Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 19

Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 19                          H ug tö k M aí 0 4 Fjöldi verslana í miðborginni selur vörur sínar með sérstökum TAX FREE afslætti til kl. 18 í dag, föstudag og á morgun, laugardag til kl. 17. arbústaði. Einnig hefur Steypustöðin komið upp steingarði með ým- iss konar hleðslum til að gefa gestum vís- bendingu um þá mögu- leika sem felast í vel völdum steinum. Merkilegast að mati Auðar er þó svonefnt stokk- og stafhús, bjálkahús í þrettándu aldar stíl, sem einungis er unnið með höndum og handgerðum verk- færum. Það er Gunnar Bjarnason, húsasmíða- meistari og eldsmiður, sem smíðaði húsið með verkfærum sem hann hafði sjálfur handsmíðað til verks- ins. Auður segir stokk- og stafhúsin hafa verið þekkt í Noregi á þrett- ándu öld, en verklagið hafi glatast þegar svarti dauði reið yfir álfuna og felldi marga handverksmenn. Norðmenn endurheimtu þó nýlega verkþekkinguna í Rússlandi, þar sem hún hafði varðveist. „Við vorum líka að blaða í Njálu og erum ekki frá því að Gunnar á Hlíðarenda hafi búið í svona húsi. Í kaflanum þar sem Gunnar er veginn er talað um stokka og stafi í húsinu,“ segir Auð- ur. Samhliða sýningunni verður skemmtidagskrá með götustemn- ingu og mun tónlistarfólk og götu- leikarar skemmta gestum sýning- arinnar og verður mikil áhersla lögð á yngstu kynslóðina. Aðgangseyrir á sýninguna er 800 kr. en 400 kr. fyrir börn frá 12–15 ára. Laugardalur | Gríðarlegur erill var í Laugardalshöll í gær, en sýning- araðilar og aðstandendur sýning- arinnar Sumarið 2004 sem verður opnuð í dag voru í óða önn að koma upp kynningarbásum og setja upp sýninguna. Á Sumrinu 2004 kynna yfir 135 fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar starfsemi sína, sem í flestum tilvikum snýst um þá fjöl- breyttu möguleika sem Íslendingum bjóðast í sumar hvað varðar ferða- lög, garðyrkju, sumarbústaðalíf og aðra þá dægradvöl sem landinn nýt- ur á meðan sólin er hæst á lofti. Þá verða haldnir fyrirlestrar um ýmis málefni, þar á meðal plöntulíf, timb- ur, sumarbústaðaland, útivist, flokk- un úrgangs, sumarstarf barna og unglinga og vistvernd í verki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá munu ein- staklingar halda stutt námskeið í handverki og snatti ýmiss konar. Að sögn Auðar I. Ottesen, garð- yrkjufræðings og smiðs, sem skipu- leggur sýninguna ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni, einkennir mikil fjölbreytni sýninguna og hefur áhuginn á henni aukist mjög meðal fyrirtækja sem þjónusta þarfir tengdar sumrinu. „Það sést best á því að fyrstu fjögur fyrirtækin bók- uðu sig strax, sama daginn og sýn- ingin var auglýst í október. Þessi fyrirtæki hafa verið með frá því við byrjuðum með þessa sýningu fyrir tveimur árum, en það sýnir að þeim finnst þetta bera árangur,“ segir Auður og bætir við að sýningin hafi vaxið mjög síðan hún hélt hana fyrst í Mosfellsbæ samfara tíu ára afmæli tímaritsins Sumarhús og garðurinn. „Enda eru nú sumarhúsaeigendur að verða sautján þúsund og fjölgaði um fjögur hundruð á síðasta ári bara á Suð- urlandi. Svo er mikill vöxtur í Borgarfirð- inum,“ segir Auður. „Svo hefur verið svo mikill áhugi meðal þeirra sem standa í ferðaþjónustu og af- þreyingu vegna þess að það tengist svo sumarbústöðunum. Hugmyndaflugið í ferðaþjónustu hefur líka aukist svo mikið. Það starfa ferðamála- fulltrúar í mörgum sveitarfélögum við að koma fram með hug- myndir og draga þær erlendis frá.“ Verkþekking endurheimt Meðal sýningargripa á sýning- unni eru kynstrin öll af fjölbreyti- legum nuddpottum, mörgum hverj- um með innbyggðu útvarpi og vatnshitara. Auður segir ekki loku fyrir það skotið að sýnendur og starfsfólk sýningarinnar skelli sér í pottinn að kvöldi sunnudags og fagni vel heppnaðri sýningu, en álagið hefur verið gríðarlegt und- anfarna dag, enda að mörgu að hyggja. „Já, pottarnir verða allir með heitu vatni og sumir þeirra eru sérhannaðir fyrir þreytta iðn- aðarmenn, með allsherjarnuddi og fleiru,“ segir Auður. Þá má á sýningunni sjá matvæli og nýjustu tísku í sumarhúsum auk skemmtilegra skandinavískra tölvu- skjáa, lyklaborða og tölvumúsa úr viði, sérhannaðra fyrir sum- Á annað hundrað aðila tekur þátt í sýningunni Sumarið 2004 í Laugardalshöllinni um helgina Morgunblaðið/Golli Hlaðinn grjótgarður: Starfsmenn Steinsteypustöðvarinnar undirbúa sýn- ingargarð stöðvarinnar, sem gefur í skyn fjölbreytta möguleika. Auður I. Ottesen, sýningarstjóri sýning- arinnar Sumarið 2004. Aukinn áhugi á sumar- afþreyingu og garðvinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.