Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 49
LÆRISVEINAR Alfreðs Gísla-
sonar hjá Magdeburg fóru illa að
ráði sínu þegar Göppingen heim-
sótti þá, gerðu 24:24 jafntefli og
gerðu gestirnir fjögur síðustu
mörkin. Garcia gerði sex mörk fyr-
ir Göppingen og Sigfús eitt fyrir
heimamenn.
Snorri Steinn Guðjónsson gerði
3/1 mark fyrir Grosswallstadt þeg-
ar liðið náði 27:27 jafntefli gegn
Kronau/Österingen. Guðmundur
Hrafnkelsson kom inn á og varði
eitt vítakast frá gestunum.
Essen vann í gærkvöldi og gerði
Guðjón Valur Sigurðsson tvö
mörk. Með sigrinum tryggði liðið
sér rétt til að spila í EHF-
bikarnum næsta ár.
Garcia með
sex mörk gegn
Magdeburg
EGGERT Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Íslands, var
mjög ánægður með leikmenn Ís-
lands eftir jafnteflið gegn Lettlandi
í Ríga. „Stærri þjóðir en við hefðu
verið ánægðar með jafntefli í Lett-
landi. Það voru jafningjar sem
glímdu hér og gerðu stórmeist-
arajafntefli. Jafntefli var full-
komlega réttlát úrslit og nú vona
ég að stígandin verði rétt hjá okkur
í framhaldinu. Við eigum tvo
skemmtilega leiki framundan í
Englandi, gegn Japan og Englandi
– og síðan rætist draumurinn að fá
Ítali í heimsókn á Laugardalsvöll-
inn,“ sagði Eggert, sem bíður
spenntur eftir framhaldinu.
„Alvaran hefst í september þegar
við hefjum þátttöku í undankeppn-
inni fyrir heimsmeistarakeppnina í
Þýskalandi 2006. Ég er ekki í vafa
um að íslenska þjóðin mun taka
þátt af fullum krafti með okkur í
þeirri baráttu. Við sýndum það á
lokasprettinum í Evrópukeppninni
að það er margt hægt. Við erum að
byggja upp mjög góðan lands-
liðshóp, sem er tilbúinn að takast á
við erfið verkefni af fullum krafti
og aðlaga sig þeim verkefnum sem
glímt er við. Ég hef fulla trú á því
að fólkið heima komið með okkur
og veiti okkur öflugan stuðning.
Það eru skemmtilegir tímar fram-
undan,“ sagði Eggert Magnússon.
Ásgeir sagði að það hefði veriðallt annað yfirbragð á leik-
mönnum íslenska liðsins en í Alban-
íu. „Það er gott jafn-
vægi í leik liðsins og
strákarnir náðu upp
betra spili en oft áð-
ur. Ég er þó ekki
hundrað prósent sáttur við allt sem
gerðist inni á vellinum, en við vörð-
umst vel og náðum oft upp góðum
sóknum – en náðum ekki að reka
endahnútinn á þær. Það var ljóst
strax í upphafi að leikmennirnir ætl-
uðu ekkert að gefa eftir. Þegar upp
ser staðið þá getum við ekki annað
en verið ánægðir með leik okkar.
Við erum að feta okkur áfram í upp-
byggingu á nýju landsliði og vorum
að reyna leikmenn í ýmsum stöðum.
Leikir eins og hér í Ríga gefa okkur
tækifæri til að láta reyna á leik-
menn,“ sagði Ásgeir.
Baráttan var góð hjá leikmönnum
Íslands og komu varnarmennirnir
Pétur Hafliði Marteinsson, sem
átrti mjög góðan leik, Hermann
Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson
vel út í sínum hlutverkum. Indriði
Sigurðsson átti góða spretti á hægri
kantinum – sótti stöðugt, og þá léku
þeir Arnar Þór Viðarsson og Arnar
Grétarsson vel á miðjunni. Þeir
voru vinnusamir og óhræddir. Það
má segja þar sama um aðra leik-
menn liðsins, sem voru staðráðnir
að sýna sitt besta og létu knöttinn
ganga vel á milli manna. Ásgeir
sagði að það væri ákveðnu fargi létt
af landsliðshópnum með því að ná
jafntefli gegn Lettlandi. „Við fögn-
um þessum áfanga og framundan er
enn stærri verkefni, sem leikmenn
koma í léttari í skapi. Það verður
skemmtilegt að vera með strákana í
tíu daga í byrjun júní í Englandi,
þar sem verða stífar æfingar og
tveir landsleikir – gegn Japan og
Englandi. Það verður mikil upplifun
fyrir leikmenn okkar að leika gegn
Englendingum í Manchester. Síðan
verður leikið gegn Ítölum á Laug-
ardalsvellinum í ágúst. Okkur gefst
frábært tækifæri að stilla saman
strengi okkar fyrir alvöruna sem
bíður okkar, sem er undankeppni
heimsmeistaramótsins í Þýskalandi.
Ég fer héðan frá Ríga sáttur með
lífið og tilveruna. Við eigum eftir að
læra mikið og gera miklu betur en
hér,“ sagði Ásgeir.
Það er óhægt að taka undir með
Ásgeiri, landslið Íslands er á réttri
leið og það verður skemmtilegt að
fylgjast með leikmönnum í leik og
starfi á næstu mánuðum.
Ásgeir hrósaði Lettum í hástert á
fundi með fréttamönnum eftir
landsleikinn í Ríga. Lettland
tryggði sér á eftirminnilegan hátt
farseðilinn á EM í Portúgal, með því
að leggja Tyrki að velli í Ríga og
Istanbúl. Ásgeir þakkaði Lettum
það fordæmi sem þeir hefðu gefið
litlu knattspyrnuþjóðunum. „Lettar
hafa sýnt okkur að þetta er hægt og
gefa öðrum litlum þjóðum trú á að
það sé ýmislegt hægt ef viljinn sé
fyrir hendi. Litlu þjóðirnar geta
leyft sér að hugsa stórt. Ég óska
Lettum góðs gengis í Portúgal,“
sagði Ásgeir.
Ljósmynd/Raitis Purins
Hermann Hreiðarsson gaf að venju ekkert eftir í baráttunni í vörninni og hér liggur einn leikmaður Letta eftir átökin. Arnar Þór Við-
arsson (3) og Ólafur Örn Bjarnason fylgjast með gangi mála en þeir höfðu í nógu að snúast á miðjunni gegn heimamönnum.
„Ég er ánægður
með strákana“
„ÉG get ekki annað en verið ánægður með strákana. Þeir léku mun
betur en í Albaníu á dögunum – með smáheppni hefðum við getað
lagt Letta að velli. Já, og með óheppni tapað leiknum,“ sagði Ásgeir
Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir að íslenska landsliðið
hafði náð jafntefli í vináttulandsleik gegn Lettum á Skonton-
leikvellinum í Ríga í gærkvöldi, 0:0. Ásgeir má vera ánægður með
leik íslenska liðsins, sem var miklu betri heldur en gegn Albaníu í
Tirana og léku leikmenn landsliðins yfirvegað og af öryggi gegn
Lettlandi. Árni Gautur Arason var hetja íslenska liðsins, en hann
varði tvisvar meistaralega í leiknum og þá var vörn liðsins traust og
miðjumennirnir náðu að halda knettinum vel og leika honum á milli
sín. Jafntefli var sanngjörn úrslit.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar frá Ríga
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari eftir jafnteflisleik gegn Lettum í Ríga
„Skemmtilegir tímar framundan“
ÞAÐ var mikill viðbúnaður fyrir
leik Lettlands og Íslands í Ríga. „Það
er ekki á kverjum degi sem maður
ferðast um í langferðabifreiðum í
fylgd lögreglu,“ sagði Viðar Hall-
dórsson, fyrrverandi landsliðsmaður
og stjórnarmaður Knattspyrnusam-
bands Íslands. Þegar landslið Ís-
lands hélt frá hóteli sínu ók lögreglu-
bifreið með blikkandi ljósum á undan
og fyrir aftan bifreiðina voru lög-
reglumenn á mótorhjólum. Það tók
landsliðið aðeins fimm mínútur að
komast frá hótelinu á Skonton-leik-
völlinn, sem tekur að öllu eðlilegu
fimmtán mínútur.
LEIKURINN hófst kl. 20 að stað-
artíma, en yfirleitt fara leikir Lett-
lands fram kl. 17.30. Ástæðan fyrir
þessari tímasetningu var að leikur-
inn var sýndur beint til Íslands.
LEIKURINN vakti athygli, þar
sem Lettar taka þátt í Evrópukeppn-
inni í Portúgal. Í Ríga voru frétta-
menn frá Þýskalandi, Hollandi og
Tékklandi, en þessar þjóðir leika
með Lettlandi í riðli á EM. Þá voru
fréttamenn frá Frakklandi, Ítalíu og
Portúgal mættir á svæðið, en þeir
voru að vinna greinar um landslið
Lettlands.
JAKOB Spangsberg, 21 árs
danskur sóknarmaður, leikur með 2.
deildar liði Leiknis úr Reykjavík í
knattspyrnunni í sumar. Spangs-
berg leikur með varaliði danska úr-
valsdeildarfélagsins Esbjerg og sam-
kvæmt vef Leiknis hefur hann
skorað 20 mörk í 20 leikjum í dönsku
3. deildinni í vetur.
TOTTENHAM er búið að losa sig
við franska miðjumanninn Stephane
Dalmat. Leikmaðurinn lenti í harka-
legu rifrildi við knattspyrnustjórann
David Pleat fyrir leikinn gegn Ars-
enal um síðustu helgi en Pleat ákvað
að velja Dalmat ekki í leikmannahóp-
inn og það mislíkaði Frakkanum. Í
kjölfarið tók stjórn Tottenham
ákvörðun um að reka Dalmat frá fé-
laginu og senda hann aftur til Inter
Mílanó en hann er samningsbundinn
ítalska liðinu.
FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum
greindu frá því í gær að Doc Rivers,
fyrrverandi þjálfari NBA-liðsins Or-
lando Magic, yrði næsti þjálfari
Boston Celtic sem sagði þjálfara sín-
um, John Carroll, upp störfum fyrir
fjórum dögum. Celtic tapaði 4:0 í átta
liða úrslitum á Austurströndinni
gegn Indiana Pacers og leitar Danny
Ainge, framkvæmdastjóri Celtic, að
nýjum þjálfara sem getur rifið liðið
upp úr þeim öldudal sem það hefur
verið í undanfarin ár. RIVERS var
útnefndur þjálfari ársins á meðan
hann stýrði Orlando en það voru allir
búnir að gleyma því er honum var
sagt upp störfum hjá liðinu þann 1.
nóvember sl. eftir að það hafði tapað
10 af 11 fyrstu leikjum sínum.
FÓLK
ÍÞRÓTTIR