Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending Kvartbuxur - síðbuxur Bankastræti 14, sími 552 1555 Frábært úrval af peysum 15% afsláttur í dag Nýtt - nýtt Skyrtur - buxur - bolir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Loðskinnskragar og -sjöl himnesk gjöf Kringlunni - sími 568 1822 Vorsala 6.-9. maí Mörg góð tilboð 20% afsláttur af fötum fyrir barnshafandi konur AKUREYRARBÆR hefur frá árinu 1996 þurft að greiða á annan tug milljóna króna í bætur til sex kvenna vegna brota á jafnréttislögum í bæði launa- og ráðningarmálum. Í einu máli til viðbótar dæmdi kærunefnd jafnréttismála konu í vil, sem sótti um starf hjá bænum, en hún hvorki höfðaði dómsmál né fór fram á skaðabætur. Frá því að kærunefnd jafnréttis- mála tók til starfa árið 1991 hefur Akureyrarbær fengið á sig sjö kær- ur og þar af hefur fimm sinnum verið úrskurðað honum í óhag. Til sam- anburðar fékk Reykjavíkurborg á sig fimm kærur á sama tíma og í þremur þessara mála braut borgin jafnréttislög. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborg- ar, benti á í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári að þetta jafngilti því að borgin hefði fengið á sig 55 kærur frá árinu 1991, væri litið á Akureyr- arbæ sem hlutfallslega jafn stóran atvinnurekanda og Reykjavíkurborg er í sínu sveitarfélagi. Þrjú dómsmál og þremur málum lokið með samkomulagi Nú síðast var bærinn dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni til að greiða Guðrúnu Sig- urðardóttur, deildarstjóra ráðgjaf- ardeildar bæjarins, 3,7 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Áður hafði verið kveðinn upp dómur í sama máli, eða fyrir tveimur árum, en eftir að honum var áfrýjað til Hæstarétt- ar af Akureyrarbæ var málinu vísað aftur heim í hérað á síðasta ári vegna annmarka á málsmeðferð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær stefndi Guðrún bænum vegna launa- mismunar. Fyrst voru henni dæmd- ar 4,8 milljónir króna bætur í héraði. Auk þessa máls hafa tvö til við- bótar endað fyrir dómstólum en þremur hefur verið lokið með sátt og bótagreiðslum, í kjölfar úrskurða kærunefndar jafnréttismála eða dómsmála af svipuðum toga. Fyrsta málið kom upp árið 1996 þegar Hólmfríður Sveinsdóttur vann mál gegn Akureyrarbæ fyrir kæru- nefnd jafnréttismála. Í kjölfarið var samið um bætur við hana, sem ekki var upplýst á þeim tíma hve miklar voru. Hafði Hólmfríður sótt um stöðu starfsmanns framkvæmda- nefndar fyrir reynslusveitarfélagið Akureyri, en karlmaður var ráðinn. Næst fór bærinn halloka hjá kærunefnd jafnréttismála árið 1998 og síðan fyrir dómstólum næstu tvö ár vegna sama máls. Það var Ragn- hildur Vigfúsdóttir sem fór í mál vegna launamismunar er hún gegndi starfi jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrar árin 1995–1998. Greiddi bærinn Ragnhildi alls 2,4 milljónir króna í bætur eftir að dómar höfðu fallið. Forveri Ragnhildar í sama starfi, árin 1991–1995, var Valgerður H. Bjarnadóttir, síðar framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu. Fór hún fram á bætur frá bænum vegna launamis- munar og í samkomulagi vorið 2001 voru hennar greiddar 2 milljónir króna. Í samkomulaginu fólst þó ekki viðurkenning á meintum brot- um bæjarins á jafnréttislögum. Á sama fundi og mál Valgerðar var tekið fyrir, vorið 2001, sam- þykkti bæjarráð Akureyrar að una dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli sem Ingibjörg Eyfells, fv. deildarstjóri leikskóladeildar, höfðaði vegna launamisréttis, í kjöl- far niðurstöðu kærunefndar jafn- réttismála. Var bærinn dæmdur til að greiða Ingibjörgu 1,8 milljónir króna í bætur, auk málskostnaðar upp á hálfa milljón og dráttarvaxta. Sama ár samdi Akureyrarbær svo um bætur upp á hálfa milljón króna við Sigríði Sítu Pétursdóttur, fv. deildarstjóra leikskóladeildar, vegna launamismunar til samræmis við dóminn í máli Ingibjargar. Loks hafði Soffía Gísladóttir, fé- lagsmálastjóri á Húsavík, sigur gegn Akureyrarbæ í máli sínu hjá kæru- nefnd jafnréttismála árið 2002, þeg- ar hún var meðal umsækjenda um stöðu deildarstjóra íþrótta- og tóm- stundadeildar. Karlmaður var ráð- inn í þá stöðu. Soffía lét niðurstöðu kærunefndar duga og höfðaði hvorki dómsmál né fór fram á bætur frá Ak- ureyrarbæ. Akureyrarbær hefur sjö sinnum verið kærður til kærunefndar jafnréttismála frá upphafi árið 1991 Bætur á annan tug milljóna til sex kvenna Morgunblaðið/Kristján Akureyrarbær hefur í samanburði við önnur sveitarfélög oftar komið til umfjöllunar hjá kærunefnd jafnréttismála en önnur sveitarfélög, eða sjö sinnum frá árinu 1991. Þar af hefur bærinn brotið jafnréttislög fimm sinn- um og þrjú mál hafa endað fyrir dómstólum. EMBÆTTI landlæknis skal að mati umboðsmanns Alþingis senda sjúk- lingum skrifleg svör við athuga- semdum þeirra og kvörtunum. Álit umboðsmanns er vegna kvörtunar frá konu þess efnis að landlæknir hafi ekki svarað erindum hennar þar sem nefnd voru ýmis atriði sem henni fannst hafa farið úrskeiðis í samskiptum sínum við lækna á einni sjúkrastofnun. Beinir umboðsmaður þeim tilmæl- um til landlæknis að hann sjái til þess að við afgreiðslu mála hjá emb- ættinu verði framvegis farið eftir til- teknum ákvæðum laga um réttindi sjúklinga, þar sem kveðið er á um rétt sjúklinga til að kvarta yfir heil- brigðisþjónustu sem þeim er veitt. Þá var þeim tilmælum beint til land- læknis að hann leiðbeindi stjórnend- um sjúkrahúsa um rétt sjúklinga til að fá skrifleg svör í tilvikum sem þessum. Í bréfi landlæknis til umboðs- manns kom fram að erindi konunnar hefði verið vísað til sjúkrahússins en formlegt svar í þá veru hefði ekki verið sent og hefði sú ákvörðun mót- ast af upplýsingum um heilsufar hennar á þeim tíma. Umboðsmaður segist ekki geta fallist á að mat landlæknis á sjúk- dómsástandi konunnar gæti leyst hann eða stjórnendur sjúkrahúsa undan þeirri skyldu sem ákvæði laga um réttindi sjúklinga mæli fyrir um. Því hafi landlækni verið skylt að til- kynna konunni skriflega um við- brögð sín við erindi hennar. Umboðsmaður Alþingis Landlæknir svari sjúklingum skriflega VON er á tugum þúsunda bréfa frá þýskum meðlimum í samtökum Grænfriðunga til íslensks almenn- ings frá og með næstu helgi, en það er liður í viðleitni Grænfriðunga til að ræða hvalveiðar á jákvæðum nót- um við Íslendinga. Um 200 þúsund grænfriðungum í Þýskalandi var sent bréf þar sem þeir voru hvattir til að skrifa ein- hverju íslensku heimili og senda staðlað bréf á íslensku, segir Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, í gær. Heimilin sem bréfin verða send til eru valin af handahófi úr þjóðskrá, og segist hann vonast til að 15–20 þúsund bréf verði send hingað til lands. Í bréfinu kemur m.a. fram að bréfsendandinn sjái sér ekki fært að koma hingað til lands vegna þess að hér sé veiddur hvalur, þrátt fyrir að hafa áhuga á að heimsækja landið. Pleym segir að svipaðri aðferð hafi verið beitt í Noregi með góðum ár- angri. Þýskaland varð fyrir valinu vegna þess að hingað kemur mikill fjöldi ferðamanna frá Þýskalandi, en einnig vegna þess áhuga sem er á hvölum í Þýskalandi. Pleym hvet- ur fólk til að svara bréfinu ef það hefur áhuga á að ræða málin við sendanda. Skip Grænfriðunga væntanlegt Von er á stærsta og nýjasta skipi Grænfriðunga, Esperanza, hingað til lands hinn 24. júní nk. og verður skipið hér við land í a.m.k. tvær vikur. Til- gangur heimsókn- arinnar er að halda áfram því starfi sem var hafið með komu Rainbow Warrior síð- asta sumar, að ræða við Íslendinga um hval- veiðar. Einnig stendur til að víkka umræðu- efnið og ræða umhverf- ismál almennt, segir Pleym. Pleym leggur áherslu á að Grænfrið- ungar komi hingað til að ræða málin, ekki til að standa fyrir ein- hvers konar aðgerðum. Hann segist viss um að fyrir lok maí verði komnar 50 þús- und undirskriftir á heimasíðu sam- takanna þar sem einstaklingar lýsa yfir áhuga á að ferðast hingað til lands ef stjórnvöld hætti hval- veiðum. Í gær voru rúmlega 36 þús- und undirskriftir komnar á síðuna. Senda bréf til íslensks almennings Pelle Pettersson, verkefnisstjóri Grænfriðunga (t.v.), og Frode Pleym, talsmaður samtakanna, á blaðamannafundi í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Grænfriðungar taka upp nýjar baráttuaðferðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.