njarðvíkingar myndu leggja Snæfell í undanúrslit- unum en raunin varð 3-0 sigur Snæ- fells. „Já, það kom mér á óvart og Snæfell heldur áfram að koma öllum á óvart, nema kannski sjálfu sér. Ég átti svo sem von á góðu gengi þeirra, en þar sem Njarðvík haði unnið Snæ- fell í bikarnum og hefur meiri reynslu og hefð á bak við sig hélt ég að þeir hefðu það þegar á hólminn, en ekki í Hólminn, væri komið. En Snæ- fell er með sterkt lið og það er virki- lega gaman að fá ný lið inn í úrslitin.“ – Hefur heimavöllurinn mikið að segja í svona keppni? „Já, hann hefur það, sama hvað hver segir. Það eru engin ný sannindi enda veit ég ekki um neitt lið sem vinnur fleiri leiki á útivelli en heima- velli. Og ekki síst hefur þetta áhrif á þessum heimavöllum, í Keflavík og í Hólminum. Þetta eru ekki bæjar- félög hlið við hlið og menn eru ekkert vanir því að spila fyrir troðfullu húsi í Hólminum. Ég veit ekki hvort ég á að þora að nefna einhverjar tölur í þessu sam- bandi, en eigum við ekki að segja að Snæfell vinni 3-2. Ég hef trú á að heimavöllurinn hafi mikið að segja og liðin fagni sigrum á heimavelli sín- um. Það verður gaman að fylgjast með þessari rimmu því bæði lið eru með sterka menn inn í og fínar skyttur fyrir utan. Það verður til dæmis gaman að fylgjast með baráttu Fannars og Hlyns undir körfunni, en þar eru á ferðinni tveir miklir bar- áttukarlar sem gefast aldrei upp. Maður heldur alltaf að breiddin í leikmannahópnum hafi eitthvað að segja og þá stendur Keflavík óneit- anlega betur. Fyrstu þrír leikirnir eru nokkuð þéttir og síðan fá menn nokkurra daga hlé til að endurskipu- leggja sig. Miðað við leikmannahóp- inn ætti Keflavík að vinna en eins og Snæfell hefur leikið í vetur þá getur maður ekki sagt annað en að þeir verði meistarar, mér sýnist þeir ekk- ert á leiðinni að tapa þessu. Svo má ekki gleyma því að Keflvíkingar leika oft best þegar mest á reynir. Þetta verður rosalega skemmtileg rimma,“ sagði Reynir. Snæfell og Keflavík mættust tvisv- ar í deildinni í vetur, Keflavík hafði betur á sínum heimavelli 31. október, 79:70, en Snæfall vann í Hólminum 1. febrúar, 94:90. Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, spáir í úrslitarimmuna um meistaratitilinn í körfuknattleik, sem hefst í Stykkishólmi Heimavöllur- inn hefur mikið að segja „ÞETTA fór ekki vel hjá okkur í undanúrslitunum – spádómar mínir um sigurvegara voru ekki réttir,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, þegar hann var beðinn um að spá í spilin fyrir úrslitarimmu Snæfells og Keflavíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en fyrsti leikurinn er í kvöld í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Golli Derrick Allen, Keflavík, hef- ur verið geysilega sterkur undir körfunni. Skúli Unnar Sveinsson skrifar DAVID Duval, einn af þekktari kylfingum heims, hefur ákveðið að vera ekki með á Mastersmótinu í golfi sem hefst í Bandaríkjunum á Skírdag. Ákörðun hans kemur svo sem ekki á óvart þar sem kappinn hefur ekkert verið með á PGA mótaröðinni síðan í október, en þá komast hann ekki áfram eftir tveggja daga leik. Hann mætti þó til leiks á Dunlop-mótinu í Japan í nóvember en varð að hætta leik á fyrsta hring, vegna bakverkjar. „Ég verð að gefa þessu lengri tíma og vera alveg viss um að ég sé orðinn góður áður en ég byrja að keppa á nýjan leik. Það tekur tíma að laga bakið eftir þriggja ára slæma sveiflu,“ sagði kappinn. Hann sagðist nokkuð viss um hve- nær hann yrði til í slaginn, en neit- aði að láta það uppi. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann verður ekki með á Masters síðan hann komst fyrst á mótið árið 1996. Severino Ballesteros hefur líka tilkynnt að hann dragi sig út úr keppninni – vegna bakmeiðsla. Duval ekki á Masters ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðureign Roma og Lazio í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu, sem frestað var á dögunum, fari fram 14. apríl. Fyrr- greindur leikur var flautaður af snemma í síðari hálfleik eftir að upplýsingar höfðu borist um að barn hefði látið lífið fyrir utan Ól- ympíuleikvanginn í Róm í átökum stuðningsmanna liðanna og lög- reglu. Síðar kom í ljós að fregn- irnar voru rangar. Ítalska knattspyrnusambandið ákvað að sekta Roma um 3.000 evr- ur, jafnvirði 270.000 króna auk þess sem liðið verður að leika einn heimaleik í náinni framtíð á hlut- lausum velli. Þá er Lazio gert að greiða 51.500 evrur í sekt, jafnvirði rúmra 5 millj. ísl. króna vegna óláta stuðnings- manna. Rómarliðin mætast á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.