Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 27 Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Upplýsingar í síma 899 8199 - Netfang: kraft@isl.is. • Bjóðum upp á rólega byrjendatíma í sumar og stuttar gönguferðir. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Holl hreyfing stuðlar að vellíðan og betri heilsu KRAFTGANGA Í 13 ÁR Dalvík | Hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu og áhugafólk um bætta ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að stofna ferðamálafélag, og verður stofnfundur þess á kaffi- húsinu Sogni mánudaginn 17. maí kl. 20.30. Að sögn Friðriks Arnarsonar, eins þeirra er unnið hafa að und- irbúningi stofnunar Ferðamála- félags, er hugsunin að baki þessu byggð á grunni starfs ferðamála- hóps sem starfandi var innan Framfarafélags Dalvíkurbyggðar. Hins vegar fannst mönnum rétt að stíga skrefið til fulls og stofna formlegt ferðamálafélag, með það að markmiði að koma á fót hags- munasamtökum ferðaþjónustuaðila og annarra þeirra sem vilja efla ferðaþjónustu á svæðinu. Friðrik segir að til að byrja með verði starfssvæði félagsins Dalvík- urbyggð, en áætlanir geri ráð fyrir að í framtíðinni nái starfssvæðið yf- ir öll sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð. Ferðamála- félag stofnað Hólmavík | Leikskólabörn í Lækj- arbrekku á Hólmavík sýndu á sunnudaginn afrakstur vinnu sinn- ar í vetur. Haldin var vegleg myndlistarsýning þar sem for- eldrum og öðrum áhugasömum gafst kostur á að skoða verk barnanna. Fjölmargir skoðuðu sýninguna og gæddu sér á veit- ingum sem börnin og starfsfólkið höfðu útbúið. Í vetur hafa verið 37 börn á aldrinum 18 mánaða til fimm ára í leikskólanum, en sextán þeirra út- skrifast nú í vor. Kristbjörg Lóa Árnadóttir á Skjaldfönn sem stýrt hefur leikskólanum síðustu þrjú árin lætur nú af störfum sem leik- skólastjóri. Þær Kolbrún Þor- steinsdóttir og Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir munu taka við og veita leikskólanum forstöðu. Að sögn Kolbrúnar er nóg af börnum til að fylla þau pláss sem losna í vor. Leikskólapláss eru reiknuð í svokölluðum barngildum og yngstu börnin telja 2 barngildi en þau elstu 0,8. Á síðasta ári fædd- ust óvenju mörg börn á Hólmavík og því ekki við öðru að búast en að stækkun leikskólans síðastliðið sumar eigi eftir ða nýtast vel í framtíðinni. Reiknað er með að fimmtán af þeim börnum sem útskrifast úr leikskólanum í vor verði í Grunn- skólanum á Hólmavík, og verði þar með stærsti árgangur grunn- skólans. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Vorsýning í leik- skólanum Lækjar- brekku ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.