Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 12
ÍSLAND hefur á að skipa fólki og fyrirtækjum sem eiga fullt erindi í að freista þess að tryggja sér sneið af þeim mikla efnahagsvexti sem vænzt er á næstu árum í nýj- um aðildarríkjum Evrópu- sambandsins (ESB) og Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES). Þetta er mat fram- sögumanna sem töluðu á morgunverðarfundi um stækkun ESB og íslenzka út- rás sem haldinn var í gær á vegum Verzlunarráðs Ís- lands, Þýzk-íslenzka verzlun- arráðsins og Evrópusamtak- anna. Sturla Geirsson, fram- kvæmdastjóri Líf hf., sameig- inlegs útrásarfyrirtækis nokkurra íslenzkra fyrirtækja á sviði lyfsölu og sérhæfðrar þjónustu í heilbrigðisgeiranum, og Reynir Grétarsson, framkvæmda- stjóri Lánstrausts hf. sem hefur fært út kvíar til nokkurra landa í Austur- og Suður-Evrópu, voru á einu máli um að reynsla af rekstri á hinum háþróaða og kröfuharða markaði sem sá íslenzki er – svo sem á sviði fjármála- og fjarskipta- þjónustu – væri gott vegarnesti til að hasla sér völl á nýjum mörk- uðum í Austur-Evrópu. Mikilvægur þáttur í því væri jafnframt sú reynsla sem Íslend- ingar hafa nú, eftir tíu ára aðild að EES, af því að starfa samkvæmt Evrópulöggjöf á viðkomandi svið- um, en þessi reynsla er einmitt eft- irsótt í nýju aðildarríkjunum sem eru rétt að byrja að fóta sig í því að starfa innan réttarumhverfis innri markaðar ESB. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs, sagði að frá sjónarhóli Íslands sem lítils lands sem á mikið undir sem frjálsustum milliríkjaviðskiptum og að vel sé búið að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, væri inn- ganga fyrrverandi Austantjalds- landanna í ESB og EES fagnaðar- efni, þar sem þetta væru flest „alvöru kapítalísk lönd“ sem legðu áherzlu á lágskattastefnu og að hlúa að samkeppnishæfni atvinnu- lífsins. Kjarnalönd „gamla“ Evr- ópusambandsins eins og Þýzkaland og Frakkland hafa að sögn Þórs aftur á móti hingað til haft aðra stefnu, sem væri meira íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Stímið tekið á mestu aflavonina Valgerður Sverrisdóttir við- skipta- og iðnaðarráðherra og Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, vöktu í sínum framsöguerindum bæði athygli á þeim tækifærum sem nýr og efldur Þróunarsjóður EFTA gæti skapað íslenzkum fyr- irtækjum til nánari viðskipta- tengsla við nýju aðildarríkin. Val- gerður sagði að hún sæi fyrir sér ýmsa möguleika fyrir íslenzk fyr- irtæki, svo sem á sviði jarðhitaráð- gjafar, hugbúnaðar og framleiðslu- tækja. Auk þess hefðu Íslendingar margt fram að færa á sviði haf- rannsókna og fiskveiðistjórnunar sem einkum Eystrasaltsríkin og Pólland gætu lært af. Valgerður minnti líka á hlutverk ríkisvaldsins í að hlúa að viðskipta- tækifærum Íslendinga. „Ætli ís- lenzk stjórnvöld að halda Íslandi í fremstu röð í efnahagslegu tilliti verðum við (...) að standa alþjóða- vaktina, fylgjast náið með veðra- brigðum og taka stímið þangað sem mesta aflavonin er.“ Ísland tryggi sér sneið af vextinum í A-Evrópu Reuters Undir fald EES Evrópufáninn lagaður til fyrir hátíðahöld í tilefni inngöngu tíu nýrra ríkja í ESB. Margir sjá tækifæri fyrir íslenzk fyrirtæki í ríkjunum. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DANSKUR heilsuhagfræðingur efast um að ávinningurinn af breytingum á greiðsluþátttöku hins opinbera í lyfjakostnaði þar í landi skili eins miklum árangri og sérstök lyfjanefnd ráðuneyta gerir ráð fyrir. Í tillögum nefndarinnar er lagt til að greiðsluþátttakan miðist alfarið við ódýrasta lyfið í hverjum flokki. Vilji neytandi dýr- ara lyf þurfi hann þá sjálfur að greiða þann mismun sem þá er í verði. Í frétt í danska blaðinu Politiken er haft eftir Kjeld Møller Pedersen heilsuhagfræðingi að frumlyf, sem enn eru varin með einkaleyfum, muni líklega hækka í verði ef greiðsluþátttökunni verð- ur breytt í þessa veruna þar sem frumlyfjaframleiðendur þurfi ákveðinn hagnað til að geta stund- að þróun á nýjum lyfjum. Því verði heildaráhrifin ekki eins mikil lækkun lyfjakostnaðar og lyfja- nefnd ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í fyrradag telur lyfja- nefnd dönsku ríkisstjórnarinnar að jafnt neytendur sem stjórnvöld muni hagnast á því að greiðslu- þátttaka hins opinbera miðist við ódýrsutu lyfin í hverjum flokki. Neytendur muni þá í ríkara mæli velja ódýrustu lyfin. Það muni og leiða til aukinnar samkeppni á markaðinum og önnur lyf muni því almennt lækka í verði. Lyfjakostn- aður neytenda og hins opinbera muni því lækka. Gerir nefndin hins vegar ráð fyrir að frumlyfja- framleiðendur og apótekin muni bera þann kostnað sem neytendur og hið opinbera sparar. Greiðsluþátttaka í lyfja- kostnaði í Danmörku Efast um árangur af breytingum ● ENGLANDSBANKI hefur hækkað stýrivexti sína um fjórðung í 4,25%. Þetta er þriðja vaxtahækkun bank- ans frá því í nóvember. Í frétt Reut- ers-fréttastofunnar segir að næstum allir greinendur sem rætt hafi verið við fyrir hækkunina hafi spáð henni og jákvæðar hagtölur eftir könnunina hafi enn aukið á væntingar um vaxtahækkun. Haft er eftir Englands- banka að hann teldi verðþrýsting vera að byggjast upp. Englandsbanki hækkar vexti Málþing um nýjar leiðir í þróun- araðstoð í Odda, stofu 101. kl. 14 16. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikningsárið frá 1. jan. 2003 til 31. des. 2003, í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum, kl. 16. Í DAG HAGVÖXTUR verður 4½% í ár og 5% árið 2005, ef marka má nýja þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins, en árið 2003 mældist hagvöxturinn 4%. Þá hófst hagvaxtarskeið sem ráðu- neytið telur að ekki sjái fyrir endann á næstu 5-6 ár. Árið 2006 er fjórða ár- ið í röð þar sem spáð er yfir 4% hag- vexti en árin þar á eftir er reiknað með að hann verði rétt undir 3%. Efnahagshorfur tímabilsins 2007– 2010 hafa því breyst og ekki er lengur gert ráð fyrir niðursveiflu í efnahags- lífinu í kjölfar þess að stóriðjufram- kvæmdum lýkur árið 2007. Eftir að fjármálaráðuneytið hafði sent þjóðhagsspá sína frá sér í gær birti Seðlabankinn tilkynningu um væntanlega 0,2% hækkun stýrivaxta (þ.e. vexti í endurhverfum viðskipt- um hans við lánastofnanir) sem markar upphafið á vaxtahækkunar- ferli bankans til að stemma stigu við þenslu og verðbólgu. Meginmarkmið bankans er að halda verðlagi stöðugu í landinu; að halda verðbólgunni und- ir 2,5%. Hækkunin mun eiga sér stað nk. þriðjudag 11. maí. Spáin hærri en í janúar Fjárfestingar vegna stóriðjufram- kvæmda eru enn sem fyrr taldar meginskýring hagvaxtar næstu ára samkvæmt þjóðhagsspá fjármála- ráðuneytisins og munu þær einnig skýra aukinn viðskiptahalla sem fer hæst í 100 milljarða króna á árunum 2005-2006. Önnur skýring hagvaxtar- ins er talin áframhaldandi vöxtur einkaneyslu, sem einnig mun auka viðskiptahallann. Nýja spá fjármálaráðuneytisins um hagvöxt er talsvert hærri en sú síðasta sem gefin var út í janúar sl. Þá var reiknað með að hagvöxtur árs- ins 2003 yrði 2½%, hagvöxtur 2004 yrði 3% og hagvöxtur 2005 yrði 3½%. Ef spá fjármálaráðuneytisins um hagvöxt gengur eftir lítur út fyrir að á Íslandi verði þriðji mesti hagvöxt- urinn af OECD-ríkjunum árin 2004- 2005, eða tæplega 5% að meðaltali og er það nær 1% hærra en í Bandaríkj- unum og tvöfalt hærra en á hinum Norðurlöndunum. Í spánni segir ennfremur að verð- bólga muni verða meiri en að und- anförnu og gæti farið í 3% á árinu 2005. Draga muni úr atvinnuleysi og kaupmáttur launa muni áfram aukast, sér í lagi árið 2005 og það verði fyrir áhrif skattalækkana. Í þjóðhagsspánni er auk byggingar álverksmiðju á Reyðarfirði með 320 þúsund tonna framleiðslugetu á ári reiknað með stækkun álverksmiðj- unnar á Grundartanga í einum áfanga á árunum 2004-2006 sem mun auka framleiðslugetuna um 90 þús- und tonn á ári. Hins vegar er ekki reiknað með hugsanlegum seinni áfanga stækkunar Norðuráls. Varfærið hækkunarskref Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að bankinn hafi í Peningamálum þann 17. mars sl. sagt að sú verðbólguspá sem þar birtist kallaði á hærri stýrivexti á komandi mánuðum og framvindan myndi síð- an ráða hvenær það yrði gert og í hve ríkum mæli. „Okkur finnst að fram- vindan síðan hafi verið þannig að það væri rétt að stíga þetta skref núna. Þetta er mjög varfærið skref,“ segir Birgir Ísleifur. Hann segir að það sem gerst hefði síðan 17. mars væri að miklar bólgur væru í öllum tölum sem nú sæust; í tölum um einkaneyslu, eftirspurn og í eignaverði. „Íbúðaverð er byrjað að hækka aftur. Við sjáum líka að út- lánaþenslan heldur áfram og eykst frekar en hitt og verðbólgan í tveim- ur síðustu mælingum reyndist aðeins hærri en við höfðum reiknað með. Svo hefur gengisþróunin reynst verðbólguninn öndverð. Við reiknuð- um með gengisvísitölu krónunnar 120 þegar við reiknuðum verðbólgu- spánna en hún er vel yfir 124 núna. Svo er búið að taka endanlega ákvörðun um Norðurál og það hefur vafalaust einhver þensluáhrif. Þegar allt er lagt saman töldum við eðlilegt að stíga þetta litla skref núna.“ Spurður að því hvort að vaxta- hækkunin núna sé merki um að þensluskeið sé hafið, segir Birgir þetta séu fyrstu viðbrögðin til að reyna að hamla því að þenslan fari úr böndunum. „Við verðum að hafa í huga að peningastefnan verður að vera framsýn, því hún tekur langan tíma að hafa áhrif.“ Í verðbólguspá Seðlabankans frá 17. mars var gert ráð fyrir að verð- bólgan færi yfir verðbólgumarkmið bankans á þriðja fjórðungi ársins 2005. Birgir segir að í væntanlegri verðbólguspá bankans sem gefin verður út 1. júní muni verða breyt- ingar á þeirri spá. Í fréttatilkynningu Seðlabankans er talað um að hafið sé vaxtahækk- unarferli. „Við eigum von á að þetta sé svona fyrsta skrefið, en ég á von á að við tökum þetta í minni og fleiri skrefum frekar en færri og stærri, til að skynja hvernig markaðurinn bregst við hverju sinni.“ Ætti ekki að koma á óvart Greiningardeild Íslandsbanka seg- ir í Morgunkorni sínu í dag að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti sína ætti ekki að koma neinum á óvart og vaxtahækk- un nú væri rökrétt í ljósi aðstæðna. „Greining ÍSB spáir því að stutt sé í næstu vaxtahækkun bankans. Ólík- legt er þó að það verði samhliða út- gáfu Peningamála í byrjun júní en mjög líklega mun önnur vaxtahækk- un bankans koma innan þriggja mán- aða. Að öllum líkindum verður sú hækkun lítil eða allt að 0,3%. Grein- ing ÍSB spáir því að bankinn muni með þessum hætti stíga skrefin smátt en nokkuð ört á næstu miss- erum. Líklegt er að stýrivexti bank- ans verði 7,5% innan næstu 18 mán- aða en vextir bankans verða eftir hækkun nú 5,5%.“ Greiningardeild Landsbankans átti einnig von á vaxtahækkun líkt og Íslandsbanki. Deildin væntir þess að stýrivaxtahækkunin komi til með að hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunar- kröfu skuldabréfa, einkum skamm- tímavexti, strax við opnun markaða í dag. „Vaxtahækkun Seðlabanka Ís- lands hefur legið í loftinu í töluverðan tíma og því má ætla að hækkunin sé að einhverju leyti komin inn í verð bréfanna. Hins vegar er Seðlabank- inn að hækka stýrivexti sína mánuði fyrr en markaðsaðilar reiknuðu að jafnaði með og mun það eflaust hafa einhver áhrif á markaðinn. KB banki segir í hálffimm fréttum sínum að vaxtahækkunin sé lítil. „Seðlabankinn vill með þessu gefa til kynna að honum sé full alvara um að halda verðbólgu innan þeirra mark- miða sem honum hafa verið gefin.“ Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 4,5% hagvexti í ár. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans að hefjast. Hagvaxtarskeið áfram næstu 5–6 ár                                          ! " #$ # #% & #" # '  Fjárfestingar vegna stóriðju meginskýring hagvaxtar  Áframhaldandi vöxtur einka- neyslu önnur skýring ● SEÐLABANKI Evrópu ákvað á fundi sínum í Helsinki í gær að halda stýri- vöxtum óbreyttum í 2% og hafa vextir bankans verið óbreyttir í ellefu mán- uði. Financial Times segir að ákvörð- unin valdi þeim vonbrigðum sem telji að lægri vextir séu nauðsynlegir til að evrusvæðið taki við sér eins og önnur hagkerfi heimsins. Staðreyndin sé þó sú að líkurnar á vaxtalækkun hafi far- ið minnkandi frá fundi bankans í apríl. Að sögn Financial Times höfðu fjár- málaráðherrar Þýskalands og Frakk- lands talað nýlega fyrir lækkun vaxta, en bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefði lýst þeirri skoðun sinni að efna- hagur evrusvæðisins væri að taka við sér. Óbreyttir vextir á evrusvæði VIÐSKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.