Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 51 Kóramót Kjalarnesspró- fastsdæmis Á MORGUN, laugardaginn 8. maí kl. 17, gefst fólki kostur á að hlýða á árangurinn af vinnu kirkjukór- anna í Kjalarnessprófastsdæmi í Vídalínskirkju, en þennan dag fer fram kóramót prófastsdæmisins. Kórfélagar úr öllu prófastsdæm- inu koma saman þennan dag kl. 10 að morgni í Vídalínskirkju í Garða- bæ og fínpússa þau verkefni sem unnið hefur verið að undir stjórn organistanna á hverjum stað fyrir sig. Þessi vinna er það sem boðið verður upp á kl. 17 á áðurnefndum tónleikum, en aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sameiginleg verkefni kóranna eru „Lofsöngur – Heilagi herra Guð“ eftir Sigfús Einarsson, „Heill þér himneska orð“ eftir Gabriel Fauré, en textann þýddi Böðvar Guðmundsson. Sérstaka útsetningu fyrir strengjasveit og orgel við þessi verk hefur Jóhann Baldvins- son, organisti í Garðasókn, gert. Þá flytja kórarnir einnig „Messu í G-dúr“ fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Franz Schubert, en það er stærsta einstaka verkið á tónleikunum. Kór Vídalínskirkju mun flytja kirkjugestum verkið „Laudate Dominum“ eftir Mozart, en það verk er einnig fyrir einsöngvara, hljómsveit og kór. Stjórnandi Jó- hann Baldvinsson. Kórstjórar kóranna skiptast á að stjórna, en vinna sem þessi er ómetanleg reynsla, bæði fyrir kór- fólkið og stjórnendurna. Einsöngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran, Skarphéð- inn Þór Hjartarson, tenór, og Hrólfur Sæmundsson, bassi, syngja á tónleikunum. Það er Tónlistarnefnd Kjalar- nessprófastsdæmis sem hefur skipulagt og undirbúið þessa tón- leika, en í henni eiga sæti Úlrik Ólason, Natalia Chow og sr. Frið- rik J. Hjartar. Tónlistarnefnd Kjalarnesspró- fastsdæmis. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN kemur, 9. maí 2004, munu árgangar 50, 60 og 70 ára fermingarbarna sækja messu kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Garðar Þorsteinsson prófastur fermdi þau vorið 1934, en þá var kreppan í algleymingi, vorið 1944, þegar lýðveldisstofnun var á næsta leiti með glæstum fyrirheitum sín- um og vorið 1954, þegar mikið framfaraskeið var hafið í lýðfrjálsu landi. Sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur messar. Hrönn Haf- liðadóttir og Gréta Jónsdóttir messósópranar synga tvísöng í messunni en organisti er Antonía Hevesí. Eftir messuna fagna afmæl- isárgangarnir endurfundum í sam- kvæmi í Hásölum Strandbergs, hins nýja og glæsilega safn- aðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Grafarvogskirkja – aðalsafnaðarfundur NÆSTKOMANDI sunnudag 9. maí verður aðalsafnaðarfundur Graf- arvogssóknar. Guðsþjónusta er kl. 11, séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Aðalsafnaðarfundurinn hefst eft- ir guðsþjónustuna. Venjuleg aðal- fundarstörf. Allir velkomnir. Sóknarnefnd Grafarvogskirkju. Vorferð barnastarfs Seljakirkju Á MORGUN, laugardaginn 8. maí kl. 11, verður haldin sannkölluð uppskeruhátíð barnastarfs Selja- kirkju. Þá leggjum við af stað í rút- um frá Seljakirkju áleiðis til Bessa- staða. Barnaguðsþjónusta verður í Bessastaðakirkju, þar sem við syngjum hátt og snjallt söngvana okkar góðu, auk þess sem Rebbi refur verður með í för. Þegar við komum aftur í Selja- kirkju bíður okkar mikil og góð pylsuveisla. Verið velkomin. Kirkjustarf Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgara starf. Bridsaðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 10– 18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Nú er hægt að fá fullan haldapoka af fatnaði á aðeins 600 kr. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas. 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 10–12 ára velkomnir. Nánari upplýsing- ar á www.kefas.is Kirkja sjöunda dags aðventista: Föstudagur: Fyrirlestur kl. 18.30 í Að- ventkirkjunni, Ingólfsstræti 19. Laugardagur: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Lok- að. Sameiginlegt í Loftsalnum. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Sameiginleg guðsþjónusta í dag kl. 11. Ræðumaður Paul Clee. Biblíufræðsla kl. 12.15. Björgvin Snorrason leiðir um- ræðuna. Sameiginleg máltíð eftir guðs- þjónustu/biblíufræðsla. Allir velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Lokað. Sameigin- legt í Loftsalnum. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Lokað. Sameiginlegt í Loftsalnum. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Morgunblaðið/Árni SæbergVídalínskirkja Safnaðarstarf Stang- og hreindýraveiðiferðir til Grænlands í júlí og ágúst. Nánari upplýsingar: Ferðaskrif- stofa Guðmundar Jónassonar, sími 511 1515. www.gjtravel.is. Ódýrar rafstöðvar. Bensín 650W 24.000 m. vsk. Loft og raftæki, sími 564 3000, www.loft.is. Vandaðar tifsagir í handverkið. Þær bera af. Gylfi Sigurlinnason ehf., gylfi@gylfi.com, sími 555 1212. www.midlarinn.is Til sölu Grásleppu og Skötuselsn- et, þorskanetaúthald, netaspil. Einnig vantar á skrá, DNG rúllur og STK tækið. Sími 892 0808 midlarinn@midlarinn.is Línubalar 70-80 og 100L með níðsterkum handföngum Fiskiker fyrir smærri báta, gerðir 300-350 og 450 Blóðgunarílát 250-500L BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 5612211 Landsins mesta úrval af bátum, utanborðsmótorum og bátavör- um. Sumaropnun í verslun opið frá kl. 8.00 til 18.00. Vélasalan ehf., Ánanaustum 1, s. 580 5300, www.velasalan.is Fjölskylduvænu álkanóarnir eru tilbúnir til afgreiðslu. Vega aðeins 32 kg., l. 4,5 m., br. 0,94 m., efnisþ. 1,27 mm, burðarg. 295 kg. Uppl. í s. 893 5777. d-tour.is Bátar - Vélar. Mikið úrval báta og utanborðsvéla, tví- og fjór- gengis. Hvar er betra verð? Bátaland ehf., Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, s. 565 2680 - www.bataland.is. Bátar - vélar. Mikið úrval báta og utanborðsvéla, tví- og fjór- gengis. Hvar er betra verð? Bátaland ehf., Óseyrarbraut 2, s. 565 2680. www.bataland.is Tuttugu út - 14 á mán. Daewoo Matiz SEX 6/2000. Ek. 49 þús. Ál- felg., spoiler, rafm. í rúðum. 5 d. og 5 gíra. Tilboð aðeins 495 þús. 475 þús. bílalán. S. 691 4441. Til sölu Suzuki Grand Vitara árg. '98, ek. 118 þ. Upphækkaður, álfelgur. V. 1.090 þús. S. 895 2056 og 561 3275. Suzuki Grand Vitara árg. '03. Ek. 16 þús. XL7, V6 2700, sjálfsk., loft- kæling, ABS, fjarst. samlæsingar, hraðastillir og margt fleira. Tilboð 2.670. Uppl. í síma 696 7329 eða 696 1001. Einstakt tækifæri. Dodge 1947 vörubíll, þarfnast uppgerðar frá grunni, hefur staðið inni síðan 1987. Verð 290 þús. staðgreitt. Sími 898 8829. Benz Clubstar 1120. 30 manna, árg '89, ek. 720 þ., 2 hurðir, vél ek. 260 þ., bíll í góðu lagi, wc, 2x sjónv./video, sk. '05. V. 3,7 m. Uppl. í s. 894 6868. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22 sími 564 6415 - gsm. 661 9232. Partasala, varahlutir. Mazda, Mitsubishi, Nissan. Bílaviðgerðir. Sími 587 8040, 892 5849 og 897 6897. 31“ kr. 12.700 stgr. 33“ kr. 13.700 stgr. 35“ kr. 14.800 stgr. Gerið verðsamanburð Matador nýir sumarhjólbarðar 155 R 13 kr. 3750, 165/70R13 kr. 3950, 175/65 R 14 kr. 4790, 185/ 70R14 kr. 5450, 185/65R15 kr. 5990. Besta verðið. Kaldasel ehf., Dalvegi 16, Kóp., s. 544 4333 og Grensásvegi 7 (Skeifumegin) Rvík s. 561 0200. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Bifhjóla og ökukennsla Eggert Valur, ökukennari. Ökukennsla/skóli/mat. Nýr M. Benz. Uppl. í símum 893 4744/565 3808/853 4744. Coleman Cheyenne til sölu, árg. 1998. Sérstaklega vel með farið. Tilbúið aftur í jeppann, upp- hækkað á 4 pkt. gormafjöðrun. Endurnýjað rafkerfi. Íslenskt for- tjald fylgir. Verð 900 þ. Uppl. í síma 693 0510. Til sölu hjólhýsi Tabbert Contesse 515 ásamt fortjaldi. Verð kr. 1.100 þúsund. Upplýsingar í síma 892 5870. Velour kvartbuxur 1.500 kr. Úlpur 2.900 kr. Micro kvartbuxur 2.500 kr. 30% af völdum vörum. Fallegir toppar nýkomnir. Grímsbæ, Bústaðavegi, sími 588 8488. Teg. 4500. Hvítur minimizer. Verð kr. 3.590. Skálar D-G. Í stíl: Aðal- haldsbuxur með bandi kr. 1.895 og venjul. mittisb. kr. 1.850. Teg. 6610. Hvítur æðislegur blúnduhaldari. Verð kr. 5.880. Skálar B-F. Í stíl: Bandabuxur kr. 3.450 og heilar buxur kr. 3.565. Misty, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið kl. 12-18 mán.-fös. og lau. kl. 11-14. Sumarsandalar Tilboð 1 par 1.290 - 2 pör 2.000. Stærðir 35-41, margir litir. Nýir litir í barnastærðum. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Íslensk hönnun. Sumarhúfurnar komnar. Laugavegi 12b, sími 552 1220. Sumar-derhúfurnar komnar kr. 990. Semelíustafahálsmen kr. 690. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Hinn eini sanni Örvar Kristjáns- son heldur uppi Kanaríeyja- stemningu föstudags- og laugar- dagskvöld. Eruð þið á leiðinni í vorferð/ skemmtiferð? Við erum með frá- bæra aðstöðu til að taka á móti bæði litlum og stórum hópum í sérsniðnar skemmtiferðir fyrir- tækja á svæði okkar í Kópavogi. Paintball fyrir alla - sveitakrá - hægt að grilla á staðnum. Uppl. og tímapantanir í síma 862 7900/www.litbolti.is . mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.