Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á VISSAN hátt er Ned Kelly frelsinshetja Ástrala. Hann kannski breytti ekki öllu fyrir ástralska al- þýðu, en gaf þeim von þegar hann sem útlagi barðist við viktoríönsku lögregluna, og það hefur haldið nafni hans á lofti. Líkt og Skotar gerðu mynd um William Wallace og Írar um Michael Collins er nú komin röðin að Áströlunum. En þeir fara aðeins öðruvísi að. Ned langar ekkert meira en að lifa góðu og heiðarlegu lífi, og vera til staðar fyrir móður sína ekkjuna og systkini sín. En hann er skap- hundur með réttlætiskennd og lend- ir því fljótt og oft í útistöðum við yf- irvöldin sem níðast á öllum sem minna mega sín, fátæklingum og innflytjendum. Þessi mynd er mun raunsærri, og áreiðanlega nær raunveruleikanum en flestar hetjumyndir. Bæði er sviðsmyndin öll og búningarnir mjög raunsæ, skítug og engan veg- inn skjallandi fyrir Hollywood- stjörnurnar. Heath Ledger og Or- lando Bloom eru hreinlega gerðir ljótir og skítugir, líkt og þessir náungar áreiðanlega voru. Sama má segja um frásögnina sjálfa. Það sem ég þekki af sögu Ned Kellys þá kemur það satt og rétt fram í mynd- inni. Maður veit auðvitað aldrei hversu alvond lögreglan var eða al- góður Kelly var, en einsog sést í fréttum þessa dagana, geta þeir sem hafa valdið lagst býsna lágt við mis- beitingu þess. Stíll myndarinnar er allur hinn hógværasti og höfundur virðist ekki ýkja viðburði eða uppákomur svo þeir passi inn í handrit sem mun „virka“. Meira að segja er hápunkt- ur myndarinnar frekar þunglama- legur. Hetjan sjálf er frekar mikil andhetja, góðhjartaður og oft klaufalegur drengur, en ekki mik- ilmenni með háleitar hugsjónir. Allt þetta kunni ég að meta, og fannst gaman að fá að sjá það sem mjög líklega gerðist, en ekki sanna sögu tífaldaða í Hollywood-stílnum. Til þess að saga verði þess virði að segja verður hún þó að hafa áhrifamátt á einhvern hátt. Upp á þetta fannst mér svolítið vanta. Ned Kelly talar yfir myndina líkt og hann sé sjálfur að segja sögu sína, og það fannst mér flott og gerði myndina ljóðræna og svolítið varn- arlausa. Hins vegar hefði mátt nota söguröddina hans á enn áhrifaríkari hátt og kallast meira á visst atvik í æsku hans sem hafði mikil áhrif á hann og sjálfsmynd hans. Leikararnir eru allir ástralskir og því með hreiminn á hreinu, sem er mikill léttir. Hollywood-stjörnum hópsins þykir áreiðanlega tilbreyt- ing í því að leika í raunsæismynd, og fá að vera ljótar. Heath Ledger nær að gefa Ned Kelly skemmtilegt sér- vitringsyfirbragð, Naomi Watts gef- ur smekklega og raunsæja mynd af hefðarfrú sem hrífst af „villimann- inum“, Orlando Bloom leikur félaga Byrne mjög skemmtilega og þótt ekki reyni svo sem mikið á Geoffrey Rush, þá stendur hann sig ágætlega. Mér finnst Ned Kelly heillandi lít- il mynd með stórum leikurum. Bravó fyrir leikstjóranum að þora að segja sannleikann og taka þannig skref í rétta átt. Heillandi sannleikur KVIKMYNDIR Sambíó og Háskólabíó Leikstjórn: Gregor Jordan. Handrit: John M. McDonagh eftir sögu Robert Drewe. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Aðal- hlutverk: Heath Ledger, Orlando Bloom, Geoffrey Rush, Naomi Watts, Joel Edg- erton, Laurence Kinlan og Phil Barantini. 110 mín. Ástralía Universal Pictures 2003. NED KELLY  Hildur Loftsdóttir HLJÓMSVEITIN hans Barða Jó- hannssonar, Bang Gang, mun halda fágæta en kærkomna tónleika hér á landi í kvöld. Barði er líka önnum kafinn maður með meiru, jafnt hér sem er- lendis, þar sem hann hefur notið þónokkurrar vel- gengni, bæði með Bang Gang og Lady & Bird, dúett sem hann starfræk- ir með söngkonunni Keren Ann. Hér heima kemur hann líka að tónlistar- stjórn fyrir söngleikinn Fame sem settur verður upp í Vetrargarði Smáralindarinnar í sumar. Tónleikar Bang Gang í kvöld verða á Gauki á Stöng og er sumpart litið á þá sem upphitun fyrir yfirvofandi Evr- ópureisu þar sem til stendur að fylgja eftir plötunni fínu Something Wrong sem kom út undir lok síðasta árs. Plat- an sú fékk fínar viðtökur hjá gagnrýn- endur, jafnt hérlendis sem ytra, eink- um í Frakklandi, þar sem Barði er orðinn býsna stórt nafn. Bang Gang er að upplagi sveitin hans Barða og hefur í gegnum tíðina verið gott flæði á meðspilurum og -söngvurum. Í kvöld verða með honum í Bang Gang, Esther Talia Casey söngkona, Valdimar Kristjánsson sem leikur á píanó, Franz Gunnarsson gít- ar, Hallur Ingólfsson trommur og Jón Atli Helgason á bassa. Bang Gang leikur á Gauknum í kvöld Upphitun fyrir Evróputúr Barði og Bang Gang. Tónleikar Bang Gang verða á Gauknum og hefjast kl. 22.40. Aðgangseyrir er 500 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Thomas Kalb Einsöngvari ::: Ute Lemper FIMMTUDAGINN 6. MAÍ KL.19:30 NOKKUR SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. MAÍ KL.19:30 LAUS SÆTI Græn #5 Á efniskrá verða m.a. lög eftir Kurt Weill, Jacques Brel, Astor Piazzolla, Nick Cave, Norbert Scholtze og fleiri. UTE LEMPER SYNGUR Á ÍSLANDI - LOKSINS Laus sæti Laus sæti Lau. 8. maí örfá sæti laus Fös. 14. maí örfá sæti laus Lau. 22. maí laus sæti SÍÐUSTU SÝNINGAR Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes FRUMSÝNING fi 13/5 kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 16/5 kl 20 - gul kort 3. sýn fi 27/5 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20 Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT, Su 9/5 kl 20 Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT, Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20, Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20 Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 9/5 kl 14, Su 16/5 kl 14, Su 23/5 kl 14 Síðustu sýningar LISTDANSSKÓLI HAFNARFJARÐAR Lau 8/5 kl 13 og 15 - NEMENDASÝNING GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Fi 13/5 kl 20, Su 16/5 kl 20 Fö 21/5 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Fi 3/6 kl 20 Síðasta sýning í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil, borðap. s. 568 0878 Stuðbandalagið frá Borgarnesi Miðasala í síma 555-2222 theater@vortex.is Aukasýning - Síðasta sýning Föstudaginn 7. maí kl. 21 Fantagott stykki...frábær skemmtun sem snerti margan strenginn -Ómar Garðarsson Eyjafréttir eftir Jón Atla Jónsson Eldað með Elvis Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar: Fös. 21/5 kl. 20. Lau. 22/5 kl. 20. Búkolla Barnaleikrit lau. 8/5 kl. 14. lau. 15/5 kl. 14 og kl.16 Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is sýnir í Tjarnarbíói KLEINUR eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Kaffileikhúsinu Frumsýning 7. maí 2. sýn. 8. maí 3. sýn. 9. maí Lokasýning 16. maí Ath. aðeins þessar fjórar sýningar Sýningar hefjast kl. 20 Miðapantanir: s. 551 2525 eða á midasala@hugleikur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.