Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 13 NEFND sem skipuð er þremur fulltrúum aldraðra og þremur ráð- herrum úr ríkisstjórn á samkvæmt skipunarbréfi að koma saman þrisvar á ári og fjalla um þau málefni sem varða aldraða og vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um þau málefni. Það er á valdi ríkisstjórnarinnar að kalla nefndina saman, en það hefur ekki gerst í heilt ár.“ Þetta sagði Davíð Benediktsson, formaður Landssambands eldri borgara, á sambandsstjórnarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum um helgina. „Það sem mest hefur verið í um- ræðunni hjá okkur undanfarna mán- uði eru hjúkrunarheimila- og heima- þjónustumálin fyrir aldraða sjúk- linga, sem eru í miklum ólestri,“ sagði Benedikt í samtali við Morgunblaðið. „Auk þess höfum við auðvitað verið að fjalla um kjaramálin í víðum skiln- ingi, bæði tryggingagreiðslurnar, samspil þeirra og lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og samspil trygginga- greiðslna og skatta.“ Tilflutningur eða heildarlækkun Benedikt segir stjórnvöld hafa annan skilning á hvað sé mikilvægt í þessum málum en samtök aldraðra. „Þau horfa til dæmis fyrst og fremst á lyfjamálin frá þeim sjónarhóli að ná niður kostnaði ríkisins við útgjöld til þeirra. Heildarkostnaður í lyfjakaup- um er sagður hafa verið fjórtán millj- arðar á síðasta ári. Þær tillögur sem nú liggja fyrir, segja þeir sem gerst þekkja til, munu ekki leiða til heild- arlækkunar á lyfjakostnaði heldur til- flutnings, þannig að lyfsalar muni vegna þess afsláttar á álagningu sem þeir voru að semja um við ríkið, taka það upp aftur með því að afnema af- slátt gagnvart einstaklingum, þannig að lyfjaverðið hækki til einstaklinga en lækki til ríkisins. Það er auðvitað skilningur sem við teljum ekki góðan og gildan í því markmiði að ná niður lyfjaverði.“ Ráðgjafarnefnd um málefni aldraðra ekki kölluð saman Um það hver raunveruleg áhrif aldraðra séu á málefni sín segir Bene- dikt að Landssamband eldri borgara hafi formlega samráðsnefnd með rík- isstjórninni, sem í sitja þrír fulltrúar frá öldruðum og þrír ráðherrar. „Sú nefnd á samkvæmt skipunarbréfi að koma saman þrisvar á ári og fjalla um þau málefni sem varða aldraða og vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um þau málefni,“ segir Benedikt. „Það er á valdi ríkisstjórnarinnar að kalla nefndina saman, en hún hefur ekki kallað hana saman í heilt ár. Það er hreint ekki verið að hlusta á okkur. Við reynum að vekja athygli á því að aldraðir eru mjög ört stækkandi hópur í þjóðfélaginu og meira stækk- andi en aðrir aldurshópar. Sam- kvæmt spám sem fram koma í skýrslu stýrihóps um málefni aldr- aðra og kom út árið 2003, er gert ráð fyrir að það verði meira en tvöföldun á aldurshópnum á næstu tuttugu og fimm árum, á sama tíma og þjóðinni fjölgar ekki nema um 20%. Það þýðir að meira þarf að leggja miðað við þjóðarframleiðslu til málaflokksins árlega, heldur en gert hefur verið til þessa. Í það minnsta sem nemur fjölguninni, þótt þjónustan sé ekki aukin. En þvert á móti er verið að draga úr framlögum til málefna aldr- aðra.“ Benedikt segir Íslendinga koma illa út í samanburði við Norðurlöndin hvað varði málefni aldraðra. „Einkum hvað varðar ríkisgeir- ann,“ segir Benedikt. „Við komum hins vegar betur út hvað varðar almenna lífeyrissjóða- kerfið. Það er þó svo ungt hér ennþá að það getur ekki yfirtekið Trygg- ingastofnunarþáttinn. Nú munum við knýja mjög fast á um að fá fund með ríkisstjórnar- fulltrúunum í nefndinni til þess að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi.“ Samráðs- nefnd verði kölluð saman Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Telja tímabært að stjórnvöld leggi eyrun við brýnustu málefnum aldraðra: Sambandsstjórn eldri borgara hélt fund sinn á Egilsstöðum. Egilsstöðum. Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.