Pressan - 09.04.1992, Side 10

Pressan - 09.04.1992, Side 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 UNDIR ÖXINNI Steingrímun J. Sigfússon VARAFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGS Þess vegna geta allir setið iieima Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að hverfa frá því að gefa fulltrúum frá öllum flokkum kost á að sækja umhverfis- ráðstefnuna í Rio de Janeiro. And- staðan er ósátt við vinnubrögð stjórnarinnar í þessu máli og telur hana ekki hafa komið fram af heil- indum. Nú hefur því oft verið haldið fram að alþjóðaráðstefnur og -fundir af ýmsu tagi skiluðu litlum sem engum árangri. „Það er nú væntanlega allur gangur á því. Sumar þeirra eru mjög mikilvægar en aðrar kannski minna. Þama er um að ræða sérráðstefnu um mikilvægan málaflokk og framan af batt maður miklar vonir við að þama gætu orðið tímamót í umhverfismálum. Því miður hafa ákveðnar vísbend- ingar komið fram upp á síðkastið í þá átt að þama gerist ef til vill minna en menn höfðu vonað. Það breytir ekki því að málaflokkurinn er gríðarlega mikil- vægur og miklar vonir hafa verið bundnar við þessa alþjóðaráð- stefnu. Reynslan verður að leiða í ljós hverju hún síðan skilar en ég held að næst á eftir afvopnunar- og öryggismálunum séu um- hverfísmál stærstu mál mannkynsins nú um stundir. Og að því leyti til er ekki ástæða til að gera lítið úr mikilvægi ráðstefnunn- ar. En síðan hefur bæði það að sumir óttast að málefnaleg niður- staða þama verði veikari en menn höfðu vonað og svo ástandið í Brasilíu orðið til þess að varpa skugga á þetta upp á síðkastið." Er ekki ásættanlegur kostur að stjórnarandstaðan sam- einist um einn fulltrúa? „Jú, ef stjórnarliðið sameinast um tvo þá held ég að við myndum alveg kyngja því, það væru ekkert mjög ósanngjörn hlutföll. En að stjómarliðið ráði því hverjir skipa tíu til tólf — ef ekki fleiri — sæti, en stjómaraðstaðan eigi síðan að koma sér saman um einn, em ekki sanngjöm hlutföll." En nú er allsstaðar verið að skera niður og fjárveitingar skertar til hinna og þessara málaflokka, á það ekki við í þessu jafnt sem öðru? „Það hefur enginn niðurskurður átt sér stað á fjárlögum, hvorki í fjárveitingum til Alþingis né ráðuneyta síðan bréfið barst frá umhverfisráðuneytinu sjöunda febrúar. Fjárlög vom af- greidd hér fyrir áramót þannig að ef það væri skýringin þá er það ansi seint í rassinn gripið. En ég vil taka það skýrt fram að við erum ekkert að mótmæla því ef menn vilja endurskoða þátttöku íslands á þessari ráð- stefnu. Við hefðum ömgglega bmgðist allt öðmvísi við ef með kurteislegum hætti hefði verið haft samband við þingflokkana og sagt að þrátt fyrir bréfíð frá sjöunda febrúar hefði það orðið niðurstaðan að endurskoða þátttöku fslands og draga úr fjöldan- um og því væri óskað eftir viðræðum við stjómarandstöðuna um það mál. Menn hefðu sest niður og rætt hvað væm sanngjöm hlutföll stjórnar og stjórnarandstöðu. Þess vegna jafnvel, ef nauðsynlegt hefði talist, að hverfa algjöríega frá því að senda fulltrúa frá þinginu." En er þaö ekki eðlilegur sparnaður að senda sem fæsta? „Það finnst mér sjálfsagt mál að ræða og skoða. Bæði þá í ljósi þess hvemig ástatt er hér heima fyrir í efnahagsmálum og hins hvers menn vænta af þessari ráðstefnu. Eðlilegast væri að reyna að spyrja sig að því; hver getur þátttaka íslands orðið að lágmarki til þess að við getum tekið fullgildan þátt í ráðstefn- unni og hvemig er þá sanngjamt að manna þá sendinefnd full- trúum ríkisstjórnar, Alþingis, stjórnar- og stjórnarandstöðu- flokka og embættismanna?“ Ármann Reynisson, fyrrum eigandi og framkvæmdastjóri Ávöxtunar, gekk á fund Jóhannesar Nor- dal seðlabankastjora í gær og fór fram á miskabætur frá bank- anum. Armann Reynisson vill að Seðlabankinn dragi til baka ummæli bankaeftirlitsins um sig og biðjist afsökunar á þeim. Þá vill hann að bankinn ákveði sjálfur hæfilegar miskabætur og láti þær renna til Kvennaathvarfsins og til Orgelsjóðs Hallgrímskirkju. Árman villbæ Seðlabankanum Ármann Reynisson, fyrrver- andi eigandi Avöxtunar, gekk á fund Jóhannesar Nordal seðla- bankastjóra í gær og afhenti honum bréf þar sem hann fór ffam á miskabætur ífá bankan- um vegna ummæla sem höfð voru eftir bankaeftirliti Seðla- bankans í fféttum Rfldsútvarps- ins í mars 1990. í bréfinu kemur fram að Ármann vill að bætum- ar renni til Kvennaathvarfsins í Reykjavík og Orgelsjóðs Hall- grímskirkju. í bréfinu fer Ármann ffam á að bankinn láti fara fram rann- sókn á því hvaða starfsmaður bankans hafí lekið upplýsingum um tímabundna erfiðleika Ávöxtunar til Ólafs Ragnars Grímssonar. Ármann spyr hvort sá starfsmaður hafí brotið lög eða siðareglur bankans. í bréf- inu segir Armann starfsmanrúnn hafa verið upphafsmann málsins og ábyrgan fýrir afleiðingunum, það er að segja gjaldþroti Ávöxtunar og gríðarlegu tapi viðskiptamanna þess. Þá fer Ármann fram á það í bréfinu að bankaeftirlit Seðla- bankans taki til baka ummæli sem höfð vom eftir stofnuninni í fféttum Ríkisútvarpsins og biðj- ist opinberlega afsökunar á þeim. I umræddum fféttum var haft eftir bankaeftirlitinu að það hefði ekkert traust borið til Ár- manns Reynissonar „enda ljóst frá upphafi að hann bar ekkert skynbragð á eðli verðbréfavið- skipta eða rekstur verðbréfa- sjóða“. Einnig að bankaeftirlitið hafi ,4rá upphafi talið leika vafa á að aðaleigendur fyrirtækjanna væm hæfir til að stunda rekstur verðbréfasjóða, þó svo við- skiptaráðuneytið hafi veitt þeim leyfi til verðbréfamiðlunarí'. Og loks sagði í fréttinni „að banka- eftirlitið hafi borið fyllsta traust til Páls Sigurðssonar en það hafi hins vegar ekkert traust bor- ið til Ármanns Reynissonar ffamkvæmdastjóra og talið hann ekki bera nokkurt skynbragð á verðbréfaviðskipti og rekstur veiðbréfasjóða“. Eins og kunnugt er var Ár- mann Reynisson dæmdur í tveggja ára fangelsi í Sakadómi vegna hlutdeildar sinnar í Ávöxtunarmálinu. Meðeigandi hans og handhafi leyfisins til verðbréfamiðlunar, Pétur Björnsson, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Páll Sigurðsson, stjómarformað- ur Ávöxtunar, var hins vegar ekki ákærður. f lok bréfsins óskar Ármann eftir því að bankastjórn og bankaráð Seðlabankans ákveði upp á eigin spýtur hæfilegar miskabætur vegna ofangreindra ummæla og láti þær renna til Kvannaathvarfsins og til Orgel- sjóðs Hallgrímskirkju. Engin ákæra vegna Pólverjanna hjá SS Borguðu árslaun til að komast til íslands Greiðslan fór til móður innflytjandans Ríkissaksóknaraembættið hefur ákveðið að fella niður frekari málarekstur vegna gjald- töku af pólskum verkamönnum sem komu til starfa hjá Sláturfé- lagi Suðurlands síðasta haust. Það var félagsmálaráðuneytið sem sendi inn kæru til Rann- sóknarlögregu ríkisins vegna þessa máls. Byggði ráðuneytið þar á rannsókn útiendingaeftir- litsins. Að sögn Asgeirs Karls- sonar hjá útlendingaeftirlitinu höfðu lengi verið uppi grun- semdir um að pólskir verka- menn sem hingað kæmu væru látnir greiða háar upphæðir til atvinnumiðlaranna, en slík gjaldtaka af launþega er með öllu óheimil — bæði gagnvart íslenskum og pólskum lögum. Þegar síðan 25 pólskir verka- menn komu til starfa og enn heyrðist að þeir væru látnir Flest bendir til þess að Pól- verjarnir á Hvolsvelli fari heim í lok maí eftir 8 mánaða vinnu hér sem þeir þurftu að borga árslaun fyrir. greiða fyrir það þótti málið það stórt í snið- um að það krefðist rannsóknar. Fulltrúar útlendinga- eftirlitsins héldu fund með Pólverjunum á Hvolsvelli með aðstoð túlks, Stanislövu Björnsson, og þar kom fram að þeir hefðu greitt á milli 800 og 1000 dollara (á milli 50 og 60 þúsund krónur) úti fyrir að fá að koma til íslands. Það er ná- lægt einum árslaunum þar. Þar sem SS greiddi ferðir þeirra var ekki ljóst fyrir hvað þessi greiðsla var. Við rannsókn RLR kom fram að Pólveijanir höfðu greitt móð- ur konunnar sem flutti þá hing- að 800 dollara. Þessi kona heitir María Jolanta Polanska og er íslenskur ríkisborgari. Hún var milligöngumaður fyrir SS en fékk engar greiðslur fyrir það. Þó mun henni hafa verið greitt eitthvert tímakaup fyrir að að- stoða fólkið við aðlögun hér. Að sögn Björns Helgasonar hjá ríkissaksóknaraembættinu þótti ekki ástæða til málarekstr- ar vegna þess að fólkið hafði greitt móður Maríu. Öðruvísi hefði horft við ef greiðslan hefði verið til hennar. 31. maí rennur út starfssamn- ingur við Pólverjana og er útlit fyrir að þeir fari flestir heim. Að sögn Odds Gunnarssonar, starfsmannastjóra SS, hefur óformlega verið leitað eftir framlengingu atvinnuleyfis fyrir einhvem hluta hópsins. Óvíst er hvort það fæst í gegn.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.