Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ FIMM bandarískir hermenn féllu í sprengjuárás í vestanverðu Írak í gær og fregnir hermdu að fjórir erlendir verktakar hefðu látið lífið í sprengju- og skotárás á tvo bíla í borginni Fallujah. Reiðir borg- arbúar drógu lík út úr bílunum og misþyrmdu þeim. Hermennirnir féllu í Al-Anbar- héraði, vestan við Bagdad, og er þetta mannskæðasta árás á banda- ríska hermenn frá 8. janúar þegar níu biðu bana í þyrlu sem skotin var niður. Þá særðust þrír breskir hermenn í gær skammt frá borg- inni Basra í Suður-Írak. Um sama leyti í gær var hand- sprengjum kastað á tvo bíla í Fall- ujah sem er í Al-Anbar og um 50 km frá Bagdad. Árásarmennirnir hófu síðan skothríð á bílana sem stóðu í ljósum logum. Fréttamaður AFP sá nokkra menn draga tvö lík út úr bílunum og ráðast á þau með skóflum. Lík- in voru síðan hengd upp á nálægri brú og hópur borgarbúa grýtti þau. Annað líkanna var höfuðlaust og árásarmennirnir hengdu hönd og fót upp á rafmagnsstaur á aðal- götu borginnar. Bandarískur embættismaður í Bagdad sagði að fjórir bandarískir verktakar hefðu verið í bílunum. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, lýsti atburðunum sem „hroðalegum“ og sagði hér hafa verið að verki aðila sem vildu koma í veg fyrir að lýðræði kæm- ist á í Írak. McClellan lagði hins vegar áherslu á að þessir atburðir yrðu ekki til að Bandaríkjamenn hrykkju frá því verki, sem þeir hefðu ásett sér að ljúka í Írak. „Niður með hernámið, niður með Bandaríkin, lengi lifi íslam,“ hrópuðu borgarbúarnir. „Fallujah verður grafreitur Bandaríkja- manna,“ sagði einn þeirra. „Hefn- um Saddams,“ hrópuðu aðrir. Fallujah er í svokölluðum „súnní-þríhyrningi“ þar sem her- námsliðið hefur mætt mestri mót- spyrnu. Níu manns bíða bana í Írak AP Íraki steytir hnefann fyrir framan brennandi bíl í írösku borginni Fallujah, vestur af Bagdad, í gær. Líkum erlendra verktaka mis- þyrmt í Fallujah Fallujah. AFP. NOKKRAR sprengju- árásir í Úsbekistan, fyrsta hrina hryðju- verka í landinu í fimm ár, hafa vakið ótta um að íslamskir öfgamenn, sem talið er að tengist hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda, séu að sækja í sig veðrið í Mið-Asíu. Stjórn Islams Kari- movs, forseta Úsbek- istan, hefur tekið harða afstöðu gegn hreyf- ingum róttækra ísl- amista og hóf harka- legar aðgerðir gegn þeim eftir hrinu sprengjutilræða í höfuðborginni Tashkent árið 1999 þegar sextán manns biðu bana. Þúsundir íslamista voru fangelsaðar og tugir annarra hraktir í útlegð. Margir þeirra flúðu til Afganist- ans og íslömsku hreyfingarnar urðu fyrir öðru áfalli þegar hersveitir undir forystu Bandaríkjanna réðust inn í landið til að koma stjórn talib- ana frá völdum. Stjórnvöld í Úsbek- istan og fleiri löndum í Mið-Asíu hófu þá samstarf við Bandaríkin og eru á meðal mikilvægustu banda- manna þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. „Geta valdið miklum usla“ Nokkrar sprengjuárásir og skot- bardagar í Tashkent og borginni Bukhara á mánudag og þriðjudag kostuðu yfir 40 manns lífið og frétta- skýrendur segja þetta sýna að Ús- bekistan stafi enn mikil hætta af ísl- ömskum uppreisnarmönnum. „Íslamistarnir hafa ekki burði til að ná völdunum en þeir geta valdið miklum usla og gegnt talsverðu hlut- verki í landinu,“ sagði Alexej Mala- shenko, sérfræðingur í málefnum landsins við Carnegie-rannsókn- arstofnunina í Moskvu. Íslamistarnir urðu fyrir miklu áfalli seint á árinu 2001 þegar Djuma Namangani, leiðtogi Íslömsku hreyfingarinnar í Ús- bekistan, beið bana í bardaga í Afganistan. Hann var náinn sam- starfsmaður Osama bin Ladens, leiðtoga al- Qaeda. Markmið Íslömsku hreyfingarinnar er að stofna íslamskt ríki í Fergana-dal í Úsbek- istan, Tadjikistan og Kirgistan. Talið er að um 2.000 liðsmenn hreyfingarinnar séu nú í felum á afskekktum svæð- um við landamæri Pakistans og Afg- anistans. Margir al-Qaeda- mannanna, sem pakistanskar her- sveitir hafa sótt að síðustu vikur á afskekktu svæði í Pakistan, eru tald- ir vera flóttamenn frá Úsbekistan. Yfirvöld í Úsbekistan hafa kennt róttækri íslamskri hreyfingu, Hizbi Tahrir, um sprengjutilræðin en hún hefur neitað því. Hreyfingin hefur barist fyrir stofnun íslamsks ríkis með friðsamlegum hætti. Malashenko segir að svo virðist sem íslamistar í Úsbekistan, ann- aðhvort Íslamska hreyfingin eða ný samtök, hafi staðið fyrir tilræðunum og ýmislegt bendi til þess að þeir tengist al-Qaeda. „Þetta er mjög hættuleg þróun,“ sagði hann. Mannréttindahreyfingar hafa gagnrýnt bandarísk stjórnvöld fyrir að styðja stjórn Karimovs og segja að öryggissveitir hennar hafi pyntað meinta hryðjuverkamenn og tekið marga af lífi á laun. Óttast er að að- gerðir stjórnarinnar verði til þess að múslímar, sem hingað til hafa verið andvígir vopnaðri baráttu, snúist á sveif með öfgamönnum.                                   !           !"                           ! " #    # $ #%&! '()*! +&,&-$%$& .' !/#' .()*! +&,&-$%%$ 01  !2 ,-. '( 3 ,, # $%%' 40 '0 #! #3/ ,#& +  -$%'(  0,1&. .  + %0,!5  6- &-6'1 -6,,&-0,,!&- $%%% )  7 5899: 99 ;*  ! !  / !-0 !3 #-& !'<! ,%0- 5 (+&' -0#  (11&1 6'!& #+ !  - -()0 '( 0!=%0'& )0 # )#)6' .. ,&">>9 9'&! 01  /!.?,1 , , (10 &6 , !'--. ,+  + -!  30 @9 -  !  5>@95999 :./!5 99; #" AAB5A99'0 -  +- @@ :'0 !  ,,+! *!!! , #   ,> #   Öfgamenn að sækja í sig veðrið í Mið-Asíu? Talið að al-Qaeda-samtökin tengist sprengjutilræðunum í Úsbekistan Tashkent. AFP. Islam Karimov, forseti Úsbekistans. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lofaði í gær þann ár- angur sem náðst hefði við endurupp- byggingu Afganistans, en varaði full- trúa á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Afganistans í Berlín við því að enn væri „verulegra framlaga“ þörf til uppbyggingarstarfsins. Afganski fjármálaráðherrann Ashraf Ghani greindi í gærkvöld frá því að fyrirheit um 8,2 milljarða doll- ara framlög til næstu þriggja ára hefðu safnazt, sem hann sagði upp- fylla markmið stjórnarinnar, að teknu tilliti til þess að inni í þessari tölu væru ekki framlög frá Banda- ríkjunum nema fyrir fyrsta árið. Alls vonast Afganar til að alþjóðasam- félagið lýsi sig reiðubúið að verja 27,5 milljörðum dollara, andvirði um 2.000 milljarða króna, til uppbygg- ingar landsins á næstu sjö árum. Þýzk og afgönsk stjórnvöld boð- uðu sameiginlega til ráðstefnunnar, sem fulltrúar 65 ríkja og alþjóða- stofnana sitja, sem stutt hafa upp- byggingarferlið. Framlag Íslands Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra er fulltrúi Íslands en hann mun ávarpa ráðstefnuna í dag. „Ég mun að sjálfsögðu tala um okkar framlag, sem felst fyrst og fremst í því að við ætlum okkur að tryggja góða stjórnun á flugvellinum í Kabúl frá og með 1. júní næstkomandi. Við höfum einnig lagt til flugvélar til að flytja varning til Afganistans og munum halda áfram að styðja þá starfsemi,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. Á Kabúl- flugvelli munu starfa um 500 manns undir stjórn Íslendinga, sem verða að jafnaði 15 talsins. Þetta er stærsta verkefni sem Íslenzka frið- argæzlan hefur tekið að sér. Colin Powell sagði í ávarpi sínu í gær að Afganistan væri á góðri leið með að rétta úr kútnum eftir 20 ára skálmöld og brottflæmingu ógnar- stjórnar talibana frá völdum síðla árs 2001. „Velgegni Afganistans er eini valkosturinn fyrir Bandaríkin og alþjóðasamfélagið,“ sagði hann. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, hvatti í sínu ávarpi heimsbyggð- ina til að láta ekki deigan síga við að styðja við þróun lands síns í átt að stöðugleika, velmegun og lýðræði. Miklar framfarir hafa orðið í Afg- anistan frá því talibanastjórnin féll, en sjálfskipaðir héraðshöfðingjar sem ráða yfir einkaherjum og þrjózk mótspyrna skæruliða talibana í suð- ur- og austurhlutanum standa í vegi fyrir því að framfarirnar skili sér til allra landshluta. Landið er eftir sem áður eitt hið fátækasta í heimi. Að sögn Karzais eru brýnustu úr- lausnarefnin að koma böndum á einkaheri héraðshöfðingjanna, en í skjóli þeirra þrífist stórtæk eitur- lyfjarækt. Sú starfsemi stendur und- ir um helmingi allra tekna Afgana. Aðeins með erlendri aðstoð getur afgönsku stjórninni orðið ágengt í að vinna bug á þessu vandamáli. „Eit- urlyf stofna sjálfri tilvist afganska ríkisins í hættu,“ sagði forsetinn. Þörf á meiri framlögum Alþjóðleg ráð- stefna um upp- byggingarstarfið í Afganistan Berlín. AFP, AP. Reuters Hamid Karzai, forseti Afganistans, og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, heilsast í Berlín í gær. JEAN-Pierre Raffarin, forsætisráð- herra Frakklands, tilkynnti í gær um skipan nýrrar ríkisstjórnar en þar vekur helst athygli að Nicolas Sar- kozy innanríkisráðherra, sem líklegur þykir til að keppa við Jacques Chirac um forsetaembættið í næstu forseta- kosningum, flytur sig yfir í fjármála- ráðuneytið. Meðal annarra breytinga má nefna að Dominique de Villepin, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra, tekur við innanríkisráðuneytinu af Sarkozy. Nýr utanríkisráðherra heit- ir Michel Barnier en hann hefur und- anfarin ár verið annar af tveimur fulltrúum Frakklands í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Þá tekur Francois Fillon félagsmálaráðherra við menntamálaráðuneytinu. Michele Allot-Marie verður áfram varnar- málaráðherra og Dominque Perben gegnir sömuleiðis áfram embætti dómsmálaráðherra. Jacques Chirac Frakklandsforseti ákvað að gera breytingar á ríkis- stjórninni í kjölfar ósigurs stjórnar- flokkanna í héraðsstjórnakosningum um síðustu helgi. Fyrst var talið lík- legt að Raffarin forsætisráðherra fengi að taka pokann sinn en Chirac ákvað að fela honum frekar að skipa nýja stjórn. Úr stjórn hverfa hins vegar nú þeir Francis Mer fjármála- ráðherra, Luc Ferry menntamálaráð- herra og Jean-Francois Mattei heil- brigðisráðherra. Sarkozy í fjármálin París. AFP. Raffarin stokkar upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.