Morgunblaðið - 29.04.2004, Side 2

Morgunblaðið - 29.04.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ TAKMARKA EIGNARHALD Norsk stjórnvöld hafa kynnt drög að breytingum á lögum um eign- arhald á fjölmiðlum. Talsmaður norskrar eftirlitsstofnunar með eignarhaldi á fjölmiðlum segir stjórnvöld telja mikilvægt að koma í veg fyrir að einn aðili sé of sterkur á öllum sviðum fjölmiðlunar. Blóðug átök í Taílandi Á annað hundrað vopnaðra músl- íma féll í gær eftir mikla bardaga við öryggissveitir í Suður-Taílandi. Þetta eru mestu átök sem orðið hafa í suðurhluta landsins, þar sem músl- ímar eru í meirihluta í nokkrum hér- uðum. Ekki gyðingahatur Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á ráðstefnu um gyðingahatur í gær, að gagnrýni á stefnu Ísraelsstjórnar mætti ekki leggja að jöfnu við gyðingahatur. Of langt væri gengið ef níð um ísr- aelska ráðamenn væri notað sem réttlæting á gyðingahatri. Tveir unnu í Víkingalottói Íslendingur og Norðmaður deildu með sér fyrsta vinningi í Vík- ingalottóinu í gær. Keyptu þeir lottómiða sína í heimalöndunum, en hvor um sig fær í sínar hendur and- virði 25,6 milljóna íslenskra króna. Samheitalyf lækka Samkomulag hefur náðst um lækkun verðs á ýmsum samheita- lyfjum sem hefur umtalsverðan sparnað í för með sér. Jón Kristjáns- son hefur í kjölfar þessa ákveðið að fresta gildistöku reglugerðar og við- miðunarverðskrár lyfja með sam- bærileg meðferðaráhrif í þrjá mán- uði. Rannsókn á Baugi og Gaumi Lögreglumenn í Lúxemborg komu í gærmorgun í Kaupthing Bank SA í Lúxemborg og lögðu hald á upplýsingar um viðskipti tengd Baugi Group og fjárfestingarfélag- inu Gaumi, sem á stóran hlut í Baugi. Að sögn stjórnarformanns KB banka er ekki óalgengt að yf- irvöld leiti upplýsinga um tiltekin viðskipti og viðskiptavini. Stjórn- arformaður Baugs segist vænta þess að þessum rannsóknum linni, svo fyrirtækið fái starfsfrið. Fjölmiðlaskýrsla rædd Umræður hófust í gær á Alþingi um skýrslu nefndar mennta- málaráðherra um fjölmiðlamark- aðinn. Margir þingmenn kvöddu sér hljóðs til að ræða efni skýrslunnar og stóðu umræður fram á nótt. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14/15 Minningar 34/39 Höfuðborgin 17 Bréf 44 Akureyri 18 Kirkjustarf 45 Suðurnes 19 Dagbók 46/47 Landið 21 Íþróttir 48/51 Neytendur 22/23 Fólk 52/57 Listir 26/27 Bíó 55/57 Umræðan 28/29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * LANDSMENN eru almennt ánægðir með upplifun sína af al- mennum guðsþjónustum, jafnt þeir sem sækja þær reglulega og þeir sem segjast aldrei sækja guðsþjón- ustur. Predikunin skiptir þorra manna miklu máli. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem Kirkjuráð, í samvinnu við Háskóla Íslands og Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, lét gera hjá Gall- up. Könnunin fór fram í febrúar og mars á þessu ári. Úrtakið var 1.428 manns af öllu landinu og svarhlutfall 60,4%. Alls fara 57% landsmanna í messu einu sinni á ári eða oftar skv. könn- uninni, 10% segjast fara mán- aðarlega eða oftar, 13,8% fara 4–11 sinnum á ári, 17,4% segjast fara 2–3 sinnum á ári og 15,9% fara einu sinni á ári í almenna guðsþjónustu. Þegar spurt var hversu góð eða slæm upplifunin af almennum guðs- þjónustum væri svöruðu 72,4% því til að hún væri góð eða frekar góð. Að því er fram kom í erindi sem Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi á Biskupsstofu, hélt á prestastefnu í gær reyndist hvorki marktækur munur á svörum eftir búsetu, né milli kynja. Úr hópi þeirra 43% svarenda sem segjast aldrei sækja almennar guðs- þjónustur segja 51,6% að upplifun þeirra sé mjög góð eða frekar góð. „Af þessum tölum hljótum við að draga þá ályktun að það sé ekki upp- lifunin ein sem kemur í veg fyrir að þau fari í messu, heldur eitthvað annað og það er spurning sem mig langar að varpa fram til íhugunar hér,“ sagði Steinunn Arnþrúður á Prestastefnu. Yfir 90% þeirra sem skv. könnuninni fara mánaðarlega eða oftar í kirkju eru ánægð með upplifun sína af guðsþjónustu. Predikunin skiptir miklu máli Í könnuninni var fólk spurt hvort því þætti ræða prestsins, predik- unin, skipta miklu eða litlu máli í al- mennum guðsþjónustum. „Ég held að það hljóti að vera góðar fréttir hvernig sem á það er litið að 74,1% segi að hún skipti miklu máli. Þarna er að sönnu ekki verið að spyrja hvort fólki finnist ræðan góð eða vond en þetta hlýtur að sýna að predikunin er hápunktur í huga afar margra og það eru væntingar til hennar. Hún skiptir miklu máli,“ segir Steinunn Arnþrúður. Þeir sem aldrei fara í messu voru spurðir um ástæður þess að þeir sæktu þær ekki. Í ljós kom að 14,1% þeirra sem afstöðu tóku sagði að því fyndist messur leiðinlegar eða lang- dregnar. Nær jafnstór hópur, 13,5%, segist ekki hafa áhuga og 11,9% hafa ekki tíma. Predikun skiptir miklu máli Viðhorfskönnun sýnir ánægju fólks með upplifun sína af guðsþjónustum                                      !  "         #$ !%&' (  )%*' +    ,  +  (  - .  (   /$  "%' !%&' !0 %1 ' *%0'                 ! "   # $%   &  $%' ! "     #   %$'  ()*#" )" " %& ' 2 %2 ' )% ' )%"' VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra sagði að mál varðandi Kísilduftverksmiðju í Mý- vatnssveit myndu skýrast í næsta mánuði. „En það eru allar líkur á því að þó svo að það verði af uppbyggingu kísilduftverksmiðju, sem við erum vongóð um, myndist ákveðið tóma- rúm, þ.e. að ekki verði um neina fram- leiðslu að ræða í Mývatnssveit. Ég reikna með að þar gæti verið um að ræða eins árs tímabil en þó er erfitt að tjá sig mjög nákvæmlega um það á meðan niðurstaða um kísilduftverk- smiðjuna liggur ekki fyrir.“ Fulltrúar Skútustaðahrepps, Húsavíkurbæjar og stéttarfélaga í Þingeyjarsýslu funduðu með þing- mönnum Norðausturkjördæmis á Akureyri í gær. Valgerður sagði að farið hefði verið yfir málin en að þarna hefði fyrst og fremst verið um upplýsingafund að ræða en vissulega hefði komið fram áhyggjur manna af yfirvofandi stöðu. Eins og fram hefur komið renna sölusamningar kísilgúr- verksmiðjunnar í Mývatnssveit út í lok þessa árs. Þeir fást ekki fram- lengdir og því verður rekstri verk- smiðjunnar að öllum líkindum hætt um næstu áramót. Nú eru 45–50 starfsmenn við kísilgúrframleiðsluna, auk þess sem fjöldi fólks starfar óbeint við verkefni tengd fyrirtækinu. Valgerður sagði að taka yrði á því máli þegar þar að kæmi og m.a. væru möguleikar í sambandi við Vinnu- málastofnun. „Aðalatriðið er þó að af uppbyggingu kísilduftverksmiðjunn- ar verði og það er lán í óláni að mál eru þó komin í þennan farveg. Bæði ríkisvaldið og heimamenn hafa lagt fjármagn til þeirrar verksmiðju. Fjármögnun er þó ekki lokið en ég er býsna bjartsýn,“ sagði Valgerður. Kísilduftverksmiðja í Mývatnssveit Talið líklegt að málin skýrist í næsta mánuði STUTT er á milli brúnna yfir Elliðaárnar við rætur Ártúnsbrekkunnar, en ólíkar leiðirnar sem bifreið- arnar halda. Því væri líklega með öllu ómögulegt að segja til um hvor þessara ólíku fararskjóta myndi vinna ímyndaðan kappakstur, þar sem áfanga- staðirnir eru að öllum líkindum ekki þeir sömu. Kappakstur var þó ekki inni í myndinni hjá þess- um tveimur ökumönnum því báðir virtust gera sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að sitja undir stýri. Morgunblaðið/Sverrir Í sömu átt að ólíkum áfangastöðum TAP af rekstri deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, nam á fyrsta ársfjórðungi 12 milljónum dollara, eða sem svarar til um 880 milljóna íslenskra króna. Á sama tímabili á síðasta ári nam tapið um 955 milljónum króna og hefur því minnkað um tæp 8%. Tap á hvern hlut nam 0,23 dollurum eða um 17 krónum. Tekjur de- CODE á þess- um fyrstu þremur mán- uðum ársins námu 10,3 milljónum doll- ara eða um 757 milljónum króna og eru það tæplega 13% lægri tekjur en á sama fjórðungi í fyrra. Sem fyrr og samkvæmt bandarískum reglum telj- ast ekki allar eiginlegar tekjur félags- ins strax til tekna og eru þær tekju- færðar á seinni uppgjörstímabilum. Tekjur deCODE sem frestað er að færa námu í lok mars 18,9 milljónum dollara, eða tæplega 1,4 milljörðum króna en 12,8 milljónum dollara árið áður. Aukningin skýrist aðallega af greiðslum til félagsins vegna nýlegra samstarfssamninga við Merck. Gert er ráð fyrir að tekjur de- CODE á þessu ári í heild verði um 50 milljónir dollara en það þýðir um 6% aukningu frá árinu 2003. 3 45 $           6    !22! !22!22" Minnkandi tap hjá deCODE Tveir unnu 25,6 milljónir króna í Víkingalottói TVEIR höfðu heppnina með sér í Víkingalottóinu í gærkvöld. Þeir keyptu lottómiða sína á Íslandi og í Noregi. Hvor um sig fær í sínar hendur andvirði 25,6 milljóna ís- lenskra króna. Vinningstölur í Vík- ingalottói kvöldsins: 2, 8, 14, 20, 21, 25. Bónustölur: 43 og 47. Úrslit í Vík- ingalottójóker: 2, 9, 3, 4, 0 – í þessari röð. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.