Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 46
UMRÆÐAN 46 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN ár hafa öldr- unarmál á Akureyri verið mikið í um- ræðu meðal bæjarbúa og hefur kveikjan að þeirri um- ræðu yfirleitt verið við- varandi skortur á hjúkrunarrýmum. Öll- um ber saman um að slíkt ástand er ólíðandi en nú horfir til betri tíðar með tilkomu byggingar við Hlíð sem er langt komin í hönnunarferli og munu byggingarfram- kvæmdir hefjast í sum- ar. Þar bætast við sex- tíu ný rými í tveimur áföngum sem færa munu ástandið í við- unandi horf. Til þess að brúa bilið þar til framkvæmdum lýkur ákvað Bæjarstjórn Ak- ureyrar að ráðast í endurbætur á einni álmu gamla Skjald- arvíkurheimilisins og um miðjan apríl fluttu fyrstu íbú- arnir inn á hlýlega og vel útbúna deild en þeir munu verða fimmtán talsins. Vegna skorts á hjúkrunarrýmum hefur umræðan um öldrunarþjón- ustuna verið fremur einsleit og hinar fjölmörgu jákvæðu hliðar hafa liðið fyrir. Á þeim jákvæðu tímamótum þegar sést fyrir vandann hefur Ak- ureyrarbær ákveðið að halda kynn- ingar-, fræðslu- og skemmtidagskrá sem ber yfirskriftina, Litríkt vor – virkir eldri borgarar. Dagskráin hefst 6. maí og lýkur laugardaginn 15. maí með fræðslu- og skemmtidagskrá í Gler- árkirkju. Starfshópur sem skipaður er tveimur fulltrúum úr félags- málaráði og þremur starfsmönnum úr öldr- unarþjónustu hefur haft veg og vanda að und- irbúningi dagskrár auk þess sem fjölmargir að- ilar frá ýmsum sviðum öldurnarþjónustunnar kynna sína starfsemi. Margir einstaklingar, fyrirtæki og fé- lagasamtök hafa komið að þessu verkefni og eru þeim færðar bestu þakkkir fyrir. Í dag- skránni er leitast við að blanda saman fræðslu og skemmtun á sem fjölbreyttastan hátt þannig að flestir finni eitthvað við sitt hæfi og fái jafnvel ný áhuga- mál. Möguleikarnar eru margir í okkar góða bæ þar sem við viljum sjá virka eldri borgara í hinu litríka vori. Litríkt vor á Akureyri Jóhannes G. Bjarnason skrifar um öldrunarmál Jóhannes Bjarnason ’Í dagskránnier leitast við að blanda saman fræðslu og skemmtun…‘ Höfundur er bæjarfulltrúi. FÖSTUDAGINN 30. apríl sl. birt- ist í Morgunblaðinu athyglisverð grein um þörf á viðhorfsbreytingu í þjónustu við geðsjúka. Greinina ritaði Elín Ebba Ásmundsdóttir, for- stöðuiðjuþjálfi geðsviðs LSH. Þar segir frá Hugarafli, samtökum geð- sjúkra og þeirra sem láta sig málefnið varða. Það er frábært ef þessi samtök ná að þróast líkt og AA- samtökin hafa gert um allan heim og hafa í auknum mæli áhrif á sín málefni. Í greininni kom einnig fram að geðsvið LSH stóð um langt skeið eitt uppi með vanda geð- sjúkra því að enginn annar vildi sinna þess- um hópi. Ég tel að lík- leg skýring sé einnig sú að ekkert fjármagn hafi fylgt geðfötluðum ein- staklingum út af sjúkrahúsinu til að tryggja viðunandi bú- setu. Að mínu mati mæðir ennþá mikið á geðsviði LSH, sér- staklega eftir að bráða- plássum var fækkað og ekkert kom í staðinn. Í Morgunblaðinu föstudaginn 30. apríl sl. var einnig fjallað um vanda heimilislausra. Af þeim 102 ein- staklingum sem eru heimilislausir eru 32 einstaklingar taldir geðfatl- aðir. Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri vill móta heildstæða stefnu í málefnum heimilislausra. Að mati fé- lagsmálastjóra reynist erfitt að koma skjólstæðingum félagsþjónustu inn á geðdeildir og oft á tíðum er ekki hægt að útvega búsetuúrræði af því fólkið er of veikt. Þá segir hún að það geti verið erfitt fyrir fáliðað stuðnings- heimili fyrir geðfatlaða að taka við mjög erfiðum einstaklingum. „Það er ekki nóg að koma mönnum í hús, heldur þarf sérþjálfað starfsfólk og mikla þjónustu,“ segir félagsmála- stjóri. Það er ánægjulegt til þess að vita að félagsmálastjóri vilji leggja sitt af mörkum til þess að sinna geð- fötluðum þrátt fyrir þá annmarka sem því fylgir. Þeir sem hlotið hafa fötlun af völd- um geðsjúkdóms þurfa oft mikla þjónustu. Það sem meira er, þeir eiga rétt á þeirri þjónustu samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra. Geðsjúkir sem eru fatlaðir gera kröfu um þjón- ustu þannig að líf þeirra þurfi ekki að einkennast af „kvíða, svefntruflunum og alls kyns líkamlegum verkjum“ eins og fram kemur í grein Elínar Ebbu. Vandamálið er ekki að finna húsnæðið. Félagsbústaðir hafa hingað til staðið sig ágætlega í að leysa þau mál. Vandinn snýst um fjármagn og mikla þjón- ustuþörf geðfatlaðra einstaklinga og að þjón- ustu sé sinnt þannig að sómi sé að. Því miður er sérhæft starfsfólk flest ennþá inni á sjúkra- stofnunum. Hjúkr- unarfræðingar þurfa í auknum mæli að sinna geðhjúkrun í samfélag- inu þannig að geðfatl- aðir geti búið í sam- félaginu og jafnframt notið þeirrar þjónustu sem þeir þurfa hjá heil- brigðiskerfinu. Fjöl- miðlaumræða hefur skapast um ástandið á LSH og tímarnir hafa breyst. Hjúkrunarfræðingar sækjast nú í auknum mæli eftir störfum í samfélaginu við sitt hæfi. Lítið fjármagn og skortur á þver- faglegri samvinnu er ávísun á fram- hald á því krísuástandi sem ríkt hefur í þjónustu við geðfatlaða. Það er mik- ilvægt að þjónustan mæti þörfum geðfatlaðra og styðji þá sem geta til búsetu utan sjúkrahúss. Stefna skal að framtíðarbúsetu fyr- ir geðfatlaða og forðast lítt sérhæfðar og vanáætlaðar skammtímalausnir. Það er engin ástæða fyrir geðfatlaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra að sætta sig við annað en sérhæfð úr- ræði til frambúðar þannig að allir fái notið sín. Málefni geðfatlaðra Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir skrifar um heilbrigðismál Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir ’Það er mik-ilvægt að þjón- ustan mæti þörfum geðfatl- aðra…‘ Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og starfar á heimili fyrir geðfatlaða. ÞAÐ er mjög gagnlegt fyrir okkur sem störfum við þjónustu við ferða- menn að hlusta grannt á hvað það er sem ferðamenn hafa mestan áhuga á hverju sinni. Það gefur til kynna hvað ferðaþjón- ustan þarf að gera til að mæta kröfum og væntingum ferðafólks, jafnt innlends sem er- lends. Það hefur vakið athygli mína hvað margir landsmenn sem koma á Shellstöðina við Brúartorg í Borg- arnesi spyrja mikið um golfvelli og hvar sé skemmtilegast spila golf á Vesturlandi. Þetta er kannski ekki skrítið þegar á tólfta þúsund Ís- lendinga spila golf sér til afþrey- ingar og golfvellir eru um 60 um- hverfis allt landið. Áhugi landsmanna á golfíþróttinni er að skapa nýja grein í ferðaþjón- ustunni sem mætti kalla „golftúr- isma“ og er það af hinu góða. Golfarar vilja nefnilega prófa sem flesta velli, ekki bara sinn eign klúbbvöll. Hingað til hafa þeir sótt mikið til útlanda, en það færist í vöxt að þeir heimsæki velli víða um landið. „Golftúr- istar“ kaupa mikla þjónustu á þessum ferðum sínum um land- ið, sem eru mikilvægar tekjur fyrir ferðaþjón- ustuna. Miðað við það sem golfspilarar segja við mig á þessi grein ferðaþjónustunnar eftir að aukast verulega á næstu árum og er því mikilvægt að ferðaþjónustan aðlagi sig hratt og vel þörfum þessa fjölmenna hóps útivistarfólks. Mér þykir ætíð gaman segja fólki að á Vesturlandi sé fjöldi afar skemmtilegra golfvalla í fögru um- hverfi og ég hvet golfara að reyna að heimsækja sem flesta þeirra. Það yrði of langt mál að nefna alla vellina í stuttri grein, en það má spila golf allt frá Akranesi uppí Húsafell og vestur á Snæfellsnes og Dali og allt þar á milli. Golfklúbbar eru margir á svæðinu og er öflug og blómleg starfsemi í þeim öllum. Gaman væri að skipuleggja sér- stakt árlegt golfrall á Vesturlandi, þar sem golfiðkendur væru hvattir til að spila á öllum golfvöllum fjórð- ungsins á einu sumri og fengju þeir sérstaka viðurkenningu fyrir að ná því markmiðið. Sama mætti gera til að laða erlenda golfara til landsins, en ef það tækist væri það enn ný tekjulind fyrir ferðaþjónustu lands- manna. Hver golfari fengi sérstaka golfbók í upphafi sem yrði stimpluð af viðkomandi golfklúbbi þegar búið væri að leika hring á hverjum velli. Það fer ekki á milli mála að Ís- lendingar leita oft langt yfir skammt þegar að ferðalögum kemur, en það ber að fagna því að stöðugt fjölgar þeim sem vilja skoða og njóta æv- intýralandsins Íslands. Ferðaflóran býður upp á óteljandi afþreying- armöguleika sem er mun ódýrara að njóta en að fara í dýra utanlands- ferð. Nú um næstu helgi, 7. til 9. maí, verður Ferðatorg 2004 haldið í Smáralind. Meðal nýrra þáttakenda á Ferðatorginu í ár verður Golf- samband Íslands sem sýnir áhuga þess á íslenskri ferðaþjónustu og er það vel. Ég hvet alla þá sem tök hafa á að líta við hjá okkur til að kynna sér ferðamöguleika sumarsins. „Golftúrismi“ nýjasti hluti innlendrar ferðaflóru Hjörtur Árnason skrifar um ferðamál ’Það fer ekki á millimála að Íslendingar leita oft langt yfir skammt þegar að ferða- lögum kemur…‘ Hjörtur Árnason Höfundur er stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands og rekur Shellstöðina við Brúartorg í Borgarnesi. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 fiÚ GETUR... ...OR‹I‹ HEIMSFORELDRI Tryggjum hverju barni heilsuvernd, menntun, jafnrétti, umhyggju EFLUM MANNÚ‹ Sími 575 1520 I www.unicef.is © U N IC E F/ H Q 99 -0 81 4/ R o g er L eM o yn e
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.