Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUÐ hefur verið rætt um hvort fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar brjóti í bága við eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar. Sú spurning, sem ég held að skipti meira máli, er hvort það brjóti í bága við tjáningarfrels- isákvæðið. 73. grein stjórn- arskrárinnar Ljóst er að lögunum er ætlað að skerða tján- ingarfrelsið. Frum- varpið gerir t.d. ráð fyrir að ákveðnum að- ilum sé bannað að reka ljósvakafjölmiðla. Al- gjörlega er ótækt að greina á milli reksturs fjölmiðla og tjáningar. Það telst til tjáning- arfrelsis á öldum ljósvakans að mega reka útvarp. Þau orð sem 73. grein stjórn- arskrárinnar hefur um heimildir löggjafans til að takmarka tjáning- arfrelsi eru þessi: „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða sið- gæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræð- ishefðum.“ 73. grein gerir enga undantekn- ingu vegna ótilgreindra almanna- hagsmuna, eins og aðrar greinar stjórnarskrárinnar, sem þá er lagt í hendur löggjafans að meta. Ég held að algerlega sé óum- deilt að fjölmiðla- frumvarpið sé ekki sett í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins. Jafnframt hefur það ekkert með heilsu eða siðgæði að gera. Þá kemur það réttindum og mannorði annarra ekkert við. Eina rök- rétta niðurstaðan er því að frumvarpið brjóti í bága við stjórn- arskrána. Mannréttindasáttmáli Evrópu Lögin virðast aftur á móti ekki brjóta gegn mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. T.d. er í honum veitt und- anþága vegna almannaheilla, sem löggjafanum hlýtur að vera falið að miklu leyti að meta. Augljóslega nægir að fjölmiðla- frumvarpið brjóti í bága við stjórn- arskrá til þess að það standist ekki. Í fyrsta lagi bannar stjórnarskráin umræddar takmarkanir á tjáning- arfrelsi og skiptir þá engu máli að samsvarandi bannreglu vanti í mannréttindasáttmálann. Í öðru lagi er stjórnarskráin æðri mannrétt- indasáttmálanum á Íslandi, þar sem hann hefur aðeins gildi almennra laga og hefur ekki verið samþykktur af Alþingi sem viðbót við stjórn- arskrá, tvisvar með kosningum á milli. Frjálst útvarp Á Íslandi hafa áður verið í gildi miklu víðtækari takmarkanir á frelsi einstaklinga til rekstrar útvarps. Ríkisútvarpið hafði einkarétt á slík- um rekstri samkvæmt lögum. Aug- ljóslega var um að ræða sambæri- lega skerðingu á tjáningarfrelsi og nú er lögð til, nema mun fleiri ein- staklingum og fyrirtækjum var bannað að stunda reksturinn. Í verkfalli starfsmanna Rík- isútvarpsins 1984 settu nokkrir menn á fót útvarpsstöðina „Frjálst útvarp“. Þetta voru Kjartan Gunn- arsson, Eiríkur Ingólfsson og Hann- es Hólmsteinn Gissurarson. Voru þeir ákærðir og sakfelldir, bæði í héraði og Hæstarétti. Verjandi þeirra var Jón Steinar Gunn- laugsson. Þremenningarnir höfðu uppi þær varnir að ákvæði laga um einkarétt Ríkisútvarpsins á útvarpsrekstri brytu prentfrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar. Því var hafnað án ít- arlegs rökstuðnings af Hæstarétti. Næst er að halda að það hafi verið vegna þess að umrætt prentfrels- isákvæði fjallaði eingöngu um tján- ingu á prenti, ekki á öldum ljósvak- ans. Þessu hélt ákæruvaldið fram. Þremenningarnir töldu að skýra bæri ákvæðið í ljósi tækniframfara, en því var augljóslega hafnað. Lög- maður ákærðu taldi dóm Hæsta- réttar fela í sér að tjáningarfrelsi á Íslandi nyti aðeins verndar þegar menn tjáðu sig í prentuðu máli. Þá niðurstöðu gagnrýndi hann í bók sinni, Deilt á dómarana. Eftir að dómur gekk í máli Frjáls útvarps hefur stjórnarskránni verið breytt. Nú er í stjórnarskránni ákvæði sem verndar tjáningarfrelsi almennt, ekki aðeins prentfrelsi. Líklegra má því telja, að Hæstirétt- ur telji umræddar frelsistakmark- anir brot á stjórnarskránni nú. Önnur ákvæði stjórnarskrárinnar Líklega telst fjölmiðlafrumvarpið ekki brjóta í bága við eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem það ákvæði veitir löggjafanum heimild til að takmarka eignarrétt að því gefnu að almenningsþörf krefji. Veitir það löggjafanum svig- rúm til að leggja mat á hvað al- menningsþörf sé, þótt aðrir geti ver- ið ósammála. Af svipuðum ástæðum telst frum- varpið trúlega ekki brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnu- frelsi. Í því ákvæði er fjallað um undanþágu vegna almannahags- muna. Mögulega telst frumvarpið brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar, þar sem sumum er bannað að reka fjölmiðla en öðrum ekki. Mismunun telst heimil, ef hún er málefnaleg, en samkvæmt frum- varpinu er frelsi einstakra fyr- irtækja í markaðsráðandi stöðu tak- markað. Ekkert í frumvarpinu bannar aftur á móti öðrum fyr- irtækjum, sem ekki eru í markaðs- ráðandi stöðu, að reka fjölmiðla. Slík fyrirtæki gætu t.d. beitt fjölmiðlum gegn samkeppnisaðilum sínum í markaðsráðandi stöðu. Ekkert bannar t.d. tveimur fyrirtækjum, með 25% markaðshlutdeild hvort, sem hvorugt telst í markaðsráðandi stöðu eitt og sér, að eiga fjölmiðla og beita þeim gegn fyrirtæki sem er í slíkri stöðu á sama markaði og er kannski með 40% markaðshlutdeild. Lög og siðferði Hvað sem lögskýringum líður brýt- ur frumvarpið gegn góðu siðferði. Stjórnarskráin verndar ekki endi- lega öll mannréttindi. Hægt er að setja lög sem brjóta á borgurunum. Frumvarpið brýtur illilega á tján- ingarfrelsi, atvinnufrelsi, eignarrétti og jafnrétti. Einnig kemur það niður á rekstri fyrirtækja í fjölmiðlun og skapar því trúlega óhagkvæmni fyr- ir þjóðfélagið. Allir frelsisunnendur ættu að setja sig upp á móti því. Frumvarpið brýtur gegn stjórnarskránni Gunnlaugur Jónsson fjallar um fjölmiðlafrumvarpið ’Það telst til tjáning-arfrelsis á öldum ljós- vakans að mega reka útvarp.‘ Gunnlaugur Jónsson Höfundur er stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. Í UMRÆÐU um lyfjamál og kostnað hins opinbera er nánast ekk- ert fjallað um þær miklu tekjur sem ríkissjóður hefur af lyfsölunni. Þar ber hæst tekjurnar af virðisaukaskatti (VSK) og er nauðsynlegt að fjalla um þann þátt þegar heildarmyndin er skoðuð. VSK er neyslu- skattur sem er mik- ilvægur tekjustofn rík- issjóðs. Farin var sú leið að hafa tvö þrep virðisauka en almennt markmið ætti að vera að skattkerfi sé gegn- sætt og án of margra undanþága. Samt var það talin eðlileg nið- urstaða að hafa mat- væli í neðra þrepi (14%) og að hafa heil- brigðisþjónustu alveg undanþegna VSK. Hins vegar voru lyfin skilin frá og eru hvort sem þau eru til notk- unar á sjúkrahúsum eða seld í apótekum með 24,5% VSK. Það þýðir einfaldlega að ríkissjóður hefur í beinar tekjur fimmtu hverja krónu af söluandvirði lyfja. Heildarlyfjasalan árið 2003 nam um 14 milljörðum króna samkvæmt leyfðu hámarksverði í apótekum. Þá er ekki tekið tillit til afslátta sem apó- tek veita eftir flóknum aðferðum og engar opinberar tölur eru til um, en ætla má að tekjur ríkissjóðs af VSK á lyf seld í apótekunum hafi numið a.m.k. tveimur og hálfum milljarði króna 2003. Þessi upphæð er hins vegar í miklu ósamræmi við svar fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkr- um vikum þar sem talið var að tekjur ríkisins af VSK á lyf hafi verið aðeins 780 milljónir króna árið 2002. Ljóst er að bæði er hægt að lækka verulega lyfjakostnað almennings sem og heilbrigðisstofnana og Tryggingastofnunar ríkisins með af- námi VSK á lyf sem ávísað er með lyfseðli. Það væri hin eina rökrétta aðgerð þannig að öll heilbrigðisþjón- usta sé undanþegin VSK. Að setja lyf í þrep með matvælum væri hins veg- ar ekki vel rökstudd aðgerð enda þótt það kæmi sér auðvitað betur fyr- ir neytendur miðað við þann þunga skatt sem nú er lagður á þennan þátt heilbrigð- isþjónustunnar. Talið er að ríkið greiði nú um 56% af heildarkostnaði lyfja samkvæmt lyfseðlum afgreiddum í apótekum og samkvæmt því er ríkið að greiða vel á ann- an milljarð króna af sjúkratryggingum árið 2003 vegna VSK af lyfj- um. Það er um helm- ingur þeirrar upphæðar sem ríkissjóður hefur í tekjur af lyfjasölunni. Lyfjakostnaður Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) var talinn árið 2002 um 2,25 milljarðar króna og tekjur ríkissjóðs af VSK af þeirri upphæð því um 440 milljónir króna. Sú upphæð slagar hátt upp í framúrkeyrslu LSH á fjárlögum 2002. Það má því segja að sjúkra- húsið hafi fengið aukafjárveitingu til að greiða neysluskatt til baka til rík- isins. Niðurstaða Afnám virðisaukaskatts á lyf sem af- greidd eru til sjúkrahúsa og sam- kvæmt lyfseðli í apótekunum er eðli- leg aðgerð til samræmingar þannig að öll heilbrigðisþjónusta verði und- anþegin VSK. Það mun skila sér í lækkun kostnaðar einstaklinga af lyfjum og þar með lækkun á vísitölu neysluverðs. Einnig leiðir slík ráð- stöfun til einföldunar í rekstri sjúkra- stofnana. Skattheimta ríkissjóðs á einstaklinga og sjúkrastofnanir minnkar en að því ber einmitt að stefna markvisst á öllum sviðum rík- isumsvifa. Tekjur ríkisins af lyfsölu – vsk. á lyf Almar Grímsson skrifar um lyfsölu Almar Grímsson ’Ríkissjóðurhefur í beinar tekjur fimmtu hverja krónu af söluandvirði lyfja.‘ Höfundur er lyfjafræðingur og stjórnmálamaður. NEYTENDASAMTÖKIN sendu nýverið frá sér greinargerð um sam- anburð á þjónustugjöldum í íslensku bönkunum og bönkum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Tilefnið var skýrsla sem Samtök banka og verðbréfafyr- irtækja (SBV) gáfu út og kynntu í febrúar síðastliðnum þar sem því var haldið fram að þjónustugjöld í ís- lenskum bönkum væru miklu lægri en tíðkast í hinum löndunum. Eftir að hafa haft tök á að fara náið oní saumana á skýrslu SBV í sam- ráði við innlenda og er- lenda sérfræðinga varð niðurstaða Neytenda- samtakanna sú að skýrsla SBV væri því miður marklaust innlegg í þessa þörfu umræðu. Forsendan fyrir þessari nið- urstöðu var fyrst og fremst sú ein- kennilega aðferð sem notuð var við samanburðinn. Hún byggðist á því að búa til meira eða minna ímynd- aðan meðalviðskiptavin íslensku bankanna og reikna heildarútgjöld í löndunum öllum svo út frá íslenska neyslumynstrinu. Stuðst er við fáa þjónustuliði og mikilvægum út- gjöldum einfaldlega sleppt. Fjöl- mörg dæmi eru um afar vafasama útreikninga á meðaltalskostnaði. Allir sem Neytendasamtökin ráð- færðu sig við, ekki síst sérfræðingar neytendasamtaka í Noregi og Dan- mörku, voru sammála um að aðferð- in gengi ekki upp og því væri ekkert mark takandi á niðurstöðunni. Þessi niðurstaða er raunar í samræmi við álit skýrsluhöfundanna sjálfra sem gera ítrekað fyrirvara við eigin að- ferð. SBV þvær hendur sínar Skýrsla SBV fékk víðtæka umfjöll- un í fjölmiðlum þegar hún birtist. Í framhaldinu birtu SBV svo rán- dýrar auglýsingar í sjónvarpi þar sem tönnlast var á niðurstöðum skýrslunnar. Það kom Neytenda- samtökunum því ekki á óvart að að- standendur skýrslunnar mölduðu í móinn þegar fjölmiðlar fjölluðu um greinargerð samtakanna. Það kom Neytendasamtökunum þó í opna skjöldu að það skyldi fyrst og fremst koma í hlut höfunda skýrsl- unnar, GJ fjár- málaráðgjafar, en ekki útgefenda hennar, SBV, að taka upp hanskann fyrir skýrsl- una. SBV hafa sáralítið tjáð sig um grein- argerð samtakanna. Þegar undirritaður mætti framkvæmda- stjóra SBV í umræðum í sjónvarpi vakti helst athygli hve langt fram- kvæmdastjórinn var reiðubúinn að ganga til að þvo hendur sínar af skýrslunni en varpa ábyrgðinni á litla ráðgjaf- arfyrirtækið sem fengið var til að vinna skýrsluna. Enda hefur það ítrekað komið fram í samtölum und- irritaðs við málsmetandi menn inn- an bankakerfisins að þeir gefa lítið fyrir niðurstöður skýrslu SBV og vilja sem minnst um hana tala. Neytendasamtökin hafa beint gagn- rýni sinni að útgefanda skýrslunnar, SBV, en eiga ekki sökótt við ráð- gjafafyrirtækið sem SBV réði til verksins. Ómaklegar ásakanir GJ fjármálaráðgjöf hefur hins vegar verið óþreytandi að bera í bætifláka fyrir skýrsluna. Nú síðast með grein Gunnlaugs Jónssonar fjár- málaráðgjafa í Morgunblaðinu 3. maí þar sem hann sakar undirrit- aðan um að fara með ósmekklegar aðdróttanir og meiðandi ummæli. Þegar farið er fram með slíkan mál- flutning er í sjálfu sér fáu til að svara öðru en biðja lesendur að kynna sér gögn málsins. Skýrslu SBV og fréttatilkynningu er að finna á sbv.is. Greinargerð Neyt- endasamtakanna ásamt frétta- tilkynningu er á ns.is. Í grein- argerðinni er að finna það sem Neytendasamtökin hafa um skýrslu SBV að segja og er í raun engu við það að bæta og þá umfjöllun sem fram fór í fjölmiðlum í síðustu viku. Ámæli fjármálaráðgjafans í garð undirritaðs breyta engu um nið- urstöðu Neytendasamtakanna. Þurfum raunhæfan samanburð Vandinn er hins vegar sá að íslensk- ir neytendur eru litlu nær um hvort kostnaður þeirra af þjónustu bank- anna er eðlilegur í samanburði við kostnað neytenda í nálægum lönd- um. Eftir stendur því brýn þörf fyr- ir raunhæfan samanburð á þjón- ustugjöldum íslenskra banka og banka í öðrum löndum. Neytendasamtökin hafa ítrekað vakið athygli á að fyrir Alþingi ligg- ur þingsályktunartillaga sem gerir einmitt ráð fyrir að ráðist verði í gerð ítarlegrar úttektar á vöxtum og þjónustugjöldum íslenskra banka með samanburði við banka í öðrum löndum. Neytendasamtökin taka undir með flutningsmönnum um nauðsyn þess að gera slíka úttekt og hvetja alþingismenn eindregið til að veita tillögunni brautargengi. Mikilvægt er að staðið sé málefnalega og fag- lega að umræðu og umfjöllun um bankamál og bankaviðskipti. Skýrsla SBV um þjónustugjöld stenst því miður ekki þær kröfur. Gera þarf raunhæfa úttekt á þjónustugjöldum banka Jóhannes Gunnarsson skrifar um þjónustugjöld banka ’Allir sem Neytenda-samtökin ráðfærðu sig við, ekki síst sérfræð- ingar neytendasamtaka í Noregi og Danmörku, voru sammála um að aðferðin gengi ekki upp og því væri ekkert mark takandi á niðurstöð- unni.‘ Jóhannes Gunnarsson Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.