Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 26
AUSTURLAND 26 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fjarðabyggð | Nefnd um safn Jósafats Hinrikssonar hefur sam- þykkt hugmyndir um staðsetningu safna í húsinu á Egilsbraut 2 í Nes- kaupstað. Í húsinu verður safn Jósafats Hinrikssonar, Nátt- úrugripasafn Austurlands og Mál- verkasafn Tryggva Ólafssonar. Kaffiaðstaða verður á neðstu hæð- inni og er nú verið að ræða við þá sem til greina koma sem rekstr- araðilar slíkrar aðstöðu. Morgunblaðið hitti Pétur Sörens- son, forstöðumann Safnastofnunar Fjarðabyggðar, í Stríðsminjasafn- inu á Reyðarfirði, en þar er nú unn- ið að miklum endurbótum. „Safnið hér var opnað árið 1994. Nú er ætlunin að breyta safninu verulega, setja meiri liti í það ef svo má segja og opna nýja og fjöl- breyttari sýningu 15. maí nk.“ segir Pétur. „Við erum búin að hreinsa allt út og þau Unnur Sveinsdóttir myndlistarmaður og Rúnar Hall- dórsson yfirsmiður hafa unnið hér linnulítið undanfarið við smíðar og málningarvinnu. M.a. erum við að útbúa hér kvikmyndasal í anda stríðsáranna og ætlum að sýna þar gamlar fréttamyndir og annað tengt efni. Í salnum eru m.a. upp- runalegu klappbíóbekkirnir úr Gamla bíó í Reykjavík.“ Braggalífið lifnar við Pétur segir safnafólk nú leggja meiri áherslu á að andrúmsloftið, eða umgjörðin, sé í takt við safn- gripi og óhætt er að fullyrða að það er einmitt að gerast núna í Stríðs- minjasafninu þar sem andrúmsloft stríðsáranna lifnar við. Sem dæmi um grip á nýrri sýningu nefnir Pét- ur þýskt kafbátakort sem hafi verið lengi í eigu safnsins en ekki verið til sýnis. „Kortið kom frá Library of Congress í Bandaríkjunum og var í raun lykillinn að sigri bandamanna á Þjóðverjum á Atlantshafinu. Ekki er ljóst hvenær eða hvernig safninu áskotnaðist það.“ Gamli spítalakampurinn við safn- ið fær einnig andlitslyftingu, en til stendur að heilsprauta braggana jafnt utan sem innan, laga til um- hverfis þá og stilla ýmsum munum í eigu safnsins upp utandyra. Pétur segir flutning safnanna í Neskaupstað á Egilsbrautina marka tímamót í viðgangi þeirra og að nú skapist heildstæður safna- kjarni sem muni búa yfir miklu að- dráttarafli fyrir heimamenn og gestkomandi. Sama sé uppi á teningnum á Eskifirði, en hugmyndir séu uppi um að flytja Sjóminjasafnið þar á svæði sem safnið á við Randólfssjó- hús utanvert í bænum. „Þetta er nauðsynlegt vegna óhentugrar staðsetningar safnsins inni í bænum, aðkoman að því er erfið og þröngt orðið um safnið. Einnig er nú verið að gera upp elsta íbúðarhús bæjarins, Jensenshús og á sömuleiðis að flytja það út að Randólfssjóhúsi og skapa þar safnakjarna. Þetta er þó enn á hug- myndastiginu, þar sem skoða þarf marga þætti þessu tengda, s.s. skipulagsmál.“ Merkingar bættar Meðal annarra framkvæmda við söfnin í Fjarðabyggð má nefna að mála þarf og tjarga þak á Sjóminja- safni og Randólfssjóhúsi og lagfæra þar báta og bryggju. Þá er ætlunin að setja á næstunni upp skilti með upplýsingum um sögulega staði. Á Eskifirði verða m.a. sett upp skilti á Mjóeyrina vegna síðustu aftöku á Austurlandi, við Hvalstöðina á Svínaskálastekk, Silfurbergsnámuna, við Skugga- hlíð, Bakka, Krossskálavík, Ás- mundarstaði og einnig skilti sem vísar í Fannardal. Á Reyðarfirði á að merkja Hólma og Hrúteyri, auk þess sem sett verður upp skilti með upplýsingum um Reyðarfjörð. Dagpassar í söfnin Gestir munu í sumar geta keypt dagpassa í söfn Fjarðabyggðar sem gildir inn á öll söfnin og gefur jafn- framt frjálsan aðgang að sundlaug- um og líkamsræktarstöðvum sveit- arfélagsins. Þá verða GSM-posar teknir í notkun á söfnunum til að auðvelda gestum um greiðslu að- gangseyris. Seinnistríðsárin endurlifuð á gömlu klappbekkjunum úr Gamla bíói Umbylting og kút- velta í safnastarfi Fjarðabyggðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stórhuga í umbótum á söfnum Fjarðabyggðar: Pétur Sörensson, for- stöðumaður Safnastofnunar, situr framan við nýja kvikmyndasalinn. Hádegisfjallið málað á vegg: Unnur Sveinsdóttir endurskapar landslag úr Reyðarfirði. Við vegginn kemur urð og grjót, vélbyssuhreiður, patr- ónur og hergínur með alvæpni. Egilsstaðir | Það er alltaf umhugs- unarvert hvort Ísland sé lítið eða stórt. Þó það sé ekki stærra en raun ber vitni í ferkílómetrum talið, verður oft vík milli vina. Þá segjum við gjarna að landið sé bara skrambi stórt. Hins vegar segjum við stund- um að Ísland sé ekki mjög stórt þeg- ar við rekumst á vini og kunningja fyrir algera „tilviljun,“ kannski eftir að langur tími hefur liðið frá því við höfum hitt þá. Þetta fengu þeir Kjart- an Ólafsson og Hákon Aðalsteinsson að reyna þegar þeir „rákust“ hvor á annan eftir að hafa ekki sést í 47 ár, þar urðu fagnaðarfundir og um margt að spjalla því ýmislegt hefur á daga þeirra drifið þennan tíma. Þeir höfðu ekki hist frá því að þeir voru samskipa á togaranum Gerpi á vertíð árið 1957 og hittust nú aftur um borð í öðru skipi á Lagarfljóti. Sennilega er Ísland ekki svo stórt eftir allt saman.    Þeirra staður, þeirra stund Hin gömlu kynni: Kjartan Ólafsson og Hákon Aðalsteinsson voru sam- skipa fyrir fjörutíu og sjö árum. Laugardagur til lukku | Það gengur á ýmsu eystra á morgun. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs kynnir útgáfu þriggja nýrra útivistar- korta. Eskja hf. heldur upp á sextíu ára afmælið á Eskifirði. Bónus, Office 1 og BT opna nýjar verslanir á Egilsstöðum. Niðurstöður sam- keppni um nýtt miðbæjarskipulag á Egilsstöðum verða kynntar í nýja Bónushúsinu og Hekla á Austur- landi ehf. opnar með bravúr og bílasýningu á Reyðarfirði. Eskifjörður | Foreldrafélag Grunn- skóla Eskifjarðar hefur und- angengin ár gefið öllum börnum sem innritast eiga í 1. bekk skólans reiðhjólahjálma að gjöf. Að þessu sinni var það Lionsfélag Eski- fjarðar sem gaf hjálmana og af- henti Árni Helgason, formaður Lionsfélagsins, hjálmana. Viðstödd voru einnig, ásamt verðandi fyrstu- bekkingum, Þórunn Friðriksdóttir, formaður foreldrafélagsins, og Þórhallur Árnason, varðstjóri í lög- reglunni. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Lions gaf 1. bekkingum nýja hjálma á höfuðið Hornafjörður | Karlakórinn Jökull frá Hornafirði fer í söngferð um Austurland um helgina. Á föstudags- kvöldið kl. 20:30 heldur kórinn tón- leika í Egilsbúð í Neskaupstað og á laugardaginn verður kórinn í Egils- staðakirkju og hefjast þeir tónleikar kl. 17. Efnisskrá kórsins er afar fjöl- breytt og verða flutt lög sem kórinn hefur sungið í gegnum árin í bland við nýtt efni. Á tónleikunum má því heyra hefðbundin karlakóralög, óp- erukóra og aríur, drykkjuvísur og dægurlög. Taka lagið í Kárahnjúkum Tvö lög á efnisskránni eru eftir Atla Heimi Sveinsson. Annað þeirra er þekkt sönglag sem Atli Heimir hefur útsett sérstaklega fyrir Karla- kórinn Jökul. Hitt lagið útsetti tón- skáldið einnig sérstaklega fyrir kór- inn og var það frumflutt á vor- tónleikum kórsins í Hafnarkirkju sumardaginn fyrsta. Í haust verður hljóðritaður geisla- diskur með Karlakórnum Jökli og mun hann bera keim af efnisskrá kórsins nú í vor. Í ferðinni um Aust- urland munu karlakórsmenn einnig leggja leið sína á virkjanasvæðið við Kárahnjúka og hugsanlega taka lag- ið fyrir þá sem þar vinna. Stjórnandi karlakórsins Jökuls er Jóhann Morávek og undirleikari er Guðlaug Hestnes. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Karlakórinn Jökull syngur fyrir hálft þúsund manna í Vesturkirkjunni í Þórshöfn. Nú leggur kórinn upp í söngferð um Austlendingafjórðung. Karlakórinn Jökull á söngferð um Austurland Lóðaúthlutun | Á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar var sautján lóðum úthlutað undir íbúð- arhús á Eskifirði. Eru lóðirnar í nýju hverfi í Eskifjarðardal, innan leik- skóla bæjarins og er þar gert ráð fyrir 65 lóðum undir parhús og ein- býli. Eitt hús hefur þegar verið byggt í hverfinu. Fylgja þannig Esk- firðingar í kjölfar Norðfirðinga og Reyðfirðinga, en fjölda lóða hefur undanfarið verið úthlutað á tveimur síðartöldu stöðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.