Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert heiðarleg/ur og ábyrg/ur og býrð yfir mikilli reisn. Á þessu ári muntu ganga frá lausum endum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu ráð fyrir auknu annríki á heimilinu á næstu vikum. Viðgerðir og breytingar reyna alltaf á þolinmæðina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert sérlega skörp/skarpur í hugsun og hefur mikið úthald þessa dagana og því liggja verk sem krefjast einbeitingar sérlega vel fyrir þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér hættir til eyðslusemi í dag en þú ættir þó að reyna að halda aftur af þér. Þú gætir einnig lent í deilum um ein- hvers konar eignir og eigna- skiptingu í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt standa óvenjufast á rétti þínum næsta mánuðinn. Þú ert óvenju ákveðin/n og staðráðin/n í að hafa hlutina eftir þínu eigin höfði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það hentar þér best að vinna ein/n þennan mánuðinn. Þú vilt fá viðurkenningu fyrir verk þín og sitja ein/n að henni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er tímabært að þú skil- greinir markmið þín og setjir það niður fyrir þér hvernig þú ætlir að nálgast þau. Láttu aðra vita af fyrirætlunum þín- um. Það er aldrei að vita nema þeir geti hjálpað þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikinn metnað þessa dagana. Á sama tíma stend- urðu svo fast á þínu að það getur jafnvel leitt til árekstra á milli þín og yfirmanns þíns. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að víkka út sjóndeildarhring þinn. Þú getur gert það með því að fara í ferðalag eða á námskeið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir lent í deilum um skiptingu á sameiginlegri ábyrgð eða eignum í þessum mánuði. Hikaðu ekki við að standa á þínu og verja rétt þinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hætt við spennu í sam- bandi þínu við maka þinn næsta mánuðinn. Reyndu að skoða málin út frá heild- armyndinni. Ef þú vilt halda sambandinu áfram þarftu að sýna þolinmæði og sveigj- anleika. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst þú ekki fá þá við- urkenningu sem þú átt skilið þessa dagana. Gleymdu því ekki að sjálfsvirðing þín skipt- ir jafnmiklu máli og virðing annarra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar til að skemmta þér og því er þetta góður tími til ferðalaga og íþróttaiðkana. Ástarmálin líta vel út. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA FERÐALOK Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit eg, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkvi eg mér og sé eg í sálu þér og lífi þínu lifi. Andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn eg í heitu hjarta. - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 7. maí, er sjötugur Guðjón Gests- son, Stekkholti 30, Selfossi. Hann verður að heiman. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 9. maí verður fimmtug Ragnheiður Gunn- arsdóttir, kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í Safnaðarheimili Innri- Njarðvíkurkirkju laugardaginn 8. maí kl. 19. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 Bd6 6. Rf3 Bc7 7. g3 d6 8. Bg2 O-O 9. O-O a6 10. a4 He8 11. Rd2 Rbd7 12. Rc4 Rb6 13. b3 Rxc4 14. bxc4 Ba5 15. Bd2 Hb8 16. Dc2 Bd7 17. e4 Rg4 18. f4 Df6 19. e5 dxe5 20. h3 Bf5 21. Dc1 Re3 22. Bxe3 exf4 23. Bd2 fxg3 24. Re4 Hxe4 25. Bxa5 Staðan kom upp á búlgarska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Zsviko Bratanov (2427) hafði svart gegn Grigo Grigorov (2275). 25... Dd4+! 26. Kh1 Bxh3! 27. Bxh3 He2 og hvítur gafst upp enda getur hann engum vörnum komið við. Klúbbakeppni Taflfélags Reykavíkur og Taflfélagsins Hellis fer fram í Faxafeni 12 í húsnæði fyrr- nefnda félagsins og hefst kl. 20.00. Öllum skákklúbbum í heimahúsum er velkomið að taka þátt. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÞÉTTUR sjölitur er verð- mæti sem erfitt er að hunsa, ekki síst ef makker hefur blandað sér í sagnir. Í úrslit- um Íslandsmótsins í tví- menningi fóru mörg AV-pör offari og lentu í fjórum hjörtum dobluðum: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠K103 ♥84 ♦K1074 ♣K632 Vestur Austur ♠542 ♠98 ♥10 ♥ÁKDG953 ♦ÁDG95 ♦62 ♣DG75 ♣108 Suður ♠ÁDG76 ♥762 ♦83 ♣Á94 Þetta var ein sagnröðin: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar 3 hjörtu Pass Pass Dobl 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Tveir niður og 500-kall. Innákoman á tveimur tígl- um er á jaðrinum, en úr því að fimm pör af tólf lentu í þessu slysi virðist erfitt að sneiða hjá því. Og 500 var ekki hæsta talan í NS. Eitt NS-par reyndi fjóra spaða og fékk tíu slagi – 620! Enginn mælir því bót að segja fjóra spaða, en þeir vinnast í reynd. Út kemur hjarta og austur tekur þar tvo slagi. Hann spilar vænt- anlega þriðja hjartanu, sem sagnhafi trompar í borði. Framhaldið er nánast sjálf- spilandi. Sagnhafi tekur trompin og spilar tígli á kónginn. Ef vestur dúkkar kemur annar tígull og loka- staðan er óhjákvæmileg: Norður ♠– ♥– ♦10 ♣K63 Vestur Austur ♠– ♠– ♥– ♥Á9 ♦D ♦– ♣DG7 ♣108 Suður ♠7 ♥– ♦– ♣Á94 Síðasta trompið þvingar vestur í láglitunum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 7. maí, er níræður Friðþjófur Gunnlaugsson, fyrverandi skipstjóri og verkstjóri, Hamarsstíg 33, Akureyri. Í tilefni þess tekur hann á móti kunningjum, vinum og vandamönnum í Húsi aldr- aðra, Lundagötu 7, milli kl 16:00 og 19:00 laugardaginn 8. maí. MEÐ MORGUNKAFFINU Eru hljóðin í höfðinu á mér að trufla þig, læknir?  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Skráning á www.gbergmann.is og í síma 517 3330 Heimsþekktir Kúndalíní jógakennarar! Ravi Singh og Ana Brett á Íslandi 14. til 16. maí í samstarfi við Guðjón Bergmann Ravi Singh hefur kennt og ástundað jóga í rúm 27 ár. Hann er oft nefndur „kennari kennaranna“, en hann hefur persónulega þjálfað rúmlega 300 kúndalíní jógakennara. Hann er væntanlegur hingað til lands ásamt Önu Brett sem er rísandi stjarna í jógaheiminum. Ravi og Ana ferðast um heiminn og kenna kúndalíní jóga. Meðal nemenda þeirra eru Gwyneth Paltrow, Madonna, Lou Reed, Carrie- Anne Moss, Donna Karan og meðlimir The Red Hot Chili Peppers. Tilboð! 20% afsláttur fyrir alla jógakennara. Föstudagur 14. maí kl. 20.00 Kynningarfyrirlestur um Kúndalíní jóga í Gallerí, Grand Hótel. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir! Laugardagur 15. maí kl. 10-12 og 14-16 Demantslíkaminn. Æfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Sunnudagur 16. maí kl. 10-12 og 14-16 Ferðalag í gegnum orkustöðvarnar. Hugleiðsla og æfingar. Verð: 24.900 kr. fyrir allt námskeiðið eða 14.900 kr. fyrir einn dag. Afmælisþakkir Hjartans þakkir til ykkar allra sem glödduð mig með gjöfum og kveðjum á 75 ára afmæli mínu þann 23. apríl sl. Kærar kveðjur. Ragnheiður Kristinsdóttir, Mýrarvegi 111, Akureyri. FRÉTTIR SAMFYLKINGIN hefur óskað eft- ir að Morgunblaðið birti eftirfar- andi tilkynningu frá Karli Th. Birg- issyni, framkvæmdastjóra Sam- fylkingarinnar, ásamt meðfylgjandi bréfi frá Íslenskri erfðagreiningu til Samfylkingarinnar: „Í hádegisfréttum í dag [mið- vikudag] var frétt um fjárframlög til Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem sagði m.a.: „Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að Samfylkingin hafi ósk- að eftir nákvæmlega 500 þúsund króna framlagi þegar hún leitaði eftir styrkjum frá fyrirtækjum, sem þýðir að þeir eru þá undir þeim mörkum sem Samfylkingin lofaði að gefa upp eftir alþingiskosningar. Meðal þessara heimilda er bréf frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún segir að Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið hálfa milljón frá fyrirtækinu eins og flokkarnir óskuðu eftir og aðrir hafi ekki fengið framlög frá þeim.“ Meðfylgjandi er umrætt bréf Ís- lenskrar erfðagreiningar. Þar kem- ur hvergi fram að Samfylkingin hafi óskað eftir þessari upphæð frá fyrirtækinu. Fullyrðing fréttamannsins er því röng, en til þess fallin að hlustend- ur telji flokkinn vísvitandi vilja leyna því hvaðan hann fær fjár- framlög. Samfylkingin harmar rang- færslur og dylgjur fréttamanns Ríkisútvarpsins og fer fram á að fréttastofan leiðrétti þær. Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Svar við fyrirspurn Fréttablaðsins Íslensk erfðagreining hefur und- anfarin ár styrkt þá íslenska stjórnmálaflokka sem eftir því hafa leitað eins og hér segir: Fyrir Alþingiskosningarnar 2003 greiddi Íslensk erfðagreining 500.000 kr. framlag til Samfylking- arinnar og 500.000 króna framlag til Frjálslynda flokksins. Fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar 2002 greiddi Íslensk erfðagrein- ing 250.000 kr. framlag til Frjáls- lyndra og óháðra. Íslensk erfðagreining styrkti ekki aðra stjórnmálaflokka á þessu tímabili. Fyrir hönd Íslenskrar erfða- greiningar Eiríkur Sigurðsson upplýsingafulltrúi.“ Tilkynning frá Samfylkingunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.