Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 53 AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi verður haldinn á Hótel Sel- fossi laugardaginn 8. maí nk. og hefst kl. 11.30. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en gestur fundarins er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Að aðalfundarstörfum loknum hefst málefnavinna þar sem áhersla verð- ur lögð á innra starf félaganna í kjör- dæminu. Óskar Magnússon forstjóri OgVodafone heldur erindi um liðs- heildina og Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Deiglunnar heldur erindi um innra starf. Að málefnastarfi loknu verður haldið í óvissuferð og um kvöldið verður borðhald á Hótel Selfossi og dansleikur fram eftir kvöldi þar sem hljómsveitin Pass leikur fyrir dansi. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins Málþing útskriftarnema á þroskaþjálfabraut verður haldið í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands í dag föstudaginn 7. maí. Á málþinginu munu nemendur kynna lokaverkefni í þroskaþjálfafræð- um. Um er að ræða starfstengd þróunar- og umbótaverkefni sem nemendur hafa tekið að sér að vinna fyrir væntanlegan starfs- vettvang. Öll verkefnin eru hagnýt þar sem þau eru unnin að beiðni stofnana á þessum vettvangi en öflugt samstarf er á milli stofnana í þessum geira og þroskaþjálfa- brautar Kennaraháskóla Íslands. Málþingið gefur áhugasömum góða innsýn í fjölbreyttan starfs- vettvang þroskaþjálfa sem og inn- sýn í nám þroskaþjálfa en það hef- ur tekið miklum breytingum á undanförnum misserum. Málþing um félagsráðgjöf innan heilsugæslustöðva. Í dag föstu- daginn 7. maí kl. 13-17 verður haldið málþing um þörf á að efla félagsráðgjöf á heilsugæslu- stöðvum. Flutt verða erindi um fé- lagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu sem eitt sérfræðisviða, fjölskyldu- félagsráðgjöf og þverfaglegt sam- starf sem mótandi afl í heilsu- gæslu, um greiningarteymi á Miðstöð heilsuverndar barna, geð- heilbrigðisþjónustu við börn og fjölskyldur, kynheilbrigðismál og samþættingu félags- og heilbrigð- ismála. Fyrirlesarar eru dr. Sigrún Júl- íusdóttir prófessor, Gerður A. Árnadóttir læknir, Sonja Garð- arsdóttir félagsráðgjafi og Þórunn Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur, Karl Marinósson félagsráðgjafi, Sveindís Anna Jóhannsdóttir út- skriftarnemi, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, Sigurlaug Hauks- dóttir yfirfélagsráðgjafi, Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Fundarstjóri verður dr. Steinunn Hrafnsdóttir, lektor. Málþingið er haldið í Öskju við Sturlugötu 7 á Háskólasvæðinu. Í DAG Opið hús á alþjóðadegi Rauða krossins Kópavogsdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í Kópa- vogsdögum og heldur opið hús í Hamraborg 11, 2. hæð, laugardag- inn 8. maí kl. 14-16. 8. maí er al- þjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Margt verður í boði, m.a. tombóla og myndlist- arsýning ungra innflytjenda. „Við hvetjum alla velunnara deild- arinnar og sjálfboðaliða fyrr og nú til þess að koma í heimsókn og fá hressingu, einnig þá er hafa áhuga á að kynna sér og taka þátt í fjöl- breyttu sjálfboðnu starfi á vegum deildarinnar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Opið hús verður hjá Norræna fé- laginu laugardaginn 8. maí kl. 14.00-16.00 að Óðinsgötu 7 Meðal annars verður fjallað um norrænt vinabæjastarf, um tungumála- námskeið og hópferðir og líflegt ungmennastarf Norræna félagsins. Einnig verður kynnt upplýs- ingaþjónustan Halló Norðurlönd sem veitir fólki gagnlegar upplýs- ingar við flutning milli Norður- landanna. Á MORGUN Opinn GA-fundur (ónafngreindir spilafíklar) verður sunnudaginn 9. maí í Héðinshúsinu Seljavegi 2. kl.14. „Talið er að Íslendingar eyði 5-10 milljónum á dag í fjár- hættuspil. Til að sporna við þessu viljum við benda á að það er til lausn frá þessu ástandi með því að stunda GA-samtökin og ganga þá göngu sem spilafíklar í bata hafa gengið,“ segir í fréttatilkynningu. Vorverkin í garðinum og um- hverfi okkar Grasagarðurinn í Laugardal og Staðardagskrá 21 eru hluti af Umhverfis- og heilbrigð- isstofu Reykjavíkur en helgina 8. og 9. maí fer fram dagskrá í Grasa- garðinum um vorverkin í garðinum og hvernig heimili almennings tengjast lifandi umhverfi okkar. Í Grasagarðinum eru starfandi þrír fagmenntaðir garðyrkjufræðingar sem kynna munu rétt handbrögð við trjáklippingar, hvernig best sé að skipta fjölærum garðblómum og sýna hvað ber að hafa í huga þegar plöntur eru gróðursettar. Innan Staðardagskrár 21 hafa safnast miklar upplýsingar sem heimili geta notfært sér. Að þessu sinni verður sagt frá vistvænu heim- ilishaldi. Dagskráin báða dagana er frá kl. 13 til 17 og tekur hver við- burður 30 mínútur: trjáklippingar kl. 13.30, vistvænt heimilishald kl. 13.30, skipting garðblóma kl. 14, gróðursetning kl. 14.30, trjáklipp- ingar kl. 15, vistvænt heimilishald kl. 15.30, skipting garðblóma kl. 16, gróðursetning kl. 16.30. Landsbyggðin lifir með opna fundi á Vesturlandi, fundir verða í Borgarfjarðarhéraði, í Fé- lagsmiðstöðinni Óðali, Borgarnesi, sunnud. 9. maí kl. 14 og á Snæfells- nesi í Hótel Ólafsvík, sunnudaginn 9. maí kl. 20. Landsbyggðin lifir – LBL er hreyf- ing fólks, sem vill efla byggð um land allt. Upplýsingar eru á heima- síðu samtakanna www.landlif.is. Einnig má senda tölvupóst í land- lif@landlif.is. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, formaður samtakanna Landsbyggðin lifi, og væntanlega fleiri, munu kynna samtökin á fundunum, en orðið verður líka laust. Fundirnir eru haldnir á vegum Landsbyggðin lifir í samvinnu við Framfarafélag Borgarbyggðar og Framfarafélag Snæfellsbæjar. Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Börn og um- hverfi fyrir ungmenni fædd 1990, 1991 og 1992. Námskeiðin eru þrjú talsins. Fyrsta námskeið: 12., 13., 17. og 18. maí kl. 18-21. Annað námskeið: 19., 21., 24. og 25. maí kl. 17-20. Þriðja námskeið: 2., 3., 7. og 8. júní kl. 17-20. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða um- gengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönn- un og hollar lífsvenjur, leiki og leik- föng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ít- arleg kennsla í skyndihjálp. Þátt- takendur fá innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Námskeiðsgjald er 5.300 kr. Innifalin eru bókin Börn og umhverfi, bakpoki með skyndi- hjálparbúnaði og hressing. Kennt er í Hamraborg 11, 2. hæð. Skrán- ing fer fram á kopavogur@red- cross.is. Á NÆSTUNNI It’s how you live Við hjá fasteign.is höfum verið beðin um að út- vega raðhús, parhús eða einbýli fyrir fjárstekan og ákveðinn kaupanda sem þegar er búinn að selja sína eign. Um er að ræða sterkar greiðslur og góðan afhendingartíma ef þess er óskað. Verðhugmynd frá 30-35 millj. Allar nánari uppl. veitir Sveinbjörn Halldórsson í síma 6 900 816 eða 5 900 800. Sérbýli óskast í Grafarvogi SÍMI 5 900 800 Sveinbjörn Halldórsson sölustjóri. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.