Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 11
ÚR VERINU
NORSK stjórnvöld vinna nú að því
að draga úr brottkasti fisks eða
koma í veg fyrir það hjá fiskiskipa-
flota sínum og skipum annarra
þjóða, sem stunda veiðar innan lög-
sögu Noregs. Markmiðið er að fá
bæði meiri verðmæti að landi og
réttari upplýsingar um hve mikið er í
raun veitt.
Talið er að brottkast á ári hjá
norskum fiskiskipum sé á bilinu
57.000 tonn til 200.000 en árlegur afli
þeirra er á bilinu 2,5 til 3 milljónir
tonna. Talið er að verðmæti þess
fisks sem kastað er á glæ geti verið
allt að 8 milljarðar íslenzkra króna.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur lát-
ið semja skýrslu um stöðu mála, hve
mikið brottkastið sé, af hverju það
stafi og hvernig megi koma í veg fyr-
ir það. Skýrslan var gerð opinber í
lok apríl. Þar kemur fram að hvatinn
að brottkastinu sé yfirleitt sá að
menn vilja fá sem mest út úr leyfileg-
um afla. Því sé ódýrari fiski og
smærri fiski hent.
Hugarfarsbreyting
Skýrsluhöfundar telja að það þurfi
ákveðna hugarfarsbreytingu hjá sjó-
mönnum, þeir verði að átta sig á því
að þeir hafi leyfi til að nýta sameig-
inlega auðlind þjóðarinnar, en því
fylgi sú ábyrgð að þeir verði að fara
að settum reglum, sem meðal annars
banni brottkasts. Jafnframt verði
þeir að átta sig á því að með því að
fleygja fiski í sjóinn séu þeir í raun
að minnka þá möguleika sem þeir í
raun hafi til að auka tekjur sínar,
ekki aðeins með því að koma með
meira að landi, heldur einnig með því
að stuðla að því að fiskifræðingar
geti betur metið hvað má veiða og
betur gangi að byggja fiskistofnana
upp.
Á hinn bóginn sé það grundvall-
aratriði að styrkja eftirlitið á öllum
sviðum, bæði á landi og úti á sjó. Það
þurfi gera kröfur um nákvæmar
afladagbækur og það þurfi að vera
hægt að bera saman aflasamsetn-
ingu skipa og báta sem séu að fiska á
sama svæði.
80 manns í eftirlit
á sjó og landi
Höfundar leggja til að eftirlits-
mönnum um borð í fiskiskipum verði
fjölgað í 40 og að þeir eigi að vinna í
nánu samstarfi við Hafrannsókna-
stofnun með því að mæla stærð fiska
og samsetningu aflans, svo stofnunin
geti nýtt sér upplýsingar þeirra við
stofnstærðarmat.
Þá verði að fjölga eftirlitsmönnum
í landi þannig að þeir verði 39 alls.
Síðan verði að bera saman upplýs-
ingar um stærð fiska og aflasam-
setningu utan af sjó og í landi, en
með því geti verið hægt að meta
brottkastið. Gert er ráð fyrir því að
kostnaður við eftirlit 40 manna á hafi
úti kosti um 300 milljónir íslenzkra
króna á ári og eftirlitið í landi kosti
ríflega 200 milljónir.
Þá verði að koma upp upplýsinga
banka til að vega og meta ólíkar upp-
lýsingar og nýta þurfi eftirlit um
gervitungl. Það þurfi að stykja Fiski-
stofu og Landhelgisgæzlan þurfi að
fá um 500 milljónir króna til að geta
haldið flota sínum í fullu úthaldi.
Lagt er til að bannað verði að vera
með hakkavélar um borð í skipum til
að hakka úrgang og þar með fisk,
sem hent sé. Úrgangi og fiski verði
að kasta frá skipinu yfir sjólínu, en
þá fljóti fiskurinn og sjáist betur.
Loks er lög áherzla á aukna notkun
búnaðar til að velja fisk í veiðarfæri,
eins og smáfiskaskiljur.
Morgunblaðið/RAX
Norðmenn ráðast
gegn brottkasti
Stóraukið eftirlit á sjó og
landi meðal annars lagt til
FRANZ Fischler, fiskimálastjóri
Evrópusambandsins, hvetur þær
þjóðir sem stunda veiðar á kolmunna,
til að setjast að samningaborðinu og
semja um raunhæfa skiptingu afla-
heimilda og hætta stjórnlítilli veiði
langt umfram ráðleggingar. Hann
segir pattstöðuna í málinu óþolandi.
Engu að síður hefur Evrópusam-
bandið ákveðið að auka leyfilegan afla
aðildarríkjanna um 90% eða úr
400.000 tonnum í 750.000 tonn.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Fischler en þar segir hann
svo: „Síðustu 7 árin hefur Evrópu-
sambandið hvatt aðrar aðildarþjóðir
til þess að samþykkja eðlilega og
sanngjarna skiptingu aflaheimilda úr
kolmunnastofninum enda er slíkt
samkomulag forsenda þess að hægt
sé að koma á árangursríkri fisk-
veiðistjórnun á þessum alþjóðlega
fiskistofni. Til að ná þessu markmiði
og til að vernda kolmunnastofninn, en
staða hans hefur valdið vís-
indamönnum áhyggjum, hefur ESB
einhliða takmarkað afla sinn árum
saman. Hinar aðildarþjóðirnar hafa
hvergi farið að dæmi ESB og stór-
aukið afla sinn og þannig krafizt mun
meiri hlutdeildar en þær eiga rétt á.
Þess vegna er þolinmæði sambands-
ins á þrotum. Í ljósi þessara aðstæðna
og í ljósi góðrar stöðu kolmunna-
stofnsins, hefur Evrópusambandið
ákveðið einhliða að auka kvóta sinn
um 350.000 tonn og færa heimildirnar
þannig nær þeim afla sem það var að
taka á 10. áratugnum.“
Hann segir ennfremur að hann
hvetji aðildarþjóðirnar til að við-
urkenna að þessi pattstaða sé óvið-
unandi og bjóði þeim að samninga-
borðinu. Nú sé rétti tíminn til að
komast að sanngjarnri niðurstöðu um
skiptinguna þar sem stofninn standi
vel.
Kolmunninn er nokkuð mikilvægur
Evrópusambandinu, en skip frá
Spáni, Danmörku, Bretlandi, Hol-
landi, Írlandi, Frakklandi, Þýzka-
landi, Portúgal og Svíþjóð stunda
þessar veiðar í mismiklum mæli. Auk
þess er kolmunni 40% þeirra veiði-
heimilda sem sambandið notar í
skiptum í samningum við Norðmenn.
Á síðasta ári jók ESB heimildir sín-
ar um 250.000 tonn og um 350.000 á
þessu ári. Norðmenn leyfa frjálsar
veiðar, en kvóti Íslendinga var lækk-
aður lítillega vegna tillagna fiskifræð-
inga um minni veiði.
Óviðunandi pattstaða
ESB óánægt með ofveiði á kolmunna
en eykur þó kvóta sinn um 90%
ÖRYRKJABANDALAG Íslands
hefur sent ríkisstjórninni yfir-
lýsingu þar sem harðlega er
átalið að rúmir fjórir mánuðir
skuli nú liðnir án þess að þorri
öryrkja hafi fengið greiddar þær
bætur sem um var samið í að-
draganda síðustu kosninga.
„Þúsundir öryrkja höfðu
treyst því að ríkisstjórn Íslands
myndi standa við það samkomu-
lag sem kynnt hafði verið svo
rækilega fyrir kosningar. Það er
ágreiningslaust af fulltrúum
beggja samningsaðila að ekki
hefur enn verið staðið við sam-
komulagið,“ segir í yfirlýsing-
unni.
„Öryrkjabandalag Íslands
skorar á ríkisstjórn og Alþingi
að gera þegar í stað ráðstafanir
til að samkomulagið megi koma
til fullra framkvæmda, svo að
máli þessu verði lokið eigi síðar
en við framlagningu fjárlaga-
frumvarps í byrjun október
næstkomandi. Að öðrum kosti
eru stjórnvöld, eina ferðina enn,
að neyða Öryrkjabandalag Ís-
lands til að leita viðurkenningar
dómstóla á þeim alvarlegu van-
efndum sem hér um ræðir og
hvetja bandalagið til að grípa til
allra þeirra baráttuleiða sem ör-
yrkjum eru tiltækar. Orð skulu
standa.“
Öryrkjabandalag Íslands
Áskorun um að staðið
verði við samkomulag
LANDHELGISGÆSLAN tók fyrir
skömmu þátt í sameiginlegri æfingu
björgunarstjórnstöðva og björgun-
arflokka við Norður-Atlantshaf en
æfingin er haldin árlega og gengur
undir nafninu Bright Eye. Að þessu
sinni stilltu Íslendingar og Færey-
ingar saman strengi sína.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæslunnar gekk æfingin út á
að finna tvo gúmmíbjörgunarbáta
sem varðskip Landhelgisgæslunnar
hafði sett út nálægt miðlínunni milli
Íslands og Færeyja í fyrradag. Það
var svo hlutverk áhafnar Fokker-
flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-
SYN, og færeyska varðskipsins
Brimils að finna bátana.
Um borð í TF-SYN var fimm
manna áhöfn Landhelgisgæslunnar
og þrír menn frá Flugbjörgunar-
sveitinni í Reykjavík sem höfðu það
hlutverk að vera útverðir, þ.e. að
svipast um eftir björgunarbátunum
sem leitað var að.
Markmiðið var einnig að þjálfa
samskipti milli björgunarstjórn-
stöðvanna í Þórshöfn í Færeyjum og
björgunarstjórnstöðvar Landhelgis-
gæslunnar. Eftir talsverða leit tókst
áhöfn TF-SYN að finna björgunar-
bátana.
Seinna í mánuðinum verða tveir
seinni hlutar æfingarinnar haldnir
og þá bætast við björgunaraðilar frá
Grænlandi, þ.e. dönsku herstöðinni í
Grønnedal og flugstjórnarmiðstöð-
inni í Syðri-Straumsfirði og björg-
unarstjórnstöðinni í Bodø í Noregi.
Landhelgisgæslan á
æfingu í N-Atlantshafi
TAKIST forráðamönnum Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) það
augljósa ætlunarverk sitt að bola Ís-
lenskum markaði (ÍM) úr Leifsstöð
mun það skapa óvissu fyrir fjölda
starfsmanna fyrirtækisins auk þess
sem eigendur munu verða fyrir
miklu fjárhagstjóni. Stjórnendur
FLE eru með þessum einhliða geð-
þóttaaðgerðum í raun að setja Ís-
lenskan markað á hausinn.
Þetta segir Logi Úlfarsson, fram-
kvæmdastjóri Íslensks markaðar, en
eins og fram hefur komið hafa stjórn-
endur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
hf. sagt upp leigusamningi við Ís-
lenskan markað en ÍM hefur selt
ferðamönnum íslenskan varning all-
ar götur frá því að flugstöðin var opn-
uð fyrir 34 árum.
Lásu um skýringarnar
í Morgunblaðinu
„Það liggur fyrir að Íslenskur
markaður er bara með starfsemi í
Flugstöðinni og ef menn ætla að út-
hýsa okkur héðan þýðir það endalok
fyrirtækisins. Störf þeirra 25 starfs-
manna, sem flestir eru konur, sem
hjá okkur starfa eru því hættu en all-
ir nema einn eru búsettir á Suð-
urnesjum þar sem nú er alvarlegt at-
vinnuleysi,“ segir Logi.
„Þeir sendu okkur uppsagnarbréf
föstudaginn 30. apríl algerlega óund-
irbúið, við höfðum ekkert heyrt frá
þeim áður. Skýringarnar sem voru
gefnar lásum við fyrst um í Morg-
unblaðinu á mánudeginum 3. maí.
Við höfum ekki heyrt eitt einasta orð
um þær áður, þ.e. skýringar á upp-
sögninni. Þessar skýringar voru út í
hött að okkar mati. Okkar skilningur
er sá, að minnsta kosti þangað til
annað kemur í ljós, að það sé verið að
refsa okkur fyrir hafa verið „óþekk-
ir“. En það er auðvitað grundvall-
arréttur þeirra sem búa í lýðræð-
isríki að ef þeir eru ekki sáttir hafa
þeir þann valkost að leita til dóm-
stóla. Við töldum að það væri verið að
fremja á okkur lögbrot og vildum fá
staðfestingu dómstóla á því. Málið
snerist ekki um að við værum að
reyna að koma höggi á Flugstöðina á
einn eða annan hátt heldur vorum við
einfaldlega að vinna að hagsmunum
fyrirtækisins og raunar annarra fyr-
irtækja einnig.“
Logi segir yfirlýsingar fram-
kvæmdastjóra FLE, m.a. þess efnis
að ÍM uppfyllti ekki skilyrði sem sett
hafi verið um áframhaldandi versl-
unarrekstur á fríhafnarsvæðinu,
mjög einkennilegar. „Það er auðvitað
einkennilegt að halda því fram að
fyrirtæki sem er búið að vera í Flug-
stöðinni í 35 ár og er fremst í sinni
röð á sínu sviði og hefur mesta þekk-
ingu og reynslu allra í þessum flug-
stöðvarbransa skuli skyndilega ekki
uppfylla skilyrði um að
geta annast svona
starfsemi. Það er auð-
vitað skýring sem mað-
ur gefur ekkert fyrir.“
Hafa ekki fengið
tækifæri til að lýsa
hugmyndum sínum
Logi segir hug-
myndir varðandi fram-
tíðarskipulag versl-
unarrekstrar í húsinu
ekki hafa verið ræddar
þannig að þótt ÍM hefði
hugmyndir í þeim efn-
um hefði fyrirtækið
ekki fengið tækifæri til
þess að lýsa þeim. „Ég skil því ekki al-
veg hvernig þeir vita um hugmyndir
okkar. Við settum fram ákveðnar hug-
myndir í forvalinu á sínum tíma en það
voru fyrst og fremst hugmyndir um
okkar fyrirtæki og hvernig við sæjum
það í framtíðinni. Þær hugmyndir voru
fyrst og fremst byggðar á ákveðinni
forskrift sem þeir gáfu upp í sínum
gögnum, m.a. teikningum o.fl. Þannig
að ef þetta er byggt á þeim hug-
myndum þá eru þær löngu úreltar
vegna þess að það eru tvö ár síðan þær
voru settar fram. Og það hefur svo
sannarlega ýmislegt gerst á þeim
tíma.“
Logi segir að þar sem FLE séu í
eigu ríkisins sé það óbeint að vísa
fyrirtækinu út. Hann hins vegar neiti
að trúa því að menn séu sér almennt
meðvitaðir um þessa meðferð á Ís-
lenskum markaði.
Spurður um íhlutun af hálfu sam-
keppnisyfirvalda segir Logi að ÍM
hafi snúið sér til Samkeppnisstofn-
unar. „Við höfum lagt
fram gögn fyrir stofn-
unina þar sem við telj-
um að Flugstöðin sé að
rjúfa biðstöðu sem fyr-
irskipuð var af sam-
keppnisráði á sínum
tíma. Og í því ljósi telj-
um við að þessar upp-
sagnir séu hreinlega
ólöglegar. Við væntum
þess að Samkeppn-
isstofnun taki á málinu
og förum fram á bráða-
birgðaúrskurð til þess
að þurfa ekki að bíða
mjög lengi enda ekki
nema 85 dagar til stefnu
þangað til uppsögnin tekur gildi.“
Keppinautur varð húsbóndi
Logi minnir á að ÍM hafi hafið
starfsemi í Flugstöðinni árið 1970 og
staðið sig vel allan tímann, fyrirtækið
eigi stóran þátt í því hvernig FLE er
nú. „Mestan hluta þessa tíma störf-
uðum við við hliðina á ríkisrekinni
Fríhöfn eða þangað til 1998. Árið
2000 var þeirri verslun steypt saman
við FLE og með þeirri löggjöf þurrk-
uðust okkar réttindi gersamlega út.
Þá var keppinautur okkarorðinn hús-
bóndi okkar líka og undir sérstakri
vernd ríkisins sem við njótum auðvit-
að ekki. Þar fyrir utan átti ríkið í ÍM
alveg fram til ársins 1998 en þá var
ríkishluturinn keyptur þannig að það
má líka segja að að því leytinu séu
menn að koma í bakið á þeim sem
settu mörg hundruð milljónir í þau
kaup á þeim tíma. Þeir hluthafar
skilja auðvitað ekki núna hvað var
verið að selja þeim,“ segir Logi.
Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri Íslensks markaðar
Verið er að bola
ÍM út úr Leifsstöð
Logi Úlfarsson
„Þeir sendu okkur uppsagnarbréf föstudaginn 30. apríl
algerlega óundirbúið, við höfðum ekkert heyrt frá þeim áður“