Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 39

Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 39 Elsku afi Ingó. Nú þegar ég er sest niður til að skrifa um þig minningarorð hugsa ég til þess þegar þú sagðir að þegar þú værir far- inn vildir þú ekki neinn lofsöng um sjálfan þig. Þeir sem þig þekktu vita alveg hversu yndislegur maður þú varst þannig að ég ætla að verða við þessari bón þinni. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þú varst alltaf svo hlýr og góður og tókst alltaf svo vel á móti manni með ömmu þér við hlið. Miðað við sam- huginn og samheldnina þessa páska- helgi þegar þú kvaddir máttu vita að amma er í góðum höndum hjá okkur sem eftir erum. Grímur litli eða Þráinn eins og þú kallaðir hann því hann þráaðist svo lengi við að koma í heiminn gaf lang- ömmu sinni stórt og gott knús þegar hann kom til hennar eftir páska og mun hann gera það áfram. Elsku afi, þú veist að ég á eftir að sakna þín afar mikið og það verður skrítið að koma til ömmu og þú ekki þar. En ég veit að þú ert ekki farinn langt og verður alltaf hjá okkur öll- um sem elskum þig. Guð veri með þér. Ásta Ingibjörg, Róbert Grímur og Grímur Þór. Þegar ég sest niður til að skrifa um vin minn Ingólf Guðmundsson, Ingó eins og hann var ætíð kallaður, þá rifjast upp mín fyrstu kynni af honum. Þegar ég var nýbyrjaður að vinna hjá Flugfélgi Íslands sem Service-maður og var að stimpla mig út eftir langan vinnudag þá mætti ég brosandi manni sem strax byrjaði að gera að gamni sínu við mig sextán ára strákinn. Hann var nýlentur frá Hornafirði þar sem hann hafði verið að gera við Rapidinn TF-FIM sem hafði lent í óhappi. Þannig hófust kynni okkar sem hafa staðið í yfir í fimmtíu og sjö ár. Ingó var einstakur maður alltaf jafn ljúfur, skemmtileg- ur og húmóristi af Guðs náð. Hann hafði þannig framkomu að hann gat alltaf komið öllum í gott skap með þessari sérstöku nærveru sinni. Það var mikið lán að eiga hann sem vin og svona góðan og greiðvikinn vinnu- félaga og alltaf var hann reiðubúinn til að rétta hjálparhönd. Ótaldar eru allar þær útréttingar sem hann gerði fyrir kunningja sína og vini. Mér er í fersku minni þegar hann kenndi mér á bíl og fór með mér í bílprófið. Eins þegar gamli Ford junior bíllinn minn bræddi úr sér, þá stóð ekki á því að Ingó minn kom mér til hjálpar. Ingó var hæfileikaríkur enda víð- förull og fróður maður. Að loknu námi í bifvélavirkjun hjá Jóhanni Ólafssyni hélt Ingó til Þýskalands þar sem hann stefndi á nám í flugvirkjun. Þar dvaldi hann í nokkurn tíma að læra þýsku o.fl. en ekki gat orðið af námi í flugvirkjun þar sem stríðið var skollið á og framtíðin í ríki nas- ista óviss. Ingó kvaddi Þýskland, fór til Danmerkur og þaðan heim. Hann fékk vinnu við flugvélavið- gerðir hjá Flugfélagi Íslands. Síðar fór hann til náms í flugvirkjun til Bandaríkjanna. Ingó hóf störf sem flugvélstjóri fyrst á Gullfaxa, fyrstu DC 4 vél Flugfélags Íslands síðan á öllum þeim DC 4 og DC 6 B vélum sem á eftir komu. Á tímabili flaug hann einnig með Catalína flugvélum eða þar til að hætt var að nota þær. Ingó hætti eftir farsælt starf þeg- ar þotuöldin gekk í garð og þotuvélar tóku við millilandaflugi. Þá byrjaði hann að starfa í Tækni- INGÓLFUR GUÐMUNDSSON ✝ Ingólfur Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 30. september 1916. Hann lést á heimili sínu 10. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 20. apríl. innkaupadeild félags- ins og síðar færði hann sig yfir í Tæknideild- ina, okkur sem þekkt- um hann til mikilla ánægju. Ekki má gleyma skemmtiferðum með eiginkonum okkar bæði hérlendis og erlendis. Efst er í mínum huga ferðin í Landmanna- laugar á þessum ein- staka stað þar sem við tjölduðum og héldum síðan í Suðursveitina þar sem við áttum ógleymanlegar stundir saman. Ferð- in sem við fórum með góðum kunn- ingjum okkar til Luxemborgar var okkur einkar kær. Já. já, þá var nú gaman að lifa. Eftir að við hættum að vinna þá buðu Ingó og Ásta okkur félögunum einu sinni í viku í morgunkaffi þar sem borðið var hlaðið af heimabök- uðu brauði og öðru góðgæti. Ég kveð þig minn gamli góði vinur með ósk um að þú fáir að halda öllum þínum góðu eiginleikum á nýjum vettvangi þar sem margir verða til þess að fagna þér. Elsku Ásta, ég bið Guð að styrkja þig og börnin ykkar á þessum erfiðu tímamótum. Gunnar Valgeirsson (Bói). Góður vinur hefur kvatt þessa jarðvist þreyttur á líkama en síungur í anda. Ingólfur Guðmundsson átti aðeins rúm tvö ár eftir í nírætt þegar hann tók upp á því að deyja, eins og hann hefði viljað orða það sjálfur. Ingó kynntist ég vel á þeim ellefu ár- um sem við bjuggum í sama húsinu við Fornhagann í Vesturbæ Reykja- víkur. Næstum hálf öld skildi okkur að í aldri en það kom ekki í veg fyrir það að við gætum hlegið okkur mátt- laus saman yfir öllu milli himins og jarðar. Því við töluðum mikið saman allan þann tíma sem að við þekkt- umst. Ingó var sagnameistari mikill. Hann var hafsjór af fróðleik og miðl- aði til manns liðnum tíma á svo skemmtilegan hátt að unun var á að hlýða. Hann beitti öllum brögðum til að láta góða sögu lifa! Hann bjó alla sína ævi í Vesturbænum í Reykjavík, fyrst með foreldrum sínum og bræðrum og svo með konu sinni Ástu og börnum. Hann ferðaðist víða um heim vegna starfs síns sem flug- virki og nam í tveimur löndum, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann hafði því svo sannarlega frá mörgu að segja. Þó held ég að það hefði ekki vafist fyrir honum að segja góða sögu þó að hann hefði aldrei farið út úr húsi alla ævi. Það eru fágæt forréttindi að heyra sagt frá fólki og atburðum eins og Ingó gerði. Minnstu atvik lifnuðu við og maður átti auðvelt með að sjá fyrir sér fólkið í sögum hans. Vegna þess- ara hæfileika leitaði ég oft til hans og Ástu konu hans og fékk þau til að segja mér frá liðnum tíma sem ég síðan notaði sem uppistöðu í verkefni í sagnfræðinámi. Fyrir tæpu ári síð- an var sett upp í Árbæjarsafni sýn- ingin ,,Dagur í lífi Reykvíkinga, sjötti áratugurinn“. Þar fengum við nemendur í sagnfræði við Háskóla Íslands Ingó, Ástu og fjölskyldu til að vera fulltrúa þess hluta sýning- arinnar sem sýnir daglegt líf fjöl- skyldu í Reykjavík á þessum tíma. Það er skemmst frá því að segja að nemendurnir í hópnum féllu fyrir Ingó og Ástu og þeirri hjálpsemi og jákvæðni sem þau sýndu okkur við uppsetningu sýningarinnar. Við gát- um leitað til þeirra með hvað sem var, fengum að gramsa í dótinu þeirra og myndum frá gamalli tíð og sátum með þeim og spjölluðum yfir kaffi eða bjór og pönnukökum. Sýn- ingin heldur áfram í Árbæjarsafni í sumar og þar mun enn verða hægt að banka upp á og heimsækja Ingó aftur til fortíðar. Það væri endalaust hægt að tala um Ingó, hann var fynd- inn, skemmtilegur, stríðinn með af- brigðum, ákveðinn, fastur fyrir, hjálpsamur og þrjóskur. Við rifumst, létum hvort annað fá það óþvegið, en ég held að við höfum borið virðingu hvort fyrir öðru og ég og fjölskyldan mín munum minnast hans sem eins litríkasta manns sem við höfum kynnst. Við kveðjum hann með hlýju og söknuði. Sigríður Bachmann. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Svo mælti Bólu-Hjálmar og hefur sjálfsagt verið að kveðja gamlan vin. Það eina sem við eigum öll víst er að við deyjum. Ef við náum háum aldri þá hverfa vinirnir, einn af öðrum, og lífið verður fátæklegra. Samt er það svo að það er ekki alveg sama hver kveður. Ég á eftir að sakna Ingós vinar míns og svo mun fleirum fara. Hann var svo léttur og glaður. Nennti ekki að vera í fýlu, þótti gam- an að vera til og þá þótti okkur hin- um það líka. Ég og fjölskylda mín, Ásta, Ingó og börn höfum verið vinir gegnum tíðina, fylgst hvert með öðru í gleði og sorg, borðað saman, ferðast saman, já, verið vinir. Nú er kominn tími til þess að þakka fyrir sig og til þess eru þessar línur skrif- aðar, til að þakka fyrir liðnu árin frá mér og börnum mínum. Það er kvartað yfir því í dag að fólk, fjöl- skyldan og vinir, hittist of sjaldan, það er svo mikill hraði á hlutunum og svo margs konar afþreying í boði. Því miður er það víst rétt. Ég hef haft þann sið í áraraðir að opna dyrnar á heimili mínu upp á gátt snemma dags hvern páska- morgun. Þetta er orðinn fastur liður í tilverunni þar sem fjölskyldan og vinirnir koma. Börn í burðarrúmi, eldra fólk með staf og allir hinir bjóða gleðilega páska, borða saman og eru glaðir. Í þennan páskafagnað minn hafa Ingó og Ásta mætt í mörg ár. Ingó hitti þar meðal annarra frænda minn Ásgeir Jakobsson rit- höfund og varð þeim skrafdrjúgt. „Heyrðu Ásgeir,“ sagði Ingó, „ég hef tekið eftir því að þú skrifar stundum minningargreinar.“ „Og hvað með það?“ spyr Ásgeir. „Ég hef líka tekið eftir því að það er hægt að brosa að þeim og það líkar mér. Ekki værir þú víst til í að skrifa um mig nokkrar lín- ur þegar ég fer?“ spyr þá Ingó. Ás- geir kvaddi fyrir nokkrum árum. Ingó vinur minn í síðustu dymbil- viku. Í fyrsta skipti í mörg ár voru dyr ekki opnar hjá mér á páskadag. Það var verið að ferma mitt yngsta barnabarn. Mér fannst þetta svolítið skrítið en samt við hæfi. Ingó minn hefði ekki mætt, hann var mættur á annan stað. Veri hann nú kært kvaddur. Ástu og börnunum þeirra sendi ég sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir samfylgdina gegnum tíðina. Stella. Sláttumaðurinn slyngi hefur skár- að stórum í raðir þeirra manna er fyrstir fóru af stað með það stórkost- lega ævintýri sem flugið varð og gerði þjóð okkar kleift að líta fram á veginn með djörfung og dug og hafa skipað okkur á bekk meðal fremstu þjóða í flugheiminum. Einn af þessum frumherjum, Ing- ólfur Guðmundsson, eða Ingó eins og hann var ávallt nefndur, er látinn. Ingó er afar minnisstæður per- sónuleiki með sinn létta húmor og græskulausa gaman sem létti mönn- um störf við erfiðar aðstæður á frumbýlingsárum flugsins. Þannig var Ingó. Sífellt að gleðja aðra með hnyttnum tilsvörum og gamanyrð- um. Já, þeir lyftu grettistökum frum- herjarnir. Með samstilltu átaki gerðu þeir flugið að stóratvinnugrein hver á sínu sviði. Ingó var einn af þeim fyrstu sem nam flugvirkjun. Hann vann alla tíð hjá Flugfélagi Ís- lands, síðar Flugleiðum sem flug- virki og flugvélstjóri. Að leiðarlokum þakka ég Ingó vegferð hans og votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Veri hann að ei- lífu Guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ERLA HAUKSDÓTTIR, Eyrarvegi 12, Flateyri, sem lést laugardaginn 24. apríl, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Þorsteinn Guðbjartsson, Jóhanna Zoëga Björnsdóttir, Sigurður Trausti Sigurðsson, Sigurður K. Björnsson, Elín Bjarnadóttir, Örn Björnsson, Kristjana Björnsdóttir, Óli G. Guðmundsson, Björn Zoëga Björnsson, Heiðdís Hrafnkelsdóttir, Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir, Friðgeir Bjarkason, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum þriðjudaginn 27. apríl. Úlfar Sigurðsson, Ágústa Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Ása Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, LILJA BERNÓDUSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Svanur Wilcox, Katrín Anna Eyvindardóttir, Daníel Þór Wilcox, Þórdís Lilja Wilcox, Bernódus Halldórsson, Erla Bernódusdóttir, Halldór Bernódusson, Guðmundur Bernódusson. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, áður Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, sem lést á Hrafnistu Reykjavík föstudaginn 23. apríl, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd ættingja, Guðrún Sigurbjörg Kristjánsdóttir, María Kristjánsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR ARADÓTTUR frá Ólafsvík. Auður Bárðardóttir, Eyþór Lárentsínusson, Þórdís Hjálmarsdóttir, Garðar Eyland Bárðarson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Jenetta Bárðardóttir, Benóný Ólafsson, Sigurður Skúli Bárðarson, Jóhanna Hauksdóttir, Jóhanna Bárðardóttir, Sigurður Lárus Hólm, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.