Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 20
AUSTURLAND 20 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le tt o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU?  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Egilsstaðir| Síðasti hádegisverð- arfundur atvinnumálanefndar Aust- ur-Héraðs í bili var haldinn í vikunni. Þessir fundir hafa verið kallaðir „Í heita pottinum“ og gjarnan fjallað þar um markverð málefni.Umfjöll- unarefni fundarins að þessu sinni var hreindýraveiðar og afurðir. Kar- en Erla Erlingsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar, flutti framsögu en síðan voru umræður um málefnið. Fram kom í máli Karenar Erlu að „sprenging“ hefur orðið í umsóknum um hreindýraveiðileyfi allra síðustu ár. Alls sóttu 1100 einstaklingar um leyfi fyrir komandi veiðitímabil. Þar sem aðeins 800 veiðileyfi voru til út- hlutunar voru margir sem ekki fengu leyfi, en alls voru um 500 manns á biðlista eftir fyrstu út- hlutun. 100 manns fengu úthlutun þegar endurúthlutað var og enn eru því um 400 manns á biðlista eftir leyfum. Karen sagði hægt að selja tvöfalt fleiri leyfi en voru til sölu fyr- ir veiðitímabilið næsta haust. 100% árangur við veiðarnar Að sögn Karenar eru þeir sem sækja mest í hreindýraveiðileyfin ís- lenskir karlmenn á miðjum aldri, þó konur séu að sækja í sig veðrið og hafa þær sem ekki fengu leyfi fyrir næsta haust jafnvel hótað að kæra fyrir jafnréttisráði þessa úthlutun. Karen segir nánast 100% árangur við veiðarnar; að nær öll veiðileyfi sem boðin eru til sölu, séu nýtt, það er betri árangur en í öðrum löndum og segir Karen það því að þakka hversu góðir leiðsögumenn eru með veiðunum hér á landi. Karen segir athugandi hvort þessi mikla eftirspurn muni hækka verð á veiðileyfunum. Að mörgu leyti sé eðlilegt að leyfin hækki um vísitölu frá 1998, sem væri um 15 þúsund krónur á dýrustu leyfin. Þá fer tarfs- leyfi á svæði 2 til dæmis upp fyrir 100 þúsund krónur. Karen sagði að Umhverfisstofnun vilji þó fara hægt í þessar sakir. Veltan kringum veiðarnar um 100 milljónir Fram kom í máli Karenar að heildarinnkoma vegna seldra hrein- dýraveiðileyfa sé rúmar 42 milljónir, þar af er 36 milljónum úthlutað til landeigenda á Austurlandi og var- lega áætlað að heildarumsvifin tengd þessum veiðum séu ekki undir 100 milljónum. Í umræðum eftir framsöguna kom fram að hægt væri að auka til muna þjónustu við hreindýraveiðimenn. Mikil eftirspurn er eftir úrbeining- arþjónustu og kjötskurði fyrir veiði- menn. Þeir vilji gjarnan fá aðstöðu til að láta kjötið hanga og úrbeina skrokkana og fá svo kjötið sent á eft- ir sér heim í neytendapakkningum. Einnig megi bæta hirðu á hrein- dýraskinnum til ýmiss konar leður- og skinnavinnslu. Þá vanti aðstöðu eystra til að loð- súta skinnin og athygli fundarmanna var vakin á að mjög lítið er á boð- stólum af minjagripum unnum úr hreindýraafurðum. Einnig kom fram áhugi á að hægt yrði að afsetja kjöt á einum stað hér eystra þar sem það væri unnið og síðan selt á almennum markaði. Unnt að selja tvöfalt fleiri leyfi á hreindýr en gert er Hreindýr í heita pottinum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Burðarmenn óskast! Ýmis tækifæri eru fólgin í að auka þjónustu fyrir hreindýraveiðimenn á Austurlandi. Egilsstaðir | „Þegar sjúkraskrá Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður sameinuð myndast ekki nýr gagnagrunnur og það verður alls ekki um það að ræða að persónu- upplýsingar fólks séu samkeyrð- ar,“ segir Stefán Þórarinsson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofn- unar Austurlands. Hann segir sjúkraskrárgögnin ekki breyta um eðli við að vera sameinuð. Skipt um tölvuskápa samkvæmt öryggiskröfum „Sjúkraskrá hvers og eins íbúa er nú færð rafrænt,“ heldur Stefán áfram. „Skráin er geymd í tölvu sem kalla mætti tölvuskáp. Þessir skápar eru nú sjö hver á sinni heilsugæslustöð og einangraðir frá öðrum stöðvum HSA. Það sem á að gera er að færa skrárnar í tvo betri og stærri skápa, annan á Eg- ilsstöðum en hinn á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað, FSN. Í þessum tölvuskápum eru skrárn- ar geymdar hver út af fyrir sig en verður ekki slegið saman í einn grunn. Fyrir utan það að auka öryggi gagnanna með þessum hætti bætir þetta möguleika íbúanna á því að leita heilbrigðisþjón- ustu hvar sem er inn- an HSA. Þar sem sjúklingur leitar hjálpar getur viðkom- andi læknir opnað sjúkraskrána, séð að hverju þarf að gæta og fært inn í hana þær upplýsingar sem þarf. Þetta gerir einnig einfaldara að koma rannsóknarnið- urstöðum frá rann- sóknarstofu HSA á FSN til baka til læknanna sem panta þær og sem staðfesta þær inn í sjúkra- skrárnar. Mikilvægt er að rugla þessu ekki saman við hugmyndina um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði sem nú hefur dagað uppi. Það var allt annað mál en hér um ræðir.“ Ein stofnun, ein sjúkraskrá Stefán segir að frá stofnun HSA árið 1999 hafi verið unnið að því að efla þjónustu við íbúana, sameina kraftana á svæðinu og rífa niður múra milli byggðar- laga. „Þeir múrar eru margir einungis hug- lægir en aðrir eru raunverulegir. Einn af þeim er sá að sjúkra- skrárnar eru innilok- aðar á hverri stöð. Íbúarnir fara hins vegar víðar og leita aðstoðar á fleiri en einum stað innan HSA og hafa til þess fullt frelsi. Eðlilegt verður að teljast að þær upp- lýsingar sem eru skráðar í sjúkraskrá fyrir hvern og einn sjúkling renni saman í eina skrá um hann en verði ekki í einangr- uðum bútum hingað og þangað innan HSA. Slíkt skapar vanda- mál, tvíverknað og eykur hættu á mistökum. Af þessum sökum er nú unnið að því að gera sjúkraskrá allra íbú- anna aðgengilega fyrir lækna hvar sem er innan HSA. Er í því verki í hvívetna fylgt ströngum fyrirmæl- um landlæknis, öryggisreglugerða, Persónuverndar og tilskilinna leyfa verið aflað. Sá sem heldur því fram að þetta ógni öryggi upplýsinganna gefur sér að lækninum í næsta firði sé verr treystandi en heimalæknin- um. Það eru ekki gild rök“ segir Stefán. Hann segir það jafnframt ljóst að það að sjúkraskráin var tölvu- vædd hafi aukið öryggi upplýsing- anna. Færri fari höndum um sjúkragögn, upplýsingum á pappír fækki og læknar hafi í auknum mæli farið að skrá sjálfir milliliða- laust inn í skrána. Þá fari sam- skiptin milli staða um lokað einka- símanet HSA, sem skipti miklu máli út frá öryggissjónarmiði. Ekki verið að mynda nýj- an gagnagrunn hjá HSA Stefán Þórarinsson, lækningaforstjóri Heil- brigðisstofnunar Aust- urlands. Sjúkraskrá hvers og eins sjúklings færð rafrænt og geymd í svonefndum einangruðum tölvuskápum Egilsstaðir | Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var í söngför á Austur- landi nýverið. Kórinn hélt tónleika í Egilsstaðakirkju og Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Auk þess söng hann við guðsþjón- ustu í Valþjófsstaðarkirkju á sunnu- dagsmorgun og heimsótti Skriðu- klaustur og Grunnskólann á Egilsstöðum með söngdagskrá. Að sögn Lárusar Hagalín Bjarna- sonar, rektors Menntaskólans við Hamrahlíð, fer kórinn eina góða ferð á ári út á land og dvelur þá gjarnan í skjóli framhaldsskóla á svæðinu sem heimsótt er. Í þetta skipti dvaldi kór- inn í Menntaskólanum á Egilsstöð- um. Efnisskrá kórsins var fjölbreytt, allt frá íslenskum þjóðlögum og ætt- jarðarlögum til erlendra þjóðlaga, laga eftir Bach, trúarlegrar tónlistar af ýmsum toga og gyðingasöngva. Kórinn hefur skemmtilega fram- komu, kynningarnar eru líflegar og kórinn mjög hreyfanlegur, sem gef- ur fjölbreytni í framsetningu. Á sunnudagskvöldinu héldu kór- félagar og nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum sameiginlega kvöld- vöku á sal Menntaskólans, þar sem ýmislegt var til skemmtunar, mest þó eins og eðlilegt verður að teljast úr heimi tónlistar og söngs með leik- rænu ívafi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hvítklæddur Hamrahlíðarkórinn söng sig inn í hug og hjörtu Austfirðinga. Hamrahlíðarkór í austurvegi Eskifjörður | Það er líflegt í Eski- fjarðarhöfn eins og endranær. Hér sést Hólmaborgin renna að bryggju með fullfermi af kolmunna, eða um 2300 tonn og síðar sama daginn áttu hafnarstarfsmenn von á út- troðnum Jóni Kjartans með 1500 tonn af kolmunna í lestinni. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Kolmunnanum rignir inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.