Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 30

Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ sannaðist enn einu sinni á föstudaginn var hve gríðarlega gott barna- og unglingastarf er unnið á vegum Langholtskirkju. Svona gott og kröftugt tónlistarstarf meðal barna og unglinga jafnt sem fullorð- inna er eitt besta veganesti og um leið forvörn sem nokkur einstak- lingur getur fengið þegar lagt er út á djúp lífsins, og að sameina slíkan undirbúning fyrir lífið starfi kirkj- unnar finnst undirrituðum að fleiri söfnuðir mættu taka til alvarlegrar athugunar því þeim fjármunum er vel varið og þeir skila sér til baka í öflugu og jákvæðu safnaðarstarfi fullorðinna og allrar fjölskyldunnar til frambúðar. Mætti Þjóðkirkjan í heild sinni hafa það í huga við mörkun tónlistarstefnu sinnar svo og þjóðin öll því hver króna sem lögð er í svona starf skilar sér margfalt til baka í sparnaði síðar. Það eru ekki margar vikur síðan undirritaður hlustaði á Gradualekór Langholtskirkju fara á kostum í flutningi á Gloríu Vivaldis og því var eftirvæntingin töluverð að heyra kórinn takast á við verkefni af allt öðrum toga. Kórinn hóf tón- leika sína á lagi Páls Ísólfssonar Úr útsæ rísa Íslands fjöll í útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur, síðan fylgdu á eftir Maístjarna Jóns Ás- geirssonar, Senn kemur vor eftir Kabalevski, Lóa eftir Finn Jörg- ensen, Ave Maríu-bænir Eyþórs Stefánssonar og Kaldalóns en í þeirri seinni söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir einsöng með kórnum af mikilli tilfinningu og með stór- glæsilegum endi. Þar á eftir fylgdi fljúgandi Vínarstemmning í Vorljóði Johanns Strauss og þá var hoppað yfir til Japans og sungið þjóðlagið Aizu-Bandai-San. Söngur kórsins í þessum lögum var virkilega góður, tandurhreinn, gríðarlega agaður en þó músíkalskur og frjáls og fram- burður texta sérlega skýr. Lára Bryndís Eggertsdóttir lék með á flygilinn í öllum lögunum af næmi og öryggi. Verkið Håb eða Von fyrir kór, sópransóló, orgel, píanó, saxafón, slagverk og kontrabassa eftir danska tónskáldið John Høybye var næst á dagskrá. Textinn fjallar um krossinn, atburðinn á Golgata, upp- risuna á páskum og gleðina yfir sigri lífsins. Í þessu hrynræna verki er að finna gullfallegar laglínur og hver hinna átta þátta verksins hefur sinn karakter en verkið er þó ein heild og tengjast þættirnir saman með einskonar intermezzo. Flutn- ingurinn var mjög góður og hin mildu áhrif djassins nutu sín vel. Eivør Pálsdóttir sá um einsöngs- hlutverkið og féll hin fallega rödd og söngstíll hennar mjög vel að verkinu og söng kórsins. Kórinn var góður og hreyfingar hans sem Að- alheiður Halldórsdóttir samdi voru látlausar og mjög vel við hæfi. Allt var þetta flutt undir hnitmiðaðri og öruggri stjórn Jóns Stefánssonar. Undurfagrar unglingaraddir TÓNLIST Langholtskirkja Gradualekór Langholtskirkju. Einsöngv- arar Eivør Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hljóðfæraleikarar Lára Bryndís Eggertsdóttir á píanó og orgel, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Kjart- an Valdemarsson á píanó, Pétur Grétars- son á slagverk og Sigurður Flosason á saxafón. Kóreógrafía Aðalheiður Hall- dórsdóttir. Föstudagurinn 30. apríl 2004 kl. 17. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Klink og Bank, Brautarholti 1 kl. 20 Aaron Mitchell opnar sýningu sína „Spines“. Aaron hefur unnið sýninguna, sem samanstendur af skúlptúrum og teikningum, sér- staklega með rýmið í KlinK og BanK í huga. Sýningin er opin mið- vikudaga til sunnudaga kl. 14–18. Hafnarfjarðarleikhúsið kl. 21 Aukasýning á leikritinu Brim eftir Jón Atla Jónsson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FRÆÐSLUFUNDUR um sölu á ljósmyndum verður haldinn í Gerðu- bergi kl. 14 á laugardag. Yfirskrift fundarins er: „Gerðu mat úr þínum myndum“ og verður athyglinni eink- um beint að því hvað þurfi, til að selja myndir. Hvernig myndir selj- ast, hverjir kaupa myndir, hvernig á að verðleggja myndir, hvað þarf við- komandi að eiga mikið af myndum, hvernig á að skipuleggja safnið? Hvort er betra filmur eða stafrænt? Hvernig er best að markaðssetja eigin myndir o.fl. Íslenski ljósmyndabankinn, Nord- ic Photos, einn öflugasti ljósmynda- banki á Norðurlöndum, verður kynntur en þar skapast möguleiki á að selja myndir í gegnum sölukerfi á Netinu. Auk þess verða kynnt ým- iskonar ljósmyndanámskeið sem eru í boði á vegum www.ljosmyndari.is. Fyrirlesari er Pálmi Guðmunds- son sem rekur Íslensku ljós- myndaþjónustuna, auk þess að vera umsjónarmaður vefsíðunnar www.ljosmyndari.is og námskeiðs- haldari. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni http://www.ljos- myndari.is. „Gerðu mat úr þínum myndum“ HVERS vegna hljóma drengjakór- ar öðru vísi en stúlknakórar? „Jú, þar kemur ýmislegt til,“ seg- ir Ebbe Munk, kórstjóri hins víð- fræga og virta Drengjakórs Kaup- mannahafnar, en kórinn syngur í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20 á vegum Listvinafélags kirkjunnar. „Drengja- og karlakórar hafa verið til allt frá því farið var að syngja fjölraddaða tónlist, og voru kjarni þeirrar hefðar, og þess vegna er svo mikilvægt að halda þeirri arfleifð við,“ segir Ebbe Munk. „Drengjakórar hljóma þó mjög mismunandi. Drengjakór Kaupmannahafnar hefur kórhljóm sem líkist frekar því sem gerist í Þýskalandi en til dæmis í Englandi; hann hefur mjög þéttan og mikinn hljóm. Þegar raddir drengja byrja að fara í mútur gerist eitthvað með hljóm raddarinnar, sem skapar meiri kraft og dekkri lit en gerist hjá stúlknaröddum, sem fara þó reyndar líka í mútur. Þessi breyt- ing á röddum drengjanna skapar sérkenni kórhljómsins. Meiri breidd í hljómnum Stúlknakórar geta hljómað mjög fallega, hljómurinn er léttari, og raddirnar eru jafnari en hjá drengj- unum. En vegna þess hve radd- breytingin hjá drengjunum verður miklu meiri, og litbrigði raddanna eru meiri, skapast meiri breidd í hljómnum. Að auki syngja full- orðnir drengir gjarnan með í drengjakórunum, og það gefur líka möguleikann á breiðara raddsviði,“ segir Ebbe Munk. Hann segir engan veginn hægt að segja að drengjakórar séu betri en stúlknakórar, eða öfugt, þetta séu bara í eðli sínu ólíkar raddir. „Staðreyndin er nú samt sú að það eru til miklu fleiri góðir stúlkna- kórar en drengjakórar, en það er önnur saga. Í kórskólanum okkar í Kaupmannahöfn er kennsla stúlkna og drengja aðskilin, og það er nauð- synlegt, því við viljum gjarnan geta viðhaldið þessum ólíka kórhljómi kóranna. Strákar og stelpur eru líka ólík bæði að lunderni og skap- ferli. Það er vel hægt að búa til góð- an barnakór, sem er bæði með stúlkum og drengjum, en kórhljóm- urinn verður aldrei jafn sérstakur og ef röddum kynjanna er haldið aðskildum.“ Raddirnar fallegastar undir lok mútanna Ebbe Munk segir að raddir stúlkna þróist alla jafna jafnt og átakalítið gegnum mútur, á meðan kalla megi mútur drengja hreina byltingu, enda geti hún tekið aðeins örfáa mánuði. „Rödd drengjanna er fallegust undir lok þessa tímabils, en því mið- ur stendur það stutt. Þegar við horfum til baka, til daga barokk- tónskáldsins Buxtehudes, þá voru drengir að fara í mútur um átján ára aldurinn. Í dag gerist þetta um fjórtán ára aldurinn, og jafnvel fyrr. Þess vegna tölum við stundum um að drengjakórarnir í dag séu undir meira álagi en áður var, þetta gerist allt mun fyrr og miklu hrað- ar, og við vitum ekki hvers vegna. Hér stjórnar náttúran okkur.“ Þetta sérstaka vandamál, hvað drengir fara fyrr í mútur nú en áð- ur, er reyndar í deiglunni um þess- ar mundir að sögn Ebbe Munk, því að undirlagi hans ætla forsvars- menn norrænna drengjakóra að setjast niður á næstunni, kryfja vandamálið sem af því skapast fyrir kórana og finna leiðir til að bregð- ast við því. „Við verðum að spyrja okkur að því, hvort þessi þróun geti leitt til þess að eftir 50–100 ár verði engar drengjaraddir til lengur!“ segir Munk, „drengjakórshljóm- urinn er mjög fallegur, og hefðin mun auðvitað lifa.“ Ebbe Munk stjórnandi Drengjakórs Kaupmannahafnar Náttúran stjórnar drengjaröddunum Morgunblaðið/Jim Smart Ebbe Munk, stjórnandi Drengja- kórs Kaupmannahafnar, var sjálfur eitt sinn félagi í kórnum. SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir opnar sýningu á steindu gleri í Þjóðar- bókhlöðunni í dag kl. 17. Sýninguna nefnir Sigríður Þrjátíu dagar í Kevelaer og er þetta í fyrsta sinn sem hún sýnir eingöngu steinda glugga, en þetta er þrettánda einka- sýningin hennar. Á morgun kl. 17 verður síðan opnuð önnur sýning Sigríðar á steindu gleri í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Ísafirði. Þessar tvær sýningar sameinast svo í Amtsbókasafninu á Akureyri um miðjan júní. Myndirnar á sýningunni í Þjóðar- bókhlöðunni eru allar unnar á einum mánuði á verkstæði Hein Derix í Kevelaer í Þýskalandi í vor. En að sögn Sigríðar hefur hún haft mikil tengsl við verkstæðið síðustu tvo áratugi, allt frá því hún var þar á seminari að loknu námi í Edinborg. Þannig hefur nánast allt sem Sigríð- ur lætur byggja fyrir sig af stærri verkum verið unnið í Kevelaer. Má þar t.d. nefna steindu gluggana fyrir Langholtskirkjuna. Á ferli sínum hefur Sigríður unnið talsvert af listaverkum fyrir opin- bera staði og hafa margir eflaust séð verk hennar í t.d. Norræna húsinu, Þjóðarbókhlöðunni eða Íslands- banka við Lækjargötu. Á sýning- unum nú er Sigríður í fyrsta skipti að sýna eingöngu steinda glugga sem ekki eru ætlaðir ákveðnum arkitekt- úr eða stað og fól það að sögn Sigríð- ar í sér visst frelsi þótt það hafi á sama tíma verið töluverð ögrun. Aðspurð segir Sigríður upphaf- legu áætlun sína með vinnuna í Kevelaer hafa verið að vinna hóp mynda um hitakærar örverur, sem hún hefur verið að persónugera und- anfarið. „Þegar ég hins vegar var komin út og byrjuð að vinna þá urðu minni sem tengjast gönguferðum mínum ráðandi, en á síðustu árum hef ég t.d. gengið Jakobsveginn til Santiago de Compostela, Á Nýja Sjálandi, Ítalíu, auk auðvitað Ís- lands. Á þessum þrjátíu dögum í Kevelaer vann ég úr þessum ferðum og því sem fyrir bar á leiðinni, og má sjá mikið af náttúrulegum hlutum á borð við t.d. laufblöð í verkunum,“ segir Sigríður og tekur fram hve gaman hafi verið að sjá skyldleikann milli hinna ólíku landa. „Ég veitti því m.a. eftirtekt hve bauk okkar mannanna er víða afar skylt innbyrðis þótt það virðist kannski ólíkt á yfirborðinu. Þannig má t.d. sjá ákveðinn skyldleika milli mynstranna í húðskreytingu Maór- anna á Nýja Sjálandi og útskorinna rúmfjala Íslendinga,“ segir Sigríður og bendir á hvernig þessi mynstur skili sér inn í verkin. Að sögn Sigríðar notaði hún tím- ann á verkstæðinu vel og vann bók- staflega frá morgni til kvölds. „Það má í raun segja að það hafi verið al- gjör lúxus að fá að vinna svona mark- visst og að vinna hugmyndirnar beint á glerið, en það þekkist varla í glerlistinni. Þegar þú vinnur í steint gler er efnið sjálft svo dýrt að þú full- vinnur alltaf allt á pappír og gengur frá öllum ákvörðunum áður en þú snertir glerið. Það er hins vegar ótrúlega gaman að vinna beint á glerið, þótt það sé afar hættulegt enda eru minnstu mistök bönnuð vegna þess hve dýrkeypt þau eru,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir að lok- um. Eins og áður var getið standa sýn- ingarnar tvær, í Reykjavík og á Ísa- firði, til 7. júní nk. Í framhaldinu fara verkin síðan norður þar sem opnuð verður sýning á Amtsbókasafninu á Akureyri. Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður Ásgeirsdóttir á sýningu sinni Þrjátíu dagar í Kevelaer sem verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Innblásin af gönguferðum MARÍA Pálsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra fræðslu- deildar Þjóðleikhússins. Fræðsludeild- in var stofnuð í mars 2002 með stuðningi Menningar- sjóðs Íslands- banka. Deild- inni er ætlað að efla sam- skipti leik- hússins við kennara og skóla í landinu, með það að markmiði að styrkja stöðu leiklistarinnar sem kennslugreinar í íslenska skólakerfinu, að hafa frum- kvæði að umræðu um leiklist í skólum, að gera leikhúsið sýni- legra í samfélaginu og breikka áhorfendahóp Þjóðleikhússins og örva þann sem fyrir er. María tekur við af Vigdísi Jak- obsdóttur leikstjóra. María útskrifaðist frá Leik- listar-skóla Íslands árið 1999. Hún var fastráðin hjá Leik- félagi Akureyrar leikárið 1999– 2000, og lék hlutverk Michelle í Veislunni í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum. Veturinn 2000– 2001 var hún við framhaldsnám í leiklist við sænsku deildina í leiklistarskólanum í Helsinki, og lauk kennaranámi við KHÍ vorið 2003. Lokaritgerð Maríu var um stöðu leiklistar í reyk- vískum grunnskólum. Könnun hennar vegna lokaritgerðar var unnin í samstarfi við fræðslu- deild Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið Nýr deild- arstjóri fræðslu- deildar María Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.