Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 58

Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 58
UMRÆÐAN 58 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Íslendinga er elsta starfandi þjóðþing í heimi. Þar sitja lýðræðislega kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar. Eða hvað? Í nýafstöðnum for- setakosningum í Taívan var Chen Shui-bian naumlega endurkjörinn. Mun- urinn á atkvæðum Chen Shui-bian og mótframbjóðanda hans, Lien Chan, var 0,2%. Þessi litli mun- ur vakti hörð við- brögð hjá stuðnings- mönnum Lien Chan, sem kröfðust þess að atkvæði væru end- urtalin. Helstu rök þeirra voru tvíþætt. Annars vegar að munurinn á atkvæðum frambjóð- endanna tveggja var aðeins 0,2%, og hins vegar, að munurinn er einungis einn tíundi af þeim atkvæðum, sem dæmd voru ógild. Ógild at- kvæði voru um 300.000, en mun- urinn á atkvæðum frambjóðenda einungis 30.000. Mótmæli stuðningsmanna Lien Chan hafa ekki fallið á dauf eyru, heldur hefur verið samþykkt að endurtelja atkvæðin til að stað- festa að réttkjörinn forseti sverji embættiseið. Á Íslandi er lýðræðinu öðruvísi farið. Í síðustu alþingiskosn- ingum, þar sem kosið er til setu á elsta þjóðþingi heims, munaði 0,007% atkvæða, að þingsæti það, sem félagsmálaráðherra mannar fyrir Framsóknarflokkinn, hefði fallið Frjálslynda flokknum í skaut. Hér var ekki um að ræða einn tíunda af ógildum seðlum eins og í Taívan, heldur einungis einn 27. hluta, þar sem Frjálslynda flokk- inn vantaði aðeins 13 atkvæði til að hafa þingsæti af Fram- sóknarflokknum. Niðurstöður kosn- inganna voru kærðar og farið fram á end- urtalningu atkvæða á þeim forsendum að svo litlu munaði að breyting yrði á skipan þingsæta, og að mis- vísandi reglur voru notaðar í mismunandi kjördæmum til að dæma um gildi at- kvæða. Beiðni um end- urtalningu var vísað af dómsmálaráðuneyt- inu til Alþingis, þar sem frambjóðendur tóku afstöðu til henn- ar. Ég segi frambjóð- endur, vegna þess að beiðnin var felld af frambjóðendum Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, þar sem verknaðurinn var fram- inn áður en þeir höfðu fengið staðfesta kosningu eða kjörbréf sín. Lýðræði á Íslandi er því skemmra á veg komið en í Taív- an, þar sem sjálfsagt þykir að staðfesta vilja kjósenda, í stað þess að láta sér duga ákvörðun fámenns hóps einstaklinga, þar sem meirihlutinn hefur hagsmuni af því að vísa málinu frá. Lýðræði til fyrirmyndar Sigurður Ingi Jónsson skrifar um lýðræði Sigurður Ingi Jónsson ’Lýðræði á Ís-landi er því skemmra á veg komið en í Taív- an…‘ Höfundur var oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. FYRIR alþingiskosningarnar á sl. ári gáfu stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, mikil kosningaloforð. Það voru stærri kosningaloforð en dæmi voru til um áður í kosningum. Mun ekki ofsagt, að þessi stóru loforð hafi tryggt stjórnarflokk- unum áframhaldandi völd í stjórnarráðinu. Kjósendur eiga heimt- ingu á því að fá skýr svör strax að loknum kosningum um efndir kosningaloforða. Þau svör eru ekki komin enn. 20 milljarða skatta- lækkun svikin? Stærsta kosningaloforðið fyrir síð- ustu kosningar gaf Sjálfstæð- isflokkurinn: Tekjuskattar ein- staklinga skyldu lækka um 20 milljarða kr. Svo stórt kosningalof- orð hafði enginn stjórnmálaflokkur gefið áður. Var dregið í efa, að þetta yrði nokkru sinni fram- kvæmt. En Sjálfstæðisflokkurinn stóð fastur á því að þetta yrði efnt og því til staðfestingar var sagt að það yrði upplýst og ákveðið á Al- þingi strax haustið 2003 hvernig skattalækkunin yrði framkvæmd. En ekki var stafur um skattalækk- unina í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2004. Og ekkert var ákveðið á haustþinginu um það hvernig framkvæma ætti umrædda skatta- lækkun. Það var svikið. Er nú allt útlit fyrir, að 20 millj- arða skattalækkunin verði svikin. Að vísu tala sjálfstæðismenn um að málið verði tek- ið upp að loknum kjarasamningum en ekki er mikið að treysta á það. Stærstu kjarasamningarnir hafa þegar verið gerð- ir en ekkert gerist í skattamálum. Helst má búast við að ein- hver hluti þessarar skattalækkunar komi í lok kjörtímabilsins en þó er það engan veginn víst. Í staðinn: Skattahækkun og niðurskurður Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði 20 milljarða skattalækkun sögðu ýmsir og þar á meðal Vinstri grænir, að svo mikil skattalækkun væri ekki framkvæmanleg án nið- urskurðar velferðarkerfisins. Á þeim forsendum lögðust Vinstri grænir gegn þessari skattalækkun. VG virðast hafa haft nokkuð til síns máls í þessu efni. Am.k. er niðurskurður velferðarkerfsinis þegar hafinn enda þótt engin skattalækkun hafi átt sér stað. Ríkisstjórnin ákvað að skera út- gjöld Landspítala – háskólasjúkra- húss niður um 1½ milljarð. Liggur nú við neyðarástandi á spítalanum af þeim orsökum. Sagt er að engir peningar séu til svo komast megi hjá neyðarástandi en á sama tíma er talað um milljarðaskattalækkun! Sjúklingagjöld voru hækkuð um sl. áramót svo og bensíngjald, þunga- skattur o.fl. Það má því segja að í stað skattalækkana hafi fólk fengið skattahækkanir og niðurskurð á velferðarkerfinu. Þannig efnir rík- isstjórnin þetta stærsta kosninga- loforð sitt! 90% lánin svikin Annað stærsta kosningaloforðið í kosningabaráttunni sl. vor var lof- orð Framsóknarflokksins um að hækka húsnæðislánin í 90%. Var hamrað á því loforði í kosningabar- áttunni og sagt að þessi hækkun mundi einkum koma ungu fólki vel. Er líklegt að þetta loforð hafi dregið eitthvað af ungu fólki að Framsóknarflokknum. Þetta stóra kosningaloforð getur því hafa skipt sköpum fyrir Framsókn í kosning- unum og fært flokknum þau at- kvæði sem vantaði til þess að tryggja áframhaldandi meirihluta ríkisstjórnarinnar. Þetta kosninga- loforð verður trúlega svikið. Það bólar ekkert á framkvæmd þess. Til málamynda var örlítil hækkun húsnæðislána ákveðin fyrir skömmu. Er nú helst reiknað með að það verði farið að athuga ein- hverja hækkun lána vegna kosn- ingaloforðsins seint á kjör- tímabilinu. Seðlabankinn og fjöldi hagfræðinga hefur varað við 90% hækkun húsnæðislána. Þessir að- ilar hafa sagt að svo mikil hækkun húsnæðislána gæti valdið þenslu og verðbólgu. Ríkisstjórnin veit því ekkert í hvorn fótinn hún á að stíga í málinu. Talið er að rík- isstjórnin muni ef til vill sam- þykkja að hækka lánin að hluta til seint á kjörtímabilinu. En það telj- ast ekki efndir á kosningaloforð- inu. Svikin við öryrkja Segja má að loforð Framsóknar um að stórhækka lífeyri öryrkja hafi einnig verið kosningaloforð. Heilbrigðisráðherra Framsóknar samdi við Öryrkjabandalag Íslands í mars 2003 um sérstakar, til- teknar hækkanir til handa ör- yrkjum frá og með 1. janúar sl. Þessar hækkanir mundu hafa kost- að ríkissjóð 1½ milljarð kr. Á síð- ustu stundu ákvað ríkisstjórnin að svíkja loforðið við öryrkja og láta þá aðeins fá 1 milljarð í hækkanir um sl. áramót í stað 1½ milljarðs. Er hér ef til vill um svívirðilegustu svikin að ræða. Kosningaloforðin, sem rík- isstjórnin hefur svikið eru mikið fleiri. Vikið verður nánar að þeim síðar. Kosningaloforðin hafa verið svikin Björgvin Guðmundsson skrifar um kosningaloforð stjórn- arflokkanna ’Kjósendur eiga heimt-ingu á því að fá skýr svör strax að loknum kosningum um efndir kosningaloforða.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Ný lína í gjafavörum mbl.isFRÉTTIR www.thumalina.is Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins er a› finna á heimasí›u KB banka, www.kblifeyrir.is, og í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19. Stjórn sjó›sins hvetur sjó›félaga til a› mæta á fundinn. 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Tryggingafræ›ileg athugun. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 5. Kjör endursko›anda. 6. Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins. 7. Laun stjórnarmanna. 8. Sameining Frjálsa lífeyrissjó›sins og Séreignalífeyrissjó›sins. 9. Önnur mál. DAGSKRÁ Stjórn Frjálsa lífeyrissjó›sins minnir á ársfundinn í dag, fimmtudaginn 1. apríl, á Nordica hotel, Su›urlandsbraut 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17.15. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is / N M 1 1 6 8 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.