Morgunblaðið - 29.04.2004, Side 51

Morgunblaðið - 29.04.2004, Side 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 51 FALUR Harðarson, fyrr- um leikmaður og þjálfari Íslands- og bikarmeistara- liðs Keflavíkur í körfu- knattleik, hafnaði í gær til- boði frá úrvalsdeildarliði Grindavíkur um að taka við þjálfun liðsins. Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði í gær að Falur hefði ekki séð sér fært að taka að sér svo viðamikið verkefni þar sem hann væri nýbyrj- aður að vinna í Reykjavík og taldi Falur að hann gæti ekki sinnt verk- efninu í Grindavík sem skyldi þar sem hann er búsettur í Keflavík. „Við erum ekki farnir að örvænta en það hafa tveir góðir valkostir runnið okkur úr greipum, fyrst Sigurður Ingimund- arson og nú Falur,“ sagði Magnús en aðspurður sagði hann að vel kæmi til greina að ræða við Guðjón Skúla- son sem þjálfaði Keflavík ásamt Fal í vetur. „Við vilj- um ganga frá þessum mál- um sem fyrst og erum einn- ig farnir að þreifa fyrir okkur með þjálfara fyrir yngri flokka félagsins að ógleymdu kvennaliðinu,“ sagði Magnús en hann bætti því við að vel kæmi til greina að leita að erlendum þjálf- ara fyrir karlaliðið. „Við munum halda öllum möguleikum opnum þar til búið verður að ganga frá þessu máli.“ Falur Harðarson hafnaði tilboði Grindvíkinga HOLLENDINGAR fóru á kost- um í Eindhoven í gær er liðið tók á móti Grikkjum í vin- áttulandsleik í knattspyrnu. Bæði liðin leika til úrslita á Evrópumótinu í Portúgal en í gær léku Hollendingar sér að Grikkjum og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu Roy Makaay, Boude- wijn Zenden og John Heitinga á 11 mín. kafla. Pierre van Hooijdonk skoraði síðasta mark leiksins. Grískur harmleikur GRÉTAR Rafn Steinsson, leik- maður bikarmeistaraliðs ÍA í knattspyrnu, er með samnings- tilboð frá hollenska 1. deildar lið- inu RCK Waalwijk og hefur Grétar gert félaginu gagntilboð og býst hann við að fá svör frá því í byrjun næstu viku. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Grétar væri til reynslu hjá svissneska liðinu Zü- rich en það er ekki rétt því hann æfir þessa dagana með BSC Young Boys sem er í öðru sæti svissnesku deildarinnar á eftir Basel. „Ég get ekki sagt í smáatriðum frá tilboði Waalwijk en ég dvaldi hjá liðinu í tvær vikur í síðasta mánuði og lék þá einn leik með lið- inu. Í kjölfarið buðu þeir mér samning sem ég er að skoða ásamt hollenskum umboðsmanni mínum. Ég verð við æfingar hjá Young Boys fram í næstu viku en þá býst ég við að koma til Íslands og berj- ast fyrir sæti mínu í ÍA-liðinu. Ég hef gert heiðursmannasam- komulag við ÍA um að ég leiki með liðinu í sumar. Ef ég sem við Waalwijk er ég ekki viss um hvert framhaldið verður og hvort ég fái leyfi til þess að leika með ÍA í sum- ar,“ sagði Grétar í gær en hann sleit krossband í hné sl. sumar og hefur náð ótrúlega skjótum bata af þeim meiðslum. Spurður hvernig hann hefði það í hnénu svaraði hinn 22 ára gamli Siglfirðingur með einföldum hætti: „Það er ekk- ert að mér og ég veit ekki af þessu í dag enda er það markmiðið að gleyma því að þetta hafi gerst,“ sagði Grétar Rafn. Þess má geta að Jóhannes Karl Guðjónsson lék á sínum tíma með RCK Waalwijk en var seldur þaðan til spænska liðs- ins Real Betis. Grétar með tilboð frá Waalwijk  SRETEN Djurovic, serbneski varnarmaðurinn sem hefur verið til reynslu hjá knattspyrnuliði Kefla- víkur að undanförnu er kominn með leikheimild. Hann spilar því með Keflvíkingum þegar þeir mæta Vík- ingi í átta liða úrslitum deildabikars- ins í Reykjaneshöll í kvöld.  SASA Komlenic, markvörður frá Bosníu, bíður leikheimildar en Kefl- víkingar hafa komist að munnlegu samkomulagi við báða leikmennina um að spila með félaginu.  SNORRI G. Sigurðarson, íshokkí- maður með Birninum, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða keppnis- bann af dómstól ÍSÍ. Snorri var tek- inn í lyfjapróf hinn 5. febrúar og í niðurstöðu þess var að of mikið magn af efedríni. Snorri viðurkenndi brot sitt og því var ekki tekið svo kallað B-sýni. Í dómsorði segir að Snorri er óhlutgengur til þátttáku í æfingum, keppni og sýningum á veg- um ÍSÍ, sambandsaðila ÍSÍ eða félaga og deilda innan þeirra í 6 mánuði.  FORSVARSMENN bandaríska landsliðsins í körfuknattleik karla sem mun taka þátt á Ólympíuleikn- um í Aþenu í sumar á Grikklandi eru enn í vafa um hvort þeir leikmenn sem nú hafa verið valdir í liðið muni taka þátt í verkefni liðsins vegna meiðsla og annarra skuldbindinga. Jermaine O’Neal, Tim Duncan, All- en Iverson, Tracy McGrady, Mike Bibby og Richard Jefferson eru allir vissir um að vera með. En sömu sögu er ekki segja af þeim Jason Kidd, Karl Malone, Elton Brand, Ray All- en og Kevin Garnett. FÓLK Hermann sagði að það væri langtsíðan leikmenn Íslands hefðu verið eins mikið með knöttinn og í leiknum gegn Lett- landi. „Það vantaði aðeins herslumuninn að við næðum að setja knöttinn í netið hjá Lettum. Það var margt jákvætt sem kom fram í leiknum og það er virkileg stígandi í leik liðsins. Vörnin var lengstum yfirveguð og Árni Gautur veitti okkur sjálfstraust með frábærri markvörslu í tvígang. Við vitum alveg hvað hann getur og það er mikið öryggi að vita af honum fyr- ir aftan okkur. Árni Gautur skapar ákveðið sjálfstraust. Þessi leikur er gott veganesti fyrir okkur – fyrir alvöruna sem er fram- undan. Við ætlum þó ekki að berja á neinar bumbur, því að við munum taka næstu skref af fullri alvöru og reyna að gera betur í undankeppni heimsmeistarakeppninnar en við gerðum fyrir Evrópukeppnina í Portúgal. Stefnan er að sjálfsögðu sett á fyrsta eða annað sætið í keppninni við Ungverja, Króata, Svía, Búlgara og Möltubúa. Þetta er vonandi að- eins byrjunin á farsælu starfi,“ sagði Hermann. „Hafði heppnina með mér“ Árni Gautur Arason sagðist ekki geta annað en verið ánægður með leikinn gegn Lettum. „Við létum þá ekki slá okkur út af laginu þegar þeir reyndu hvað þeir gátu til að brjóta okkur á bak aftur. Vörn okkar var yfirveguð, en eins og gerist og geng- ur þá misstigu menn sig. Ég hafði heppnina með mér tvisvar sinnum, er ég náði að koma í veg fyrir að Lettar skoruðu á viðkvæmum tíma – í byrjun leiks og í upphafi seinni hálf- leiksins. Ég er ánægður með jafn- teflið,“ sagði Árni Gautur. „Getum gert betur“ Arnar Grétarsson lék mjög vel á miðjunni og sá um að láta knöttinn ganga kantanna á milli. „Við gerðum marga góða hluti og náðum að halda knettinum – létum hann rúlla á milli manna. Stundum vantaði herslu- muninn að geta betur. Vörnin hjá okkur var traust og tók virkan þátt í uppbyggingu á sókn- arlotum. Þá lokuðu varnarmennirnir vel ákveðnum svæðum, þannig að Lett- ar náðu ekki að nýta sér hraðar sóknir. Það voru margir góðir punkt- ar í leik okkar og nú verðum við að kappkosta að bæta leik okkar enn betur. Við lékum vel undir pressu, sem er mjög jákvætt. Það var ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn hreyfðu sig án knattar, þannig að við náðum að koma knettinum vand- ræðalaust á milli leikmanna. Ég vona að leikurinn hér í Ríga sé byrj- unin á góðu áframhaldi,“ sagði Arnar Grétarsson. Ljósmynd/Raitis Purins Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, lét mikið að sér kveða í bar- áttunni um knöttinn í vítateignum í Ríga gegn Lettum sem leika í úrslitum á EM í Portúgal í sumar. „Horfum stoltir á björtu hliðarnar“ „ÉG er stoltur og ánægður. Við horfum nú á björtu hliðarnar, sem voru mjög margar hér í Ríga. Þetta er besti leikur okkar í langan tíma og þá sérstaklega hvað við náðum að halda knettinum vel. Það voru allir staðráðnir í að gera sitt besta og það var gleðilegt hvað við náðum að halda knettinum vel á miðjunni og láta hann ganga manna á milli. Það voru leikmenn á miðjunni sem stóðu sig frábær- lega, eins og Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson. Það eru menn að mínu skapi, þegar þeir gera það sem þeir sýndu nú. Það var lykilatriði í leiknum hvað við létum knöttinn ganga vel á milli manna,“ sagði Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðs- ins, sem var eins og oft áður einn af klettunum í leik íslenska liðsins – leikmaður sem gefur ekkert eftir og er alltaf tilbúinn að fórna sér í keppni undir merkjum Íslands. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Ríga Hermann Hreiðarsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu Opið mót Sunnudaginn 2. maí Mjög góð verðlaun fyrir: Sæti 1-5 m/forgj. Besta skor án forgj. Nándarverðl. á 3. og 16. braut. Punktakeppni Hámarksforgjöf karlar 24, konur 28. Ræst út kl. 9:00-15:00 Skráning á www.golf.is og í síma 421 4100 Keppnisgjald kr. 2.500 GOLFBÚÐIN Hafnarfirði Falur J. Harðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.