Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 59 „ÉG er í sæluvímu,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs Vals, eftir sigurinn á ÍBV í gær- kvöldi. „Það var ótrúlegt að ná sér á strik og jafna, það sýnir hve mik- ill baráttuandi býr í leikmönnum. Fyrst og fremst var lagt upp með að byrja alltaf strax á miðju þegar Eyjastúlkur lágu jafnvel ennþá inni í teig hjá okkur. Við erum snöggar fram enda held ég að við höfum skorað 12 til 15 mörk þannig. Við eigum erfitt í sókninni gegn flatri stórri vörn því við erum svo lág- vaxnar svo að við verðum að nýta okkar mesta styrk, sem er snerpa,“ bætti Guðríður við og það var ekki að sjá að naumt tap hefði slegið neitt á baráttuvilja Valskvenna. „Málið er að við vorum fúlar eftir tapið í Eyjum, þó að allir segðu að við hefðum staðið okkur vel og mættum vera stoltar. Við ætluðum okkur að vinna. Við unnum þær í byrjun vetrar og vitum að það er hægt, sáum líka FH vinna þær í Krikanum svo að ÍBV er ekki ósigr- andi þó þær eigi að vera bestar.“ Valur byrjaði veturinn sæmilega en dalaði eftir áramót enda missti liðið þá leikmenn eins og Hafdís Hinriksdóttir, Brynja Steinsen, síð- an Örnu Grímsdóttur í nokkra mán- uði og loks Drífu Skúladóttur á lokasprettinum. „Við áttum þá í ströggli enda heyrðum við úr öllum áttum að við værum sprungnar. Hins vegar tekur tíma að stilla liðið saman á ný og í lok móts var komin mikil stígandi í leik okkar.“ „Við vorum fúlar eftir tapið í Vestmannaeyjum“ Gestirnir úr Eyjum byrjuðu bet-ur en þegar vörn Vals náði loks saman og Hafrún Kristjánsdóttir varnarjaxl í Val hafði mjög góðar gætur á skyttunni Önnu Yak- ovu snerist taflið við og með 5 mörkum í röð náði Valur 6:4 forystu. Þar mun- aði miklu að Berglind varði tvö hraðaupphlaup ÍBV. Eftir þennan kafla var spennufall hjá Val og þrautreyndar Eyjastúlkur láta ekki bjóða sér slíkt tvisvar og jafna. Enn náði Valur sér á strik og hafði góðar gætur á skyttum ÍBV en þá lék Birg- it Engl lausum hala og hélt ÍBV inni í leiknum. Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri nema hvað nú slök- uðu Eyjastúlkur ekki á klónni svo að eftir fimm mínútur voru þær komnar með 19:15 forystu. Þrátt fyrir að Valsstúlkur fyndu ekki fjölina sína, meðal annars fóru 9 af 11 sóknum í súginn og sóknarleikurinn væri ekki upp á marga fiska, tókst þeim að hanga í gestunum. Það skilaði sér um miðjan hálfleik, þá misstu Eyja- stúlkur móðinn um stund þegar 11 af 12 sóknum fóru forgörðum og með 6 mörkum Vals á móti einu hjá ÍBV höfðum hlutverkin snúist við og í hlut Eyjastúlkna kom að vinna upp forskot. Þeim tókst að halda í horf- inu en ekki meir og þegar Berglind kom tvisvar í veg fyrir að þeim tæk- ist að jafna með því að verja vítaköst var björninn unninn. „Við sýndum frábæran liðsanda að vinna upp fjögurra marka mun gegn geysisterku Eyjaliði og það var ekki þannig að þær væru lélegar heldur vorum við góðar,“ sagði Berglind eft- ir leikinn. „Vörnin var frábær, áhorf- endur frábærir og þetta var eigin- lega bara allt frábært.“ Ásamt Berglindi voru Sigurlaug Rúnars- dóttir, Árný Björg Ísberg, Kolbrún Franklín og Elfa Björk Hreggviðs- dóttir góðar auk þess að Hafrún var öflug í vörninni. „Pass,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfs- son, þjálfari ÍBV, eftir leikinn en krufði síðan frammistöðu liðsins. „Við byrjuðum hvorn hálfleik mjög vel og náðum nokkurra marka for- ystu þegar boltinn gekk ágætlega hjá okkur en svo brutum við okkur ítrekað út úr sóknarleik okkar og lukum sóknum eftir nokkrar sekúnd- ur, jafnvel einum leikmanni færri. Við hlupum ekki í vörn af skynsemi og fengum hraðaupphlaup í bakið en líka mörk í bakið þegar Valur byrjaði sóknir sínar strax þegar okkar menn skiluðu sér ekki í vörnina. Að öðru leyti skilaði sóknarleikur Vals ekki miklu því vörn okkar hélt vel. Þegar allir þessir þættir komu saman fór illa og þetta er agaleysi sem lið af okkar styrkleika á ekki að leyfa sér,“ bætti Aðalsteinn við og ætlar sér að leysa hnútinn. „Nú virðist einhver losarabragur hjá okkur og við þurfum að vinna í því. Við verðum að vinna þessa leiki og ná okkar markmiðum. Við erum að vísu enn á braut þótt við hefðum viljað sigur til að gera út um mótið á heimavelli á laugardaginn en svona fór þetta.“ Birgit Engl sýndi sparihliðarnar í gærkvöldi og Sylvia Strass var einn- ig góð eins og Alla Gokorian. Julia Gantimorova varði stundum ágæt- lega og Anna Yakova átti ágæta spretti eftir hlé. Morgunblaðið/Árni Torfason Sigurlaug Rúnarsdóttir, fyrirliði Vals, reynir að brjótast framhjá þeim Birgit Engl og Öllu Gokorian í vörn ÍBV. Sigurlaug og stöllur hennar unnu góðan sigur og staðan í einvígi liðanna er 1:1. Berglind skellti í lás og Valur vann BERGLIND Hansdóttir fór á kostum í marki Vals á Hlíðarenda í gær- kvöldi og kórónaði frammistöðu sína þegar hún varði tvö vítaköst á lokasprettinum því félagar hennar fylgdu því eftir og tryggðu sér 28:27 sigur. Valur var vel að sigrinum kominn, vann tvisvar upp gott forskot Eyjastúlkna. Þar með hafa liðin unnið sitthvorn leikinn en vinna þarf þrjá af fimm til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eyja- stúlkur eru bæði deildar- og bikarmeistarar en hafa ekki náð að hemja sprækar Hlíðarendameyjar. Þriðji leikurinn fer fram í Vest- mannaeyjum á morgun. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.