Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Múrari óskast Öflugt byggingafyrirtæki óskar eftir múrara eða manni vönum múrverki. Umsóknum má skila inn á augldeild Mbl. eða senda með tölvupósti á box@mbl.is merkt: „M — 15349“. Mosfellsbær Varmárskóli Kennarar Óskum að ráða forfallakennara á unglinga- stigi skólaárið 2004-2005 í ca 75% starf. Viðkomandi þarf að geta kennt sem flestar námsgreinar sem kenndar eru á unglinga- stigi til samræmds prófs. Upplýsingar gefa skólastjóri Viktor A. Guð- laugsson og aðstoðarskólastjóri Helga Richter í síma 525 0700. Umsóknarfrestur er til 19. maí 2004. Höfðaskóli Skagaströnd auglýsir: Lausar stöður grunnskólakennara Höfðaskóli á Skagaströnd er grunnskóli með rúmlega 100 nemendum. Skólinn er vel búinn til kennslu, með skólabókasafn, tölvuver og gott íþróttahús. Skólinn er þátttakandi í þróun- arverkefni um fjölbreytta kennsluhætti þar sem áherslan er m.a. lögð á aukna færni í lestri. Okkur vantar menntaða kennara til starfa. Æskilegar kennslugreinar; almenn kennsla, sérkennsla, handmennt, heimilisfræði og tónmennt. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guðmundsson skólastjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2824, og Dagný Rósa Úlfarsdóttir aðstoðar- skólastjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2732. Upplýsingar um Skagaströnd og Höfðaskóla er að finna á vefsíðunum; http//www.skagastrond.is og http//hofdaskoli.skagastrond.is Flutningsstyrkur og hagstæð húsaleiga í boði. Grunnskólakennari við Grunnskólann í Tjarnarlundi Óskum eftir umsóknum í stöðu grunnskóla- kennara við Grunnskólann Tjarnarlundi, Dala- sýslu. Um er að ræða almenna kennslu í 1.-3. bekk og 8.-10. bekk. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 899 7273 eða í tölvupósti gts@ismennt.is. Réttindi æskileg, laun sam- kvæmt kjarasamningi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Námskeið um bleikjueldi Föstudaginn 14. maí kl. 9-17 verður haldið námskeið um bleikjueldi á vegum Hólaskóla. Námskeiðið verður haldið í nýju sjávarfræða- setri Hólaskóla á hafnarbakkanum á Sauðár- króki (gamla Skjaldarhúsinu). Fjallað verður um núverandi stöðu í bleikjueldi. Farið verður í allan eldisferilinn frá hrognatöku, fjallað um seiða- og matfiskeldi, slátrun og vinnslu. Einnig verður fjallað um vatnstöku og meðhöndlun vatns, helstu sjúkdóma og nokkrar rekstrarlegar forsendur. Umsjón með námskeiðinu hefur Ólafur Sigur- geirsson. Áhugasamir skrái sig í Hólaskóla í síma 455 6300 eða í tölvupósti: solrun@holar.is eigi síðar en 11. maí. Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Hringsjá veitir starfsendurhæfingu eða hæf- ingu til náms og starfa. Hún er ætluð einstaklingum eldri en 18 ára, sem vegna sjúk- dóma, slysa eða annarra áfalla þurfa að endur- meta og styrkja stöðu sína. Fullt nám, 3 annir. Inntaka í fullt nám fer fram tvisvar á ári. Umsóknarfrestur fyrir haustönn er til 15. maí. Kennd er tölvunotkun, bókfærsla, reikningur, íslenska, enska, samfélagsfræði, tjáning, myndlist og námstækni. Veitt er náms- og starfsráðgjöf, kennd gerð starfsumsókna, þjálfuð atvinnuviðtöl og unnið að sjálfsstyrk- ingu. Áhersla er á undirbúning skrifstofu- og þjónustustarfa. Tölvunámskeið. Inntaka á námskeið fer fram allt skólaárið.  Grunnnámskeið í tölvunotkun, 30 kennslust.  Fjarnám í tölvunotkun, 6 vikna lotur.  Tölvu- og bókhaldsnámskeið, 60 kennslust. Hringsjá, Hátúni 10d, s. 552 9380/562 2840, www.hringsja.is TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Akureyri Löndun í Krossanesi Ísfélag Vestmannaeyja hf. óskar eftir tilboðum í löndun og vigtun á loðnu, síld og kolmunna úr veiðiskipum við löndunarbryggju við fiski- mjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akureyri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu félagsins við Krossanesbraut á Akureyri frá og með deginum í dag. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 12. maí kl. 14.00 og verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Ísfélag Vestmannaeyja. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi frístunda- svæðis úr landi Miðdals við Hey- tjörn í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. apríl 2004 var samþykkt kynning á tillögu að deili- skipulagi frístundasvæðis úr lands Miðdals við Heytjörn, í Mosfellsbæ í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/ 1997, með síðari breytingum. Skipulagssvæðið afmarkast m.a. af gamla Hafravatnsveginum til norðurs og er í ná- grenni Dallands. Skipulagið gerir ráð fyrir að á landið komi sex frístundahús. Tillaga að deiliskipulagi frístunda- lóðar úr landi Miðdals við Selvatn í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. apríl 2004 var samþykkt kynning á tillögu að deili- skipulagi frístundalóðar úr lands Miðdals við Selvatn, í Mosfellsbæ í samræmi við. 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/ 1997, með síðari breytingum. Skipulagssvæðið er norðaustan við Sel- vatn og nær að vatninu. Skipulagið gerir ráð fyrir heimild til að byggja eitt frístundahús á landinu. Tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi Svöluhöfða 24 í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. apríl 2004 var samþykkt kynning á tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi Svöluhöfða 24, í Mos- fellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, með síðari breytingum. Tillagan felst í því að heimiluð er stækkun byggingarreits í sa-horni til austurs. Byggingarreitur stækkar til suðurs um 2 m og til austurs um 1 m. Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 7. maí til 8. júní nk. Jafnframt verður hægt að skoða tillöguna á heimasíðu Mosfellsbæjar: www.mos.is framkvæmdir, deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 19. júní nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frest, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Á morgun laugardag 8.maí kl. 20.30 er lótusfundur í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Gunnar Kristjánsson fjallar um dauða – upprisu. Aðalfundur Guðspekifélags- ins verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 20.00 í húsi félags- ins. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  185578½  9.0 I.O.O.F. 1  185578  mbl.is ATVINNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.