Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 68

Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Nýjung!Enn lé ttari Kotasæ la aðein s 1,5% fita i , fi LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði ökumann á stolinni bifreið við Skeiðarvog í gærkvöldi að lokinni eftirför í austurhluta borgarinnar. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðv- unarmerkjum lögreglunnar og hófst eftirför sem endaði með því að lögreglan þvingaði ökumanninn til að stöðva bílinn á gatnamótum Skeiðarvogs og Sæbrautar. Þar gekk hjólbarði bifreiðarinnar af felgunni og hugðist ökumaðurinn enn halda för sinni áfram en þá ók lögreglan utan í bifreiðina og tókst að stöðva hana. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lög- reglustöð, grunaður um að hafa ek- ið undir áhrifum vímuefna. Að sögn lögreglunnar hlaut enginn meiðsli í aðgerðinni. Morgunblaðið/Júlíus Eins og sjá má varð lögreglan að grípa til þess ráðs að aka utan í stolnu bifreiðina til að stöðva hana. Stöðvaður á stolnum bíl SIF Spain, dótturfélag SÍF hf. á Spáni, og alþjóðlega verslunarkeðj- an Carrefour, undirrituðu í gær samninga um sölu á saltfiski til verslana Carrefour á Spáni. Jafn- framt var undirritaður samningur um sölu saltfisks til verslana Carrefour í Sviss. Undirritun samninganna fór fram á sjávarút- vegssýningunni sem lauk í Brussel í gær. Samningurinn við Carrefour er gerður í samstarfi við Vísi hf., út- gerð og fiskverkun í Grindavík. Vísir sér um veiðar og söltun á hrá- efni vegna samningsins en ein- göngu er um línufisk að ræða. SÍF á Spáni sér síðan um að vinna af- urðirnar að ósk Carrefour. Næststærst í heimi Carrefour er stærsta verslunar- keðja Evrópu og sú næststærsta á heimsvísu. Carrefour rekur nærri 10 þúsund verslanir í 30 löndum og er leiðandi verslunarkeðja á Spáni, í Frakklandi, Portúgal og víða í Suður-Ameríku. Samningurinn við SIF Spain er sá fyrsti sem Carre- four undirritar eftir að félagið kynnti nýja vörustefnu og vörulínu á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Þar er megináhersla lögð á vist- vænar vörur, gæði, hreinleika, tær- leika og síðast en ekki síst rekj- anleika. Í ljósi þess að veiðar á hvítfiski hafa farið minnkandi und- anfarin ár er lögð áhersla á að skipta við aðila þar sem stunduð er sjálfbær nýting á auðlindum hafs- ins. Fiskveiðikerfi Íslendinga þótti fullnægja skilyrðum þar um. Ás- björn Björnsson, framkvæmda- stjóri SIF Spain, segir að samning- urinn við Carrefour nái eingöngu til saltfisks til að byrja með. Áhugi sé á fleiri fisktegundum og sölu til fleiri landa. Mjög ánægðir „Við erum mjög ánægðir með að vera þátttakendur í þessu fyrsta skrefi Carrefour í átt að vistvænni stefnu. Fyrirtækið er mjög vand- fýsið á samstarfsaðila og vill eiga langtímasamstarf við trausta aðila. Þessir samningar eru mikilvægt tækifæri til frekari landvinninga og fyrsta skref í verkefni sem Carre- four ber miklar væntingar til.“ Samningurinn á sér um tveggja ára aðdraganda. Fulltrúar Carre- four komu til landsins í fyrra og kynntu sér framleiðsluferlið á salt- fiski hér á landi. Samvinna aðila hófst um síðustu áramót og hefur SIF Spain þegar selt Carrefour um 60 tonn af saltfiski. Semja um sölu salt- fisks til Carrefour „ÞETTA tilboð kemur ákaflega skammt til móts við okkar mark- mið,“ segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, um samningsdrög sem Launa- nefnd sveitarfélaganna lagði fram á miðvikudag í formi heildstæðs samn- ings. Kennarar munu leggja fram móttilboð á samningafundi hjá rík- issáttasemjara í dag. „Það er ljóst að ekki getur orðið af samningi. Það ber töluvert í milli,“ segir Finnbogi um samningsdrögin. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna, segir launanefndina hafa eytt mikl- um tíma og kröftum í þessa vinnu og vonandi geti hún stuðlað að lausn samningaviðræðna fyrir miðjan maí- mánuð. Ekki sé raunhæft að viðræð- ur standi lengur yfir. Birgir Björn segir sveitarfélögin vera að mæta fjölmörgum kröfum kennara og öðr- um kannski ekki, á borðinu sé heild- stætt tilboð sem þurfi að ræða nánar. Hann segir að áhersla sé lögð á að bæta launakjör yngstu kennaranna, að kröfu samninganefndar kennara. Kennarar settu fram þá kröfu í upp- hafi að byrjunarlaun fyrir meðal- byrjandann fari úr 175 þúsundum upp í 250 þúsund. Finnbogi segir að tilboð launanefndarinnar sé langt frá þessari kröfu. Tilboð sveitarfélaganna felur í sér samningstíma til ársins 2008, sem er einu ári lengra tímabil en í síðustu samningum fyrir þremur árum. Finnbogi segir að kennurum finnist samningstíminn í tilboðinu of langur. „Miðað við það sem er í þessu tilboði er þessi samningstími út úr korti.“ Kennarar fallast ekki á tilboð sveitarfélaganna „Ljóst að ekki getur orðið af samningi“ ÞAÐ var sumargalsi í þessum strákum sem léku sér í fótbolta á Seltjarnarnesi í gær, þrátt fyrir norðangarr- ann. Strákarnir, sem og aðrir landsmenn, geta glaðst yfir því að von er á hlýrra veðri. Í dag er búist við allt að 10–11 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu og fer veður hlýnandi um allt land. Morgunblaðið/RAX Sumargalsi í norðangarra RÚMLEGA þrítugur maður, Pétur Ómar Pétursson, hefur í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás, en hann stakk mann um fertugt með hnífi á heimili mannsins 7. janúar sl. Áttundi ofbeldisdómurinn Þetta var í áttunda skipti sem maðurinn var dæmdur fyrir ofbeldis- mál, en hann hefur áður hlotið dóma fyrir manndrápstilraun og líkams- árásir. Alls hefur hann hlotið 18 dóma frá árinu 1988, og setið í fang- elsi í meira en sjö ár frá þeim tíma. Ákærði neitaði staðfastlega sök, en dómara þótti sekt hans sönnuð með óyggjandi hætti. Dóminn kvað upp Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Guðmundur B. Ólafsson hrl. en Kolbrún Sævarsdóttir fulltrúi flutti málið fyrir ákæruvaldið. Þriggja ára fangelsi fyrir hnífstungur ÁFALLNAR lífeyrisskuldbindingar borgarsjóðs Reykjavíkur árið 2003 fóru 63% fram úr fjárhagsáætlun. Laun og launatengd gjöld fóru 915 milljónir fram úr áætlun en á móti komu hærri tekjur um 500 milljónir króna. Í lok síðasta árs námu lífeyris- skuldbindingar borgarsjóðs tæpum 25,5 milljörðum króna. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir vega þyngst í þessari niðurstöðu hækkun á lífeyrisskuldbindingu borgarinnar sem nemi 500 milljónum króna, vegna uppgjörs við ríkið eftir sam- starf um rekstur fyrirtækja og stofn- ana frá fyrri tíð. Þessi skekkja auk annarra þátta varð til þess að rekstr- artap borgarsjóðs fyrir árið 2003 var rúmum milljarði króna meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Laun 915 milljónum yfir áætlun  Tap/10 EINKUNNIR og fyrri námsárang- ur segja fyrir um brottfall úr námi, en jafnframt virðist miklu máli skipta að nemendum finnist þeir fá stuðning frá foreldrum sínum og að þeir upplifi samræmi á milli eigin námsvals og áherslna foreldra sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á námsgengi og afstöðu ’75-árgangsins til náms. Brottfall úr framhaldsskólum landsins er að meðaltali 15%. Hæst er brottfallið í iðnskólum og fjöl- brautaskólum, jafnt á landsbyggð- inni sem á höfuðborgarsvæðinu. Alls heltust 2.757 nemendur úr námi vet- urinn 2002–2003. Einkunnir segja fyrir um brottfall  Brottfallið/34–35 ♦♦♦ ♦♦♦ STJÓRNANDI gröfu á Nesjavöllum meiddist minniháttar á öxl og höfði þegar grafan valt síðdegis í gær. Stjórnandinn festist inni í gröfunni eftir veltuna en tókst að komast út af sjálfsdáðum, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Grafa valt á Nesjavöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.