Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 52

Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ © DARGAUD Bubbi og Billi Grettir Smáfólk Smáfólk HVERNIG FER HANN AÐ ÞESSU? HVENÆR ÆTLARÐU AÐ HÆTTA MEÐ ÞETTA TEPPI? EINHVERN DAGINN VERÐUR ÞÚ AÐ STANDA Á EIGIN FÓTUM... SEINNA VERÐUR ÞÚ AÐ TAKAST Á VIÐ LÍFIÐ ÁN ÞESS AÐ FÁ HJÁLP FRÁ NEINUM... SEINNA ÞÚ ERT AÐ LESA BÓKINA MÍNA! SAGT ER AÐ ABRA- HAM LINCOLN HAFI GENGIÐ Í STORMI TIL ÞESS AÐ SKILA BÓK ÞÚ VILT EKKI GANGA YFIR HER- BERGIÐ! ÉG HEFÐI ÁTT AÐ LÁNA ABRAHAM LINCOLN BÓKINA! HAFÐU ÞETTA!! EN... EN FALLEGT! LEYFIRÐU BARNINU AÐ HORFA Á ÞETTA OFBELDI AFSKIPTALAUST JA...SKO... VEISTU EKKI AÐ BÖRN HERMA EFTIR ÖLLU ÞVÍ SEM ÞAU SJÁ Í SJÓNVARPINU? ÉG... KOMIÐ BÁÐIR TVEIR! ÉG FER MEÐ YKKUR Í BÆINN. ÞÁ ÞURFIÐ ÞIÐ EKKI AÐ HORFA UPP Á ALLT ÞETTA OFBELDI ÚTSALA BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MORGUNBLAÐIÐ er magnað mál- gagn, sem ýmist gleður eða grætir, hryggir eða kætir. Mér féllust hend- ur þegar ég sá í fylgiriti blaðsins í yf- irgripsmikilli ritgerð um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar, að sigur hans í kosningunum hefði „komið honum í opna skjöldu“. Samkvæmt þeim skilningi sem ég hefi vanist eru það ótíðindi, sem koma í opna skjöldu. Þá gefst manni ei tóm eða tími til varnar. Er með öðrum tals- hætti „tekinn í bólinu“. Þessu til staðfestingar má vitna í fjölda forn- sagna. Nærtækast er að vitna í Brjánsbardaga sem frá er sagt í Njálssögu. Einnig hefir Indriði Ein- arsson „revisor“ og leikritaskáld rit- að um heimsókn sína á söguslóðir. Egilssaga skráir bardagann á Vín- heiði. Þar má lesa: „En þeir Egill stefndu þá þar til, er var konungs- fylkingin, og komu þá í opna skjöldu og gerðu þar brátt mikið mannfall. Riðlaðist þá fylkingin og losnaði öll; flýðu þá margir af Ólafs mönnum, en víkingar æptu þá siguróp.“ Í Njálssögu er rætt um Brjánsbar- daga. Þar segir svo: „Bróðir sá nú, að liðið Brjáns konungs rak flóttann og fátt var manna hjá skjaldborginni. Hljóp hann þá úr skóginum og rauf alla skjaldborgina og hjó til konungs- ins.“ Ég spurði um álit hjá Helga Hálf- danarsyni. Hann sagði: Að koma í opna skjöldu getur ekki átt við einn. Það á við fleiri. Það er svikist að þeim sem koma í opna skjöldu. Í sambandi við orðatiltækið má segja sögu um orðheppni manna, sem léku þá list að rugla ræðumenn í ríminu með framíköllum svo úr varð almennur hlátur og ræðumaður sem ætlaði að hylla afmælisbarn gleymdi efni ræðu sinnar og varð að hverfa frá við dynjandi hlátrasköll afmæl- isgesta. Jónas Þorbergsson, þáverandi út- varpsstjóri, bauð til afmælisveislu á heimili sínu. Þar voru tvær samliggj- andi stofur. Tvíbreitt dyraop milli stofanna. Þar stóðu allmargir gestir: Meðal þeirra var bróðurdóttir Jón- asar, hávaxin og fjallmyndarleg stúlka, brjóstgóð og brjóstastór væn- legur kvenkostur. Hún var klædd góðum kjól úr stórköflóttu efni. Árni Friðriksson fiskifræðingur ætlaði að halda ræðu fyrir minni afmælis- barnsins, Jónasar útvarpsstjóra. Árni gengur fram fyrir stúlkuna. Heldur á glasi í hendi sér. Segir: Það er best að ég gangi hérna fram fyrir skjöldu. Páll Ísólfsson, einn gesta hrópar: Kallarðu stúlkuna Skjöldu? Það varð ekki mikið meira úr ræð- unni. Ég held mig við þann skilning að engin góð tíðindi geti komið „í opna skjöldu“. Það eru ótíðindi. Tíðindi sem þessi koma mönnum á óvart. Þeir eru þeim ekki viðbúnir. Hitt er rugl og þvættingur sem á hvorki að sjást né heyrast. Að gleðitíðindi eða fagnaðarboðskapur komi í opna skjöldu. Þau koma á óvart. Eitt orðatiltæki að lokum. Þegar karlmenn brestur þor þá koma konur fram á vígvöllinn. Þeirra er oft getið og þá gjarnan farið niðr- andi orðum um karlmenn. „Ekki er hana at borgnara þótt hæna beri skjöld“ segir í fornu máli. Sumardagurinn fyrsti Með þessum ótíðindum um rangan skilning orðatiltækja fylgdi óláns- frétt og illspá. Morgunblaðið getur þess að meirihluti Reykvíkinga vilji fórna sumardeginum fyrsta. Þá er kominn tími fyrir elliglópa á borð við undirritaðan að flytja úr landi. Ég uni því ekki að búa í landi sem fórnar fornhelgum degi fyrir timbur- mannafrí í þágu brennivínsberserkja og tækifærisfyllirafta sem miða öll viðhorf til vinnu og starfa við ölþamb og víndrykkju. Sumardagurinn fyrsti ber í sjálfu heiti sínu slík fyr- irheit og lofgjörð um „betri tíð með blóm í haga“. Þessi sami fjölmenni hópur undanvillinga ætlar að fórna sumardeginum fyrsta en vill taka upp bandarískan hátíðisdag sem nefnist Valentínusardagur. Ekki er ofsögum sagt af undirlægjuhætti þeirra sem ennþá þykjast vera Ís- lendingar en eru orðnir óþjóða- og óhljóðalýður og tveggjarásatól und- irþjóðar, sem einna helst má líkja við kalkipappír, sem tekur í gegn alla lífshætti herraþjóðarinnar. Tyggi- gúmmíklessurnar við anddyri Þjóð- arbókhlöðunnar eru menningar- og menntamerki uppvaxandi háskóla- kynslóðar, sem heimtar að strit- vinnulýður færi menntun á silfurfati. Svo afhjúpa unglingarnir fávisku sína og þekkja ekki ýsu með svartri rönd. Þau hafa bara étið roðfletta ýsu eða þá lasagna eða pepperoni- pitsu. P.s. Fréttablaðið sagði frá því nýlega að ær hefði „gotið“ lambi og þá kom mér til hugar: Það er gaman hjá Gunnari Smára og gróska í sveitinni hans, þar er hani með hárauðan kamb og ær sem í gær fór að „gjóta“ og gettu, hún eignaðist lamb. PÉTUR PÉTURSSON þulur. Í opna skjöldu Frá Pétri Péturssyni: Í DV á dögunum og í grein Hávars Sigurjónssonar í Morgunblaðinu 2. maí er fjallað um Þjóðleikhúsið í til- efni væntanlegra leikhússtjóra- skipta. Í kafla um fyrsta þjóðleik- hússtjórann, Guðlaug Rósinkranz, eru tvær missagnir, þær sömu í báðum tilvikum. Í fyrsta lagi er sagt að Guðlaugur væri skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst áður en hann tók við Þjóðleikhúsinu. Hið rétta er að hann var yfirkennari Samvinnuskólans í Reykjavík 1932– 49 í skólastjóratíð Jónasar frá Hriflu. Skólinn flutttist ekki á Bif- röst fyrr en 1955. Þá er það rangt að Guðlaugur sæti í byggingar- nefnd Þjóðleikhússins. Hann var skipaður formaður þjóðleikhúsráðs þegar það var sett á laggirnar til að undirbúa stofnun leikhússins, 1948. Ári síðar var Guðlaugur svo skip- aður þjóðleikhússtjóri en Vilhjálm- ur Þ. Gíslason varð formaður þjóð- leikhúsráðs. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. Um Guðlaug Rósinkranz Frá Gunnari Stefánssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.