Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 2

Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BUSH BIÐST AFSÖKUNAR George W. Bush Bandaríkjaforseti varði í gær varnarmálaráðherra sinn, Donald Rumsfeld, og sagði að afsögn hans kæmi ekki til greina. Rumsfeld hefur verið gagnrýndur harkalega vegna illrar meðferðar bandarískra hermanna á föngum í Írak. Bush baðst í fyrsta skipti í gær afsökunar á þessari meðferð á föngunum en málið er talið hafa skaðað mjög ímynd Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Spáir hagvexti Fjárfestingar vegna stóriðju og áframhaldandi vöxtur einkaneyslu eru tvær helstu ástæður þess hag- vaxtar sem fjármálaráðuneytið býst við að verði á næstu árum, en ráðu- neytið spáir því í nýrri þjóðhagsspá sinni að hagvöxtur verði 4,5% á þessu ári og 5% á því næsta. 63% fram úr áætlun Áfallnar lífeyrisskuldbindingar borgarsjóðs Reykjavíkur árið 2003 fóru 63% fram úr fjárhagsáætlun. Hækkuðu þær um 935 milljónir króna umfram það sem spáð var. Semja um saltfisksölu SIF SPAIN, dótturfélag SÍF hf. á Spáni, og alþjóðlega verslanakeðjan Carrefour, undirrituðu í gær samn- inga um sölu á saltfiski til verslana Carrefour á Spáni. Jafnframt var undirritaður samningur um sölu salt- fisks til verslana Carreforu í Sviss. Dauðadómur í Líbýu Dómstóll í Líbýu dæmdi í gær fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni til dauða fyrir að hafa smitað meira en 400 sjúklinga á barnaspítala viljandi af HIV- veirunni en hún veldur alnæmi. Úr- skurðurinn er umdeildur en fólkið hafði allt lýst sig saklaust af ákæru- atriðunum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Viðskipti 11/12 Minningar 38/43 Erlent 14/16 Umræðan 44/47 Heima 18 Brids 59 Höfuðborgin 24 Kirkjustarf 51 Akureyri 25 Bréf 56 Suðurnes 25 Dagbók 58/59 Austurland 26 Sport 56/59 Landið 27 Leikhús 60 Daglegt líf 28/29 Fólk 60/65 Listir 30/32 Bíó 62/65 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Þjónusta 37 Veður 67 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Ferðamála- samtökum Íslands. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN  Þjóðhöfðingi með einum eða öðrum hætti – seinni hluti  Ungir Færeyingar á Íslandi  Þrír náskyldir dægurlaga- höfundar  Ómissandi fyrir sumarið  Volvo YCC er vængjaður draumabíll  Vampírur, varúlfar og blóðsugubanar Sunnudagur 09.05.04 FÆREYSKIR FRÆNDUR EIVÖR PÁLSDÓTTIR OG JULIAN JOHNSSON HAFA FEST NÖFN SÍN Í HUGA LANDSMANNA Hvernig forseti? Ólafur Ragnar Grímsson í átta ár á Bessastöðum. Seinni hluti. STJÓRN Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, sam- þykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gær, sem send hef- ur verið allsherjarnefnd Alþingis: Allsherjarnefnd Alþingis Hr. alþm. Bjarni Benediktsson form. Alþingi við Austuvöll. Vegna frumvarps til laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/ 2000 og samkeppnislögum nr. 8/ 1993 ásamt fylgiskjali, greinar- gerð nefndar menntamálaráð- herra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, vill stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, taka fram eftirfarandi. Stjórnin getur fallist á grein- ingu nefndarinnar um stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði og þá niðurstöðu hennar að hún hafi einkenni samþjöppunar. Stjórn Árvakurs hf. er sammála því að hamlað verði gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar. Stjórnin telur hinsvegar fram- komið lagafrumvarp ganga of langt og fela í sér óþarflega rösk- un á starfsumhverfi fjölmiðlafyr- irtækja í ljósvakamiðlun. Stjórnin mótmælir jafnframt harðlega því að gert skuli ráð fyr- ir í frumvarpinu að útgefendum dagblaða verði óheimilt að fara með útvarpsleyfi. Stjórnin telur að þær takmarkanir sem í þessu felast fyrir starfsemi dagblað- anna séu óviðunandi. Þar sem framkomið lagafrumvarp virðist á hinn bóginn ekki snerta útgef- endur dagblaða beint með öðrum hætti telur stjórnin ekki ástæðu til að tjá sig um efni frumvarps- ins umfram það sem að framan greinir. Hvað meðferð þessa mikilvæga máls í heild sinni varðar, átelur stjórn Árvakurs hf. hversu skammur tími virðist ætlaður til umræðu um það, sem leiðir til al- varlegrar óvissu um farsælar lyktir þess og hugsanleg áhrif til lengri tíma litið. Reykjavík, 6. maí 2004. Fh. stjórnar Árvakurs hf. Haraldur Sveinsson, form. Stefán P. Eggertsson, varaform. Samþykkt stjórnar Árvakurs hf. um fjölmiðlafrumvarpið FORSVARSMENN Íslenska sjón- varpsfélagsins, sem rekur Skjá einn, hafa á undanförnum mán- uðum leitað ítrekað eftir viðræðum við Norðurljós um sameiningu. Stjórnarformaður Norðurljósa, Skarphéðinn Berg Steinarsson, segir félagið ekki hafa léð máls á því enda yrði sameining Skjás eins og ljós- vakamiðla Norð- urljósa ekki til þess að auka fjölbreytni í ís- lenskri fjöl- miðlun. Haft var eftir Gunnari Jóhanni Birgissyni, stjórnarformanni Íslenska sjón- varpsfélagsins, í Morgunblaðinu í gær að kaupendur myndu finnast að ljósvakamiðlum Norðurljósa kæmi til þess að fyrirtækinu yrði skipt upp vegna ákvæða í fjöl- miðlafrumvarpi. Hann rifjaði upp hugmynd sem fram kom áður en Baugur eignaðist hlut í Norður- ljósum og gekk út á að sameina rekstur Skjás eins og Norðurljósa. „Það er varla í anda laganna að stuðla þannig að fjölbreytni eða aukinni samkeppni á fjölmiðla- markaði,“ segir Skarphéðinn, sem tók við formennsku í stjórn Norð- urljósa í lok árs 2003. Hann segir forsvarsmenn Skjás eins hafa leit- að til sín a.m.k. þrisvar og viljað ræða sameiningu. Frumvarpið verður kannski til þess að af sameiningu verði „Forsvarsmenn Skjás eins hafa umtalsverðan áhuga á því að sam- einast Norðurljósum og kannski verður þetta frumvarp til þess að það gangi eftir,“ segir Skarphéð- inn. Hann segir að ef núverandi eig- endur Norðurljósa verði ekki taldir uppfylla skilyrði til að geta átt fjöl- miðil sé ljóst að þeir verði að losa sig út úr rekstrinum, en bendir á að verði fjölmiðlafrumvarpið að lögum geti Íslenska sjónvarps- félagið einnig þurft að fara að líta í kringum sig eftir nýjum hlut- höfum. Stjórnarformaður Norðurljósa Varla í anda laganna að sameina Skjá 1 og Norðurljós Skarphéðinn Berg Steinarsson TVÖ af skipum Samherja, Seley SU og Hríseyjan EA, sem lokið hafa þjónustu sinni fyrir nokkru, létu úr höfn á Akureyri í gær. Förinni er heitið til Danmerkur en þangað hafa skipin verið seld í brotajárn. Seley dregur Hríseyjuna til Danmerkur og eru 6 menn um borð í Seley en Hríseyjan er mannlaus yfir hafið. Dráttarbátar Akureyrarhafnar að- stoðuðu skipin úr Fiskihöfninni en þar hafa þau legið mjög lengi. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, tekur siglingin yfir hafið um vikutíma en það ræðst þó mjög af veðri. Seley var síðast á nótaveiðum loðnuvertíð- ina 2001 en Hríseyjan hafði síðast viðkomu í New York í Bandaríkj- unum er skipið fylgdi víkingaskip- inu Íslendingi yfir hafið sumarið 2000. Seley var smíðuð á Akranesi árið 1980 og Hríseyjan í Japan árið 1973. Tvö skip Samherja seld í brotajárn Morgunblaðið/Kristján Tvö í brotajárn. Dráttarbátar Akureyrarhafnar aðstoðuðu við að koma Seley og Hríseyjunni út úr Fiskihöfninni og út á fjörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.