Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Alþjóða Rauða krossins (ICRC) sögðu í gær að þeir hefðu margoft beðið banda- rísk stjórnvöld um að grípa til aðgerða vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib fangels- inu í Írak, áður en myndir birtust af meðferð fanganna. „Við vissum á hverju gekk og báðum banda- rísk stjórnvöld á grunni þeirra upplýsinga, að grípa til aðgerða,“ sagði Nada Doumani, tals- kona Alþjóða Rauða krossins um málið. ICRC, sem heimsækir fanga sem bandalags- herirnir halda í Írak, hafði áður neitað að ræða aðstæður í fangelsunum opinberlega. „Við höfum farið reglulega í Abu Ghraib fangelsið frá því í fyrra,“ sagði Doumani. „Við vitum auðvitað um stöðu mála þar sem við ræð- Alþjóða Rauði krossinn fær samkvæmt Genf- arsáttmálanum að heimsækja stríðsfanga og fólk sem haldið er föngnu af hernámsstjórnum. Samkvæmt hefð ræða samtökin ekki um það sem þau komast að nema við hernámsríkið. Þrýstingur hefur verið á samtökin að greina frá því hvort þau hafi varað bandarísk stjórnvöld sérstaklega við illri meðferð á íröskum föngum, áður en myndirnar birtust. Upp komst um illa meðferð bandarískra her- manna á íröskum fögnum þegar bandaríska sjónvarpsstöðin, CBS, birti myndir af brosandi bandarískum fangavörðum með íröskum föng- um sem látnir voru vera í ýmsum niðurlægjandi stellingum. Myndirnar hafa vakið reiði víða um heim. um við fangana undir fjögur augu,“ bætti hún við. „Við fáum vitnisburð frá þeim og förum á öll svæði fangelsisins. Við sannreynum upplýs- ingar sem við fáum frá mismunandi föngum. Við vorum því mjög viss í okkar sök um hvað átti sér stað í Abu Ghraib.“ Doumani sagði að heimsóknirnar hefðu verið farnar með fimm til sex vikna millibili allt síð- asta ár. Síðasta heimsóknin í fangelsið hefði verið farin 20. mars. Vöktu ítrekað athygli á illri meðferð á írösku föngunum Genf. AP. Rauði krossinn bar fram kvartanir við Bandaríkjamenn OMER Kuyuk varð nýverið fyrir miklu áfalli þegar hann hugðist sækja eftirlaun sín í banka í Tyrklandi. Honum var tjáð að hann væri ekki lengur á lífi. Mætti því eðli- legt teljast að hann hefði ekki fengið eftir- laun greidd og raunar væri ástæða til að efast um að hann ætti rétt á slíkum greiðslum. Omer er 104 ára gamall og tók þátt í sjálfstæðisstríði Tyrkja á árunum 1919-1922. Hann hefur nú leitað til ætt- menna sinna eftir aðstoð í því skyni að sanna fyrir yfirvöldum að hann sé enn á lífi. Er síðast fréttist hafði það ekki tekist. Masað á methraða LÖGREGLA í Skotlandi stöðvaði í vikunni ökumann sem talaði í farsíma á meðan hann geystist áfram á 250 kílómetra hraða. Myndir voru teknar af manninum þar sem hann sat hinn rólegasti undir stýri en hann ók bifreið af gerðinni BMW Z4. Slíkir bílar eru hannaðir til ofsaaksturs og ná 100 kíló- metra hraða á rúmum sjö sekúndum. Maðurinn fór nærri því að slá ofsaakst- ursmetið í Bretlandi en það á ökumaður sem náðist á 252 kílómetra hraða. Sá ók einnig BMW. Hjólað frá A til B BRESKI lögreglumaðurinn Paul Perry hyggst hjóla 10.000 kílómetra vegalengd frá A til B. Perry áformar að leggja upp í ferðina í dag og hefst hún í þorpinu Aa í Norður-Noregi um 1.500 kílómetra frá Ósló. Perry hyggst síðan fara á hjólinu um Noreg, Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Holland, Belgíu og Frakkland. Þar tekur hann ferju yfir til Bretlands og fer síðan með skipi til New York í Bandaríkjunum. Þaðan liggur leiðin í gegnum Ottawa, Tor- onto og Windsor í Kanada áður en hann snýr farskjóta sínum til suðurs og heldur aftur inn í Bandaríkin. Ferðinni lýkur síð- an í bænum Bee í Nebraska-ríki. Perry gerir ráð fyrir að ferðin taki fjóra mánuði. Hann hyggst hjóla 80 til 90 kílómetra að meðaltali á degi hverjum. Perry hefur safnað áheitum og ætlar að láta Rauða krossinn í Bretlandi njóta góðs af. Aga er þörf KENNARI í Malasíu er marinn og blár eft- ir að hafa orðið fyrir árás af hálfu skóla- stýru sinnar. Kennarinn, sem mun vera rúmlega þrítugur, kom að máli við skóla- stýruna vegna þess að hann vildi koma á framfæri athugasemdum við breyttar aga- reglur hennar. Skólastýrunni þótti ótækt að kennarinn andmælti agavaldi hennar. Hún greip því staf sinn og barði kennarann til óbóta. Kennarinn veitti ekki viðnám en kærði skólastýruna eftir að hafa komist út af skrifstofu hennar. Skýrsla var tekin en kennarinn dró síðan kæruna til baka. ÞETTA GERÐIST LÍKA Þú ert ekki á lífi, gamli minn! AP ISIDRO Mejia, 39 ára gamall bygg- ingaverkamaður, er á batavegi eftir að loftbyssa skaut sex þriggja og hálfrar tommu nöglum í höfuð hans og háls. Hann var við vinnu á húsþaki í Los Angeles þegar honum skrikaði fótur, hann féll af þakinu og á sam- starfsmann sinn sem var að nota naglabyssuna. Mennirnir féllu til jarðar og virðist sem loftbyssan hafi þá hleypt af. Naglarnir lentu í höfði og hálsi Mejia, gengu inn í heila og mænu. Læknar segja að Mejia muni ná fullri heilsu á ný og telja það ganga kraftaverki næst. Naglar í heila og mænu GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur ávít- að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fyrir að hafa ekki veitt honum nægar upplýsingar um rannsókn á illri meðferð bandarískra hermanna á föngum í Írak, að sögn háttsetts embættismanns í Hvíta húsinu. Aðrir banda- rískir embættismenn sökuðu varnarmálaráðuneytið um að hafa lengi hunsað tillögur um að bæta aðstæður fanganna og sleppa þeim föngum sem ekki yrðu ákærðir. Heimildarmaður í Hvíta húsinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að Bush hefði ávítað Rumsfeld á fundi þeirra á skrifstofu for- setans í fyrradag. Bush hefði sagt að varnarmála- ráðherrann hefði átt að greina honum frá mynd- um af föngum, sem sættu niðurlægjandi meðferð, áður en fjölmiðlar sýndu þær í vikunni sem leið. „Forsetinn var ekki ánægður þegar hann sá myndirnar í sjónvarpi,“ sagði heimildarmaður- inn. „Og hann gerði Rumsfeld það ljóst. Þeir hefðu átt að vekja athygli forsetans á þessu og hann átti ekki að þurfa að frétta af myndunum í gegnum fjölmiðla.“ Rumsfeld er sagður hafa verið sammála Bush um að miðlun upplýsinganna hefði „ekki verið viðunandi“. Heimildarmaðurinn sagði þó að for- setinn hefði ekki í hyggju að biðja Rumsfeld um að segja af sér. Powell hvatti ítrekað til úrbóta Aðrir heimildarmenn í Washington sögðu að Rumsfeld og varnarmálaráðuneytið hefðu huns- að í marga mánuði áskoranir utanríkisráðuneyt- isins og hernámsstjórnarinnar í Írak um úrbætur í fangelsismálunum. Colin Powell utanríkisráð- herra hefði hvatt til úrbótanna á nokkrum fund- um í Hvíta húsinu. „Powell vakti ítrekað máls á því að sleppa þyrfti eins mörgum föngum og mögulegt væri og að tryggja þeim sem verða eftir í fangelsunum viðunandi aðbúnað og meðferð,“ sagði háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu. Bandarískir embættismenn sögðu að varnar- málaráðuneytið hefði hunsað hvort tveggja og þeir eru sagðir ævareiðir Rumsfeld þar sem þeir telji að hneykslismálið hefði ekki komið upp ef ráðuneytið hefði orðið við beiðnunum strax. Embættismenn í varnarmálaráðuneytinu neit- uðu því að Rumsfeld og aðrir háttsettir embætt- ismenn í ráðuneytinu hefðu hunsað beiðnirnar og vandamálin í fangelsum undir stjórn Bandaríkja- hers í Írak. Þeir sögðu að ekki væri mikill ágrein- ingur á milli varnarmálaráðuneytisins og utan- ríkisráðuneytisins um málefni fanganna. Allir helstu embættismenn stjórnarinnar væru á einu máli um að fækka þyrfti föngunum í Írak og færa fangelsismálin í viðunandi horf. The Washington Post skýrði frá því í gær að komið hefðu í ljós fleiri ljósmyndir þar sem her- menn sæjust niðurlægja nakta fanga í Abu Ghraib-fangelsinu. Þær væru svipaðar myndun- um sem fjölmiðlar hafa þegar birt. Rumsfeld sætir nú vaxandi gagnrýni á Banda- ríkjaþingi og repúblikanar jafnt sem demókratar hafa látið í ljósi gremju út í varnarmálaráðu- Yorker frá niðurstöðum rannsóknar hersins á málinu. Uppnámið, sem málið olli, varð síðan til þess að varnarmálaráðuneytið gerði ráðstafanir til þess að auka eftirlitið með fangelsunum, sleppa föngum og rannsaka aðstæðurnar í öðrum fangelsum. Nokkrir bandarískir embættismenn segjast hins vegar efast um að þetta dugi þar sem þeir telja ólíklegt að Írakar eða almenningur í múslímalöndunum treysti loforðum Bandaríkja- stjórnar um að bæta aðstæður fanganna. Emb- ættismennirnir telja nú að stjórnin komist ekki hjá einhvers konar róttækri stefnubreytingu, sem gæti til að mynda falist í því að Bandaríkja- menn afsöluðu sér algjörlega yfirráðum yfir fangelsunum í Írak eða deildu þeim með Írökum eða alþjóðlegum stofnunum á borð við Alþjóða- ráð Rauða krossins. Ráðið hefur þó hingað til ekki viljað stjórna fangelsum með öðrum þannig að embættismennirnir telja líklegt að niðurstað- an verði einhvers konar sameiginleg stjórn fang- elsismála með Írökum. Hættur að svara spurningum um pólitíska framtíð sína Tímaritið Gentleman’s Quarterly birtir í næsta hefti sínu langa grein þar sem haft er eftir nánum vinum og samstarfsmönnum Powells utanríkis- ráðherra að hann sé orðinn þreyttur á deilum við Rumsfeld og fleiri embættismenn í stjórninni. Powell hafi einangrast í stjórninni og ólíklegt sé því að hann gegni embættinu áfram nái Bush endurkjöri. Powell sagði á blaðamannafundi í Washington að hann væri hættur að ræða pólitíska framtíð sína og stöðu í stjórninni við fréttamenn vegna þess að þeir væru alltaf að spyrja sömu spurning- anna. „Ég hef ekki lengur tíma til að taka þátt í þessum leik,“ sagði hann. „Ég vil ekki svara nein- um spurningum um þetta.“ neytið. Þeir segja að þingið hafi ekki fengið nægi- legar upplýsingar um rannsókn Bandaríkjahers á illri meðferð á föngum. Rumsfeld á að koma fyrir þingnefnd vegna málsins í dag og nokkrir embættismenn í Hvíta húsinu segjast hafa áhyggjur af því að einhver af þingmönnum repúblikana spyrji ráðherrann hvort hann íhugi afsögn. Nokkrir ráðgjafar þing- manna úr röðum repúblikana sögðu að hann kynni að láta af embætti fyrir kosningarnar í nóvember. Joe Biden, demókrati í öldungadeild þingsins, sagði að Rumsfeld yrði að segja af sér ef rann- sóknarmenn kæmust að þeirri niðurstöðu að ráðuneyti hans bæri ábyrgð á illri meðferð á föngum. Ráðherrann hefur fordæmt niðurlægjandi meðferð bandarískra hermanna á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu en varið viðbrögð varnarmála- ráðuneytisins. Hann segir að herinn hafi hafið rannsókn á aðstæðum fanganna um leið og fram- ferði hermannanna komst upp í janúar. Rums- feld hefur einnig bent á að varnarmálaráðuneytið tilkynnti í janúar að hermennirnir sættu rann- sókn vegna illrar meðferðar á föngum og síðan skýrt fjölmiðlum frá því í mars að sex herlög- reglumenn og fangaverðir hefðu verið ákærðir vegna málsins. Fjölmiðlar gerðu sér hins vegar ekki grein fyr- ir því hversu alvarlegar ásakanirnar voru fyrr en í vikunni sem leið þegar bandaríska sjónvarpið CBS sýndi ljósmyndir þar sem hermennirnir sáust niðurlægja nakta fanga með ýmsum hætti. Nokkrum dögum síðar skýrði tímaritið New Bush forseti sagður hafa ávítað Rumsfeld Ráðuneytið sagt hafa hunsað beiðnir um úrbætur í fangelsum Íraks The Washington Post, Los Angeles Times. ’Forsetinn var ekkiánægður þegar hann sá myndirnar í sjónvarpi.‘ Donald Rumsfeld The Washington Post Bandarískir hermenn fylgjast með föngum sem bundnir eru saman og liggja á gólfinu í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Myndin er á meðal nokkurra sem The Washington Post birti í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.