Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 10 www.islandia.is/~heilsuhorn PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Árnesapóteki, Selfossi, Lífsins lind í Hagkaupum og , Kárastíg 1. 10 áraGott fyrir heilsuna Spektro Multivitamín, steinefnablanda ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum. Salmon oil Gegn stirðleika í liðamótum Calcium Citrat Veldu kalk sem gerir gagn. Einnig hægt að fá með D vítamíni Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum ÍSLENDINGAR ættu að einbeita sér að þróunaraðstoð við afmörkuð svæði þar sem sérþekking þeirra og reynsla getur helst komið að gagni, að sögn Carlos Lopes, svæðisstjóra Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNDP) í Brasilíu. „Í sannleika sagt held ég ekki að Íslendingar geti haft afgerandi áhrif með því að grafa brunna, hjálpa nokkrum flóttamönn- um og svo framvegis. Þetta eru stór- verkefni og krefjast geysilega mikilla fjármuna, þið verðið að vera hógvær- ari. En þið hafið forskot á nokkrum sviðum þar sem enginn getur keppt við ykkur. Eitt dæmi er sér- fræðiþekking ykkar á nýtingu jarð- hita. Þið getið valdið umbyltingu hjá fjölda þjóða með aðgangi að ódýrari og endurnýjanlegri orku.“ Lopes er meðal frummælenda á þingi sem Norræna Afríkustofnunin, Háskóli Íslands og Þróunarsam- vinnustofnun Íslands standa fyrir um Málefni Afríku og þróun en þinginu lýkur í dag. Sjálfur er Lopes frá Gíneu-Bissau sem er á vesturströnd Afríku, með um milljón íbúa og eitt af fátækustu löndum heims. Hann segir að annað dæmi um for- skot okkar sé sjávarútvegur þar sem Íslendingar veiti þegar aðstoð í mörg- um löndum og enn megi nefna gott stjórnarfar. Hér sé snyrtileg manna- byggð, samgöngu- og menntastofn- anir á háu stigi, allir hafi rennandi vatn, orkuveitur og holræsi til staðar og þessir innviðir virki. Þjóðin hafi trú á sjálfri sér. Tekið hafa langan tíma fyrir nokkrar kynslóðir stjórn- málamanna að koma á laggirnar slíku kerfi. Nú deili þeir um forgangsröð- ina, hér eins og annars staðar en grunnurinn sé í lagi. „Eitthvað hlýtur því að vera gert vel og við þurfum á þeirri sér- fræðiþekkingu að halda,“ segir Lop- es. „Hér er öflugt stjórnkerfi, hér er tekið á umhverfismálum, menntun og fleiri slíkum viðfangsefnum. Þessari reynslu og þekkingu er hægt að deila með öðrum þjóðum og slík aðstoð getur haft mikil áhrif. Það gæti verið afskaplega gott að þið ættuð slíkt samstarf við þjóðir sem eru sambæri- legar við ykkur, ég á einkum við litlar eyþjóðir.“ Árangur og mistök Hann er spurður hvað hafi tekist vel og hvað mistekist í þróunarhjálp síðustu áratugina. „Árangurinn hefur að mörgu leyti verið stórkostlegur,“ svarar Lopes. „Það er sama hvaða mælikvarða um kjör manna er horft á, langlífi, barna- dauða, heilbrigði mæðra, aðgang að menntun, alls staðar er það sama sag- an. Og ef hugað er að hagvexti er sama upp á teningnum. Árangurinn hefur líka reynst varanlegur, víðast hvar hefur niðurstaðan orðið sú að kjör fólks hafa tekið stakkaskiptum með bættri tækni og svo framvegis. Þetta eru jákvæðu hliðarnar. Það sem er slæmt er að lengi vel voru not- aðar aðferðir sem ekki virka. Að- stoðin kom ekki alltaf að nægilegu gagni, menn lögðu ekki nógu mikla áherslu á að berjast gegn fátækt og misrétti. Oft var aðstoðin notuð í póli- tísku skyni, jafnt af hálfu þeirra sem tóku við henni og þeirra sem létu hana í té. Ég nefni sem dæmi að aðstoðin sem veitt er til Mið-Austurlanda hef- ur verið miklu meiri en aðstoðin sem öll Afríka [sunnan Sahara] fær. Þetta gerist enda þótt við vitum að þörfin er miklu meiri í Afríku, það sést á hag- tölunum.“ Lopes segir að þar að auki hafi oft verið lögð of mikil áhersla á tækni- lega aðstoð. Sérfræðingar hafi verið sendir til þróunarlanda til að kenna mönnum réttar aðferðir en nú sé vit- að að það sé ekki heppilegasta aðferð- in. Mestu skipti að nota þekkinguna í verki og koma því til leiðar að fólkið á staðnum tileinki sér hana á sínum hraða og aðlagi hana eigin aðstæðum. Flan dugi ekki. Þeir sem þiggi að- stoðina verði að taka sjálfstæðan þátt í ferlinu, verði að „eiga“ hana í þeim skilningi að ekki sé verið að rétta þeim hana á silfurfati. Þeir verði að taka þátt í að hafa eftirlit með því hvernig framkvæmdin gengur fyrir sig og meta hvort átakið ber árangur. „Þetta er viðurkennt núna. Erf- iðara hefur reynst að fá menn til að viðurkenna að kerfi sem notuð eru bera enn einkenni þess að staða þess sem gefur og hins sem þiggur sé ger- ólík. Verði ekki tekið á þessu misvægi milli aðilanna, mun kerfið ekki breyt- ast. Setja þarf markmið sem almennt er sátt um og báðir aðilar hafa sett, ekki gefandinn einn.“ Lopes segir að menn gæti þess nú að afhenda ekki einfaldlega spilltum ráðamönnum í fátækum löndum pen- inga heldur sé áður tryggt að kann- aður sé hugur margra aðila í viðkom- andi ríki. Féð renni því sjaldan í vasa ráðamanna sjálfra og það sé geysi- lega mikilvæg breyting. Þróun og friðargæsla Íslendingar hafa verið gagnrýndir fyrir lítil framlög miðað við þjóð- arframleiðslu. Lopes er spurður um reiknireglur, hvort reikna megi fram- lög til friðargæslu inn í fjárhæðina sem varið sé til þróunaraðstoðar. „Nei þess konar brögð duga ekki. Mörg ríki sem taka þátt í friðargæslu reyndu áður að reikna hana inn í þró- unaraðstoð. En við beitum skýrum bókhaldsreglum þegar við mælum framlög til þróunar. Reglurnar hafa ekki verið mótaðar af SÞ heldur af Efnahags- og samvinnustofnuninni, OECD, samtökum ríkjanna sem leggja fram peningana. Þær eru afar nákvæmar. Íslendingar gætu gefið meira. Þið eruð nú meðal þeirra 10 þjóða í heim- inum sem hafa það best almennt séð, þjóðarframleiðslan er hærri en í flest- um löndum. Þið hafið byggt upp sam- félag sem byggist á samheldni íbú- anna og jafnrétti. Þessi atriði hafa verið einkenni á samfélagi ykkar. Það er afar mikilvægt að Íslendingar deili reynslu sinni með öðrum,“ sagði Carl- os Lopes, svæðisstjóri UNDP í Bras- ilíu. Stórkostlegur árangur en líka mikil mistök Einn af ráðamönnum Þróunarstofnunar SÞ, Carlos Lopes, segir að Ís- lendingar ættu m.a. að miðla af reynslu sinni við nýtingu jarðhita og uppbyggingu samfélagsinnviða. Kristján Jónsson ræddi við hann. Morgunblaðið/Árni Torfason Carlos Lopes frá Gíneu-Bissau er svæðisstjóri UNDP í Brasilíu. kjon@mbl.is ’Mörg ríki sem takaþátt í friðargæslu reyndu áður að reikna hana inn í þróunaraðstoð. ‘ MYND, sem spænski málarinn Pablo Picasso málaði árið 1905, Garcon a la Pipe (Drengur með pípu), seldist á uppboði á vegum uppboðsfyrirtæk- isins Sotheby’s í New York á mið- vikudag á 104.168.000 dollara, um 7,6 milljarða króna, og varð þar með dýrasta málverk sögunnar, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Fyrra metið átti mynd hol- lenska málarans Vincents van Goghs af Gachet lækni. Hún seldist á uppboði í New York árið 1990 á 82,5 milljónir dala. Ekki er vitað hver keypti málverk Picasso á mið- vikudag en forstjóri Sotheby’s í Norður-Ameríku lagði lokaboðið fram fyrir hönd ónafngreinds kaup- anda. Lokaboðið var 93 milljónir dollara en að viðbættum umboðs- og sölulaunum fór verðið yfir 104 millj- ónir dollara. Reuters Metverð fyrir dreng LÖGREGLA í Rússlandi hefur frelsað tvær stúlkur, 17 og 21 árs, sem var rænt og haldið í kynlífs- þrælkun í Rjazanhéraði suður af Moskvu í þrjú ár. Önnur stúlknanna er barnshaf- andi og hin eignaðist tvö börn í prís- undinni og er talið að bæði börnin séu á munaðarleysingjahælum í ná- grenninu. Stúlkurnar fundust í kjallara í húsi mannsins, sem rændi þeim. Maðurinn er sagður vera 53 ára gamall verkamaður. Hann hitti stúlkurnar á diskóteki síðla árs 2000 og er talið að hann hafi sett sljóvg- andi lyf í glös þeirra og haft þær síð- an á brott með sér. Stúlkurnar voru við nám í mennta- skóla í héraðinu þegar þeim var rænt. Lögregla hóf leit að þeim en lýsti því síðan yfir að þær væru tald- ar af. Saksóknarar segja að stúlk- unum hafi verið nauðgað og þær barðar og sveltar í prísundinni. Ný- lega fór mannræninginn að taka þær með sér í stuttar ferðir frá húsi sínu og þá tókst þeim að koma skrifuðum miða til vegfaranda sem lét lögreglu vita. Maðurinn sem hélt stúlkunum hefur ekki verið ákærður enn. Hann er sagður vera vel liðinn í samfélag- inu og fjölskylda hans hafði ekki hugmynd um hvað hann hafðist að. Lögregla leitar nú að 29 ára gamalli konu, sem talin er hafa hjálpað manninum við að ræna stúlkunum. Frelsaðar úr kynlífsþrælkun Moskvu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.