Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 26
AUSTURLAND 26 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fjarðabyggð | Nefnd um safn Jósafats Hinrikssonar hefur sam- þykkt hugmyndir um staðsetningu safna í húsinu á Egilsbraut 2 í Nes- kaupstað. Í húsinu verður safn Jósafats Hinrikssonar, Nátt- úrugripasafn Austurlands og Mál- verkasafn Tryggva Ólafssonar. Kaffiaðstaða verður á neðstu hæð- inni og er nú verið að ræða við þá sem til greina koma sem rekstr- araðilar slíkrar aðstöðu. Morgunblaðið hitti Pétur Sörens- son, forstöðumann Safnastofnunar Fjarðabyggðar, í Stríðsminjasafn- inu á Reyðarfirði, en þar er nú unn- ið að miklum endurbótum. „Safnið hér var opnað árið 1994. Nú er ætlunin að breyta safninu verulega, setja meiri liti í það ef svo má segja og opna nýja og fjöl- breyttari sýningu 15. maí nk.“ segir Pétur. „Við erum búin að hreinsa allt út og þau Unnur Sveinsdóttir myndlistarmaður og Rúnar Hall- dórsson yfirsmiður hafa unnið hér linnulítið undanfarið við smíðar og málningarvinnu. M.a. erum við að útbúa hér kvikmyndasal í anda stríðsáranna og ætlum að sýna þar gamlar fréttamyndir og annað tengt efni. Í salnum eru m.a. upp- runalegu klappbíóbekkirnir úr Gamla bíó í Reykjavík.“ Braggalífið lifnar við Pétur segir safnafólk nú leggja meiri áherslu á að andrúmsloftið, eða umgjörðin, sé í takt við safn- gripi og óhætt er að fullyrða að það er einmitt að gerast núna í Stríðs- minjasafninu þar sem andrúmsloft stríðsáranna lifnar við. Sem dæmi um grip á nýrri sýningu nefnir Pét- ur þýskt kafbátakort sem hafi verið lengi í eigu safnsins en ekki verið til sýnis. „Kortið kom frá Library of Congress í Bandaríkjunum og var í raun lykillinn að sigri bandamanna á Þjóðverjum á Atlantshafinu. Ekki er ljóst hvenær eða hvernig safninu áskotnaðist það.“ Gamli spítalakampurinn við safn- ið fær einnig andlitslyftingu, en til stendur að heilsprauta braggana jafnt utan sem innan, laga til um- hverfis þá og stilla ýmsum munum í eigu safnsins upp utandyra. Pétur segir flutning safnanna í Neskaupstað á Egilsbrautina marka tímamót í viðgangi þeirra og að nú skapist heildstæður safna- kjarni sem muni búa yfir miklu að- dráttarafli fyrir heimamenn og gestkomandi. Sama sé uppi á teningnum á Eskifirði, en hugmyndir séu uppi um að flytja Sjóminjasafnið þar á svæði sem safnið á við Randólfssjó- hús utanvert í bænum. „Þetta er nauðsynlegt vegna óhentugrar staðsetningar safnsins inni í bænum, aðkoman að því er erfið og þröngt orðið um safnið. Einnig er nú verið að gera upp elsta íbúðarhús bæjarins, Jensenshús og á sömuleiðis að flytja það út að Randólfssjóhúsi og skapa þar safnakjarna. Þetta er þó enn á hug- myndastiginu, þar sem skoða þarf marga þætti þessu tengda, s.s. skipulagsmál.“ Merkingar bættar Meðal annarra framkvæmda við söfnin í Fjarðabyggð má nefna að mála þarf og tjarga þak á Sjóminja- safni og Randólfssjóhúsi og lagfæra þar báta og bryggju. Þá er ætlunin að setja á næstunni upp skilti með upplýsingum um sögulega staði. Á Eskifirði verða m.a. sett upp skilti á Mjóeyrina vegna síðustu aftöku á Austurlandi, við Hvalstöðina á Svínaskálastekk, Silfurbergsnámuna, við Skugga- hlíð, Bakka, Krossskálavík, Ás- mundarstaði og einnig skilti sem vísar í Fannardal. Á Reyðarfirði á að merkja Hólma og Hrúteyri, auk þess sem sett verður upp skilti með upplýsingum um Reyðarfjörð. Dagpassar í söfnin Gestir munu í sumar geta keypt dagpassa í söfn Fjarðabyggðar sem gildir inn á öll söfnin og gefur jafn- framt frjálsan aðgang að sundlaug- um og líkamsræktarstöðvum sveit- arfélagsins. Þá verða GSM-posar teknir í notkun á söfnunum til að auðvelda gestum um greiðslu að- gangseyris. Seinnistríðsárin endurlifuð á gömlu klappbekkjunum úr Gamla bíói Umbylting og kút- velta í safnastarfi Fjarðabyggðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stórhuga í umbótum á söfnum Fjarðabyggðar: Pétur Sörensson, for- stöðumaður Safnastofnunar, situr framan við nýja kvikmyndasalinn. Hádegisfjallið málað á vegg: Unnur Sveinsdóttir endurskapar landslag úr Reyðarfirði. Við vegginn kemur urð og grjót, vélbyssuhreiður, patr- ónur og hergínur með alvæpni. Egilsstaðir | Það er alltaf umhugs- unarvert hvort Ísland sé lítið eða stórt. Þó það sé ekki stærra en raun ber vitni í ferkílómetrum talið, verður oft vík milli vina. Þá segjum við gjarna að landið sé bara skrambi stórt. Hins vegar segjum við stund- um að Ísland sé ekki mjög stórt þeg- ar við rekumst á vini og kunningja fyrir algera „tilviljun,“ kannski eftir að langur tími hefur liðið frá því við höfum hitt þá. Þetta fengu þeir Kjart- an Ólafsson og Hákon Aðalsteinsson að reyna þegar þeir „rákust“ hvor á annan eftir að hafa ekki sést í 47 ár, þar urðu fagnaðarfundir og um margt að spjalla því ýmislegt hefur á daga þeirra drifið þennan tíma. Þeir höfðu ekki hist frá því að þeir voru samskipa á togaranum Gerpi á vertíð árið 1957 og hittust nú aftur um borð í öðru skipi á Lagarfljóti. Sennilega er Ísland ekki svo stórt eftir allt saman.    Þeirra staður, þeirra stund Hin gömlu kynni: Kjartan Ólafsson og Hákon Aðalsteinsson voru sam- skipa fyrir fjörutíu og sjö árum. Laugardagur til lukku | Það gengur á ýmsu eystra á morgun. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs kynnir útgáfu þriggja nýrra útivistar- korta. Eskja hf. heldur upp á sextíu ára afmælið á Eskifirði. Bónus, Office 1 og BT opna nýjar verslanir á Egilsstöðum. Niðurstöður sam- keppni um nýtt miðbæjarskipulag á Egilsstöðum verða kynntar í nýja Bónushúsinu og Hekla á Austur- landi ehf. opnar með bravúr og bílasýningu á Reyðarfirði. Eskifjörður | Foreldrafélag Grunn- skóla Eskifjarðar hefur und- angengin ár gefið öllum börnum sem innritast eiga í 1. bekk skólans reiðhjólahjálma að gjöf. Að þessu sinni var það Lionsfélag Eski- fjarðar sem gaf hjálmana og af- henti Árni Helgason, formaður Lionsfélagsins, hjálmana. Viðstödd voru einnig, ásamt verðandi fyrstu- bekkingum, Þórunn Friðriksdóttir, formaður foreldrafélagsins, og Þórhallur Árnason, varðstjóri í lög- reglunni. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Lions gaf 1. bekkingum nýja hjálma á höfuðið Hornafjörður | Karlakórinn Jökull frá Hornafirði fer í söngferð um Austurland um helgina. Á föstudags- kvöldið kl. 20:30 heldur kórinn tón- leika í Egilsbúð í Neskaupstað og á laugardaginn verður kórinn í Egils- staðakirkju og hefjast þeir tónleikar kl. 17. Efnisskrá kórsins er afar fjöl- breytt og verða flutt lög sem kórinn hefur sungið í gegnum árin í bland við nýtt efni. Á tónleikunum má því heyra hefðbundin karlakóralög, óp- erukóra og aríur, drykkjuvísur og dægurlög. Taka lagið í Kárahnjúkum Tvö lög á efnisskránni eru eftir Atla Heimi Sveinsson. Annað þeirra er þekkt sönglag sem Atli Heimir hefur útsett sérstaklega fyrir Karla- kórinn Jökul. Hitt lagið útsetti tón- skáldið einnig sérstaklega fyrir kór- inn og var það frumflutt á vor- tónleikum kórsins í Hafnarkirkju sumardaginn fyrsta. Í haust verður hljóðritaður geisla- diskur með Karlakórnum Jökli og mun hann bera keim af efnisskrá kórsins nú í vor. Í ferðinni um Aust- urland munu karlakórsmenn einnig leggja leið sína á virkjanasvæðið við Kárahnjúka og hugsanlega taka lag- ið fyrir þá sem þar vinna. Stjórnandi karlakórsins Jökuls er Jóhann Morávek og undirleikari er Guðlaug Hestnes. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Karlakórinn Jökull syngur fyrir hálft þúsund manna í Vesturkirkjunni í Þórshöfn. Nú leggur kórinn upp í söngferð um Austlendingafjórðung. Karlakórinn Jökull á söngferð um Austurland Lóðaúthlutun | Á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar var sautján lóðum úthlutað undir íbúð- arhús á Eskifirði. Eru lóðirnar í nýju hverfi í Eskifjarðardal, innan leik- skóla bæjarins og er þar gert ráð fyrir 65 lóðum undir parhús og ein- býli. Eitt hús hefur þegar verið byggt í hverfinu. Fylgja þannig Esk- firðingar í kjölfar Norðfirðinga og Reyðfirðinga, en fjölda lóða hefur undanfarið verið úthlutað á tveimur síðartöldu stöðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.