Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 47
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ábyrg/ur og áreið-
anleg/ur á sama tíma og þú
ert skapgóð/ur og létt/ur í
lund. Þú þarft að taka mik-
ilvæga ákvörðun á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vertu opin/n fyrir nýjum leið-
um til að auka tekjur þínar
eða bæta hag þinn í vinnunni.
Þú hefur fulla ástæðu til að
trúa á sjálfa/n þin og framtíð
þína.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur margt skemmti-
legt gerst í dag. Þú gætir haf-
ið nýtt ástarsamband eða far-
ið í ferðalag. Gefðu þér tíma
til að leika við börnin og njóta
þess að vera til.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur til óvenjumikillar
hlýju í garð einhvers í fjöl-
skyldunni. Það er gott þegar
velvild ríkir innan fjölskyld-
unnar því hún smitar út frá
sér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það liggur almennt vel á fólki
í dag og því er þetta góður
dagur til að njóta samvista
við vinina. Gefðu þér tíma til
að tala við fólkið í kringum
þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gætir fengið stórkostlegt
tækifæri í dag. Leitaðu leiða
til að koma hugmyndum þín-
um á framfæri við áhrifamik-
ið fólk.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þig þyrstir í eitthvað nýtt í
dag. Gerðu eitthvað óvenju-
legt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú munt annaðhvort njóta
velvildar annarra í dag eða
sýna öðrum velvild. Þetta er
mjög jákvætt á hvorn veginn
sem það er.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú átt auðvelt með að sjá or-
sakasamhengi hlutanna og
hefur því skýra sýn á heild-
armyndina í dag. Þú sérð líka
hvernig þú fellur inn í um-
hverfi þitt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta er góður dagur til að
gera umbætur í vinnunni.
Vertu opin/n fyrir hug-
myndum annarra. Þær munu
koma sér vel fyrir þig.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Bjartsýni þín og jákvæðni
laða að þér fólk í dag. Fólk
getur fengið nóg af svartsýni
og neikvæðni annars staðar
og leitar því til þín.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú gætir fengið arf eða litla
gjöf í dag. Einhver gæti líka
boðist til að hjálpa þér eða
gera þér greiða. Þiggðu það
sem þér er boðið með þökk-
um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður dagur til
samningaviðræðna. Þú veist
að góð viðskipti eru þau við-
skipti sem koma báðum að-
ilum til góða.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 47
DAGBÓK
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 29.
apríl, er sextug Guðný Sig-
ríður Kristjánsdóttir frá
Enni, Viðvíkursveit, Skaga-
firði, ræstingarstjóri, LSH,
Fossvogi, til heimilis í Fells-
múla 5, Reykjavík. Guðný
dvelst með börnum og fjöl-
skyldum þeirra á afmæl-
isdaginn.
50 ÁRA afmæli. Þor-steinn Gunnarsson,
skrifstofustjóri, Löngumýri
18, Garðabæ, varð fimm-
tugur 16. apríl síðastliðinn.
Að því tilefni tekur hann á
móti gestum í Ársal, Rad-
isson SAS Hótel Sögu,
föstudaginn 30. apríl, kl. 18–
20.
ÞAÐ er ástæða til að horfa
vel og lengi á útspilið áður en
ákvörðun er tekin í fyrsta
slag:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠G985
♥ÁK964
♦6
♣G72
Suður
♠D63
♥--
♦983
♣ÁKD10965
Suður verður sagnhafi í
fimm laufum dobluðum eftir
þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass 1 tígull 3 lauf
Dobl * 5 lauf Pass Pass
Dobl Allir pass
Útspil: Laufþristur.
Hvernig á að spila?
Fyrst nokkur orð um sagn-
ir. Suður á vissulega fullmikið
fyrir þremur laufum, en norð-
ur er passaður og þá er minni
hætta á að brenna af þremur
gröndum. Fyrra dobl vesturs
er til úttektar, en hið síðara
er hreint viðskiptadobl.
Sagnhafi nær að henda
tveimur spöðum niður í ÁK í
hjarta, en hitt er hæpið að
hægt verði að stinga tígul
tvisvar í blindum. Vörnin
mun trompa aftur út við
fyrsta tækifæri. En ef hjartað
er 4-4 má hugsanlega fríspila
fimmta spilið í litnum og
losna þar við einn tígul. Það
mál snýst um innkomur og
laufáttuna – hvort á að svína
laufsjöunni eða stinga upp
gosanum?
Norður
♠G985
♥ÁK964
♦6
♣G72
Vestur Austur
♠1072 ♠ÁK4
♥DG82 ♥10753
♦ÁG104 ♦KD752
♣83 ♣4
Suður
♠D63
♥--
♦983
♣ÁKD10965
Í þessari legu verður að
svína sjöunni. Taka svo ÁK í
hjarta (henda spöðum) og
trompa hjarta. Nú eru tvær
innkomur eftir til að trompa
hjarta og nýta það. Ef austur
hefði verið með áttuna staka
hefði orðið að stinga upp gosa
í fyrsta slag til að ná sömu
niðurstöðu.
Svíningin er betri og það
má rökstyðja á tvennan hátt,
með fyrirframrökum og sam-
tímarökum.
(1) Sláum því föstu að vest-
ur sé með tvö lauf. Þau gætu
verið 84, 83 eða 43. Fyrir-
framlíkur á því að vestur eigi
áttuna eru þar með tveir á
móti einum.
(2) Þristurinn er kominn út
og nú er spurningin hvort út-
spilið er frá 83 eða 43. Lík-
urnar virðast jafnar, en af því
þristur og fjarki eru jafngild
spil gæti vestur spilað hvoru
sem er frá 43. Frá 83 myndi
hann alltaf spila út þristinum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. apríl, eru sjö-tugir Ólafur Jóhannesson, Háagerði 81, Reykjavík,
og Eysteinn Þ. Jóhannesson, Kaupmannahöfn. Þeir bræð-
ur, ásamt Gerðu, taka á móti gestum í Rafveituheimilinu
Elliðaárdal á milli kl. 17 og 19.30 í dag.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
g3 dxc4 5. Bg2 Rc6 6. 0-0
Hb8 7. e3 Bd6 8. Rfd2 Ra5 9.
Da4+ c6 10. b4 cxb3 11. axb3
Bc7 12. b4 b5 13. Dc2 Rc4 14.
Rxc4 bxc4 15. Bxc6+ Bd7
16. Dxc4 Bxc6 17. Dxc6+
Dd7 18. Dxd7+ Kxd7
19. Hxa7 Hxb4 20.
Bd2 Hbb8 21. Hc1
Hhc8 22. Ba5 Re8 23.
Rd2 Ha8 24. Hxa8
Hxa8 25. Bxc7 Rxc7
26. Rc4 Kd8 27. h4 f6
28. Kg2 Ha6 29. Hb1
Hc6 30. Ra5 Hc2 31.
Rb7+ Kc8 32. Kf3
Rd5 33. Rd6+ Kd7
34. Re4 Kc8 35. Ha1
Rc7 36. g4 h6 37. Rg3
Kb7 38. Rh5 Re8 39.
Rf4 Rc7 40. Hb1+
Ka7 41. Rd3 Ra6
Staðan kom upp á
atskákmóti sem lauk fyrir
skömmu í Beer-Sheva í Ísr-
ael. Heimamaðurinn Mich-
ael Roiz (2.563) hafði hvítt
gegn hinum óviðjafnanlega
baráttujaxli Viktori Kortsn-
oj (2.579). 42. Ha1! og svart-
ur gafst upp enda verður
hann manni undir eftir 42. –
Kb7 43. Hxa6 Kxa6 44.
Rb4+.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
UM HEIMSINS BRIGÐLYNDI
Guð bið ég nú að gefa mér ráð
og greiða minn veg til bezta,
hann einn mun veita hjálp og dáð,
hvað sem mig kann að bresta,
þó þörfin sé bæði þung og bráð
og þyki oft bótum fresta,
á drottins miskunn, mildi’ og náð
mitt skal ég traustið festa.
Mannleg aðstoð er misjafnt trygg,
margir fá slíkt að reyna,
trúskaparlundin laus og stygg
leið gengur þeygi beina,
veltur á ýmsa hlið um hrygg
hamingjulánið eina,
þá í nauð bjarga helzt ég hygg
hægt muni verða að greina.
- - -
Hallgrímur Pétursson
LJÓÐABROT
MEÐ MORGUNKAFFINU
Konan mín segir að ég sé ekki í jarðsambandi …
Verð frá kr. 995
NÝKOMIN SENDING AF KISTLUM
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ kl. 11-18 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ kl. 13-18.
Mikið úrval af ódýrum fallegum
kistlum í öllum stærðum
FASTEIGNASALAN
GIMLI
EINBÝLI
HLÉSKÓGAR - laust fljótlega Erum
með í sölu fallegt 267 fm einbýli. Húsið
skiptist í fjögur til fimm svefnherbergi, tvær
stofur með útg. á stórar útsýnissvalir,
rúmgott eldhús og rúmgott baðherbergi. Á
jarðhæð er aukaíbúð sem býður uppá mikla
möguleika. Bílskúrinn er fullbúinn með
rafmagni, heitu og köldu vatni og
sjálfvirkum hurðaropnara. Glæsileg lóð í
rækt er umhverfis húsið. Falleg eign. Áhv.
4,0 millj. Verð 29,9 millj.
DYNSKÓGAR Vorum að fá í sölu
glæsilegt og vel skipulagt samtals 261 fm
einbýli á tveim hæðum. Húsið skiptist í 4
svefnherb., tvær stofur, tvö snyrtiherb.,
bílskúr og stórt útgrafið geymslurými. Stór
og glæsileg verönd og fallegur garður. Sjón
er sögu ríkari. Verð 32,0 millj.
5 HERB. OG STÆRRI
RAUÐALÆKUR - MEÐ BÍLSKÚR
Nýtt á skrá. Björt og afar vel skipulögð
120,8 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli.
Sameiginlegur inngangur með 3. hæð,
ásamt fullbúnum 28 fm bílskúr. Þrjú
svefnherbergi, tvö þeirra með fataskáp, og
gengt úr hjónaherbergi út á suðursvalir.
Tvær samliggjandi stofur. Verð 18,5 millj.
4RA HERBERGJA
HOLTSGATA - LAUS STRAX Falleg
og björt 98,4 fm 4ra herbergja íbúð í
vesturbænum. Íbúðin er einstaklega vel
skipulögð með fallegu og opnu rými sem
tengir hana saman með skemmtilegum
hætti. Parket er á allri íbúðinni nema
nýlegur korkur á eldhúsi og flísar á
baðherbergi. Gott þvottahús og rúmgóð
geymsla. Búið er að endurnýja m.a.
rafmagn ídregið, og rafmagnstafla end-
urnýjuð. Húsið var málað að utan og viðgert
sl. sumar og þak var málað. Svalir eru í
suður og lítill garður, hellulagður að hluta
og snýr einnig í suður. Verð 14,9 millj. Áhv.
5,3 millj.
3JA HERB.
LINDASMÁRI - LAUS FLJÓTLEGA
Erum með í einkasölu góða 3ja herbergja 84
fm íbúð. LÝSING EIGNAR: Hol með skápum,
stofa með útg. á suðursvalir, eldhús með
ljósri innréttingu, nýleg Görenje eldavél
með keramikhelluborði og borðkrókur við
glugga. Innaf eldhúsi er þvottahús. Tvö
rúmgóð svefnherbergi, annað með skápum.
Baðherbergið er flísalagt, baðkar með
sturtuaðstöðu og innrétting. Gólfefni er
dúkur og flísar. Sérgeymsla er í kjallara.
Verð 14,5 millj.
GULLENGI Rúmgóð og björt 85,3 fm 3ja
herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli
með suðursvölum. Innan íbúðar eru tvö
rúmgóð svefnherbergi, fataskápar í báðum.
Stofan er rúmgóð og þaðan gengt út á
suðursvalir. Baðherbergi flísalagt í hólf og
gólf. Verð 13,5 millj.
ÆSUFELL - LAUS STRAX Vorum að
fá í sölu góða 3ja herb. 92 fm íbúð á 5. hæð.
Íbúðin skiptist í tvö herb. m. dúk, rúmgott
baðh., bjarta stofu, eldhús og búr. Gólfefni
eru dúkar og teppi. Eignin er laus strax -
lykklar á skrifstofu Gimlis. Verð 10,5 millj.
2JA HERB.
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR - LAUSAR
STRAX Sérlega fallegar og mikið
endurnýjaðar 2ja og 3ja herb. tæplega 70
og 80 fm íbúðir á 2. hæð í húsi byggðu 1986.
Íbúðirnar eru bjartar og afar vel
skipulagðar. Íbúðunum fylgja stórar svalir í
suður og vestur. Staðsetningin er sérlega
góð m.t.t. verslunar og þjónustu. Stutt er í
bílastæðahús Rvíkurborgar. Íbúðinni fylgir
sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús í
kjallara. Verð 16,9 millj.
FRAMNESVEGUR - LAUS STRAX
Nýtt á skrá. Sérlega falleg 77 fm íbúð sem
er hæð og ris. Allar endurbætur voru unnar
af fagmönum árið 1997. Íbúðin er öll
parketlögð, nema á baði, þar eru flísar.
Innréttingar, tæki, lagnir, gluggar og gler
endurnýjað ásamt járni og þaki. Verð 13,0
millj. Áhv. 6,6 millj. húsbréf.
GRENSÁSVEGI 13,
SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
Viltu stofna fyrirtæki?
Allt, sem þú þarft að vita um félagsform, skattlagningu fyrir-
tækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað og rétt þinn í samskipt-
um við skattyfirvöld.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt mánudaginn 3. maí,
miðvikudaginn 5. maí og föstudaginn 7. maí, kl. 16-19.
Verð kr. 20.000. VR styrkir félagsmenn sína til þátttöku.
Kennari verður Anna Linda Bjarnadóttir hdl.
Kennslan fer fram í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1.
Nánari upplýsingar og skráning í símum 520 5580, 520 5588,
894 6090 eða á alb@isjuris.is .