Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Múrari óskast Öflugt byggingafyrirtæki óskar eftir múrara eða manni vönum múrverki. Umsóknum má skila inn á augldeild Mbl. eða senda með tölvupósti á box@mbl.is merkt: „M — 15349“. Mosfellsbær Varmárskóli Kennarar Óskum að ráða forfallakennara á unglinga- stigi skólaárið 2004-2005 í ca 75% starf. Viðkomandi þarf að geta kennt sem flestar námsgreinar sem kenndar eru á unglinga- stigi til samræmds prófs. Upplýsingar gefa skólastjóri Viktor A. Guð- laugsson og aðstoðarskólastjóri Helga Richter í síma 525 0700. Umsóknarfrestur er til 19. maí 2004. Höfðaskóli Skagaströnd auglýsir: Lausar stöður grunnskólakennara Höfðaskóli á Skagaströnd er grunnskóli með rúmlega 100 nemendum. Skólinn er vel búinn til kennslu, með skólabókasafn, tölvuver og gott íþróttahús. Skólinn er þátttakandi í þróun- arverkefni um fjölbreytta kennsluhætti þar sem áherslan er m.a. lögð á aukna færni í lestri. Okkur vantar menntaða kennara til starfa. Æskilegar kennslugreinar; almenn kennsla, sérkennsla, handmennt, heimilisfræði og tónmennt. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guðmundsson skólastjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2824, og Dagný Rósa Úlfarsdóttir aðstoðar- skólastjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2732. Upplýsingar um Skagaströnd og Höfðaskóla er að finna á vefsíðunum; http//www.skagastrond.is og http//hofdaskoli.skagastrond.is Flutningsstyrkur og hagstæð húsaleiga í boði. Grunnskólakennari við Grunnskólann í Tjarnarlundi Óskum eftir umsóknum í stöðu grunnskóla- kennara við Grunnskólann Tjarnarlundi, Dala- sýslu. Um er að ræða almenna kennslu í 1.-3. bekk og 8.-10. bekk. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 899 7273 eða í tölvupósti gts@ismennt.is. Réttindi æskileg, laun sam- kvæmt kjarasamningi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Námskeið um bleikjueldi Föstudaginn 14. maí kl. 9-17 verður haldið námskeið um bleikjueldi á vegum Hólaskóla. Námskeiðið verður haldið í nýju sjávarfræða- setri Hólaskóla á hafnarbakkanum á Sauðár- króki (gamla Skjaldarhúsinu). Fjallað verður um núverandi stöðu í bleikjueldi. Farið verður í allan eldisferilinn frá hrognatöku, fjallað um seiða- og matfiskeldi, slátrun og vinnslu. Einnig verður fjallað um vatnstöku og meðhöndlun vatns, helstu sjúkdóma og nokkrar rekstrarlegar forsendur. Umsjón með námskeiðinu hefur Ólafur Sigur- geirsson. Áhugasamir skrái sig í Hólaskóla í síma 455 6300 eða í tölvupósti: solrun@holar.is eigi síðar en 11. maí. Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Hringsjá veitir starfsendurhæfingu eða hæf- ingu til náms og starfa. Hún er ætluð einstaklingum eldri en 18 ára, sem vegna sjúk- dóma, slysa eða annarra áfalla þurfa að endur- meta og styrkja stöðu sína. Fullt nám, 3 annir. Inntaka í fullt nám fer fram tvisvar á ári. Umsóknarfrestur fyrir haustönn er til 15. maí. Kennd er tölvunotkun, bókfærsla, reikningur, íslenska, enska, samfélagsfræði, tjáning, myndlist og námstækni. Veitt er náms- og starfsráðgjöf, kennd gerð starfsumsókna, þjálfuð atvinnuviðtöl og unnið að sjálfsstyrk- ingu. Áhersla er á undirbúning skrifstofu- og þjónustustarfa. Tölvunámskeið. Inntaka á námskeið fer fram allt skólaárið.  Grunnnámskeið í tölvunotkun, 30 kennslust.  Fjarnám í tölvunotkun, 6 vikna lotur.  Tölvu- og bókhaldsnámskeið, 60 kennslust. Hringsjá, Hátúni 10d, s. 552 9380/562 2840, www.hringsja.is TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Akureyri Löndun í Krossanesi Ísfélag Vestmannaeyja hf. óskar eftir tilboðum í löndun og vigtun á loðnu, síld og kolmunna úr veiðiskipum við löndunarbryggju við fiski- mjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akureyri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu félagsins við Krossanesbraut á Akureyri frá og með deginum í dag. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 12. maí kl. 14.00 og verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Ísfélag Vestmannaeyja. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi frístunda- svæðis úr landi Miðdals við Hey- tjörn í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. apríl 2004 var samþykkt kynning á tillögu að deili- skipulagi frístundasvæðis úr lands Miðdals við Heytjörn, í Mosfellsbæ í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/ 1997, með síðari breytingum. Skipulagssvæðið afmarkast m.a. af gamla Hafravatnsveginum til norðurs og er í ná- grenni Dallands. Skipulagið gerir ráð fyrir að á landið komi sex frístundahús. Tillaga að deiliskipulagi frístunda- lóðar úr landi Miðdals við Selvatn í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. apríl 2004 var samþykkt kynning á tillögu að deili- skipulagi frístundalóðar úr lands Miðdals við Selvatn, í Mosfellsbæ í samræmi við. 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/ 1997, með síðari breytingum. Skipulagssvæðið er norðaustan við Sel- vatn og nær að vatninu. Skipulagið gerir ráð fyrir heimild til að byggja eitt frístundahús á landinu. Tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi Svöluhöfða 24 í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 27. apríl 2004 var samþykkt kynning á tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi Svöluhöfða 24, í Mos- fellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, með síðari breytingum. Tillagan felst í því að heimiluð er stækkun byggingarreits í sa-horni til austurs. Byggingarreitur stækkar til suðurs um 2 m og til austurs um 1 m. Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 7. maí til 8. júní nk. Jafnframt verður hægt að skoða tillöguna á heimasíðu Mosfellsbæjar: www.mos.is framkvæmdir, deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 19. júní nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frest, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Á morgun laugardag 8.maí kl. 20.30 er lótusfundur í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Gunnar Kristjánsson fjallar um dauða – upprisu. Aðalfundur Guðspekifélags- ins verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 20.00 í húsi félags- ins. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  185578½  9.0 I.O.O.F. 1  185578  mbl.is ATVINNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.