Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 49 Hreppamenn sigruðu MBF Nú er lokið allri bridsspilamennsku hér í sveitinni þennan veturinn enda komið vor og nokkrir úr spilahópnum eiga kindur sem þeir geta ekki hugsað sér að fara frá um sauðburð, aðrir fara í garðvinnu og bústörf, golf o.fl. o.fl. Föstudagskvöldið 23. apríl fór fram hin ár- lega bridskeppni milli starfsmanna Mjólkur- bús Flóamanna, sem voru gestgjafar að þessu sinni, og Hreppamanna. Þessi keppni hefur farið fram í áratugi og sækir hvort liðið annað heim annað hvert ár. Hefur skapast mikil og góð vinátta milli þessara spilafélaga hér aust- anfjalls. Að þessu sinni fóru leikar svo að Hreppa- menn sigruðu með 66 stigum gegn 54 stigum starfsmanna MBF. Á fyrsta borði fóru leikar 11–19 fyrir Hreppamenn. Á öðru borði 23–7 fyrir MBF. Á þriðja borði 9–21 fyrir Hreppamenn og á því fjórða 11–19 fyrir Hreppamenn. Þá er nýlokið tvöfaldri sveitakeppni á Flúð- um. Þar fóru leikar svo að efst varð sveit Ás- geirs Gestssonar sem hlaut 62 stig. Önnur varð sveit Knúts Jóhannssonar með 47 stig, þriðja sveit Karls Gunnlaugssonar með 43 stig og í fjórða sæti varð sveit Lofts Þorsteinssonar með 12 stig. Hlutu sigurvegarar efstu sveit- arinnar, sem var skipuð auk Ásgeirs, Guð- mundi Böðvarssyni, Margréti Runólfsdóttur og Bjarna H. Ansnes, veglegan bikar sem Knútur Jóhannesson gaf. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Samskipti Hreppamanna og MBF hafa verið mjög ánægjuleg í áratugi. Myndin er frá verðlaunaafhendingunni í mótslok. Bikarkeppni BSÍ 2004 Bikarkeppnin verður með hefð- bundnum hætti í ár. Hægt er að skrá sig í bikarinn til sunnudagsins 23. maí kl. 14 og verður dregið í 1. um- ferð sama dag. Fyrirliðum er bent á, að við skrán- ingu skal tilkynna sérstaklega ef sveit á rétt á að sitja yfir í fyrstu um- ferð. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is. Síðasti spiladagur hverrar um- ferðar: 1. umf. sunnudagur 20. júní 2. umf. sunnudagur 18. júlí 3. umf. sunnudagur 15. ágúst 4. umf. sunnudagur 12. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð 25. og 26. sept. TIL SÖLU Fasteignir til sölu Tilboð óskast í eftirtaldar fasteignir Sláturfé- lags Austurlands. Sláturhús Fossvöllum: Stærð á bilinu 1.300- 1.600 m2. Sláturhús Breiðdalsvík: Stærð 990 m2. Eignirnar seljast í því ástandi sem þær eru í nú eftir úreldingu til sauðfjárslátrunar. Allar upplýsingar veitir Sigurjón Bjarnason í síma 471 2042 og 848 3314. Netfang sau@simnet.is. Sláturfélag Austurlands. Hestamannafélagið Fákur Kaffihlaðborð Hið árlega kaffihlaðborð Fáks verður í félags- heimilinu laugardaginn 8. maí kl. 14. Harðarfélagar koma í heimsókn. Ath! Hlégarðsreiðin verður laugardaginn 22. maí. Lagt af stað frá félagsheimili Fáks kl. 13. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Þroskahjálpar Norðurlandi eystra verður haldinn mánudaginn 17. maí kl. 20 að Botni (rétt sunnan við Hrafnagil). Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Til væntanlegra fram- bjóðenda í forsetakosn- ingum 26. júní 2004 Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis kemur saman til fundar í dómssal Héraðsdóms Suðurlands á Austurvegi 4, Selfossi, miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 11:00 til að taka við meðmælenda- listum frambjóðenda í Sunnlendinga- og Austfirðingafjórðungi (Austur-Skafta- fellssýslu) og gefa vottorð um meðmæl- endur forsetaframboða samkvæmt 4. gr. laga nr. 36 frá 1945 um framboð og kjör til forseta Íslands. Þess er óskað að fram- bjóðendur, ef unnt er, skili meðmælend- alistum með nöfnum meðmælenda til formanns yfirkjörstjórnar Karls Gauta Hjaltasonar sýslumanns, Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fyrir þriðjudaginn 18. maí svo unnt sé að undirbúa vottorðs- gjöf yfirkjörstjórnar. Vestmannaeyjum, 5. maí 2004 f.h. yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, Karl Gauti Hjaltason. Kópavogsbúar laugardagsfundur Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogsbúum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hlíðasmára 19. Þar gefst Kópavogsbúum kostur á að hitta alþing- ismenn, bæjarfulltrúa, nefndarfólk og aðra trúnaðarmenn flokksins, skiptast á skoðunum og koma málum á framfæri. Á morgun, laugardaginn 8. maí, mun Gunnar I. Birgisson, alþingismaður og formaður bæjarráðs Kópavogs, fjalla um framkvæmdir og fjármál Kópavogsbæjar, auk skattamála o.fl. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Bókaveisla í Kolaportinu um helgina Bækur á 200 kr. stk. Ekki missa af þessu! Gvendur dúllari - alltaf góður Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Íslandsbanka Ársfundur eftirlauna- sjóðs starfsmanna Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 24. maí nk. kl. 17.15 á 5. hæð (Hólum) á Kirkjusandi. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar kynntir. 3. Skýrsla um trygginga- fræðilega úttekt kynnt. 4. Fjárfestingarstefna kynnt. 5. Önnur mál. Stjórn Eftirlaunasjóðs Íslandsbanka NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 13. maí 2004 kl. 14.00 á neðan- greindum eignum: Birkimelur 5, Varmahlíð, 50% hl., þingl. eign Lindu Bjargar Reynis- dóttur. Gerðarbeiðendur eru Sparisjóður Vélstjóra og Greiðslumiðlun hf. Visa Ísland. Borgarflöt 1A, Sauðárkróki, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eign Lóns eignarhaldsfélags ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Þormóðsholt, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Sævars Þrastar Tómassonar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 6. maí 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Vatnsendablettur 173, þingl. eig. Þröstur Hlöðversson og Rakel Bald- ursdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., sýslumað- urinn í Kópavogi og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 11. maí 2004 kl. 13:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 6. maí 2004. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Suðurlandsvegur 4, Hella, þingl. eig. Búheimar ehf., gerðarbeiðendur Bílanaust hf., Fjöltækni ehf., Fóðurblandan hf., Harpa-Sjöfn hf., Slát- urhús Hellu hf. og Öryggismiðstöð Íslands hf., mánudaginn 10. maí 2004 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 6. maí 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hellishólar, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Sigurborg Óskarsdóttir, gerðarbeiðendur Ker hf., Byggðastofnun, Lánasjóður landbúnaðar- ins, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Stálverktak hf., sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Kaupþing Búnaðarbanki hf., þriðjudaginn 11. maí 2004 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 6. maí 2004. Aðalfundur samtakanna Regnbogabarna verður haldinn 24. maí nk. kl. 18:00 í húsi sam- takanna í Mjósundi 10, Hafnarfirði. Dagskrá:  Skýrsla stjórnar.  Endurskoðaðir reikningar.  Lagabreytingar.  Kosningar.  Önnur mál. Stjórn Regnbogabarna. Málþing: Viljum við erfðabreytt matvæli? Verndun og ræktun (VOR) - félag framleiðenda í lífrænni ræktun, Neytendasamtökin og áhuga- hópur neytenda standa að málþingi um erfða- breytt matvæli. Málþingið verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún laugardag- inn 8. maí kl. 13.30-16.30. Verslunin Yggdrasill býður upp á lífrænar veitingar. Aðgangseyrir er 500 krónur. Frummælendur: Guðfinnur Jakobsson, bóndi í lífrænni ræktun, Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, Þórður Halldórsson, garðyrkjubóndi, formaður VOR. Að framsögum loknum verða umræður. Fundarstjóri er Svanborg R. Jónsdóttir kenn- ari. TILKYNNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.