Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 39

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 39
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 39 N ú berast þau tíðindi af vefmiðli Evening Standard að um- skipti hafi orðið í væntingum kvenna og karla til lífsins. Könnun sem gerð var í Bretlandi nýlega leiddi í ljós að konur njóta heldur betur til fulls þess frelsis sem þær hafa öðlast og hafa snúið baki við hjónabandi, því þær kjósa frem- ur sjálfstæði og ævintýri. Aftur á móti er þessu öfugt farið með karlana, þeir eru í aukn- um mæli orðnir óöryggir og kvíðnir vegna óuppfylltra drauma sinna um stabílt fjölskyldulíf. Þeir eru núna kynið sem kýs frekar að vera heima í öruggri höfn. „Karlmenn eru líklegri til að setja í forgang fast samband, hjónaband eða sambúð,“ segir Nicola Stuber sem stóð fyrir könnun þessari og bætir við að einhleypar konur virðist mun ævintýragjarnari en karlar í sömu stöðu. „Þær hafa meiri áhuga á að gefa sér tíma til ferðalaga og skoða sig um í heiminum. Eins eru þær mun ákafari í að bæta sjálfar sig á sem flestan hátt. Konur eru orðnar sjálfstæðari á sama tíma og karlarnir hafa vax- andi þörf fyrir einhvern til að treysta á í föstu sam- bandi.“ Tölfræðin er á þann veg að 39% einhleypra karla sögðu að það sem skipti mestu máli í lífinu væri að vera í föstu sambandi, en að- eins 26% einhleypra kvenna sögðu það sama. Og 21% karla sagði hjónabandið mikilvægt en einungis 15% kvenna töldu svo vera. Þær sögðu ferðalög og það að bæta sjálfar sig skipta meira máli. Prófessor nokkur að nafni Richard Scase, höfundur bók- arinnar „Britain in 2010, the Changing Business Landscape“, tekur heilshugar undir þessa breytingu og segir: „Núna eru fleiri konur ákveðnar og einbeitt- ar, sjálfsöruggar og mun andrík- ari en karlar, miklu tilbúnari til að taka áhættu og auk þess framtaks- samari og áræðnari en karlkynið.“  KYNIN|Konur sjálfstæðar og vilja ferðast í auknum mæli Morgunblaðið/RAX Mismunur: Konur eru orðnar sjálf- stæðari á sama tíma og karlarnir hafa vaxandi þörf fyrir einhvern til að treysta á í föstu sambandi. khk@mbl.is Karlarnir kjósa öryggið heima fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA. SIMPLY nýi ilmurinn frá Clinique Tær og ferskur ilmur, fullur af lífi , sem umlykur þig geislandi birtu, með dýpt sem kemur á óvart. SIMPLY 30 ml. kr. 3.389 SIMPLY 50 ml. kr. 5.149 SIMPLY Body lotion 150 ml. kr. 3.259 Fæst í snyrtivörudeildum Hagkaupa: Skeifunni, Smáralind, Kringlunni, Spöng og Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.