Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 26

Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ • Frönskunámskeið Tryggvagata 8, 101 Reykjavík sími 552 3870, fax 562 3820 http://af.ismennt.is  alliance@simnet.is hefjast 3. maí • innritun frá 26. apríl • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. • Taltímar og Einkatímar. • Námskeið fyrir börn. • Kennum í fyrirtækjum. • Franska fyrir ferðamenn. 8 vikna námskeið Innritun í síma 552 3870 Þröstur við undirskriftina í gær. Aðspurður segist Gamba ekki hafa þurft að hugsa sig um tvisvar þegar honum bauðst að gegna starfi aðal- hljómsveitarstjóra til ársins 2009. „Það getur oft verið afar vandasamt fyrir aðalhljómsveitarstjóra að líta aðeins til tveggja til þriggja ára í senn. Mér fannst að mörgu leyti eins og ég væri rétt nýbyrjaður í vinnu minni með hljómsveitinni, enda tek- ur nokkur ár að móta hljómsveitir og ná fram þeim hljóm sem maður sæk- ist eftir. Ég hef verið afar ánægður með starfsárið fram að þessu, enda hefur samstarfið verið mjög farsælt og ég hlakka til að fá tækifæri til að starfa áfram með hljómsveitinni. Mér fannst mjög mikilvægt að horfa til framtíðar, ekki síst í ljósi þess að hljómsveitin mun flytja í nýtt hús- næði í náinni framtíð þar sem hún á vonandi eftir að blómstra.“ Þar sem sérhver hljómsveit- arstjóri framkallar sinn einstaka hljóm liggur beint við að spyrja hvers konar hljóm Gamba sé að leita eftir hjá Sinfóníuhljómsveitinni. „Það er í raun nokkuð erfitt að skil- greina það nákvæmlega, enda sam- anstendur hann af mörgum ólíkum RUMON Gamba og stjórn Sinfón- íuhljómsveitar Íslands náðu nýverið samkomulagi um að framlengja samning hans við hljómsveitina og verður hann því aðalhljóm- sveitarstjóri hennar og listrænn stjórnandi fram til ársins 2009. Skrifað var undir samninginn strax að lokinni æfingu hljómsveitarinnar í Háskólabíói í gær og við það tækifæri lýsti Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, yfir ánægju sinni með samninginn. Í máli hans kom fram að Gamba myndi leiða hljómsveitina fram yfir þann tíma þegar hún flytur í nýtt tónlistarhús, en vonir standa til að sá flutningur verði annað hvort haustið 2008 eða snemma árs 2009. „Samningurinn við Gamba er hefð- bundinn að því leyti að gert er ráð fyrir að hann verði að minnsta kosti 9–10 tónleikavikur hér á ári og beri ábyrgð á listrænni þróun hljómsveit- arinnar. Þar af leiðandi hefur hann veruleg áhrif á verkefnaval okkar og starfar í náinni samvinnu við verk- efnavalsnefnd og mótar þetta starf mjög verulega sem hér á sér stað og við fögnum því innilega,“ sagði þáttum. Eitt af helstu markmiðum mínum er að hvetja alla til að leika saman sem ein dýnamísk heild. Þetta hljómar kannski sjálfsagt, en er alls ekkert sjálfgefið. Það má segja að við séum að vinna markvisst að því, en það krefst vissulega tíma að ná settu marki.“ Ekki má líta verkin of hátíðlegum augum Spurður hvaða áherslur hann ætli að leggja í framtíðinni segist Gamba þeirrar skoðunar að meginuppi- staðan í verkefnaskrá hljómsveit- arinnar eigi að vera klassísk verk, þótt vissulega eigi efnisskráin að spanna vítt svið. „Ég vona að mér gefist færi á að stjórna fleiri verkum eftir t.d. Beethoven, Schubert, Schu- mann, Brahms og Mozart, því mér finnst mikilvægt að hljómsveitin hafi tækifæri til að endurnýja kynni sín við meistaraverk þessara manna. Á næstu misserum munum við að sjálf- sögðu halda áfram að flytja sinfóníur Shostakovitsj, enda er ætlunin að flytja allar fimmtán sinfóníur hans, en flutningurinn á fyrstu fjórum sin- fóníunum tókst afar vel. Við verðum auk þess með önnur spennandi verk- efni, en ljóst er að mikil fjölbreytni mun einkenna verkefnavalið þannig að hvert starfsár myndi ákveðna heild.“ Á tónleikum kvöldsins stýrir Gamba Sinfóníuhljómsveitinni í sjö- unda sinn á þessum vetri er hann stjórnar níundu sinfóníu Beethovens og Metamorphosen eftir Richard Strauss. Á tónleikunum koma fram söngvararnir Elín Ósk Kjart- ansdóttir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson og Kristinn Sigmundsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Inntur eftir því hvernig tónleikarnir leggist í hann segist Gamba hlakka mikið til kvöldsins. „Tónleikarnir hafa vissu- lega krafist mikillar undirbúnings- vinnu, en ég veit að ég mun uppskera ríkulega með fallegum söng og góðri spilamennsku. Þetta verk Beethov- ens er eitt lykilverka tónbók- menntanna og svo gríðarlega magn- að að maður verður að nálgast það með ákveðinni virðingu. Á sama tíma má maður ekki líta það of hátíðlegum augum heldur nálgast það eins og hvert annað verk. Í vinnu minni hef ég fyrst og fremst skoðað nóturnar og fyrirmæli tónskáldsins og reynt að nálgast verkið á minn hátt, hvort sem það fellur fólki í geð eða ekki. Því mitt markmið er ekki að reyna að gera öllum til hæfis. Ég hef mína sýn sem ég fylgi og von mín er sú að hljómsveitin nái að framkalla þessa sýn mína. Og ég veit að hún mun gera það, því þau spila þetta alveg eins og ég vil og það er allt sem hljómsveitarstjóri getur beðið um,“ segir Rumon Gamba að lokum. Þess má geta að tónleikarnir verða endurteknir annað kvöld kl. 19.30, en löngu er orðið uppselt bæði tónleika- kvöldin. Mikilvægt að horfa til framtíðar Morgunblaðið/Jim Smart Rumon Gamba aðalhljómsveitarstjóri og Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, við undirskrift samningsins í gær. silja@mbl.is SÖNGDEILD Tónlistarskóla Kópa- vogs flytur einþáttunginn og gaman- óperuna Amelía fer á ball eftir Gian Carlo Menotti, í Salnum kl. 20 í kvöld. Sagan fjallar um Amelíu sem leggur allt í sölurnar til að komast á glæsilegasta ball ársins í Mílanó, samskipti eiginmanns hennar, elsk- huga og ástleitins lögreglustjóra. Amelía fer á ball er fyrsta fullmót- aða ópera Menottis. Hún var frum- sýnd árið 1937 við svo mikinn fögnuð að upp frá því var ferill hans í óp- eruheiminum samfelld sigurganga. Með hlutverk Amelíu fer Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, eiginmann hennar túlkar Unnar Geir Unnarsson og elskhuga Andri Stefánsson. Með önnur hlutverk fara Vigdís Ásgeirs- dóttir, Anna Margrét Sigurð- ardóttir, Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Davíð Viðarsson, söngnemi í Nýja Tónlistarskólanum. Leikstjórar eru Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkennari skólans, og Krystyna Cortes píanóleikari. Aðgangur er ókeypis. Óperan verður einnig flutt mánudaginn 3. maí kl. 20. Morgunblaðið/Eggert Frá uppfærslu Tónlistarskóla Kópavogs á Amelía fer á ball. Söngnemar flytja gam- anóperu um námsefni. „Finnar sækja land- ið heim og vilja kunna einhver tök á máli þjóðarinnar. Unglingar fara æ oftar sem skiptinemar, ann- aðhvort til að læra eða vinna tíma- bundið og vilja gjarnan geta bjargað sér á máli innfæddra. Há- skólinn í Helsinki hefur orðið að styðjast við sænskt efni til kennslu í nútímaíslensku, og í þeim eina menntaskóla, sem boðið hefur núna í fyrsta skipti upp á nám í íslensku, hefur skort náms- efni,“ segir í frétt frá sendiráðinu. Bókin er ætluð byrjendum og skiptist í tvo hluta, textabók og málfræðiæfingar. Fyrri hlutinn byggist á auðveldum samræðum, en í seinni hlutanum er fjallað um íslenskt þjóðfélag, sögu þess og efnahag. Pekka, ungur Finni, leggur upp í ferð til Íslands, og í tíu köflum fylgjumst við með ferð- um hans um höfuðborgina og kynnum hans af íbúum hennar. Bókinni fylgir orðasafn, mál- tækjasafn og kynning á íslenskri hljóðfræði. Hún er 194 blaðsíður. Höfundar bókarinnar eru fjórir. Paivi Kumpulainen er staðarráð- inn ritari í íslenska sendiráðinu í Helsinki. Hún er með BFil.Isl og BA í sænsku með íslensku sem aukafag. Paivi bjó í sex ár á Ís- landi. Hún er ritstjóri og þýðandi HÓPUR kunnáttufólks um ís- lenska tungu, bæði Íslendingar og Finnar, hefur í tvö ár unnið að gerð nýrrar kennslubókar í ís- lensku fyrir byrjendur og kemur hún á næstu dögum út í Finnlandi. Bók um svipað efni kom út árið 1979, en hefur nú verið uppseld árum saman. Bókin er að mestu unnin í sjálf- boðavinnu um kvöld og um helgar, en Finnsk-íslenski menningarsjóð- urinn fjármagnar hana að hluta. Til sendiráðs Íslands í Helsinki og NIFIN (Nordens Institut i Finland) berast sífellt fyrirspurnir bókanna Islantikirja (úr norsku 1999), Meren neitoja ja meren miehia (Meyjar hafsins og menn hafsins) (2001) og Piilokansan tarinoita (Ævintýri huldufólksins) (2001). Seija Holopainen er einnig stað- arráðinn ritari í sendiráði Íslands í Helsinki í hálfu starfi, en er að ljúka meistaraprófi í íslensku við Háskólann í Helsinki. Hún hefur próf sem þýðandi og túlkur á finnsku og íslensku og bjó á Ís- landi í þrjú ár. Hún er ritstjóri og þýðandi bókanna Meren neitoja ja meren miehia (2001) og Pilok- ansan tarinoita (2001) ásamt Paivi. Seija þýddi bók Arnalds Indr- iðasonar Mýrina (Rame, 2003) á finnsku og vinnur nú að þýðingu Grafarþagnar. Timo Karlsson kenndi finnsku við Háskóla Íslands frá árunum 1985 til 1992, en kennir núna nýbúum í Finnlandi mál heima- manna. Hann gaf út finnskt- íslenskt orðasafn árið 1990 og síð- an íslenskt-finnskt orðasafn árið 1991. Hann hefur einnig gefið út finnska málfræði handa Norð- mönnum. Jón Gíslason er nú lektor í ís- lensku við Háskólann í Berlín. Þar áður kenndi hann við Háskólann í München ásamt Timo, en Jón hafði lært finnsku hjá Timo í HÍ á sínum tíma. Jón hefur gefið út kennsluefni fyrir útlendinga í ís- lensku: Málnotkun 1991, Land- steina 1995 og nú seinast Íslenska hljóðfræði. Páll S. Pálsson myndlist- armaður, sem búsettur er í Finn- landi, hefur myndskreytt bókina, en hann myndskreytti einnig tvær bækur um íslenskar bókmenntir á finnsku, sem komu út árið 2001. Fjöldi íslenskra bóka gefinn út á finnsku Á tveimur liðnum árum hefur komið út fjöldi íslenskra bók- menntaverka í finnskri þýðingu, t.d. verk Arnalds Indriðasonar, Mikaels Torfasonar og Vigdísar Grímsdóttur. Á liðnu hausti voru gefnar út tvær Íslendingasögur, Grettis saga og Gísla saga Súrs- sonar. Og þess má geta, að vænt- anlegar eru á næstunni bækur Steinunnar Sigurðardóttur, Andra Snæs Magnasonar og Sjóns. Í byrjun mars var opnuð sýning í einu helsta galleríi höfuðborg- arinnar á verkum Georgs Guðna. Nú í apríl voru sýndar heimild- armyndir eftir og um íslenska myndlistarmenn og húsagerð- armenn í Ateneum, sem er lista- safn ríkisins. Ný kennslubók í íslensku gefin út í Finnlandi ALÞJÓÐLEGI dansdagurinn er í dag, 29. apríl. Hér fer á eftir ávarp frá prófessor Alkis Raftis, forseta alþjóða dansráðsins, UNESCO. „Arkitektinn notar tækni og efni til að skapa byggingu á tilteknum stað. Danshöfundurinn notar óáþreifanleg form til að skapa áhrif í tíma og rými. Arkitektinn starfar í tveimur víddum: hann er verkfræðingur og listamaður í senn. Verkfræðingur, af því hann hugsar rökrænt (ólíkt myndhöggvaranum sem einnig skapar verk á tilteknum stað), enda verða verk hans að hafa notagildi. Verk hans grundvallast af skilningi á þeim efnum sem hann notar – hann er tæknifræðingur. En hann er líka listamaður, því hann leitast við að ná fagurfræðilegum árangri. Danshöfundurinn sem arkitekt hreyfinga er fyrst og fremst tækni- fræðingur. Hann þekkir möguleika líkamans. Þekking hans byggist á reynslu, hann hefur svitnað á dans- gólfinu líkt og góður arkitekt hefur stikað um stillansa á byggingar- svæðum árum saman. Og hann verður að sjálfsögðu að hrífa áhorf- andann og/eða vekja hann til um- hugsunar. Til að búa til bæði danshöfund og arkitekt þarf: viðamikla praktíska þjálfun, „móta leirinn með hönd- unum“, dansa og kenna dans. Viða- mikið nám, rannsóknir, lestur og skoðun til að öðlast nauðsynlegan fræðilegan grunn. Hvernig er þá hægt að útskýra þá þversögn að á meðan háskólar fyrir arkitekta finnast víða um lönd, er skortur á samsvarandi menntastofnunum fyrir danshöf- unda og danskennara? Hægt er að telja á fingrum sér þau lönd sem bjóða ungu fólki framhaldsmenntun – praktíska og fræðilega í senn – eftir átján ára aldur. Og þar sem slíkir skólar finnast eru þeir reknir af vanefnum. Eitt af stefnumálum Alþjóða dansráðsins (International Dance Council, CID) er að hvetja stjórn- völd til að bjóða vandað dansnám á háskólastigi. Alþjóðlegi dansdagur- inn 2004 er helgaður því mark- miði.“ Dans er bygg- ingarlist mann- legra hreyfinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.