Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hólmfríður ÁstaBjarnason, Fríða, fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1962. Hún lést í Sjálfsbjargarheim- ilinu í Hátúni 12 fimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar Fríðu voru Henný Eldey, Ellý, Vilhjálmsdóttir, f. 28. desember 1935, d. 16. nóvem- ber 1995, og Jón Páll Bjarnason, f. 6. febrúar 1938. Bræður Fríðu eru Atli Rafn Eyþórsson, f. 20. mars 1956, Máni Svavarsson, f. 15. júní 1967, og Nökkvi Svavarsson, f. 29. júní 1971. Eiginmaður Fríðu er Kristján Helga- son, f. 1. maí 1957. Sonur Fríðu er Sveinn Hólmar Guð- mundsson, f. 11. nóvember 1987. Fríða verður jarð- sungin frá Árbæjar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast látinnar æskuvinkonu minnar, Hólmfríðar Ástu Bjarnason, sem borin verður til grafar í dag. Við Fríða kynntumst aðeins ellefu ára gamlar hnátur, þegar ég fluttist búferlum í Grundarlandið í Fossvog- inum. Ég var ósköp feimin og upp- burðarlítil, nýflutt til Reykjavíkur ofan af Akranesi og þóttist flestum heillum horfin. Ekki leið þó á löngu þar til hringt var á dyrabjöllunni og fríður stúlknahópur með Fríðu í far- arbroddi var kominn til að bjóða mig velkomna og fá mig út til leikja. Feimnin var fljót að fara af mér, enda samanstóð hópurinn af kátum, hressum og hlýjum stelpum. Ég varð fljótt ein af hópnum, en auk Fríðu samanstóð hann af Steinunni, Gurrý, Gróu og stundum slóst Steina í hópinn. Þetta var föngulegur vin- kvennahópur og æskuárin í Grund- arlandinu liðu fljótt við leiki, ærsl og alls kyns prakkaragang. Við vorum mjög „spíritúalíseraðar“, þóttumst sjá undarlega sveipi í öðruhverju horni, og oft var mikið hljóðað og óskapast. Ekki voru unglingsárin síðri, þar sem við svifum áfram á skýjum rómantíkurinnar – síást- fangnar og með höfuðin full af háleit- um hugmyndum. Oftar en ekki kom- um við saman í herbergi Fríðu, en herbergið hennar var stórt, fallegt og svolítið út af fyrir sig í húsinu. Einnig átti Fríða þennan flotta plötuspilara, sem okkur þótti hin mesta gersemi. Í herberginu hennar Fríðu gátum við því spilað músík, talað fullum hálsi, hlegið og híað í friði. Þaðan gátu líka sumar okkar stolist út undan vökulu auga foreldr- anna, m.a. til að reyna að svindla okkur inn í Tónabæ … Það var svo snemma sem á þess- um árum gleði og áhyggjuleysis, sem fram kom hjá Fríðu hörmulegur sjúkdómur. Þessi sjúkdómur átti eft- ir að verða henni samferða allt lífið; valda henni jafnvægisleysi og mátt- leysi, orsaka ótaldar sjúkrahúslegur, aðgerðir, lyfjameðferðir og upp- skurði, binda hana í hjólastól 25 ára gamla og lama hana æ meir, þar til ekkert var eftir. En Fríða lét þennan vágest aldrei buga sig eða beygja. Af sinni óþrjótandi bjartsýni og með- fæddri lífsgleði tók hún því sem að höndum bar með meira æðruleysi en ég hef kynnst hjá nokkurri mann- veru. Þar hefur sennilega einnig átt sinn þátt hennar hæfilega kæruleysi, eins og ég hef kallað það – en Fríða svitnaði sjaldan yfir smámunum og blés á áhyggjur af smotteríi og smá- smugu. Hún stóð keik og kát upp aft- ur eftir hvert stórkastið sem sjúk- dómurinn olli og á Landspítalanum eignaðist hún æ fleiri vini og kunn- ingja. Hverja sjúkrahúslegu nýtti Fríða til að eignast nýja vini og kunningja í þeim heilbrigðisstarfs- mönnum sem önnuðust hana og sjúklingum sem með henni lágu. Ef leguna bar upp á sumartíma og Fríða var í færanlegu standi, þá lét hún koma sér fyrir úti í sólinni, hélt þar uppi fjörinu og kallaði spítalann „Costa del Lansa“. Þaðan útskrifað- ist hún síðan kaffibrún. Fríða var einstaklega félagslynd – hún hreinlega unni fólki og fé- lagsskap. Sem lítið dæmi má nefna, að ef engin okkar vinkvennanna átti heimangengt með Fríðu á ball, þá gerði hún sér ávallt lítið fyrir: Hún hringdi í „leigubílstjórann sinn“, sem kom, hjálpaði henni út í bíl og ók henni í Þjóðleikhúskjallarann. Þar tóku dyraverðirnir á móti henni og óku henni í hjólastólnum að „borðinu hennar“, þar sem hún síðan laðaði að sér fólk eins og flugur að hunangi. Fríða var sannarlega aldrei ein- mana, því á heimili hennar var yf- irleitt ekki flóafriður fyrir öllum hennar vinum, kunningjum og öðr- um velunnurum á öllum aldri. Þar var drukkið ómælt kaffi og menn úðuðu í sig súkkulaði, því Fríða var kaffisvelgur hinn mesti og óforbetr- anlegur sælkeri. Fríða var alltaf frjálslynd í skoð- unum, var umhugað um réttindi kvenna og var hálfgert blómabarn í eðli sínu. Stjórnmálaskoðanir henn- ar höfðu svolitla vinstri slagsíðu og í ofanálag var hún prakkari hinn mesti. Á kosningadegi einum þegar við Fríða vorum liðlega tvítugar hringdum við í Sjálfstæðisflokkinn og fórum þess á leit að verða ekið á kjörstað. Á sjálfstæðisbílnum ókum við síðan á kjörstað og kusum Kvennalistann. Þótt þessi ábyrgðar- lausa háttsemi sé vart til að hafa eft- ir nú í dag, þá var þetta saklaust prakkarastrik sem okkur þótti á þeim tíma alveg einstaklega sniðugt. Sólargeislann sinn, soninn Svein Hólmar, eignaðist Fríða árið 1987. Mikið gátum við dáðst að þessu fal- lega barni, sem var eins og speg- ilmynd móður sinnar – með þessi stóru, dökkbrúnu augu og dökka hár. Hann var gimsteinninn hennar og átti hug hennar allan; augu henn- ar glömpuðu af hreykni þegar hún horfði á hann og ræddi um hann. Við ræddum mikið um börnin okkar, enda hafði Fríða tekið virkan þátt í fyrstu árum dóttur minnar og þóttist eiga í henni a.m.k. nokkur bein. Árið 1997 bast Fríða eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni Helga- syni. Kristján stóð sem klettur við hlið konu sinnar, annaðist hana og studdi í hinum miklu, áralöngu veik- indum. Fríða dáði Stjána sinn og tal- aði um „karlana sína“ – eiginmann sinn og son – sem það besta sem hana hafði nokkurn tíma hent. Nú líður Fríða mín um lendur annarrar víddar, þar sem engin er þörf hjólastóla, sjúkrarúma eða ann- arra hjálpartækja. Hún er loks laus úr viðjum þess líkama sem aftrað hefur henni svo lengi að njóta hreyf- ingar – að ganga, hlaupa og dansa. Þótt andi hennar hafi til skamms tíma verið frjáls sem fuglinn, þá er líkami hennar það sömuleiðis nú. Blessuð sé minning Fríðu og ég bið Guð að styrkja Svenna, Stjána, Jón Pál, Nökkva, Mána og alla þá sem eiga um sárt að binda við fráfall hennar. Björg Rúnarsdóttir. Hólmfríður Ásta, eða Fríða eins og hún var ávallt kölluð, var dóttir Ellýjar Vilhjálms, hinnar ástsælu söngkonu, og Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara, en hann er móðurbróð- ir minn. Þau skildu þegar Fríða var lítil stúlka og ólst hún upp hjá móður sinni og stjúpföður. Þegar hún var enn óharðnaður unglingur greindist hún með afar erfiða tegund MS- sjúkdómsins og setti sjúkdómurinn mikið mark á hennar líf alla tíð síðan. Um langt árabil naut Fríða þess að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi með hjálp fólksins síns. Hún var í sambúð með Guðmundi Sveinssyni og með honum eignaðist hún einka- soninn Svein Hólmar. Óhætt er að fullyrða að Sveinn Hólmar var stóri HÓLMFRÍÐUR ÁSTA BJARNASON ✝ Níels BrimarJónsson fæddist í Brimnesi á Ár- skógsströnd 24. jan- úar árið 1942. Hann lést á Landspítalan- um 27. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Petrea Jónsdóttir, f. 16. október 1904, d. 14. maí 1993, og Jón Kristján Níelsson, f. 13. júní 1989, d. 20. mars 1980. Systkini Níelsar voru: 1) Elsa Kristín, f. 23. febr- úar 1924, d. 5. júlí 1925. 2) Jón Maríus, f. 30. júní 1926, d. 23. des- ember 1986, eiginkona Kristín Jó- hannesdóttir, þau eignuðust fimm börn. 3) Elsa Kristín, f. 10. nóv- ember 1928, eiginmaður Hreiðar Valtýsson, d. 2002. Þau eignuðust tvö börn. 4) María, f. 10. júní 1936, eiginmaður Sveinn Sæ- mundsson. Þau eiga tvo syni. 5) Helga, f. 28. maí 1951, maki Ingi Sigurðsson. Helga á tvær dætur. Níels kvæntist á Akureyri 10. september 1961 Hildi Marý Sig- Níels bjó með foreldrum sínum og systkinum á Árskógsströnd, en þau fluttu til Akureyrar árið 1948. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri 1959. Eftir það réðst hann til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og starfaði m.a. í Kjörbúð KEA í Brekkugötu 1. Hann hóf störf hjá Landsbanka Íslands á Akureyri 1. október árið 1961 og starfaði Níels við bankann alla sína starfs- ævi. Fyrst á Akureyri til ársins 1980, þegar hann tók við stöðu útibússtjóra bankans á Bíldudal. Þar bjó fjölskyldan í þrjú ár, til ársins 1983 er þau komu aftur til Akureyrar, en árið 1985 tók Níels við stöðu útibússtjóra bankans á Höfn í Hornafirði. Þeirri stöðu gegndi hann í 11 ár eða til ársins 1996 þegar þau hjónin fluttu til Selfoss. Þar starfaði Níels þar til hann lét af störfum árið 2002. Níels lék á yngri árum knatt- spyrnu með KA og ÍBA á Ak- ureyri. Hann tók þátt í starfi Lionshreyfingarinnar bæði á Ak- ureyri og Hornafirði. Eftir lát eig- inkonu sinnar eignaðist Níels vin- konu, Magdalenu Ingimundar- dóttur, hún á fjögur börn; Jóhönnu, Auði, Birgi og Önnu Hermannsbörn. Útför Níelsar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ursteinsdóttur, f. 18. ágúst 1940, d. 25. apr- íl 1999. Foreldrar hennar voru Sigur- steinn Jónsson, f. 12. júlí 1911, d. 18. ágúst 1949, og Þóra Krist- jánsdóttir, f. 28. apríl 1913. Níels og Hildur eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Hanna Þórey, f. 14. nóvem- ber 1958, eiginmaður Sveinbjörn Orri Jó- hannsson, f. 1. ágúst 1956. Þau eiga tvær dætur, Ingu Hrefnu, f. 18. nóvember 1981, og Hildi Karen, f. 24. apríl 1985. Þau búa á Seyðisfirði. 2) Steinunn Elsa, f. 16. desember 1962, eiginmaður Arnar Árnason, f. 11. september 1959. Þau eiga tvö börn, Nínu, f. 27. mars 1990, og Orra, f. 30. júní 1994. Þau búa á Akureyri. 3) Jón Viðar, f. 12. ágúst 1968, eiginkona Hulda Waage f. 21. nóvember 1969. Þau eiga tvo syni, Níels Brimar, f. 17. febrúar 1992, og Arnar Inga, f. 26. apríl 2000. Þau búa á Höfn í Hornafirði. Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund. Það er skrítið til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur, en við hugg- um okkur við það að núna ertu kominn til mömmu. Við eigum góð- ar minningar um þig. Þú reyndist okkur vel, varst góður pabbi og afi. Við þökkum þér fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ástarkveðjur, Hanna, Steinunn og Jón. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stund. Já, lífið er sko aldeilis ekki alltaf sanngjarnt. Við hefðum við kosið að njóta samvista þinna svo miklu lengur. Það er enda allt of stutt síðan að við kvöddum ömmu, en eins og þú sagðir svo oft: Menn- irnir ætla en Guð ræður. Við getum þó hlýjað okkur við margar góðar minningar um góðan afa. Skýrustu minningarnar okkar eru frá sumrum okkar á Höfn í Hornafirði þar sem að alltaf var svo yndislegt að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Þaðan koma ógleym- anlegar bernskuminningar. Ber þar fyrst að nefna Hossubrúna marg- frægu þar sem farnar voru ófáar ferðir fram og til baka aftur, aftur og aftur með okkur tvær skellihlæj- andi í aftursætinu og ömmu Hildi hálfskelkaða í framsætinu biðjandi þig að hægja á þér. En alltaf hlýdd- ir þú okkur, enda yfirleitt látið vel að stjórn þegar við systur vorum annars vegar og virtist þolinmæði þín gagnvart okkur endalaus, þó að þú hefðir stundum á orði að réttast væri að kaupa á okkur hljóðkút, há- vaðinn væri þvílíkur. Bankaleikur- inn var ekki síður vinsæll hjá okkur systrunum og var mörgum kvöldum eytt niðri í banka þar sem að við fengum að vera gjaldkerar og bankastjórar til skiptis, þótti okkur það afar merkileg vinna. Yfirleitt var svo endað í litlu heildsölunni og eitthvert gotterí gripið með. Síðan var hlaupið upp og ömmu tilkynnt um viðskipti kvöldsins og hversu ótrúlega góðir bankastjórar við gætum orðið þar sem við gerðum okkur vel grein fyrir því með hvaða ljósi ætti að vísa viðskiptavininum inn, nefnilega græna ljósinu. Ekki þótti okkur heldur leiðinlegt að taka rúnt niður í Ósland til að kasta nokkrum steinum í sjóinn og leyfa honum Lubba okkar að viðra sig aðeins. Aldrei var það heldur svo að við systur færum að sofa án þess að þú færir með bænirnar með okkur og signdir yfir okkur. Minningar okkar frá dvölinni hjá ykkur ömmu í Hornafirði eru okkur einkar kær- ar. Það var yndislegt að fylgjast með ykkur, sjá hvað þið voruð sam- taka og kynnast samheldninni. Víst er að við lærðum heilmikið og að þeim lærdómi munum við lengi búa. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við átt- um með þér, þær munum við ávallt geyma með okkur. Kysstu ömmu Hildi frá okkur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Þínar afastelpur Inga Hrefna og Hildur Karen. Elsku afi minn. Þegar þið amma áttuð heima á Hornafirði var ég oft í pössun hjá ykkur. Við fórum oft á rúntinn út í Nes og á leiðinni kennduð þið mér öll bæjarnöfnin. Þegar ég var þriggja ára kunni ég þau öll og þið létuð mig alltaf þylja þau upp fyrir ykkur. Ég var oft í bankanum inni á skrifstofu hjá þér eftir lokun og þú leyfðir mér að reikna á reikni- vélinni þinni, það fannst mér rosa- lega gaman. Mér fannst það mjög leiðinlegt þegar þið fluttuð á Sel- foss en þá var ég fjögurra ára gam- all og ég man ennþá eftir því. Áður en þið fluttuð náði pabbi alltaf í mig í leikskólann í hádeginu og stund- um fórum við heim til ömmu og þín til að borða heimsins bestu fiski- bollur. Ég á fullt af góðum minn- ingum um þig afi minn, en ef ég mundi skrifa þær allar væri ég kominn með heila bók. Ég geymi þær allar í hjarta mínu. Ég elska þig. Þinn afastrákur, Níels Brimar. Allt sem gerist og hendir okkur hefur merkingu en hún er oft ekki auðráðin. Einnig í lífsins bók eru á hverju blaði tvær síður. Önnur, sú efri, er skráð af okkur mönnum með ætlunum okkar, óskum og vonum, en hina fyllir forsjónin, og það sem hún færir hefur sjaldnast verið markmið okkar. (Nisami, persnesk speki.) Þessi einfalda persneska speki var Níelsi hugleikin, svo hugleikin raunar að hann bar hana í brjóst- vasanum. Við Níels kynntumst fyrst á ferðalagi um Ítalíu. Ég var í ferðanefnd fyrir Bandalag kvenna í Reykjavík og í framhaldi af fyrri störfum mínum fyrir Bandalagið var leitað samstarfs við Þorstein Magnússon hjá ferðaklúbbnum Garðabakka. Hópurinn var búinn að hittast nokkrum sinnum hér í Reykjavík og fólkið var farið að kynnast nokkuð. Á síðasta fund- inum hjá okkur hafði nýtt nafn bæst við á nafnalistann: Níels Brimar Jónsson. Við Níels vorum bæði í sárum, hann vegna fráfalls konu sinnar nokkrum mánuðum fyrr, ég vegna alvarlegra veikinda eldri systur minnar, sem lést nokkru eftir að heim var komið. Síðan áttum við Þorsteinn áfram samstarf um ferð til Barcelona og þá var teningnum kastað milli okk- ar Níelsar. Hann bjó á Selfossi, ég í Reykjavík. Við vorum bæði í vinnu og við nýttum því helgarnar til samvista. En eftir starfslok okkar beggja vorum við yfirleitt samvist- um. Áhugi okkar á ferðalögum var sameiginlegur. Hann rifjaði oft upp hvað við værum mikið eyjafólk. Það var Mallorka, Kýpur, Krít, Sikiley og síðasta ferðalagið okkar erlendis var til eyjunnar Gomera, þar sem við eyddum jólum og áramótum með dóttur minni og dótturdóttur, sem búa í París, en við höfðum einnig komið til þeirra og notið gestrisni þeirra. Pascal tengdasonur minn, Jó- hanna dóttir mín og dótturdóttir senda innilegar samúðarkveðjur og þakka Níels fyrir góð kynni. Börnin mín Anna, Auður og Birgir fylgja honum síðasta spölinn. Þau og fjöl- skyldur þeirra þakka allar skemmtilegar samverustundir á liðnum árum. Ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldu Níelsar hugheilar samúðar- kveðjur. Makamissir er sagður mesti streituvaldur sem fólk verður fyrir. Það upplifi ég nú í annað sinn. NÍELS BRIMAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.