Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „SKÝRINGA á brottfalli er oft ekki að leita innan skólans heldur í umhverfi nem- endanna,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir fé- lagsfræðingur sem starfar hjá Rannsókn- um og greiningu en fyrirtækið gerði viðamikla rannsókn á högum ungs fólks á árunum 2000-2001 þar sem félagsleg staða ungmenna utan fram- haldsskóla var könnuð og borin saman við stöðu jafnaldra þeirra í framhaldsskólum með viðtölum og spurninga- listum. Samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar- innar eru þeir sem hætta námi ekki eins- leitur hópur, en stór hluti þeirra hefur átt við námsörðugleika að stríða í grunnskóla, vantar stuðning heima fyrir eða glímir við þunglyndi. „Okkur hættir oft til þess að áætla að orsök vanda- mála krakka sem ekki aðlagast í skólunum sé að finna innan skólans sjálfs,“ segir Inga Dóra. „Í mjög mörgum tilfellum er skýr- inganna að leita utan skólans; í samfélag- inu, fjölskyldunni og í aðstæðum krakk- anna utan skólans.“ Hún bendir á að ekki megi gleyma því að framhaldsskólasókn hefur gjörbreyst und- anfarin ár. Árið 1980 hófu um 65% 16 ára ungmenna nám í framhaldsskóla en árið 2001 var hlutfallið orðið 90%. Inga Dóra segir þetta í samræmi við hugmyndir um framhaldsskóla fyrir alla sem settar voru í lög. „Framhaldsskólinn á að vera fyrir alla en það er spurning hvort hann henti öll- um.“ Hún segir að ein niðurstaða rannsókn- arinnar hafi verið sú að framhaldsskólar á Íslandi séu góðir, þar sé boðið upp á mikla fjölbreytni. „Krakkarnir leituðu yfirleitt ekki skýringanna á því af hverju þau væru ekki í skóla í að það skorti námsframboð eða annað slíkt,“ segir Inga Dóra. Margar ástæður fyrir brottfalli Hún bendir á að sá hópur ungmenna sem standi utan framhaldsskóla sé mjög margbreytilegur. „Stór hluti hans saman- stendur af krökkum sem búa við erfiðar að- stæður, þau hafa ekki stuðningsnet líkt og jafnaldarar þeirra sem halda áfram í skóla. Þau fá ekki stuðning heima hjá sér og eru einangraðri. Þá hafa mörg þeirra átt við námsörðugleika að stríða í grunnskólum og félagslega erfiðleika. Þau eru með brotið bakland.“ Inga Dóra segir að rannsóknin hafi enn- fremur bent til að andleg vanlíðan væri meiri hjá þeim sem standa utan skóla en innan. „Þunglyndið veldur því oft að þau falla úr námi. Í rannsókninni töluðu þessir krakkar um með námi segja að standa uta rætur að r Hún seg að stór hlu ingar um a „Þau telja ar, en ísle og því auðv Hluti þe ljúka því á námsörðug urstöðum fram hjá s er mjög a virðist haf tæknilega hratt og le vitað mjög irstöðuatri Inga Dó brottfalli þ unglingar inn, til að „Við höfum samfélagið angrað fy hópurinn, allt þættir hengi.“ Skýringa oft að leita utan Inga Dóra Sigfúsdóttir Rannsóknir og greining könnuðu brottfall úr fram Fimmtán af hundraði framhalds-skólanemenda hættu námi án þessað ljúka því milli áranna 2002 og2003. Mjög misjafnt er eftir skól- um hvert brottfallið er. Hæst er brottfallið í iðnskólum og fjölbrautaskólum, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Menntaskólum virðist haldast betur á nem- endum og leitaði Morgunblaðið til fjögurra skólameistara eftir skýringum. Þeir segjast líta brottfall alvarlegum augum og hafa allir brugðist við því með ýmsum hætti innan síns skóla. Þeir nefna að efla þyrfti námsráðgjöf í grunnskólum og rektor Menntaskólans í Reykjavík bendir á að mikilvægt sé að koma upp miðlægri miðstöð sem nemendur á framhaldsskólastigi með námsörðugleika geta leitað til og fengið aðstoð sérfræðinga. FB: Brottfall 13,9% „Við erum stöðugt að vinna gegn brott- falli,“ segir Stefán Benediktsson, aðstoðar- skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi verið skorin upp herhör gegn brottfalli í skólanum sem var þá að mati stjórnenda orð- ið óásættanlegt. Þurfti skólinn að endur- greiða ríkinu fé, þar sem mjög margir nem- endur sem skráðir voru í skólann mættu ekki í próf en ráðuneytið greiðir skólum fyrir hvern þann nemanda sem tekur próf. „Við gátum ekki búið við þetta. Við tókum málið mjög föstum tökum, hertum mætingarregl- ur og efldum umsjónarkerfið okkar svo að nemendurnir geti leitað til einhvers,“ útskýr- ir Stefán. Hann segir að þessar aðgerðir hafi borið árangur og brottfallið hafi minnkað. Hann telur gerð framhaldsskólanna aðal- lega skýra þann mun sem er á milli fjölda brottfallinna nemenda. „Áfangakerfið er opnara kerfi sem gerir brottfallið auðveld- ara. Hægt er að hætta í t.d. einum áfanga án þess að eyðileggja skólavistina, sem er ekki hægt í bekkjarkerfi.“ Stefán segir nemendur sem stefni á há- skólanám sækja í menntaskólanna frekar en fjölbrautaskólana. Kröfur um námsárangur séu þar meiri en í fjölbrautaskólunum. „Í því liggur munurinn. Við tökum inn krakka með miklu lægri grunnskólaeinkunn.“ Hann segir að brottfall hafi veruleg áhrif á fjármagn skólans, kennaraastöður séu mannaðar með tilliti til þeirra sem skrái sig í skólann en rekstrarfé fer eftir því hversu margir taki próf. „Okkur finnst 14% brottfall of mikið [...] Þetta er rosalega dýrt fyrir þjóð- félagið,“ segir Stefán. „Það er tap af brott- fallsnemendum. Skólarnir hagnast á því að öllu leyti að reyna að halda nemendum inni í skólunum.“ Stefán nefnir að fjöldi nemenda verði að hætta í skóla til að borga skuldir, t.d. fyrir bílum sem þeir hafi fjárfest í. „Krakkarnir vinna mjög mikið með skólanum,“ segir hann. „Það þarf að borga þessa bíla sem þau eru að kaupa. Þau flosna upp úr námi af því að þau vinna svo mikið.“ MR: Brottfall 2,6% Í Menntaskólanum í Reykjavík hefur brottfall verið lítið og að sögn Yngva Péturs- sonar, rektors skólans, þá setjist þeir nem- endur sem ekki ná prófum flestir aftur í sama bekk. „Algengast er að nemendur ráði ekki við námið og færi sig í aðra skóla,“ segir Yngvi um ástæður þess að nemendur hætti í skólanum án þess að ljúka prófi. Til að bregðast við brottfalli hefur skólinn eflt starf umsjónarkennara og aukið þjón- ustu við nýnema og forráðamenn þeirra. „Í samstarfi við íslenskukennara og námsráð- gjafa hefur verið lögð sérstök áhersla á að greina nemendur með lestrarörðugleika,“ segir Yngvi. „Skólinn var í góðu samstarfi við Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands, en því miður hefur Lestrarmiðstöðin verið lögð niður. Þær námsgreinar sem nemendur á fyrsta ári eiga í mestum erfiðleikum með eru íslenska og stærðfræði. Til að koma til móts við þá nemendur er boðið upp á sérstaka stoðtíma í þessum greinum.“ Yngvi segir að hugsanlega skýri mismun- andi námsframboð skólanna það brottfall sem þar er. „Námsframboð í sumum menntaskólum miðast við bóknám og náms- framboðið því þrengra. Í fjölbrautaskólum er fjölbrey halda uppi Nemendur við atvinnu ur frá skól markaðinn Yngvi be að gera nem sínu og lei hverjum og að koma Lestrarmið sem nemen námsörðug aðstoð sérf Um áhri á brottfall skólinn sty hvernig st Gengið er ú ur komi a.m loknu fram Því blasir v og lengja sk haldsskólan ann. Verði laust aukas Sölvi Sve skólans við slæmt þar Brottfallið dýrt Mun meira brottfall í fjölbrautaskólum en mennta- skólum skýrist m.a. af því að nemendahópur menntaskólanna er einsleitari og námsframboð í fjölbrautaskólunum fjölbreyttara. 15% brottfall er að meðaltali í framhaldsskólum landsins. Sunna Ósk Logadóttir komst að því að skólarnir hafa náð góðum árangri við að draga úr brottfalli, t.d. með því að efla námsráðgjöf, herða mætingarreglur og hlúa betur að hverjum og einum nemanda. Við mennt skóla sækj SAMKEPPNISHÆFNI OG FRJÁLSRÆÐI Ísland er í fimmta sæti yfir samkeppn-ishæfustu hagkerfi heims á lista semIMD-viðskiptaháskólinn í Sviss hef- ur gefið út. Ísland hækkar um þrjú sæti á listanum frá í fyrra og hefur á fjórum ár- um farið úr 10. sætinu. Í frétt í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær kemur fram að á öllum þeim mælikvörðum, sem lagðir eru á samkeppnishæfni ríkja, hefur Ís- land hækkað sig á síðustu árum. Þetta ber auðvitað vitni um að þær miklu breytingar í frjálsræðisátt, sem átt hafa sér stað hér á landi undanfarin ár, hafa skilað árangri. Fleira spilar inn í, svo sem mikil atvinnuþátttaka, jákvætt við- horf stjórnenda fyrirtækja, góð menntun og hreint umhverfi. Veikleikarnir eru hins vegar ekki sízt of lítill útflutningur og mikill viðskiptahalli, of fyrirferðar- mikið ríkiskerfi, veikur verðbréfamark- aður, meiri launahækkanir en annars staðar og smæð markaðarins. Við sumu af þessu, á borð við smæð markaðarins, er ekkert að gera. En á öðr- um sviðum er svigrúm til breytinga – og verður að vera það því að önnur ríki gera stöðugt breytingar á því umhverfi, sem þau búa fyrirtækjum sínum, í því skyni að standa betur að vígi í alþjóðlegri sam- keppni. Ísland má ekki dragast aftur úr í þeirri samkeppni og raunar má færa rök fyrir því að til þess að vega upp á móti þáttum, sem við getum ekki breytt, eins og smæð markaðarins og fjarlægð frá öðrum mörkuðum, verði Ísland að gera betur en samkeppnislöndin á öðrum svið- um. Verzlunarráð Íslands hefur lagt til nokkrar breytingar sem ráðið telur að geti komið Íslandi í þriðja sætið á listan- um yfir samkeppnishæfustu ríki heims. Þar nefnir VÍ fyrst að lækka þurfi skatta enn meira en gert hefur verið. Í öðru lagi þurfi að afnema hömlur á erlenda fjár- festingu. Í þriðja lagi þurfi að stuðla að aukningu milliríkjaviðskipta. Í fjórða lagi þurfi að draga úr ríkisumsvifum og lækka ríkisútgjöldin. Undir þetta allt er ástæða til að taka. Íslendingar verða að vera mjög vakandi fyrir því að missa ekki niður forskot sitt í alþjóðlegri samkeppni. Hjá ríkisstjórn- inni er augljóslega vilji til aðgerða í sum- um þessum málum, ekki sízt skattamál- unum. Þar hafa stjórnvöld m.a. boðað afnám eignarskatts og á aðalfundi SA fyrr í vikunni lét Davíð Oddsson forsætis- ráðherra þá skoðun í ljós að stefna ætti að því að tekjuskattur fyrirtækja yrði ekki hærri en 15%. Hins vegar er ástæða til að gera atlögu að fleiri málum sem VÍ nefnir. Morgunblaðið hefur t.d. bent á að það er löngu tímabært að breyta um stefnu hvað varðar erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegi, nú þegar íslenzk sjávarút- vegsfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Og glímunni við ríkisútgjöldin linnir seint. Á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins benti Davíð Oddsson á að frelsinu væri ekki komið á í eitt skipti fyrir öll. Það eru orð að sönnu; það þarf áfram að vinna að því að efla athafnafrelsi einstaklinganna á Íslandi og búa frumkvöðlum og fyrir- tækjarekstri sem beztar aðstæður til að standa undir áframhaldandi hagvexti. Sumir forystumenn viðskiptalífsins hafa kvartað undan þeim umræðum, sem m.a. Morgunblaðið hefur staðið fyrir, um lög- gjöf til að hindra samþjöppun og hringa- myndun í viðskiptalífinu, og að því er virðist skilið hana á þann veg að menn vilji spilla hinum almennu rekstrarskil- yrðum atvinnulífsins. Það er auðvitað mikill misskilningur. Það er áfram full ástæða til að auka frjálsræði í atvinnulíf- inu yfirleitt, hlúa að vaxtarbroddum og minnka álögur á atvinnurekstur. Hins vegar ber að koma í veg fyrir að fáeinar viðskiptasamsteypur verði allsráðandi í íslenzku viðskiptalífi. Slík þróun stuðlar sízt af öllu að fjölbreyttu og samkeppn- ishæfu atvinnulífi. SÖMU MENNTUN FYRIR ÖLL BÖRN Í skýrslu þeirri sem vinnuhópur for-sætisráðherra um fátækt á Íslandi hefur skilað af sér og greint var frá í Morgunblaðinu í gær kemur fram að þrátt fyrir að Íslendingar séu „meðal þeirra þjóða sem hafa einna hæstu þjóð- artekjur á mann“ séu þeir hópar til „sem eiga erfitt með að láta enda ná saman og lifa mannsæmandi lífi“. Eins og nærri getur og fram kemur í skýrslunni geta af- leiðingar fátæktar „verið margþættar og haft til dæmis áhrif á uppeldisskilyrði barna, heilsu fólks og almenna þátttöku í samfélaginu“. Þó að auðvitað sé mjög brýnt að vinna bug á afleiðingum fátæktar hjá öllum þeim sem eiga undir högg að sækja og fjallað sé um ýmsar leiðir til úrbóta í því sambandi í skýrslunni vekja aðgerðir til úrlausnar er miðast við að tryggja hag barna í þessu tilliti sérstaka athygli. Ekki síst þar sem það hlýtur að vera for- gangsmál hvers samfélags að tryggja að fátækt verði ekki baggi sem erfist frá kynslóð til kynslóðar. Morgunblaðið hefur þegar lýst þeirri skoðun að allir eigi að geta komið börnum sínum í leikskóla, rétt eins og í grunn- skóla. Jafnframt hefur blaðið – eins og vinnuhópurinn – bent á að leikskólar séu hluti af menntakerfinu enda hafi verið mótuð sérstök námsskrá fyrir þetta skólastig. Blaðið hefur sömuleiðis vísað til þess að greiða þurfi há skólagjöld fyrir skólagöngu á leikskólastigi en ekki á öðr- um námsstigum en varpa má fram þeirri spurningu hvort það sé eðlilegt. Morgunblaðið tekur því undir það sem segir í skýrslunni að „tekjutengja [mætti] leikskólagjöld og létta þannig undir með fátæku barnafólki en leik- skólagjöld eru veigamikill þáttur í út- gjöldum slíkra heimila“. Slíkt fyrirkomu- lag myndi að auki örva fólk til sjálfshjálpar því „þannig er foreldrum einnig gefinn aukinn kostur á því að stunda hvort sem er nám eða vinnu“, eins og skýrsluhöfundar benda á. Jafnréttis- sjónarmið vega einnig þungt í þessu tilliti því einstæðir foreldrar, að miklum meiri- hluta til konur, eru einn fjölmennasti hópurinn sem nýtur fjárhagsaðstoðar og því er ljóst að ef létt væri undir með þeim varðandi leikskólagjöld myndi það skapa þeim mun betri tækifæri til náms eða þátttöku í atvinnulífinu. Haft er eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni, formanni Sambands sveitarfélaga, í Morgunblaðinu í dag að honum finnist hugmyndin góð en hún kosti peninga sem sveitarfélögin eigi ekki til. Hann telur ekki að sveitarfélögin geti brugðist við þeirri kostnaðaraukningu sem af þessu hlytist með samdrætti í þjónustu eins og nefnt er sem einn kostur í skýrslunni, en segir jafnframt: „Ef ríkisvaldið leggur á þetta mikla áherslu og ef sveitarfélögun- um verða tryggðar viðbótartekjur, t.d. til að veita ókeypis þjónustu á leikskólum, þá eru sveitarfélögin tilbúin til viðræðna um það“. Þau orð hans sýna að með sam- eiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga ætti að vera hægt að finna þessu máli þann farveg að einnig á leikskólastigi verði það svo að öll börn á Íslandi njóti sömu tæki- færa til skólagöngu og engir skeri sig úr hópi alls þorra barna hvað menntun varð- ar, sökum fátæktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.