Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 124. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BYGGIR ME‹ fiÉR ALLT FYRIR PALLINN Í BYKO Hugleiknar kleinur Siggi lendir í ýmsum uppákomum í tengslum við bakkelsið | Listir Lukkudýr félaganna Lukkudýr setja svip sinn á komandi knattspyrnusumar | Daglegt líf Fólkið í dag Fólkið fer með kærastann í Góða hirð- inn  Kossar og Kraftwerk Kaffi  Lífið í Barcelona Vikan Fjársjóðir FJÁRFESTINGAR vegna stóriðju og áframhaldandi vöxtur einka- neyslu eru tvær helstu ástæður þess hagvaxtar sem fjármálaráðu- neytið býst við að verði á næstu ár- um, en ráðuneytið spáir því í nýrri þjóðhagsspá sinni að hagvöxtur verði 4,5% á þessu ári og 5% á því næsta. Þessi nýja spá er talsvert hærri en sú síðasta sem gefin var út í janúar sl. en þá var reiknað með að hagvöxtur í ár yrði 3% og hagvöxt- ur árið 2005 yrði 3,5%. Í þjóðhagsspánni nú hafa efna- hagshorfur tímabilsins 2007–2010 breyst og ekki er lengur gert ráð fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar þess að stóriðjufram- kvæmdum lýkur árið 2007. Ráðu- neytið sér því ekki fyrir endann á hagvaxtarskeiðinu næstu 5–6 ár. Eftir að fjármálaráðuneytið hafði sent þjóðhagsspá sína frá sér í gær birti Seðlabankinn tilkynningu um væntanlega 0,2% hækkun stýri- vaxta sem markar upphafið á vaxta- hækkunarferli bankans til að stemma stigu við þenslu og verð- bólgu. „Okkur finnst að framvindan síð- an [17. mars þegar Peningamál komu út] hafi verið þannig að það væri rétt að stíga þetta skref núna. Þetta er mjög varfærið skref,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri. Hann segir að það sem gerst hafi síðan 17. mars sé að miklar bólgur séu í öllum tölum sem nú sjáist; í tölum um einkaneyslu, eftirspurn og í eignaverði. Aukinn viðskiptahalli Fjárfestingar vegna stóriðju- framkvæmda eru enn sem fyrr taldar meginskýring hagvaxtar næstu ára samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og munu þær einnig skýra aukinn viðskipta- halla sem fer hæst í 100 milljarða króna á árunum 2005–2006. Önnur skýring hagvaxtarins er talin áframhaldandi vöxtur einkaneyslu, sem einnig mun auka viðskiptahall- ann. Vaxtahækkunin kemur greining- ardeildum bankanna ekki á óvart og býst t.d. greiningardeild Íslands- banka við annarri vaxtahækkun fljótlega. „… mjög líklega mun önn- ur vaxtahækkun bankans koma innan þriggja mánaða. Að öllum lík- indum verður sú hækkun lítil eða allt að 0,3%. Greining ÍSB spáir því að bankinn muni með þessum hætti stíga smá skref en nokkuð ört á næstu misserum. Líklegt er að stýrivextir bankans verði 7,5% inn- an næstu 18 mánaða en vextir bank- ans verða eftir hækkun nú 5,5%.“ Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir auknum hagvexti á næstu árum Spáð 4,5% hagvexti í ár Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína um 0,2% í næstu viku  Hagvaxtarskeið/12 ÞAÐ kann að reynast nauðsyn- legt að halda þjóðaratkvæða- greiðslu í Færeyjum um Evrópu- málin samþykki Danir stjórnar- skrársáttmála Evrópusambands- ins sem að öllum líkindum verður tilbúinn í sumar. Þessa dagana er um það rætt í Færeyjum hvaða þjóðréttarlegu afleiðingar það muni hafa fyrir Færeyinga ef Danir samþykkja stjórnarskrársáttmála ESB í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Færeyjar eiga ekki aðild að ESB en eru í ríkjasambandi við Dani, sem eiga aðild að ESB. Óvíst þykir hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir Færeyjar ef forræði ýmissa mála, sem Danir hafa séð um fyrir Fær- eyinga, flyst til Brussel, þar sem höfuðstöðvar ESB eru. Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, gerði þessi mál að um- talsefni í ræðu sem hann hélt ný- verið í Danmörku og Høgni Hoy- dal, sem er þingmaður fyrir Þjóðveldisflokkinn og því sjálf- stæðissinni, hefur sagt að líklega þurfi að halda þjóðaratkvæði. Undir það hefur Kaj Johannessen, þingmaður Sambandsflokksins, sem er fylgjandi sambandinu við Danmörku, tekið, skv. Sósíalurin. „Það verður að spyrja færeysku þjóðina áður en nokkur ákvörðun er tekin,“ sagði hann. Þjóðaratkvæði um Evrópumál? GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti af- tók með öllu í gærkvöldi að Donald Rums- feld varnarmálaráðherra myndi víkja úr ríkisstjórn vegna illrar meðferðar banda- rískra hermanna á föngum í Írak. „Rums- feld ráðherra hefur þjónað ættjörð sinni vel,“ sagði Bush. „Hann er mikilvægur liðsmaður stjórnar minnar og hann mun sitja áfram í stjórn minni,“ bætti hann við. Forsetinn staðfesti hins vegar að hann hefði ávítað Rumsfeld fyrir að hafa ekki greint honum frá málinu áður en það komst í hámæli. Bush baðst í fyrsta skipti afsökunar á illri meðferð á föngum í Írak á frétta- mannafundi sem hann hélt með Abdullah Jórdaníukonungi í Washington í gær. Hann sagði að Bandaríkjamönnum væri „ómótt“ vegna ljósmynda þar sem sjá má hvar bandarískir hermenn niðurlægja íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í út- jaðri Bagdad. 40 Írakar féllu í Najaf Bandaríkjaher náði á sitt vald helstu stjórnarskrifstofum í borginni Najaf í Írak eftir harða bardaga í gær en þar hafa vopnaðir fylgismenn sjítaklerksins Moqt- ada al-Sadrs haft öll völd undanfarnar vik- ur. Bandaríkjamenn áætla að um 40 fylg- ismenn al-Sadrs hafi fallið í átökunum. Þá biðu fimm óbreyttir borgarar og einn bandarískur hermaður bana þegar bíl var ekið að mörkum græna svæðisins svokall- aða, sem Bandaríkjamenn ráða í miðborg Bagdad, og hann þar sprengdur í loft upp. Tuttugu og fimm manns til viðbótar særð- ust í sprengingunni. The Washington Post The Washington Post birti í gær áður óséðar myndir af illri meðferð á Írökum. Bush til varnar Rumsfeld Washington, Najaf, Bagdad. AP.  Bush forseti/14 STJÓRNVÖLD í Búlgaríu for- dæmdu í gær dauðadóm yfir fimm búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum palestínskum lækni sem dómstóll í Líbýu felldi fyrr um dag- inn. „Þessi dómur er út í hött, það skortir allar sannanir,“ sagði Anton Stankov dómsmálaráðherra. Dóm- urinn hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. Mannréttindasamtök halda því fram að Líbýustjórn hafi skáldað ákærurnar á hendur fólkinu upp til að breiða yfir slæman aðbúnað að sjúkrahúsum í landinu. Og dr. Luc Montagnier, Frakkinn sem átti þátt í því að alnæmi var greint á sínum tíma, sagði fyrir rétti að hreinlæt- isskortur á Benghazi-sjúkrahúsinu hefði líklega valdið því að sjúklingar smituðust af HIV. Þessum rökum hafnaði hins vegar sérstök sérfræð- inganefnd líbýskra lækna. Sakborningarnir hafa setið í varðhaldi undanfarin fimm ár. Þeir sögðu fyrir rétti að játningar þeirra í málinu hefðu verið þvingaðar fram. Lýstu þeir sig saklausa af öllum ákærum. Skv. lögum í Líbýu verður úrskurðinum sjálfkrafa áfrýjað. Reuters BÚLGÖRSKU hjúkrunarfræðingarnir Nasia Stoich- eva, Zdravko Georgiev, Valia Chervenyashka, Valent- ina Siropoulu, Snezana Dimitrova og Kristina Valch- eva í réttarsalnum í gær. Dómstóll í Líbýu dæmdi þau og palestínskan lækni í gær til dauða fyrir að hafa smitað meira en 400 sjúklinga á barnaspítala í Bengh- azi viljandi af HIV-veirunni en hún veldur alnæmi. Alls hafa 43 barnanna, sem fólkið var sakað um að hafa smitað af HIV-veirunni, nú dáið af völdum alnæmis en ákæruvaldið taldi að fólkið hefði verið að reyna að finna lækningu gegn alnæmi þegar það sprautaði sjúk- linga sína með HIV-veirunni. Til viðbótar var búlg- arskur læknir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar. Níu Líbýumenn voru hins vegar sýknaðir. Umdeild- ur dauða- dómur Trípóli, Benghazi. AFP, AP. Sögð hafa smitað börn viljandi af HIV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.