Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sr. Sigríður sóknarprestur | Valnefnd Grafarholtsprestakalls ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að leggja til að sr. Sigríður Guðmarsdóttir verði skipuð sókn- arprestur í Grafarholts- prestakalli frá 1. júlí 2004. Sr. Sigríður Guðmars- dóttir vígðist til þjónustu sem sóknarprestur að Suðureyri í Súgandafirði árið 1990. Hún hefur ver- ið sóknarprestur í Ólafs- firði frá 1995 en hefur verið í námsleyfi síðast- liðin ár. Ellefu umsækjendur voru um embætti sóknarprests í hinu nýstofnaða prestakalli. Í valnefnd sátu fimm fulltrúar úr presta- kallinu, auk vígslubiskups. Kirkjumálaráð- herra skipar í embættið til fimm ára sam- kvæmt niðurstöðu valnefndar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ungur gröfumaður | Ásgeir Karl Valdi- marsson, 7 ára, tók í síðustu viku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölbýlishús á Fossvegi 2 á Selfossi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgeir Karl stýrir gröfu, þótt hann hafi aldrei áður farið í svona stóra gröfu, segir á Sudurland.net. „Ég hef áður farið í aðeins minni gröfu sem pabbi minn á og hann átti einu sinni pinkulitla gröfu sem ég hef líka farið í. Ég mokaði einu sinni snjó með pabba,“ segir Ásgeir Karl sem er sonur Valdimars Árnasonar. Hann segist kannski ætla að læra á skurðgröfu þegar hann verður eldri. Bílvelta í Mývatnssveit | Stór flutninga- bíll frá Samskipum rann á þriðjudag inn úr beygju á mjög hálum veginum og lagðist á hliðina. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Vegir eru nú víða köfl- óttir hér um slóð- ir. Ýmist svellaðir eða með snjó- driftum. Þessi bíll var á leið frá Ak- ureyri í Egilsstaði með blandaðan flutning. Nú er verið að stafla vörum úr bílnum á bretti til að setja í annan bíl sem kominn er á staðinn. Veðrið gengur á með éljum. Sólbráð eyk- ur hálkuna mikið. Lítill pallbíll valt hér innansveitar sl. þriðjudag og fór farþegi til skoðunar á sjúkrahúsi. Lögreglan á Hvols-velli kom tveimurferðamönnum til bjargar sem fest höfðu Toyota Yaris-bílaleigu- bifreið á veginum í Land- mannalaugar, um 10 kíló- metra frá Hrauneyjum. Vegurinn er hreint ekki fær öðrum bílum en jepp- um. Mennirnir höfðu sam- band við Neyðarlínuna á áttunda tímanum í gær- kvöld en þeir höfðu þá fest bifreiðina eftir stutta ökuferð frá afleggj- aranum við þjóðveginn. Lögregla kom ferða- löngunum til aðstoðar, losaði bifreiðina og sneri för þeirra við. Vegurinn til Land- mannalauga er sund- urskorinn. Á Yaris í Laugar Grundarfjörður | Áhugahópur tónlistarfólks í Grund- arfirði stóð nýlega fyrir tónlistarhátíðinni Vorgleði. Líkt og á fyrri hátíðum var ákveðið þema í gangi í tónlistinni. Að þessu sinni var það Íslenskt, já takk. Tuttugu og tveir söngvarar á aldrinum 19 – 69 ára fluttu vinsæl íslensk dægurlög við undirleik 10 manna hljómsveitar og frábærar undirtektir tónleikagesta. Flutt voru 24 lög og á eftir lék stórhljómsveitin fyrir dansi fram á nótt. Mikill áhugi var fyrir Vorgleðinni og var uppselt á hana fyrirfram. Fyrirhugað er að end- urtaka hana á Góðri stund i Grundarfirði sem haldin verður 23.–25. júlí í sumar. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Íslenskt á vorgleði Ekki vakti þaðlukku hjá EinariKolbeinssyni þeg- ar hann las í Frétta- blaðinu: „Ærin Ræsa gerði sér lítið fyrir og gaut fimm heilbrigðum lömbum …“ En hefði í raun átt að verða þakk- látur, því það varð honum yrkisefni: Miklar gáfur margur ber, minna aðrir hljóta, síðan hvenær segið mér, sauðkind fór að gjóta? Fáfræðinnar dregur dám, drengur sá er lýsir, því að komi undan ám, yrðlingar og grísir. Síðan kom hann með ábendingu til blaða- manna: Um náttúruna nú skal fræða, nefnilega þörf er brýn: Hryssur kasta, konur fæða, kindur bera, gjóta svín. Ær sem gýtur? pebl@mbl.is Egilsstaðir | Þeir eru státnir, kapparnir hjá Malarvinnslunni hf. á Egilsstöðum. Rétt að verða búnir með sjö hæða fjöl- býlishús við Hléskóga og tylltu af því tilefni virðulegum göml- um jeppa upp á húsið og flögg- uðu á honum fána fyrirtæk- isins. Eru mennirnir að monta sig? Þeir mega það þá víst áreiðanlega því að Mal- arvinnslan hefur tekið ötulan þátt í uppbyggingunni eystra og víða lagt hönd á plóg. Tuttugu og ein íbúð er í fjöl- býlishúsinu og er reiknað með að þær verði tilbúnar til af- hendingar í október nk. Fast- lega er gert ráð fyrir að jepp- inn verði hífður niður fyrir þann tíma. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Virðuleg jeppabifreið á þakinu Flaggað Dalvík | Dalvíkurbyggð auglýsti á dögun- um laust starf upplýsingafulltrúa (sem jafngildir starfi ferða- og atvinnumálafull- trúa eftir að starfslýsingu var breytt) en umsóknarfrestur rann til 2. maí sl. Skemmst er frá því að segja að 40 manns sóttu um starfið. Nú er verið að fara yfir umsóknir og er það í höndum Mannafls. Eftirtaldir sóttu um: Ása Björg Þor- valdsdóttir Hafnarfirði, Áslaug Eir Hólm- geirsdóttir Reykjavík, Brjánn Fransson Reykjavík, Böðvar Jónsson Kópavogi, Börkur Árnason Reykjavík, Eggert H. Sigmundsson Akureyri, Einar Björn Bjarnason Reykjavík, Eiríkur Árni Odds- son Akureyri, Elvar Jónsson Neskaupstað, Guðmundur Snorrason Reykjavík, Guðrún Eiríksdóttir Ólafsfirði, Gunnar Freyr Gunnarssson Reykjavík, Hafþór Einars- son Akureyri, Heiðar Sigurjónsson Kefla- vík, Helga Kristín Friðjónsdóttir Reykja- vík, Helga Rún Viktorsdóttir Reykjavík, Hilmar Hafsteinsson Hveragerði, Hólm- fríður Þorsteinsdóttir Reykjavík, Hugrún Valgarðsdóttir Reykjavík, Hulda Sigr. Guðmundsdóttir Akureyri, Ingvar Páll Jó- hannsson Dalvíkurbyggð, Jóhann Einars- son Reykjavík, Jón Heiðar Rúnarsson Ak- ureyri, Jón Rúnar Hilmarsson Keflavík, Jónas Sigurþór Sigfússon Akureyri, Kol- brún Reynisdóttir Dalvíkurbyggð, Mar- grét Víkingsdóttir Dalvíkurbyggð, Már Elíson Kópavogi, Ómar R. Banine Akur- eyri, Pétur Reynisson Akureyri, Róbert Trausti Árnason Reykjavík, Sigmar Þor- mar Kópavogi, Snorri Gunnarsson Reykja- vík, Svavar Ragnarsson Reykjavík, Sæ- mundur G. Ámundason Siglufirði, Vala Björk Valgeirsdóttir Reykjavík, Valur Ás- mundsson Akureyri, Þórólfur S. Sæ- mundsson Reykjavík, Þröstur Reynisson Reykjavík og Ægir Dagsson Akureyri. 40 sóttu um starf upplýsinga- fulltrúa NÁMSRÁÐGJÖF Háskóla Íslands hefur hlotið 24 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu í verkefnið „Admission“, þar sem þróaðar verða aðferðir í ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með lesblindu. Námsráðgjöf HÍ er samstarfsaðili Háskól- ans í Reykjavík um ráðgjöf til að fyrir- byggja brottfall úr námi, verkefni sem einnig er styrkt af Evrópusambandinu og lýkur með ráðstefnu um áhættuþætti brottfalls, í október 2004. Háskóli Íslands fær styrk frá ESB ♦♦♦ Þrír nýliðar í Flugbjörg-unarsveitinni í Reykjavíkásamt flokksstjóra sínum, náðu toppi Hvannadalshnjúks á laugardaginn, 1. maí. Það sem er merkilegt við þessa ferð er að ekki var lagt af stað fyrr en klukkan 13 en venjulega er farið af stað kl. 6 að morgni til að vera kominn niður í björtu. Tindinum náðu þeir kl. 20.15 og voru komnir niður kl. 01.23 og sóttist ferðin heldur seint þegar þeir voru komnir niður á Virkisjökul, þar sem notast þurfti við GPS-tæki til að komast klakk- laust yfir hann. Nýliðarnir stóðu sig með prýði og geta minnst þessarar ferðar með stolti þegar þeir verða teknir inn í Flugbjörgunnarsveitina á að- alfundi hinn 15. maí nk. eftir tveggja ára þjálfunarferli, segir í frétt frá sveitinni. Á myndini eru: Svanur, Guð- laugur og Kjartan. Fyrir aftan er Marteinn, flokksstjóri nýliðahóps. Náðu toppi Hvannadalshnjúks      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.